Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 B 3 bílar RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Pro-Clip VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Vanda›ar festingar fyrir öll tæki í alla bíla. Festingar sérsni›nar fyrir flinn bíl. Engin göt í mælabor›i›. w w w .d e si g n .is © 2 0 0 3 Einstök Silfur-tækni Varta rafgeyma er bæði í Bláu og frábæru Silfur-línunni. Silfurinnihald gefur öflugt start og lengir líftíma geymanna um 20% (u.þ.b. 1 ár) í samanburði við venjulega rafgeyma. Rafgeymarnir eru algerlega viðhaldsfríir. Silfur-línan hefur þar að auki 30% meiri startkraft. Vertu viss um að næsti rafgeymirinn þinn sé Varta rafgeymir með silfri. Vilt þú vera með öruggt start? Við eigum rafgeymana á lager. Skiptu tímanlega og forðastu vandræði í ræsingu. Bestir í ra un! t æ k n i Borgartúni, Reykjavík Bíldshöfða, Reykjavík Dalshrauni, Hafnarfirði Hrísmýri, Selfossi Dalbraut, Akureyri Grófinni, Keflavík Lyngási, Egilsstöðum Álaugarvegi, Hornafirði Smiðjuvegi, Kópavogi Radíóþjónusta Bílanausts Síðumúla, Reykjavík RSH.is, Dalvegi, Kópavogi Viðurkenndir rafgeymar við allar aðstæður NÝTT vopn Nissan í hinum harða jeppaslag heitir Murano. Bíllinn er kominn á markað í Bandaríkjunum og þar hefur hann hlotið jákvæðar um- sagnir og sagt er um hann að hann sé enginn eftirbátur annarra götujeppa þar um slóðir, hvort sem þeir heita BMW X5, Volvo XC 90 eða Mercedes- Benz M. Nissan er nefnilega ekki leng- ur þjakaður af hlutlausu og óspennandi útliti eftir samrunann við Renault heldur virðist sem nýir tímar séu runnir upp þar á bæ og fyrirtækið býð- ur nú spennandi bíla með nýsköpun í hönnun. Þetta kom ekki síst fram þegar 350Z-sportbíllinn var kynntur vest- anhafs og hann er nú einnig að koma á markað í Evrópu. Bandaríkjamenn njóta nú einnig Murano-jeppans og vonir standa til að hann verði einnig boðinn í Evrópu á næstunni. Ennþá er bíllinn þó svo nýr af nálinni að Nissan hefur ekki opinberað neinar áætlanir um að markaðssetja bílinn í gamla heiminum. Murano er hannaður í anda nútíma jeppa með miklu innanrými en útlínur og smáatriði eins og sportbíll. Undir bílnum eru stórar 18 tommu álfelgur á Goodyear-dekkjum í stærð- inni 235/65. Tvö stór púströr að aftan eru svo rúsínan í pylsuendanum. Nissan nefnir Murano borgarjeppa. Og það eru orð að sönnu því jafnvel þótt bíllinn fari létt með auruga mold- arvegi eða snjóklædda væri hann von- laus á jöklum eða eyðimerkursandi. Vélin er 3,5 lítra V6 sem skilar 245 hestöflum og snúningsvægið er að há- marki 335 Nm við 4.400 snúninga á mínútu. Í Bandaríkjunum gefa menn ekki upp hröðun og hámarkshraða því það virð- ist jafngilda því þar um slóðir að hvetja til hraðaksturs og ábyrgðarleysis. Þó er talið mjög víst að bíllinn nái 100 km hraða á átta til níu sekúndum. Það er mikil hröðun þegar jeppi á í hlut og sýnir m.a. hve loftmótstaðan er lítil í bílnum. Murano fæst bæði framhjóladrifinn og með drifi á öllum hjólum en ein- göngu sjálfskiptur með handskiptivali. Mikið er lagt í innréttinguna í Murano. Í mælaborði er svart og þykkt plast sem spilar saman við svarta leð- urklæðningu í sætum og hlið- arspjöldum. Í kringum stjórnrofana eru síðan ómálaðir álfletir. Bíllinn er með litlu sportlegu stýri, því sama og er í 350Z. Það er með fjarstýringu fyrir skriðstillinn og hljómtækin. Sæti, ped- alar og stýri er hægt að stilla upp eða niður eftir þörfum með rafstýringu. Framsætin eru með átta stillingum og hægt er að stilla halla á aftursæt- isbökum. Í Bandaríkjunum kostar flaggskipið með öllum búnaði, en þó eingöngu framhjóladrifi, jafngildi um 2.660.000 ÍSK. Murano frá Nissan Murano er rennilegur borgarjeppi frá Nissan. Litlir afturgluggar og ávalur afturhleri er áberandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.