Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 B 3 DAGUR Í LÍFI TÚRBÓFJÖLSKYLDU ÍSLENSKIR karlmenn þjást örugg- lega engu síður af Atlas-heilkenni, ef það er til, en erlendir kynbræður þeirra. Ekki má heldur gleyma að konurnar geta einnig fengið álags- einkennin og fjölskyldan því öll í áhættuhópi. Túrbófjölskyldan er al- veg ábyggilega til. Þeir sem veittu Daglegu lífi inn- sýn í fjölskyldulíf sitt virtust vera ofurpabbar í þeim skilningi að þeir forgangsraða fjölskyldu og heimili a.m.k. til jafns við vinnuna, en ekki á eftir henni, og bera engin merki Atlas-heilkennisins nýskilgreinda. Nokkur leit var gerð að fólki með einkennin margumræddu sem á í basli með að láta hversdaginn ganga upp vegna álags á öllum víg- stöðvum, en enginn vildi segja sögu sína opinberlega. Margir þekkja slíkar sögur og streituna sem fylgir því að samhæfa vinnu og einkalíf. Hér er sett fram skáldað dæmi um hversdag hjá sambúðarfólki á framabraut þar sem bæði sjá um heimilið og upp- eldi barnanna. 07.30 Allir eru á þönum, hann að búa til nesti, hún að borða morg- unmat, barn að raða í tösku og ann- að barn að klæða sig. Hún: Ég verð að fara á fund á milli þrjú og fimm í dag, getur þú sótt krakkana? Hann: Nei, ég á að vera mættur upp í Breiðholt klukkan hálffjögur. Geturðu ekki talað við mömmu þína? Hún: Jú ég reyni það. Allir klára sín verk og hlaupa út til að ná í skólann og vinnuna á rétt- um tíma. 18.00 Hjónin hafa verið í vinnunni allan daginn og bara hann kominn heim eftir að hafa náð í krakkana til tengdó. Farsíminn hans hringir um leið og hann er að reyna að ala börnin upp í að ganga frá töskunum sínum og nestisbox- unum sjálf, auk þess að fara að sinna heimalærdómi. Þetta er vinnutengt símtal sem varir í stund- arfjórðung. Annað barnið er byrjað að stríða hinu sem verður pirrað og lætin magnast. Pirringur liggur í loftinu eftir símtalið. Alla langar að leggjast upp í sófa og slappa af en heimanám, þvottur og matseld bíða. Síminn hringir, það er hún. Hún: Ég þarf að klára eitt verk- efni fyrir morgundaginn, ég verð líklega komin heim um sjö. Hann: Já ókei, hvað ætlaðirðu að hafa í matinn? Hún: Ég veit það ekki, kíktu bara í ísskápinn. Hann: Já já, ég þarf bara að sinna krökkunum núna og það er allt í drasli hérna. Svo þarf ég kannski að skreppa aðeins upp í vinnu í kvöld. Hún: Ha? En manstu, það er for- eldrafundur í kvöld. Hann: Æi. Hvenær byrjar hann? Ferð þú ekki? Hún: Klukkan átta. Hvernig væri að þú færir stundum á þessa fundi? Hann: Ég verð bara að skreppa núna þegar þú kemur og verð kom- inn aftur fyrir átta. Ég veit samt ekki hvernig ég á að ná þessu. 22.00 Börnin eru sofnuð eftir að hafa lært og æft sig á hljóðfærin. Hann situr við tölvuna þegar hún kemur heim af fundinum. Yfirfullir balar með hreinum, óbrotnum þvotti standa á stofugólfinu en mal- ið úr uppþvottavélinni heyrist úr eldhúsinu. Þetta er samverustund hjónanna en einnig notuð til að skipuleggja næstu daga. Hann: Ég er ógeðslega þreyttur og að drepast úr hausverk. Hún: Já ég trúi því, ég er líka rosalega stíf í öxlunum. Hvenær fórstu síðast út að hlaupa? Hann: Hm. Heyrðu, geturðu sótt krakkana í skólann þannig að ég komist í ræktina strax eftir vinnu á morgun? Hún: Já, en ég þarf líka að kom- ast í ræktina. Ég reyni kannski að komast fyrir vinnu á morgun. Þú fylgir þeim í skólann, en ég sæki þau og keyri þau á æfingar. Svo þarf ég að komast á kóræfingu. Hvað eigum við að hafa í matinn á morgun? Hann: Æ ég veit það ekki … SÉRA Þórhallur Heimisson,prestur í Hafnarfjarðar-kirkju, hefur töluvert rættog ritað um fjölskyldumál. Hann er sjálfur fjölskyldumaður, giftur Ingileifu Malmberg og eiga þau þrjár dætur á aldrinum tíu til sextán ára. Þau hjónin eru bæði prestar, hún sjúkrahúsprestur á Landspítala – háskólasjúkrahúsi en hann starfar í hefðbundinni kirkju- sókn. Þegar nýskilgreint Atlas-heilkenni ber á góma leggur Þórhallur áherslu á að einkennin geti átt við bæði kynin. „En þetta er nokkuð sem margir kannast við og þá kannski sérstak- lega yngri fjölskyldufeður. Hingað til hefur meira verið talað um konurnar sem voru komnar í þá erfiðu stöðu að vera útivinnandi en heimilisstörfin biðu alltaf eftir þeim. Margar eru reyndar enn í þeirri stöðu. En stór hluti af ungum fjölskyldufeðrum tek- ur nú jafnmikinn þátt í heimilishald- inu og konurnar og þeir eru í raun komnir í sömu stöðu og konurnar voru í fyrir tíu, tuttugu árum. Og þetta getur bæði átt við fráskilið fólk og fólk í sambúð því ábyrgðin á börnum og fjölskyldu hvílir orðið jafnmikið á báðum að- ilum,“ segir Þórhallur. Hann bendir á að fyrsta kynslóð kvenna sem byrjaði að vinna ut- an heimilis hafi upplifað mikið álag og einkenni í ætt við þau sem nú hrjá kannski fyrstu kynslóð karla sem tek- ur fullan þátt í heimilishaldi og axlar sinn hluta ábyrgðar á börnum og heimili. Nú hafa ýmis þekkt einkenni verið skilgreind sem sjúkdómurinn Atlas- heilkenni. Þórhallur segir að það eigi kannski ekki alveg við hér. Afleiðing- ar stressandi lífsmynsturs geta vissu- lega verið margskonar sjúkdómar. En menn hljóti að ráða því að ein- hverju leyti sjálfir hvernig lífi þeir lifa. Atlas-heilkennið hefur m.a. verið kallað bölvun hinna sterku. „Það eru þau sterku sem vilja axla alla ábyrgð- ina og þó að þetta sé sett fram sem nýr sjúkdómur finnst mér þetta í raun og veru gömul sannindi. Ef fólk ætlar sér alltaf að setja undir sig hausinn og steypa sér í gegnum öld- una er hætta á að bátnum hvolfi. Ef fólk hugsar sig aldrei um og stoppar aldrei veldur það smátt og smátt ýmsum sjúkdómseinkennum, bæði andlegum og líkamlegum. Menn verða að slaka aðeins á og hugsa upp á nýtt. Ég sá einu sinni viðtal í sjón- varpsþætti við verðbréfasala í New York sem hafði ekki tekið sér frí í tíu ár. Síðar í þættinum kom í ljós að hann dó úr hjartaáfalli.“ Þórhallur bendir einnig á lífseigar hugmyndir um karla. „Það eru alls konar mýtur um karlmenn sem heyr- ast til dæmis í spjallþáttum í sjón- varpinu þegar verið er að tala um hvað það er að vera karlmaður. Þeir eru sagðir sljóir gagnvart heimilinu, geta víst ekki hugsað um meira en einn hlut og jafnvel taldir vera tilfinn- ingakaldir gagnvart börnunum. Kannski sýnir þessi umræða um Atl- as-einkennin að allar þessar fullyrð- ingar eru vitlausar, að föðurástin er jafnmikil og móðurástin og að karlar hafa jafnmiklar áhyggjur af börnun- um sínum og heimilishaldinu og kon- ur.“ Þórhallur bendir á að karlar þurfi að berjast við ímyndirnar alveg eins og konurnar. „Það hefur til dæmis verið litið á það þannig víða að konur eigi frekar að vera heima með veiku barni en karlar. Ef pabbinn er heima hjá veiku barni er það kannski sniðugt í fyrsta sinn og allt í lagi í annað sinn en svo er bara pirring- ur á vinnustaðnum. Það er líka hægt að nefna dæmi um það sem enn tíðkast á sumum vinnustöð- um, nefnilega bakstursfrídagar fyrir jólin. Þá fá mömmurnar að fara heim til að baka. Þyrftu pabbarnir ekki líka á einhvers konar fjölskyldufrídegi að halda fyrir jólin?“ Skilningsleysi á vinnustöðum Þórhallur og Ingileif eiga þrjár dætur, Hlín tíu ára, Rakel tólf ára og Dóru Erlu sextán ára. Þegar sú elsta fæddist voru þau hjónin bæði í há- skólanum en fæðingarorlof var ein- ungis þrír mánuðir. Eftir að Ingileif hafði tekið sitt orlof var Þórhallur byrjaður á lokaritgerðinni sinni og þurfti ekki að sækja tíma. Hann var því heima með Dóru Erlu og skrifaði ritgerðina samhliða. „Sumir pabbar hafa sagt mér frá því að félögum þeirra þyki það hálf- skrýtið að þeir ætli sér að vera heima með barnið sitt. En viðhorfin eru að breytast, meðal annars vegna nýju fæðingarorlofslaganna. Vonandi verður það líka talið sjálfsagt að pabbi taki sér frí frá vinnu til að vera heima með veiku barni. Feður vilja það kannski gjarnan en upplifa skiln- ingsleysi á því á sínum vinnustað. Breytt viðhorf auka líka jafnrétti kynjanna.“ Þórhallur hittir tilvonandi feður á pabbakvöldum á Landspítalanum á sex vikna fresti. Þar fræðir hann pabbana verðandi um föðurhlutverk- ið og breytingarnar sem verða á lífinu við það að verða pabbi. „Ég finn það að mikill meirihluti vill virkilega leggja sig fram í föðurhlutverkinu og inni á heimilinu. En þeir mæta ekki alltaf skilningi á vinnustað.“ „Sæluríkið“ Svíþjóð Þórhallur og Ingileif voru í fram- haldsnámi í Svíþjóð og bjuggu í Upp- sölum í þrjú ár þegar börnin voru á aldrinum 2–8 ára. Ingileif fór í fram- haldsnám í sálgæslu en Þórhallur í trúarbragðafræðum við Uppsalahá- skóla. „Þótt við séum bæði prestar er- um við á ólíkum vinnustöðum og vinnuálagið kemur á mismunandi tímum. Þetta hefur gefið góða raun. Okkur hefur tekist að flétta saman starfið og heimilið og ákváðum nokk- uð snemma að fara þessa leið.“ Þórhallur segir að verkaskipting þeirra á heimilinu sé ekki skýrt af- mörkuð heldur hafi hún meira þróast af sjálfu sér í gegnum tíðina. Þórhall- ur og Ingileif hafa verið gift í átján ár og hafa alla tíð skipt ábyrgð á heim- ilisstörfum og barnauppeldi jafnt á milli sín. Bæði voru í námi þegar þau kynntust, fóru svo saman í fram- haldsnám og út á vinnumarkaðinn á svipuðum tíma. „Við erum svo heppin að vera með líkar áherslur og þetta hefur alltaf gengið vel hjá okkur. Auðvitað er oft mikið álag. Það koma álagspunktar í starfinu okkar, við upplifum það eins og allir aðrir foreldrar. Og svo nátt- úrulega álagspunktar hjá börnunum í skólanum. En við höfum reynt að fara þá leið alla tíð að vinna saman. Við er- um í sama starfinu sem prestar en samt á ólíkum vettvangi. Við getum þannig hjálpað hvort öðru og stutt á álagstímum.“ Þórhallur starfaði sem prestur hjá sænsku kirkjunni seinni hluta dval- arinnar í Svíþjóð á meðan Ingileif kláraði sitt nám. „Í „sæluríkinu“ Sví- þjóð er mjög gott að vera með börn. Og þar er mikið tillit tekið til þess að vera pabbi og mamma. Það var alltaf sjálfsagður hlutur að pabbinn kæmi líka á foreldrafundi til dæmis og á vinnustað var algjörlega tekið tillit til þess að pabbinn gæti sinnt börnunum eins og mamman. Í Svíþjóð var fæð- ingarorlofið tólf mánuðir þegar við fluttum þangað og það kom í ljós að við áttum inni tveggja ára fæðingar- orlof fyrir börnin okkar þegar við komum frá Íslandi til Svíþjóðar. Við gátum notað orlofið eins og við vildum og ákváðum að ég tæki alltaf frí á föstudögum og lengdum þannig helgina. Okkur tókst ekki einu sinni að klára þetta áður en við komum heim!“ Þórhallur játar því að það hafi verið viðbrigði að koma aftur til Íslands frá Svíþjóð. „Til dæmis hvað varðar leikskóla og fæði hjá börnunum í skóla.“ Þórhallur hefur sett fram hugtakið túrbófjölskyldan í greinum sínum og hefur fyrir löngu séð fyrir sér þá sem nú eru skilgreindir með Atlas-heil- kenni. Túrbófjölskyldan keyrir sig áfram þar til vélin bræðir úr sér og stoppar aldrei. Hann segir að það geti verið af mörgum ástæðum sem fólk finni fyrir einkennum sem eru kölluð Atlas-heilkennið og hann sem prestur þurfi að líta á hvert tilfelli fyrir sig. „En ég myndi ráðleggja fólki að læra að segja nei við sjálft sig og aðra. Ákveða að stoppa og slaka á, vera með fjölskyldunni og ýta vinnunni frá. Það fylgir kannski líka þessum Atlas-mönnum að geta ekki sagt nei. En það verða þeir að gera jafnvel þótt þeir verði af aukatekjum eða yfir- vinnu. Maður þarf ekki endilega að eyða stórfé til að slaka á, það er hægt að vera heima í rólegheitunum en segja nei við vinnunni. Í Svíþjóð var maður í vernduðu umhverfi. Þegar ég átti fríhelgi og fór heim úr vinnunni á fimmtudagseftirmiðdegi var aldrei hringt í mig frá því ég fór og þar til ég kom aftur á mánudegi. Ég fékk alveg að vera í friði. Við gleymum þessu stundum og virðum ekki alveg frí- stundirnar hvert hjá öðru hér á landi.“ En það kostar oft mikið álag að ná frama. Fólk þarf að vera í vinnunni löngum stundum, stöðugt með kveikt á símanum o.s.frv. Og ef ekki getur það bókað að það nái ekki frama í vinnunni. „Já, fólk er auðvitað aldrei alveg frjálst að gera eins og það vill. Þetta er líka eitthvað sem vinnuveit- endur og samfélagið allt þarf að hugsa út í. Ég hef bent á að það gleymist stundum að mesti auður í hverju fyrirtæki er starfsfólkið. Morgunblaðið væri til dæmis lítils virði ef það væri ekki gott starfsfólk sem ynni þar. Til þess að starfsfólkið geti skilað góðu til fyrirtækisins verð- ur því að líða þokkalega. Því líður ekki vel ef það er niðurbrotið, með þunglyndiseinkenni og stöðugar áhyggjur af fjölskyldunni, börnunum og makanum, vegna þess að það hef- ur ekki tíma til að sinna fjölskyldunni. Það kemur svo aftur niður á fyrirtæk- inu. Ég hef predikað það vítt og breitt hjá fyrirtækjum út um landið að fyr- irtækin hugi að mannauði sínum, vinni að fjölskyldustefnu og spyrji hvað þau geti gert til að létta undir með starfsfólki sínu. Og þá ekki bara af kristilegum kærleika heldur líka út frá gróðasjónarmiði. Því ef starfsfólk- inu líður vel er það líklegra til að vera lengur hjá fyrirtæk- inu og leggja sig meira fram.“ Vinnan er ofar í forgangsröð karla en kvenna en fjölskyld- an hefur þó dregið á vinnuna hjá körlun- um. „Þetta er að minnsta kosti þessi fasta ímynd. Ég býst við að það sé mikið til í þessu en þetta er líka uppeldislegt, strákar eru aldir upp við að vinnuframinn sé mikilvæg- ur. Karlmenn sækjast frekar eftir æðstu stöðum í fyrirtækjum og oft er erfiðara að fá konur til að stíga fram í stjórnmálum og félagsstörfum. En ég held að þetta sé að breytast þegar ég horfi til yngri karlmanna. Það er að verða viðhorfsbreyting hjá yngra fólki, það metur fjölskylduna og sína eigin vellíðan meira en vinnuna eða að minnsta kosti til jafns. Auðvitað þarf manni að líða vel, bæði í vinnunni og heima. En ég veit ekki hvort nokkurn tímann komi til þess hér á landi sem gerðist í Svíþjóð þegar við vorum þar. Þá var karlkyns stjórnmálamanni boðin ráðherrastaða en hann afþakk- aði af því hann vildi vera meira með nýfæddu barni sínu. Það er kannski svolítið langt í að íslenskur karlmaður afþakki ráðherradóm,“ segir séra Þórhallur að lokum. Gömul sannindi Morgunblaðið/Kristinn Þórhallur Heimisson og Ingileif Malmberg ásamt dætrum sínum Hlín og Rakel og hundinum Gosa. Á myndina vantar elstu dótturina Dóru Erlu. ’’Það fylgir kannskilíka þessum Atlas- mönnum að geta ekki sagt nei. ‘‘ ’’Afleiðingar stressandilífsmynsturs geta vissulega verið margs- konar sjúkdómar. ‘‘ Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Extra sterkt A ll ta f ó d ýr ir FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið Nr. 1 í Ameríku alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.