Morgunblaðið - 04.09.2003, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.09.2003, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 C 3 NÚR VERINU Allt til línu- og handfæraveiða Línur, krókar, ábót, beitningavélar, handfæravindur o.fl. Sími 898 7127 Skútuvogi 6 www.sjo.is nandi eftir hverjum stað. tað að hugsa bátinn frá ð seljum allt fyrirfram og setjumst þá niður í m og förum yfir allar sér- ð fyrirtækið hafi lagt únum bátum, nánast til- ðum samkvæmt óskum arf m.a. að taka tillit til stjórnunarkerfa land- sumir halda að Íslend- eð flókið fiskveiðikerfi, ð og hvergi eins. Hér á egar breytingar á smá- versu litlar þær eru þá nu moldviðri, sem leiðir að sér höndum. Þessar verið verstar fyrir smá- t árið er gríðarleg end- síðan næsta árið er hún ð Cleopötrubátarnir og að jafna þessar sveiflur kki jafn háðir íslenska verði auðvitað alltaf að- uns og Högna var fyr- sér mjög víða á sínum nu, Afríku og fleiri stöð- um, en síðan var ákveðið að huga alfarið að löndum í kringum Ísland; Grænlandi, Noregi og Bretlandi. Í Bretlandi hefur fyrirtækið einn- ig verið að kanna framleiðslu og sölu á öðrum tegundum báta, t.d. þjónustubátum, og er einn bátur frá Trefjum gerður út frá Liverpool til að mynda og kortleggja hafsbotninn og fylgjast með olíulögnum og rafstrengjum á hafsbotni. Þá er nú verið að ganga frá nýrri togsnekkju sem fyrirtækið hefur selt til Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna. Sóknarfæri í bátum til sjóstangaveiða „Það kom inn sem óvænt viðbót en kaupandinn kom til okkar sem seljanda fiskibáta því hann var að leita að leiktæki til fiskveiða en jafn- framt að hafa snekkjulagið með. Þeir sem framleiða snekkjur hafa engan áhuga á og ekki vit á að útfæra togveiðibát, en það er auðveld- ara fyrir okkur að plussklæða og smíða fallegar innréttingar heldur en fyrir þá að fara yfir í togveiðar,“ segir Högni. Að sögn Auðuns liggur annað sóknarfæri í Bretlandi í að hanna og framleiða báta fyrir sjó- stangaveiði. „Sjómenn þar eru að reyna að tvinna saman fiskveiðar að vetrarlagi og selja síðan ferðir í sjóstangaveiði yfir ferðamanna- tímann á sumrin til að bregðast við minni kvóta. Við erum með sýningarbát í Bretlandi núna sem er einmitt hugsaður fyrir slík not.“ Ágætis sala í Grænlandi og Bretlandi Högni segir viðtökurnar vera mjög góðar og að fyrirtækið bindi miklar vonir við þann markað og að hann verði enn eitt fjöreggið hjá fyr- irtækinu til að bregðast við sveiflum á mörk- uðunum. „Varðandi hina markaðina, þá höfum við náð ágætis árangri í Grænlandi og Bretlandi með sölu á bátum til krabba- og humarveiða í gildr- ur. Það er líka lýsandi dæmi um ólíka markaði sem við störfum á að á Grænlandi veiða menn í fiimmtíu stiga frosti en þessi maður sem er að kaupa af okkur í Persaflóanum er að veiða í fimmtíu stiga hita. Þetta er hundrað stiga mun- ur og vandamálin þar af leiðandi ekki þau sömu. Þeir hafa meira að segja talað um það í Grænlandi að setja miðstöð í lestina, til þess að koma í veg fyrir að allt verði að einum ísklumpi í henni,“ segir Högni. Hann segir engan árangur nást í markaðs- setningu nema menn setji sig nákvæmlega inn í aðstæður á hverjum stað. „Það er auðvitað mik- il vinna en það er alltaf mikilvægt að ná fyrstu sölunni og að vera heppinn með fyrsta aðilann sem kaupir. Ef þú leggur mikla vinnu í þetta fyrir hann eru miklar líkur á þú sért kominn með góðan sendiherra á svæðinu sem nánast selur fyrir þig. Það hefur oft orðið raunin hjá okkur og borgað sig að leggja mikla vinnu í fyrsta bátinn sem fer á svæðið,“ segir Högni. Gildruveiðar í skötulíki hérlendis Stór hluti þeirra báta sem Trefjar smíða og selja erlendis er notaður til gildruveiða og segir Högni að þeim finnist það grátlegast í þessu öllu að gildruveiðar séu í skötulíki hér á landi. „Allt í kringum okkur eru sjómenn að veiða að talsverðum hluta með gildrum sömu teg- undir og fást hér. Þeir selja afurðina lifandi á markað og fá miklu meira fyrir hana þannig, auk þess sem veiðarnar eru vistvænar. Við er- um alveg sannfærðir um að það sé góður mögu- leiki fyrir Íslendinga að stunda þennan veiði- skap líka. Við tökum líka til okkar heiðurinn af því að hafa þróað þessar veiðar áfram í viðkom- andi löndum og ein ástæðan fyrir því að við er- um að selja bátana okkar er að útbúnaðurinn á dekkinu er ennþá hraðvirkari en þeir voru með áður. Sem dæmi má nefna að einn aðili í Bret- landi, sem skipti gömlum bát út fyrir bát frá okkur, jók afköstin um 25% á bát frá okkur með tilheyrandi útbúnaði, þannig að í stað þess að draga 600 gildrur á dag dregur hann 800. Það skiptir miklu máli að vinnan gangi snurðulaust fyrir sig og ég held að menn hafi rekið sig á það hér heima þegar menn hafa ver- ið að prófa gildruveiðar, t.d. á netabátum. Sjó- menn vita það best sjálfir að hvert aukahand- tak skiptir máli og þegar verið er að endurtaka eitthvað 6–800 sinnum yfir daginn skiptir hag- ræðið öllu,“ segir Högni. Þeir félagar eru því bjartsýnir á framtíðina og er ætlunin að halda áfram á sömu braut. Að sögn Auðuns er hægt að auka framleiðsluna í núverandi húsnæði í Hjallahrauni 2 í Hafnar- firði, en hins vegar sé erfitt að ná í góðan mann- skap til þessara starfa. Í dag starfa rúmlega þrjátíu manns hjá Trefjum en að meðtöldum undirverktökum, sem vinna eingöngu fyrir fyr- irtækið, starfa 42 menn að framleiðslunni. ta til gildruveiða í Bretlandi og nýverið „togsnekkju“ fyrir olíufursta í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. f. ná góðum asölu erlendis Morgunblaðið/Ásdís eirikur@mbl.is amkvæmdastjóri Trefja ehf., og Högni Bergþórsson, tæknilegur fram- iðslusal Trefja í Hafnarfirði þar sem starfa rúmlega 30 manns. BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi í síðustu viku nýjan Cleopatra 33-bát til skosku eyjarinnar Islay. Kaup- andi bátsins er Jim Brown sjó- maður frá Port Ellen á Islay. Báturinn hefur hlotið nafnið Highlander CN 717. Highlander er bátur af gerðinni Cleopatra 33, 10 metra langur og mælist 10 brúttótonn. Heimahöfn bátsins er í Port Ellen. Báturinn er sérútbúinn til humarveiða með gildrum. Í lest bátsins rúmast níu 380 lítra fiski- kör. Í lúkar er svefnpláss fyrir tvo menn, ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ís- skáp. Aðalvél bátsins er af gerð- inni Cummins og er hún 430 hestöfl. Siglingatæki eru af gerð- inni Koden og Furuno. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar í Islay í þessari viku. Jim landar humri ýmist í höfnunum í Port Ellen og Bowmore. Ný Cleopatra til Skotlands RAÐAUGLÝSINGAR KVÓTI Krókaaflahlutdeild Til sölu — þorskur 5 tonn, ýsa 20 tonn. Til leigu — 15 tonn þorskur. Upplýsingar í síma 456 2582. BÁTAR/SKIP Línuskip og togarar Höfum á söluskrá nokkur línuskip með beitn- ingarvélum, með og án frystingar. Einnig togara með og án frystingar. Gott verð. Upplýsingar í símum 551 7282 og 893 3985. NÓTA- og togveiðiskipið Ingunn AK kom til heimahafnar á Akra- nesi í gær með um 1.750 tonn af kolmunna. Þar með hefur Ingunn AK borið meira en 200 þúsund tonn af fiski á land frá því að skipið kom nýtt til landsins í febr- úar árið 2001. Þar af eru um 95 þúsund tonn af loðnu, 90 þúsund tonn af kolmunna og um 15 þús- und tonn af síld. Kolmunnaveiðar hafa gengið vel að undanförnu en flotinn hefur verið að veiðum í færeysku lög- sögunni, um 80 sjómílur undan Færeyjum. Verksmiðjur Síldarvinnslunnar eru búnar að taka á móti ríflega 150 þúsund tonnum af kolmunna frá áramótum. Börkur NK er afla- hæsta kolmunnaskipið en búið er að landa rúmlega 42 þúsund tonn- um úr skipinu það sem af er árinu. Ingunn yfir 200 þúsund tonn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.