Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Snjófugls- eggin hennar Koggu eru fyrir löngu orðin vel þekkt sem hönnun. ÍSLENDINGAR margirhverjir halda jafnvelað framleiðsla sé möguleg án þess að hönn- un komi þar nokkuð nærri. Skýringin á því er líklega sú að við höfum mestmegn- is flutt inn tilbúna vöru, lít- ið framleitt sjálf og hönnun því ekki haft hlutverk. Í rauninni er það svo að fyrst kem- ur hugmyndin og útfærslan á henni, það er hönnunin og svo hugsanleg framleiðsla,“ segir Kol- brún Björgólfsdóttir leirlist- arkona sem betur er þekkt undir nafninu Kogga. Undanfarin 18 ár hefur hún starfrækt vinnustofu og gallerí við Vesturgötuna í Reykjavík en verk hennar falla sum hver undir hönnun en önnur má flokka sem listaverk. Að sjá möguleikana Kogga lauk námi í leirlistum frá Skolen for Brugskunst sem nú heitir Danmarks Design skole í Kaupmannahöfn árið 1975 og seg- ir marga skólafélaga sína hafa farið beint í vinnu hjá framleið- endum. „Hér heima var sá mögu- leiki ekki til staðar og ennþá hef- ur ekkert breyst að þessu leyti. Hér eru engir framleiðendur sem hönnuðir geta hannað fyrir.“ Kogga bendir á að Norð- urlandaþjóðirnar hafa allar að Ís- landi undanskildu getið sér gott orð fyrir hönnun og má þar til dæmis nefna þekkt vörumerki eins og Kosta Boda í Svíþjóð, Bing og Gröndal í Danmörku og Arabía í Finnlandi. „Hráefnið er til staðar en það er eins og fólk hér geri sér ekki grein fyrir möguleikunum. Litið er á keramikera sem einyrkja og handverksfólk en horft framhjá því að hönnun og framleiðsla á listiðnaði getur verið arðbær út- flutningur. Það er nefnilega ekki síður hægt að flytja út hönnun en fisk eða hugbúnað. Dæmin frá hinum Norðurlönd- unum eru til vitnis um það.“ Kogga hefur gert tilraunir með að komast á erlendan markað með sína hönnun en segir það erfitt þar sem marg- ir séu um hituna. „Auk þess er ég bú- sett á Íslandi og þrátt fyrir Netið og aðrar nýjar samskiptaleiðir en nauðsynlegt að vera á staðnum til þess að að fylgja hugmyndum sín- um eftir, ekki síst þar sem sam- keppnin er mikil.“ LEIRLISTARKONAN Morgunblaðið/Kristinn Hráefnið er til staðar hér á landi en það er eins og fólk hér geri sér ekki grein fyrir möguleikunum, segir leirlistarkonan Kogga. Ekki síður hægt að flytja út hönnun en fisk Flöskur með sér- smíðuðum járn- töppum eftir Koggu. Tinna hann- aði nýlega þess- ar kúlur ásamt Karen Chekerdj- ian sem þær nefna Rolling Stones. Kúl- urnar henta vel sem hirslur undir smádót. TINNA Gunn-arsdóttir iðn-hönnuður hefur á und- anförnum árum hannað allt frá bankaútibúum til snaga af ýmsu tagi. Hún hefur jafnframt tekið þátt í fjölmörg- um hönnunarsýn- ingum erlendis. Fyr- ir vikið hefur hún hlotið umfjöllun í virtum erlendum hönnunartímaritum en enn sem komið er hafa vörur hennar ekki ratað í versl- anir. Tinna telur að hér á landi vanti sterk samtök á borð við Svensk Form sem styður við bakið á hönn- uðum, þau séu eins konar tengill við framleiðendur, og standi að sýn- ingum, samkeppnum, málþingum og fleiru. Þar sem samtökin eru ekki til staðar þurfa íslenskir iðnhönnuðir að vera sveigjanlegir í sinni vinnu því hönnunartækifæri eru fá. Tinna starfar því einnig sem kennari við Listaháskóla Íslands og Myndlist- arskólann í Reykjavík auk þess sem hún starfar sem innanhússhönn- uður. „Það er nóg að gera í þeim geira því flestir hér á landi vita út á hvað innhúss- hönnun gengur og skilja mik- ilvægi hennar.“ Hönnuðir missa oft af kjörnum tækifær- um við mótun borgarumhverfisins, að mati Tinnu. „Reykjavíkurborg festi til dæmis fyrir nokkrum árum kaup á strætóskýlum sem eru hönn- uð og framleidd á meginlandi Evr- ópu. Þarna hefði borgin getað stutt við bakið á hönnuðum með því að efna til samkeppni um hönnun strætóskýla. Útkoman hefði að lík- indum verið skýli sem henta betur íslensku veðurfari, en þau erlendu, auk þess sem það hefði sett persónu- legri svip á borgina. Það sama á við um strætóbekkina. Þótt þeir séu að vísu framleiddir á Íslandi er hönnunin sótt til stræta Kaupmannahafnar en slíkir bekkir voru þar fyrir mörgum áratugum. Jákvætt er þó að fyrir nokkrum árum efndu borgaryfirvöld til sam- keppni um vatnspósta og mjög margt skemmtilegt kom út úr því.“ Erfitt að koma heim Tinnu fannst erfitt að flytja til Ís- lands að námi loknu. „Það er ekkert í umhverfinu sem tekur á móti manni. Mér til happs fór ég fljót- lega að vinna með pabba mín- um, Gunnari Magnússyni inn- anhússhönnuði, að ýmsum IÐNHÖNNUÐURINN Frá snögum til bankaútibúa Þetta verk Tinnu heitir Stein- rós og er hella úr íslensku hrauni sem má nota sem smá- borð úti í garði. SVÍAR eru vel með á nótunumum gildi hönnunar og ávinn-inginn af góðri og hagnýtri framleiðslu nytsamlegra hluta. Þeir leggja mikla áherslu á að markaðs- tengja hönnun eins og glögglega kemur fram á sýningunni Ágæti – Úrvalshönnun frá Svíþjóð sem nú stendur yfir á Hönnunarsafni Ís- lands. Á sýningunni eru vörur og hlutir af ýmsu tagi sem skarað hafa fram úr í sænskri hönnun. Vörurnar eru sam- vinnuverkefni hönnuðar og framleið- enda, þær hafa verið í vinnslu og framleiðslu á undanförnum tólf mán- uðum og eru nú fáanlegar á opnum markaði. Á sýningunni getur að líta nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna, m.a. afar forvitni- lega sjálfvirka ryksugu sem minnir á vél- menni enda þeys- ist hún horna á milli án atbeina mannsins. Þar er einnig eldhús- rúllustandur, björgunarvesti fyrir börn, jóg- úrtflöskur, vegg- spjöld, nýstárleg vínglös, stólar af ýmsum toga, grafísk hönnun, vefsíður og textíll af ýmsu tagi svo fátt eitt sé talið. Margir ís- lenskir hönnuðir kvarta yfir því að enginn vilji framleiða hlutina þeirra en hvernig skyldu þeir fara að þessu í Svíþjóð? Annika Enquist sýningarstjóri Ágætis-Úrvalshönnar frá Svíþjóð telur meginmuninn á Íslandi og Sví- þjóð vera fólginn í því að í Svíþjóð er mikil áhersla lögð á að hönnun sé samofin þjóðfélaginu. „Við lítum svo á að hönnun sé afl sem hægt er að nota til þess að þróa hluti og alls kyns þjónustu. Hönnun er í raun allt sem mennirnir skapa, hún á ekki aðeins við um fallega stóla eða lampa heldur einnig flugvelli, salerni og síma svo örfá dæmi séu tekin. Hvað veldur því til dæmis að tiltekin tegund af síma verður fyrir valinu? Tæknin er meira eða minna sú sama en hönnunin hef- ur áhrif á endanlegt val: til dæmis hvort uppsetning og útlit símans falli að smekk notandans.“ Annika heldur áfram og segir að með því að skilgreina hönnun svona breitt, hefur hún ekki einungis fag- urfræðilegt gildi heldur einnig nota- H Ö N N U N Óhefð- bundið björg- un- arvesti handa börnum. Glös sem henta mismunandi víntegundum. Hvert glas er hannað með tilliti til hvers konar vín er á boðstólum. Svíar leggja mikla áherslu á að markaðs- tengja hönnun en á Ís- landi er sífellt verið að hanna hluti sem enginn virðist vilja framleiða. Hrönn Marinósdóttir ræddi við tvo íslenska hönnuði og heyrði við- horf fulltrúa Svía. Allt sem menn skapa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.