Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 B 3 gerir augnhárin töfrum líkust! Einstakur burstinn og Powershape™ samsetningin, sem hefur ótrúleg sveigjandi áhrif, gefa þér augnhár sem þig hefur ávallt dreymt um að hafa. Aðskilin, þétt, fallega löguð og gríðarlega löng augnhár sem virðast endalaus… Það er ekkert flókið að öðlast draumkennd augnhár með Flextencils. Útsölustaðir LANCÔME um allt land. heimsæktu www.lancome.com TRÚÐU Á FEGURÐ Full Extension and Curving Mascara Lancôme gerir meira fyrir augnhárin en nokkru sinni fyrr. ÁRANGUR: Augnhárin eru greinilega um 30% lengri og með 30° meiri sveigju en áður. Gífurleg lengd - hrífandi sveigja N ý t t bílaeign mun algeng- ari í Versló en MH. Verslingar eru einnig meira í því að fylgja nýjustu tískustraum- um. Við erum lítið fyr- ir lopapeysur eða not- uð föt af ömmu og afa en ég vil þó taka fram að við erum engin tískufrík, taktu bara mig sem dæmi,“ segir Baldur og bendir á stuttermabolinn sinn og snjáðar gallabuxurnar. „Ég klæði mig eftir hentugleika hverju sinni og gildir þá einu hvað þykir inn eða út.“ Um tónlist- arsmekk Verslinga segir forsetinn að hlustað sé á ýmiss konar tónlist. „Ég hlusta til dæmis á allt frá Led Zeppelin til Justin Timber- lake.“ Í hádeg- ishléinu er það yf- irleitt klúbburinn Ívarsmenn sem heldur uppi stuðinu og þegar blaðamenn bar að garði var það hljómsveitin Quar- ashi sem hljómaði á marmaranum. MH með Verslóböll Baldur bendir á að MH-ingar hafa tekið upp þann sið að halda árlega svokallað Versló- ball sem hann segir vera vegna þess að böllin í Versló séu löngu orðin landsþekkt fyrir mikið fjör og því sé engin furða þótt aðrir skólar vilji ná upp svipaðri stemmningu. „Að öllu gamni slepptu held ég að munur á staðalmyndum skól- anna sé meiri í orði en á borði. Í það minnsta má finna allt litrófið hér í Versló enda er þetta 1100 manna skóli. Skólarnir í sínum ýktustu mynd- um eru þó ólíkir. Ég er í sjötta bekk, semsagt á síðasta ári og hef orðið húmor fyrir þeim staðal- myndum sem stundum eru magn- aðar upp en viðurkenni að þær fóru eilítið í taugarnar á mér þeg- ar ég hóf hér nám fyrir þremur ár- um. Mér finnst líklegt að mun- urinn á milli skólanna hafi farið minnkandi með árunum. Í dag má segja að munurinn sé eiginlega goðsögn. Ég á vini og kunningja í MH og það er engum blöðum um það að fletta að rígur er á milli skólanna sem er ekkert annað en skemmtilegt á meðan hann er ekki tekinn of alvarlega. Það sama á við um MR-inga sem löngum hafa ver- ið taldir erkióvinir okkar Verslinga en það er þó meira í gamni sagt og það sama á við um MH-inga. Versló er samt sem áður tvímæla- laust besti skólinn,“ segir Baldur að lokum glottandi. Lítið fyrir lopa- peysur V Í MARMARINN í miðju Verslunarskóla Íslands erkannski táknrænn fyrir ímynd skólans sem hins fína og vel búna, þar sem nemendur eru ekki síð- ur fínir. Þegar gengið var inn á marmarann eitt föstu- dagshádegi fyrir skömmu, blasti ekki alveg sú ímynd við. Verslunarskóladrengir voru ekki klæddir í jakka- föt eins og karlar í viðskiptalífinu og verslunarskóla- stúlkur voru fæstar í kjólum og háhæluðum skóm. Við blasti fjölbreyttur hópur snyrtilegra ungmenna, strákar og stelpur í alls kyns fatnaði þar sem áhersl- an virðist vera á láta sér líða vel t.d í strigaskóm, gallabuxum og bómullarbol. Viðmælendur meðal nemenda voru þó flestir þeirrar skoðunar að nem- endur Versló og MH væru nokkuð ólíkir. „Við hugsum kannski meira um útlitið og mér finnst það bara jákvætt,“ segir Margrét Arna Ein- arsdóttir, nemandi í 6.S. „Það eru líka svo sætir strákar í Versló að maður verður að vera vel til hafð- ur,“ segir hún brosandi og horfir á nokkra skóla- félaga sína sem virtust nokkuð ánægðir með hrósið. Margrét Arna segir að meirihluti nemenda skólans sé hægrisinnaður, eins og hún sjálf, og margir Vers- lingar séu í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna. Það hafi líka verið greinilegt fyrir kosningarnar í vor. Verslingar hlusta á alls konar tónlist, að sögn Mar- grétar Örnu. „Það eru samt ekki neinar þungarokks- týpur hérna, við erum aðallega létt og skemmtileg. Erum við ekki líka hamingjusamasta þjóð í heimi?“ spyr hún og brosir breitt. Margir Verslunarskólanemar eða Verslingar eins og þeir kalla sig líka sjálfir, nota hádegið í sekkjaspark (Hacky Sack) sem nýtur mikilla vinsælda í skólanum. Aðrir kíkja í blaðið eða vinna á fartölvuna. Þeir sitja á bekkjum og leðursófum á marmaranum, þ.e.a.s. þeir sem ekki hafa skroppið út í Kringlu í hádeginu. Það er nokkuð algengt, enda mötuneyti nem- enda ekki alveg tilbúið. Nú er verið að stækka skólann og í viðbyggingunni verður mötuneyt- ið. Ekki allir í ljósum og með aflitað hár „Það eru fáir hér sem kaupa notuð föt en það er miklu meira „second hand“ í MH,“ seg- ir Hrafn Davíðsson í 6.A og bætir við að honum finn- ist skemmtilegt að kaupa notuð föt því þannig geti maður verið nokkuð viss um að enginn eigi eins. Þeir Björn Bragi Arnarson, nemandi í 5.A, eru sammála um að það sé kannski aðeins meira snobb í Versló en annars staðar og það geti helgast af því að Versó er einkaskóli með skólagjöld og góða aðstöðu fyrir nemendur. Björn Bragi er í 5.A og hann segir að mikill munur sé á MH-ing- um og Verslingum og það sé greinilegt að eftir að krakkar eru byrjaðir í öðrum hvor- um skólanum, líkist þau æ meir því sem er einkennandi fyrir hvorn skóla. „Ímyndin af Versló er samt ekki alveg rétt. Það virðast margir halda að hér hlusti allir á FM, fari í ljós og séu með aflitað hár, en það er ekki svo einfalt.“ Hann segir að margir Verslingar klæði sig þvert á móti eftir eigin höfði. Sara Ósk Rodriguez Svönudóttir og Eva Hall- dóra Guðmundsdóttir í 3.I, eru nýbyrjaðar í Versló og líst vel á. Þær telja að skilin á milli nemenda skólanna séu ekki eins skörp og var í gamla daga, í það minnsta finna þær engan þrýsting um að vera í fötum eftir nýjustu tísku. „Greinilegt er að krakkar hér hugsa almennt vel um útlitið og þeir vilja vera í fínum fötum en samt þægilegum, “ segir Sara Ósk. „Vinir mínir í MH eru að tala um Verslósnobb en ég veit þeir eru bara að stríða mér svo ég læt engan bilbug á mér finna,“ segir Eva Halldóra sem þvert á staðalmyndir segist aðhyllast skoðanir Vinstri grænna fremur en Sjálfstæðisflokksins og er afar stolt af því. Verslingar eru sumir þeirrar skoðunar að þeir hugsi meira um útlit- ið en MH- ingar. Hádegishlé á marm- aranum í Versló og tím- inn nýttur spjall og lestur. Margir Verslingar nýta hádegið í sekkjaspark sem nýtur mikilla vinsælda í skólanum. „Það virðast margir halda að hér hlusti hlusti allir á FM, fari í ljós og séu með aflitað hár, en það er ekki svo einfalt,“ segir Björn Bragi Arnarsson Verslunarskólanemi. Á hefðbundnum skóladegi eru Verslunarskóla- drengir ekki í jakkafötum og stúlkur eru fæstar í háhæluðum skóm.VÍ Engar þungarokkstýpur Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.