Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 7
verkefnum og þannig komst ég á skrið.“ Undanfarið hefur Tinna gert tölu- vert af því að sýna sköpunarverk sín erlendis í þeirri von að þau fari í framleiðslu. „Ég hef ekki fjárhags- legt bolmagn til þess að fylgja verk- um mínum eftir. Slíkt gerir maður heldur ekki einn og óstuddur. Hér vantar því öfluga miðstöð á sviði hönnunar til þess að koma á tengslum við framleiðendur og fyr- irtæki.“ Auk þess er fagleg umfjöllun um hönnun ekki til staðar hér á landi í sama mæli og í löndunum í kring, að mati Tinnu, og gera þyrfti úttekt á þeirri hönnun sem þegar hefur verið unnin hér á landi. „Þegar hönnunarsýningar eru haldnar hér á landi er aðsóknin oft- ast góð sem sannar að áhuginn er fyrir hendi. Það sem þarf er að virkja betur þennan áhuga og benda almenningi og ekki síður stjórnvöld- um á gildi íslenskrar hönnunar. Við Íslendingar viljum vera fram- sækin þjóð en þar er ekki í takti við tímann að hundsa hönnun eins og hér er gert. Hönnun er nefnilega stór hluti af menningu þjóðfélags- ins.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hönnuðir missa oft af kjörnum tækifærum við mótun borgarumhverfisins, að mati Tinnu. Á myndinni situr hún í sófa sem hún hannaði árið 1996. Ryk- suga frá Electrolux sem hagar sér svip- að og vélmaður. Hún vinnur verk sín hljóð. gildi og hönnun á að vera lýðræðisleg því fólk hefur mismunandi þarfir. Til dæmis eru þarfir barna og fullorð- inna misjafnar og fatlaðir hafa ann- ars konar þarfir. Annika starfar hjá Svensk Form, regnhlífarsamtökum sænskra list- hönnuða og iðnhönnuða, sem stofnuð var árið 1846. Hönnun á sér því langa sögu í Svíþjóð en í tæp 20 ár hefur stofnunin staðið fyrir hönn- unarsýningum sem hafa það að markmiði að styðja við markaðs- setningu fyrirtækja á áhugaverðri vöru og beina athygl- inni að þeirri vinnu sem innt er af hendi á vettvangi hönnunar. „Nýlega var ákveðið að fara með sýninguna til annarra landa en með því móti aukast líkur á út- flutningi varanna auk þess sem sýningin er góð kynning fyrir land og þjóð,“ segir Annika. Í ár hófst undirbúningur Svía undir ár hönnunar sem haldið verður árið 2005. „Þá stendur mikið til því helstu aðilar á sviði hönnunar munu taka höndum saman og sýningar og ráðstefnur verða haldnar víða um land svo fátt eitt sé talið.“ Þeir sem vilja fá forsmekkinn af sænskri hönnun ættu að leggja leið sína í Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg í Garðabæ en sýningin Ágæti-Úrvalshönnun frá Svíþjóð stendur yfir til 24. september. Morgunblaðið/Kristinn Hönnun er samofin sænsku þjóðfélagi, segir Annika Enqvist, sýning- arstjóri sænsku hönnunarsýningarinnar sem nú stendur yfir. hrma@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 B 7 hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. ÞÆR sem eru alveg að fara á límingunum yfir að vera ekki eins sléttar, felldar og fríðar og þokkadísirnar á síðum tískublaðanna ættu að virða myndirnar hér að ofan vel fyrir sér. Á vefsíðu ljósmyndarans, Greg Apadaca, homepage.mac.com/gapodaca/digital/digital.html, sýnir hann hæfni sýna í að breyta raunveruleikanum í þann sýndarveruleika, sem æ fleiri lifa og hrærast í. Þegar komið er inn á síðuna er músinni rennt yfir óaðfinnanlegar, tölvusnyrtar myndir og blasir þá blákaldur raunveruleikinn við. Með hverri mynd eru útskýringar Apadaca á á viðfangsefninu. Til dæmis var hann beðinn um að yngja ljóshærðu stúlkuna upp, fjarlægja hrukkur og svitaholur og hressa upp á litarhaftið. Svo tók hann upp hjá sjálfum sér að lækka á henni risið með því að taka svolítið ofan af hárinu. Sú dökk- hærða fékk svipaða meðferð, en myndirnar af henni eru, að sögn Apadaca, eitt gleggsta dæmið um hversu langt er hægt að ganga í tölvu- snyrtingu. Afhjúpun ímyndanna Ný sending af MAC gallabuxum Kringlunni sími 588 1680 Seltjarnanesi, sími 5611680. tískuverslun iðunn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.