Morgunblaðið - 11.09.2003, Page 6

Morgunblaðið - 11.09.2003, Page 6
6 B FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI L á beint við að leggja hagfræðina fyrir sig? „Nei alls ekki. Ég var í fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík og hafði hug á öðrum viðfangsefnum. Ég byrjaði á því að fara í stjórnmálafræði og lögfræði í þrjú ár samanlagt, en söðlaði svo um og fór í hagfræðina árið 1996. Ég sá að það var fagið sem hafði upp á allt það að bjóða sem ég ósk- aði mér. Síðan hef ég ekki litið til baka. Síðar fór ég svo meira út í stærðfræði með því að læra töl- fræði, en það gerði ég til að verða hagnýtur hagfræðingur, hagrann- sakandi, sem felst í því að skoða líðandi stundu og meta hvaða áhrif stefna stjórnvalda hefur á hegðan fólks og stofnana.“ Það bjó sem sagt talnagrúskari í þér allan tímann? „Já. Ég held því fram að latínan hafi t.d. verið ágætisundirbúningur fyrir tölfræðina, þó að það sé kannski langsótt. Ég held að það sé góð þjálfun fyrir líkanasmíð að þýða og setja saman latneskar setningar, það er nefnilega þyngri hugarleikfimi en menn gætu haldið og menn hafa bent á að það sé ákveðin listsköpun í líkanagerð. Annars er gott að hafa lært bæði hagfræði og tölfræði því stundum eru þessi fög ekki samstiga. Það er því mikill kostur að hafa verið í báðum fögunum.“ Ertu þá á kafi í Excel (töflu- reiknir) alla daga? „Nei, ég er nú minnst í Excel. Það er kosturinn við námið, að maður lærir að skrifa tölfræði- forrit og nota fleiri tæki og tól sem gerir manni kleift að skilja sam- hengi hlutanna betur en Excel býður upp á.“ Um hvað fjallaði lokaverkefni þitt í háskólanum í Michigan? „Það fjallaði um það hvort laun forstjóra séu næm fyrir gengi sam- keppnisfyrirtækja. Það hefur verið sýnt fram á að í minni samkeppni vilt þú sem eigandi fyrirtækis síð- ur etja forstjóranum þínum í kapp við forstjóra keppinautarins, því þú vilt halda verðlagi uppi og halda í þá kosti sem lítil sam- keppni hefur. Þegar mikil sam- keppni er viltu frekar etja honum í kapp við keppinautinn. Árið 1997 var birt grein um þetta efni í Journal of Finance þar sem sýnt var fram á þessa niðurstöðu. Hag- fræðingarnir sem unnu þá rann- sókn byggðu á þriggja ára gögnum en ég nota sömu gögn en yfir níu ára tímabil. Ég sé að það er stór- kostleg breyting í þessu á árunum 1998–2001, sem eru áhugaverðar niðurstöður. Það sem kom mér á sporið í þessari athugun var tölfræðin. Ég komst að því að forsendur í lík- anagerðinni hjá hinum héldu ekki, og jafnvel þó að ég beitti þeirra eigin aðferðum, sem ég taldi ekki forsvaranlegar, komst ég samt að því að það hefur orðið breyting í hegðun forstjóra og samn- ingagerðar við þá.“ Verður ritgerðin birt opinber- lega? „Ég og minn prófessor höf- um í hyggju að fá þetta birt í Journal of Finance, sama stað og hin greinin birtist á sínum tíma.“ Hvar liggur þín sérhæfing? „Ég er sérhæfð í kerfishagfræði en það fag fjallar um fyrirtækið, samráð fyrirtækja og uppbyggingu markaða, hvernig byggja megi hvatakerfi til að hafa áhrif á hegð- an fólks innan stofnana. Það er því mjög spennandi fyrir mig að koma heim einmitt núna, þegar umræða um þessi mál er mjög mikil.“ Varstu þá ráðin til Samtaka at- vinnulífsins út á þessa sérhæfingu? „Ég held frekar að horft hafi verið á það að samtökin voru að fá „tvo fyrir einn“, bæði tölfræðing og hagfræðing í einni manneskju. Auk þess hef ég ágætis reynslu af starfi á fjármálamarkaði, frá Seðlabank- anum, FBA og svo Norræna fjár- festingarbankanum í Finnlandi.“ Hvernig var að læra í háskól- anum í Michigan? „Það sem er hvað verðmætast við að læra í þessum háskóla er að maður kynnist fólki frá hinum ýmsu þjóðum og trúarhópum, allt frá Kína til Úrugvæ og þar á milli. Þetta gefur manni sýn innfæddra á ástandið í löndunum. Maður gerir sér betur grein fyrir því hve gott er að búa á Íslandi og hve vel er haldið á öllum málum. Sem menntastofnun er Michig- an-háskóli í fremstu röð banda- rískra háskóla. Við skólann er stærsta félagsvísindastofnun Bandaríkjanna, Institute for Social Research, og þeir hafa haldið úti reglulegum og mjög markvissum neyslukönnunum í meira en fjöru- tíu ár. Það er því gríðarmikið til af gögnum til að vinna með í skól- anum og sem nemandi hefur mað- ur aðgang að þeim öllum.“ Í hverju felst starf hagfræðings Samtaka atvinnulífsins? „Ég fylgist með þróun efnahags- mála, stefnumótun stjórnvalda og skoða og segi fyrir um hagræna útkomu. Auk þess kem ég að kjarasamningum og slíku.“ Komast einhver áhugamál inn í stundaskrána hjá þér? „Ég var einu sinni liðtæk skíða- manneskja. En ég er svo nýkomin úr námi að fram að þessu hefur ekki verið mikill tími til að leika sér. En skíðin eru á leiðinni út úr skápnum. Svo má bæta við að ég hef mikinn áhuga á matargerð.“ Morgunblaðið/Ásdís „Tveir fyrir einn“ Guðrún Johnsen útskrifaðist með BA-gráðu í hagfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1999. Hún lauk MA-gráðu í hagnýtri hagfræði frá University of Michigan árið 2002 og MA-gráðu í tölfræði frá sama skóla árið 2003. Á árunum 1999 til 2001 starfaði Guðrún sem verðbréfamiðlari hjá Fjárfest- ingabanka atvinnulífsins og á árunum 1998 til 1999 starfaði hún hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki við fjármálagreiningu og ár- angursmælingar. Guðrún er fædd árið 1973 og er ógift og barnlaus. UM FÁTT hafa Linux-áhuga- menn meira skrafað sín á milli á undanförnum mánuðum en málsókn SCO gegn IBM. Þótt menn virðist almennt ekki hafa miklar áhyggjur af hvernig henni lykti, IBM hlýtur að geta borið hönd fyrir höfuð sér, hefur hún framkallað ýmsar spurningar sem snúa að opnum hugbúnaði almennt, notendaleyfum sem honum tengjast og vinnuferlinu sem liggur að baki hugbúnaði eins og Linux. Því til viðbótar er málið svo hin besta skemmtun þar sem saman fer æsingur Linux-vina og ævintýralegar yfirlýsingar frammá- manna SCO. Líkt og mörg önnur tölvufyrir- tæki þróaði IBM eigin útgáfu af Un- ix sem fyrirtækið kallaði AIX. 1985 samdi IBM við AT&T um frjáls not af frumkóða System V-útgáfu af Un- ix sem varð grunnurinn að AIX. Síð- ar keypti Novell Unix af AT&T og seldi svo fyrirtækinu Santa Cruz Operation, SCO, í september 1995. Samkvæmt upphaflegum sölusamn- ingi fylgdi hvorki höfundarréttur né einkaleyfi en eftir málshöfðun SCO í mars hófust deilur milli Novell og SCO um hvort Novell hefði enn rétt- inn. SCO framvísaði viðbót við sölu- samninginn sem framseldi einhvern höfundarrétt og í kjölfarið dró Nov- ell yfirlýsingu sína til baka, enda segist fyrirtækið ekki finna frumein- tök samninga í sínum fórum. Árið 2001 keypti Linux-fyrirtækið Caldera-stýrikerfishluta SCO með öllum réttindum með það sem yf- irlýst markmið að endurbæta eigin Linux-dreifingu með Unix-kóða frá SCO. Það sem eftir er af SCO breytti nafni sínu í Tarantella og kemur ekki meira við sögu. Í janúar 2002 dreifði Caldera eldri útgáfum af UNIX undir sérstöku leyfi, í raun BSD-leyfi með viðbót- um. Þannig má gera hvaða breyt- ingar sem er, loka og selja, en skylt að geta uppruna í kóðanum og aug- lýsingum/kynningarefni. Þegar hér var komið sögu gekk reksturinn illa, enda hafði fyrirtækinu ekki tekist að ná fótfestu á Linux-markaði. Nýr forstjóri og stjórnarformaður tók við í júní það ár, Darl McBride, sem meðal annars var þekktur fyrir að hafa unnið skaðabótamál gegn fyr- irtæki er hann vann hjá er það ætl- aði að flytja hann til í starfi. McBride var ekki lengi að átta sig á að lítið verðmæti var í fyrirtækinu nema hugsanleg hugbúnaðarleyfi og síðar það ár hófst undirbúningur að málaferlum. Í ágúst breytti Caldera nafni fyrirtækisins í SCO Group og gaf þá yfirlýsingu um leið að fram- vegis myndi það leggja höfuðáherslu á Unix-hluta rekstrarins, sem skilaði 95% af tekjum. Í janúar sl. réð SCO síða til starfa David Boies, sem var helsti lögfræðingur dómsmálaráðu- neytis Bandaríkjanna í frægu mála- vafstri gegn Microsoft, og undir lok mánaðarins lét einn af frammá- mönnum SCO þau orð falla að GPL- leyfið væri loðið og óskýrt. Í árs- skýrslu sem birt var í febrúar ýjar fyrirtækið síðan að málaferlunum og 6. mars höfðaði það málið gegn IBM. Beðið eftir sönnunum Upphafleg krafa SCO var frekar óljós, en SCO heldur því fram að IBM hafi brotið samninga, opinber- að viðskiptaleyndarmál og stundað óréttmæta samkeppni. Því er ekki haldið fram að IBM hafi beinlínis af- ritað kóða, heldur að fyrirtækið hafi nýtt sér þekkingu sína á AIX, sem sé byggt á Unix System V, og þekk- ingu sem það hafi aflað sér í sameig- inlegu verkefni Caldera og IBM, svonefndu Monterey verkefni, til að gera viðbætur við Linux. Þetta hafi spillt fyrir SCO og í raun kippt fótunum undan starfsemi þess. Því fór fyrirtækið fram á að IBM yrði dæmt til að greiða milljarð dala í skaðabætur. (Sú upphæð hef- ur reyndar farið hækkandi, er nú komin í þrjá milljarða dala.) SCO hefur ekki enn sýnt á óyggj- andi hátt hvaða kóða IBM á að hafa dreift án leyfis og því eru menn almennt vantrúaðir á að nokkur fótur sé fyrir málaferl- unum. Fyrirtækið hefur reyndar boðið þeim sem vilja að skoða kóðann gegn því að þeir undir- riti skjal þess efnis að þeir segi ekki frá því sem fyrir augu ber, enda segist SCO vera að vernda höfundarrétt sinn; með því að segja öllum frá hvaða kóði það sé sé fyrirtækið að birta viðskiptaleyndar- mál. Í sumar sýndi SCO reyndar opinberlega kóða sem það sagði stolinn, þ.e. Un- ix-kóða sem var nánast samhljóða í Linux með svo gott sem samhljóða skýringum. Linuxvinir lögðust yfir þessi kóðabrot og í framhaldinu hef- ur komið fram að ekki er bara að umræddur kóði er ekki lengur í Linux, heldur er hann þrjátíu ára gamall og SCO á ekki og hefur aldr- ei átt rétt á honum. IBM hefur farið sér hægt í and- svörum, hefur burðina til að standa af sér langvarandi málavafstur, en brást þó þannig við að óska eftir að málið verði tekið fyrir af alríkisdóm- stóli frekar en fylkisdómstól Utah. Undir lok þessa mánaðar eiga svör sérfræðinga IBM að liggja fyrir, svo fremi sem IBM óski ekki eftir frek- ari fresti, sem er eins líklegt, en mál- ið kemur ekki fyrir kviðdóm fyrr en 11. apríl 2005. Í ágúst síðastliðnum höfðaði IBM síðan mál gegn SCO og fleiri hafa brugðist þannig við, meðal annars hefur Red Hat, helsta Linux-fyrir- tæki heims, höfðað mál á hendur SCO og krafist þess að fyrirtækið leggi fram sannanir fyrir stuldi á kóða eða það hætti að halda því fram að kóða hafi verið stolið. Í Þýska- landi höfðaði hópur Linux-áhuga- manna samskonar mál á hendur SCO og hafði sigur; þýskur dómari dæmdi svo að ef SCO legði ekki fram sannanir fyrir ásökunum sín- um væri því óheimilt að setja þær fram að viðlögðum dagsektum. Til viðbótar við þetta hefur SCO þurft að þola miklar kárínur. Sum hugbúnaðarfyrirtæki hafa tekið úr búnaði sínum stuðning við hugbúnað frá SCO, aðrir hafa hætt sölu á SCO- búnaði sem þeir höfðu þó leyfi til að selja, vefsetur fyrirtækisins hafa orðið fyrir árásum og svo má telja. Lítil áhrif á útbreiðslu Linux Stóra spurningin er vitanlega hvaða áhrif þessi málatilbúnaður allur eigi eftir að hafa á útbreiðslu á Linux og hvort fyrirtæki sem nota Linux-hug- búnað eigi eftir að þurfa að borga fyrir hann leyfisgjöld til SCO eða einhvers annars fyrirtækis. Sumir spáðu því að málið gæti skaðað Lin- ux, meðal annars Bill Claybrook, ráðgjafi hjá Aberdeen Group, og Laura DiDio, Microsoft-sérfræðing- ur Yankee Group, en aðrir hafa ekki verið á sama máli og sagan hefur reyndar sýnt fram á að áhrifin eru engin, eða því sem næst, í það minnsta hingað til. Ekkert hefur hægt á útbreiðslu Linux og fátt bendir til þess að SCO geti lögsótt þá sem nota Linux í dag eða þá sem dreifa hugbúnaðinum. Sumir hafa þó bent á að fyrir mörg fyrirtæki sé það nóg að fá hótun um málsókn til þess að þau kjósi frekar að borga ein- hverjar milljónir frekar en tugmillj- ónir eða hundruð milljóna og aðrir gera því skóna að það sé einmitt það sem SCO hafi í hyggju; koma málinu svo vel á kortið að fyrirtæki keppist við að borga hugsanlega óþörf leyf- isgjöld til að firra sig öllum erfiðleik- um ef allt fer á versta veg. Það hefur þó ekki gengið sem skyldi hingað til og eina stórfyrirtækið sem hefur keypt leyfi er Micro- soft. Getur nærri að það hafi komið sam- særiskenningunum af stað, enda vandséð hvað Microsoft hefur við leyfið að gera. Ekki bætir úr skák að fyrirtækið lýsti því yf- ir að það hefði keypt leyfi „til að virða hug- verksrétt“ SCO, en ekki til að nota það. Málaferlin hafa líka beint sjónum manna að GPL-leyfinu, þótt þau snúist ekki um það, og vakið spurn- ingar um hvort það standist fyrir rétti enda hefur aldrei verið skorið úr því með dómi. Lýsa má GPL-notenda- leyfinu sem svo að það feli í sér að hver sem er megi nýta viðkomandi kóða að vild, breyta honum sem hon- um sýnist og selja, en hann verði líka að dreifa honum með öllum breyt- ingum eða viðbætum. Nota má hluta af kóðanum í annan hugbúnað en þá með því skilyrði að sá hugbúnaður sé líka felldur undir GPL-leyfi, þ.e. ókeypis og öllum opinn. Frammá- menn Microsoft hafa ýmist lýst þessum ákvæðum sem kommúnisma eða krabbameini sem muni smám saman „eyðileggja“ höfundarrétt á hugbúnaði. McBride tekur í sama streng, segir að ekki sé hægt að búa við það að menn séu að nýta sér vinnu annarra, og skipti engu þótt höfundar hugbúnaðarins hafi gefið þá vinnu; það sé skylda SCO að breyta Open Source í þá veru að hægt sé að hagnast á því. Það sem flækir málið enn er að á meðan dreifir Caldera/SCO eigin út- gáfu af Linux undir GPL-leyfi og var þar með að gefa þeim sem vildu leyfi til að hagnýta kóða sem fyrirtækið átti sjálft, ef við göngum að því vísu að kóði frá því hafi verið felldur inn í kjarnann. Á móti hafa SCO-menn bent á að leyfið feli í sér að menn séu vísvitandi að opna kóðann og SCO hafi ekki vitað af því að í kjarnanum væri kóði frá því. Sú röksemd dugir þó skammt því SCO hélt áfram að dreifa eigin útgáfu af Linux eftir að málaferlin fóru af stað og getur trauðla borið við þekkingarskorti í því tilviki. Leikmannsálit er að þetta rýri mjög málatilbúnað SCO gagn- vart Linux-notendum og fyrirtækj- um sem dreift hafa Linux, en sjálft málið gegn IBM snýst um samn- ingsbrot og því annars eðlis. (Ekki bætir úr skák að upp úr kaf- inu kom í síðasta mánuði að SCO notaði kóða úr Linux í Unix-útgáfu, OpenUnix, sem heitir í dag Unix- Ware. Til þess að viðskiptavinir þess gætu notfært sér þann grúa sem til er af Linux-hugbúnaði bætti SCO kóða úr Linux í OpenUnix/Unix- Ware sem gerir að verkum að hægt er að keyra Linux-hugbúnað á vél- um sem nota OpenUnix/UnixWare. Í því tilfelli er SCO að nota kóða sem háður er GPL-leyfi til að búa til ann- an hugbúnað, endurbætta útgáfu af OpenUnix/UnixWare, og er þá í kjölfarið háður GPL-leyfi.) Þegar allt er talið sýnist málatil- búnaður SCO ekki traustur, í það minnsta svo lengi sem fyrirtækið sannar ekki mál sitt á óyggjandi hátt. Slíkar sannanir, ef einhverjar, verða væntanlega lagðar fyrir rétt í byrjun árs 2005, ef SCO þraukar svo lengi með rekstur sinn í kaldakoli og engar fyrirsjáanlegar tekjur nema hugsanlegan hagnað af málaferlun- um. Mikið gerist á einu ári í tölvu- heiminum og því eins víst að eftir tvö til þrjú ár, þegar málaferlum er væntanlega lokið, eigi menn eftir að telja allt vafstrið storm í vatnsglasi. Stormur í vatnsglasi Undanfarna mánuði hafa hnútur flogið milli manna vestan hafs vegna milljarðamálaferla SCO gegn IBM. Árni Matthíasson veltir fyrir sér málabúnaði SCO. Darl McBride, stjórn- arformaður SCO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.