Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ EIR sem starfa við tölvur dagana langa vilja vænt- anlega flestir sjá eitt- hvað skemmtilegt þegar þeir ræsa vinnutæki sín í upphafi dags. Af þessum sökum setja margir sína eigin skjámynd í tölvuna sína en svo kallast sú mynd eða munstur sem er bakgrunnur á tölvuskjá (Wallpaper/Background). Hægt er að fá sér skjámynd á ver- aldarvefnum og er úrvalið nánast óendanlegt. Bæði er til urmull síðna sem bjóða sérstaklega upp á skjá- myndir og eins er hægt að taka margar aðrar myndir sem verða á vegi fólks þegar vafrað er um vefinn. Einnig er hægt að gera eigin ljós- mynd að skjámynd og þannig verður tölvan persónulegri. Fátt gleður til dæmis meira en brosandi andlit af- kvæmanna sem heilsa að morgni vinnudags. Tjáning til heimsins Þegar ég vafraði um á mínum vinnustað til að skoða skjámyndir samstarfsmanna kom ýmislegt skemmtilegt í ljós og hafði fólk mis- jafnar skoðanir á málinu. Karlmaður á fimmtugsaldri sagði til dæmis að skjámynd gæti verið tjáning til heimsins, rétt eins og fatnaður fólks, hárgreiðsla og fleira í þeim dúr. Hann sagði að skjámynd gæti lýst inn í sálarlíf viðkomandi því hún segði ýmislegt um einstaklinginn. Sá hinn sami taldi að þeir sem hefðu enga skjámynd vildu af einhverjum sökum ekki opinbera eitt eða neitt um sig. Sú kenning fékkst staðfest þegar einn þeirra sem spurður var hvers vegna hann hefði enga skjá- mynd svaraði að bragði: „Þú færð ekkert upp úr mér.“ En skjámynda- leysi getur einnig verið þörf fyrir hlutleysi og jafnvel er hægt að velta fyrir sér hvort það sé til að hafna hinum sem eru með skjámyndir og setja sig þannig skör hærra. Ein- hverjir sögðu það klárlega merki um leti að vera ekki með skjámynd og sama væri að segja um þá sem aldrei skiptu um mynd. Eitt sjónarmiðið enn kom fram hjá konu sem hafði ekki skjámynd, hún sagði slíkar myndir vera truflandi fyrir augað og þær færu í taugarnar á sér. Hún sagðist vilja hafa sinn skjá stílhrein- an og þetta væri spurning um sjón- rænt og hreint skipulag á skjánum. Enn aðrir kunnu hreinlega ekki að setja skjámynd í tölvuna en voru mjög áhugasamir um að læra það og einn karlmaður kominn yfir miðjan aldur vissi hreinlega ekki hvað skjá- mynd var. Sumum var bara ná- kvæmlega sama hvort það væri skjá- mynd eður ei í tölvum þeirra og svo eru alltaf einhverjir sem fríka út á óteljandi valmöguleikum tæknisam- félagsins. Þeim fallast bara hendur og láta þetta eiga sig. Andlit frambjóðenda Hjá þeim sem á annað borð voru með skjámyndir, virtist aldur og kyn hafa einhver áhrif á myndvalið. Til dæmis höfðu fleiri konur en karlar myndir af börnum sínum sem skjá- mynd og yngra fólkið virtist skipta oftar um skjámynd en þeir sem eldri eru og ráðsettari. Miðaldra karlmað- ur sem hefur til langs tíma verið með KR-merki sem skjámynd, hafði eng- an hug á að breyta um mynd „af því það gefur mér kikk í upphafi dags að sjá KR-merkið,“ sagði hann, enda maðurinn frægur fyrir að vera gall- harður stuðningsmaður. Hann sagði að sonur sinn sæi aftur á móti um að skipta um skjámynd í tölvunni heima og þar væri ný mynd nánast á hverj- um degi. Þær væru þá gjarnan árs- tíðabundnar, í desember réðu jóla- myndir ríkjum og þegar alþingiskosningar stæðu fyrir dyr- um setti sonurinn andlit frambjóð- enda á tölvuskjáinn. „Þegar ég ræsti tölvuna brosti Davíð við mér einn daginn og Siv kannski þann næsta.“ Sætir strákar og Bítlarnir Unga fólkið var gjarnan með skjá- myndir af fögrum goðum úr tónlist- ar- og kvikmyndaheiminum. Einn strákanna var t.d. með hina íðilfögru söngkonu Beyancé fasta á sínum skjá og stelpurnar voru m.a með snoppufríðu fótboltahetjuna Beck- ham og leikarann Johnny Depp sem tekur sig einkar vel út í nýjasta sjó- ræningjagervinu. Ung kona játaði að hafa ævinlega verið með skjámynd af sætum strákum, en eftir að einka- dóttirin kom í heiminn hefur sú stutta skreytt tölvuskjá mömmu sinnar. Kona á ritstjórninni var með mynd af tvíburasystrunum dætrum sínum á tölvuskjánum. Hún sagði af- skaplega ljúft að sjá þær brosa svona til sín í vinnunni. Myndina tók guðmóðir stelpnanna sem er at- vinnuljósmyndari en hún fer með stelpurnar í stúdíó á nokkurra mán- aða fresti og myndar þær í bak og fyrir. Einhverjir höfðu myndir af bílum og hljómsveitum sem skjámyndir og átti það sérstaklega við yngra fólkið. Þó fannst kona um fimmtugt sem hafði Bítlaskjámynd en hún hafði reyndar ekki sett hana sjálf í tölv- una. Sonur hennar hafði komið í heimsókn í vinnuna til hennar ein- hvern daginn og setið við skrifborðið á meðan mamma skrapp frá. Þegar hún kom aftur var sonurinn farinn en Bítlarnir gengu yfir Abby Road á tölvuskjánum hennar og hafa verið þar síðan enda kann hún vel við pilt- ana frá Liverpool sem blómstruðu þegar hún var ung stúlka. Fuglar, kindur og hundar Dýr virtust nokkuð vinsælt skjá- myndaefni og kona ein var með ís- lensku sauðkindina til að gleðja sig á hverjum morgni, enda sagðist hún vera mikil sveitakerling í sér þótt hún væri borgarbarn. Önnur kona á menningardeildinni var með skjá- mynd af tíkinni Kolkuós Hrafntinnu sem nældi sér í þann merka titil í sumar að verða íslenskur veiðimeist- ari en eingöngu sex aðrir hundar á landinu bera þá nafnbót. Tík þessi er ekki í eigu umræddrar konu heldur starfsfélaga hennar sem setti mynd- ina inn í tölvuna hennar fyrir ári síð- an þegar hann var að kenna henni að setja skjámynd. Síðan hefur tíkin fengið að vera enda konan vanaföst að eigin sögn og bætti við að sér væri farið að þykja vænt um Hrafntinnu enda veiddi hún stundum fyrir sig í soðið. Heitasta hel og málverk Menn nýttu sér tæknimöguleikana mismikið til skjámyndagerðar en karlmaður á fimmtugsaldri hafði vinninginn. Á hans tölvu birtist ný skjámynd sjálfkrafa á klukkustund- ar fresti. Til þess nýtti hann sér Lin- ux-stýrikerfið. „Ég vel eins margar myndir og mér hentar og með hversu löngu millibili þær skiptast á að birtast,“ sagði hann og fjölbreytni myndanna var þó nokkur hjá honum, þar á meðal var geimþoka, þrívíðir sveppir og mynd sem breskur vinur hans hafði teiknað og sent honum og bar hið huggulega nafn „The boiling hell“. Lengi vel sagðist hann hafa haft skjámynd af málverki Fridu Kahlo sem nefnist Dagur dauðans. Annar maður sem var myndlistar- menntaður hafði einnig mynd af mál- verki á sínum skjá og var hún eftir bandaríska nútímamálarann John Currin. Hann sagðist hafa valið hana vegna þess að sér yrði að líða vel með skjámyndina í tölvunni sinni. Veiði og kærir heimahagar Nokkrum undrum sætti að á ljós- myndadeildinni voru næstum allar tölvur skjámyndalausar en ein fannst þó sem skartaði afreksmynd frá veiðiævintýrum eigandans á ný- liðnu sumri. Hún gengur undir nafn- inu „Taka ársins“ en myndin er tekin í sumar þar sem tölvunotandinn er að fást við stóran urriða eða bleikju sem tók í Brunná í Öxarfirði. En því miður slapp sá stóri en félagi veiði- mannsins náði að festa töku ársins á filmu og meira að segja líka á mynd- band. Á netdeildinni fannst óvenjuleg skjámynd hjá ungum karlmanni sem átti rætur að rekja til Ísafjarðar. Þetta var loftmynd af Vestfjarða- kjálkanum og hann sagði myndina minna sig á heimahagana og það þætti honum notalegt enda eru þeir honum einkar kærir. Draugar éta skjámyndir Í stríðshrjáðum heimi veitir ekki af að minna á friðinn og af þeim sök- um var heimspekimenntaður blaða- maður á fertugsaldri með mynd af hinni hljóðlátu grísku friðargyðju Írenu (Eirenu) á bakgrunni á sinni tölvu. Hann sagðist hafa verið lengi að hafa uppi á þessari mynd og efast um að nokkur annar á landinu væri með sömu skjámynd enda færi lítið fyrir þessari smágyðju, iðulega tækju stríðsguðir rétt eins og stríðs- fréttir mesta plássið. Og skondnar eru glettur tilviljana, því hjá þeim blaðamanni sem situr í næsta bás við friðargyðjuna, er skjámyndin þrjár bandarískar herþyrlur á æfingaflugi. Að lokum má geta þess að draugar koma víðar við í nútímasamfélagi en margan grunar og í tölvu eins karl- manns var einmitt stríðinn draugur sem rændi skjámyndum hans ævin- lega tveimur dögum eftir að hann setti þær upp og sagðist hann hætt- ur að slást við draugsa og hefði því enga skjámynd til að státa af. Kolkuós Hrafntinna: Tíkin sem ílengdist á tölvuskjá á menningardeildinni. Loftmynd af Vestfjarðakjálkanum: Gott að láta minna sig á heimahagana. Tvíburasysturnar sem brosa til mömm Þrívíðir sveppir: Ein af skjámyndum þ mynd sjálfkrafa á klukkustundar frest Hvað segja skjámyndirnar? Skjámyndir krydda líf margra sem starfa við tölvur. Kristín Heiða Kristinsdóttir gerði lauslega könnun á slíkum myndum á sínum vinnustað sem og úti í bæ og velti vöngum yfir fyrirbærinu. khk@mbl.is Bítlarnir á Abbey Road: Sonur tölvuei Skokk í Heiðmörk Sigurlaug Hilmarsdótt SIGURLAUG Hilmarsdóttir forstur fjármála- og rekstrarsviðs íhafa fallegar útilífsmyndir á sí tölvuskjá enda er hún mikil útiveruk gallharður skokkari. „Til langs tíma með mynd frá Hornströndum en þar á hverju ári. Ég er nýbúin að skipta mynd út fyrir aðra sem tekin var í H af mér að skokka ásamt manni mínum ur og mágkonu. Ég held mikið upp á mörkina því það er svo gott að koma malbikinu og hlaupa eftir malarvegu mjúkum stígum,“ segir Sigurlaug sem skokkhóp ÍR í Breiðholti en sá hópur að skella sér til Búdapest í lok mána taka þátt í maraþoni þar. Fyrir vikið æfa stíft og Sigurlaug sleppir helst e degi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.