Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 B 7 að vinna með honum þegar hann fengi áhuga á leik- urum.“ Það er greinilegur púki í Skarsgård, kannski einmitt þessi sami púki og býr í von Trier. Og Skarsgård sparar heldur ekki stóru orðin þegar hann lýsir aðdáun sinni á mótleikkonunni Nicole Kid- man. „Af Hollywood-leikkonu að vera þá er hún sér- lega greind og hugrökk. En það kom mér ekkert á óvart að hún skyldi slá til, því að ég vissi að hún væri svolítið sér á báti hvað þetta varðar.“ Leikur særingamanninn Stellan Skarsgård er 53 ára gamall og fæddist í Gautaborg. Hann var innan við tvítugt er hann varð þekkt andlit í heimalandinu þegar hann lék aðal- hlutverkið í þáttunum Bombi Bitt og ég. Fór hann með fjöldamörg hlutverk í sjónvarpsþáttum og myndum í Svíþjóð á áttunda áratugnum samhliða því sem hann var fastráðinn hjá Konunglega leikhúsinu í Stokk- hólmi. Sem kvikmyndaleikari sló hann í gegn fyrir stöðu sína í myndinni Einfaldi morðinginn (Den enfaldige ren) frá árinu 1982. Vann fyrir hann sænska Guldbaggen og örninn á Berlínarhátíðinni. Í kjölfarið varð hann meira og berandi í betri sænskum myndum á borð við Hip hip hurra! þar sem hann túlkaði Skagen-málarann Sören Kröyer og sem sænski sendiherrann Raoul Wallenberg í Góða kvöldið, herra Wallenberg (God afton, Herr Wallenberg). Skarsgård lék aðal- hlutverkið í Uxanum (Oxen), mynd tökumannsins Svens Nykvists sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna. Þá var hann þegar farinn að leika í enskumælandi myndum, fyrst í Óbærilegum léttleika tilver- unnar (Unbearable Lightness of Being) og svo í hverju smáhlut- verkinu á fætur öðru, eins og í Leitinni að Rauðum október (The Hunt For Red October). Það var svo frammistaðan hans í Brim- broti Lars Vons Triers sem vakti fyrst á honum verulega heims- athygli og færði honum hlutverk í vel þekktum myndum eins og Væni Will Hunting (Good Will Hunting) og mynd Stevens Spiel- bergs Amistad. Spielberg hafði áður haft augastað á Skarsgård og íhugaði alvarlega að ráða hann í hlutverk Oscars Schindlers fyrir Lista Schindlers, hlutverk sem Írinn Liam Neeson fékk á endanum og hlaut lof fyrir og vegtyllur. Í það heila hefur Skarsgård leikið í hátt í 80 myndum. Hann lauk nýverið við að leika sitt stærsta hlutverk til þessa í Hollywood- stórmynd, hlutverk særingamannsins séra Lankesters Merrins í fjórðu Exorcist-myndinni, og fetar þar með í fótspor landa síns og átrúnaðargoðs Max von Sydow sem fór með sama hlutverk í fyrstu myndinni fyrir tuttugu árum síðan. Þessa dagana er hann við tökur á nýrri mynd um Arthúr konung, þar sem hann leikur Cedric. Skipulögð óreiða „Lars er vissulega ráðríkur með afbrigðum. En hann kemst upp með það vegna þess að það er vit í því sem hann er að segja manni að gera, jafnvel þó maður fatti það ekki fyrr en eftir á. Og hann er líka þannig stjórnandi að þótt hann stjórni öllu og öllum á tökustað þá fær maður um leið að gera sitt, því hann vill einmitt það, og nóg af því. Hvetur eindregið til frumkvæðis og frjáls hugmyndaflæðis. Þannig að jafnvel þó óreiða ríki stundum á tökustað þá hefur hann fullt vald yfir óreiðunni.“ Skarsgård segist hafa notið þess sem endranær að vinna með von Trier, að Dogville. Leikhópurinn hafi þurft að eyða löngum stundum saman og það hafi þjappað honum saman, sem hann seg- ist vona að skili sér í frammistöðu hans í myndinni. Þá hafi engu máli skipt ólíkur aldur og þjóðerni leikara. „Leik- arar koma ekki úr ólíkum áttum, heldur frá einu og sama landinu sem er „Leikaraland“. Það eigum við alltaf sameiginlegt.“ Hann notar þó tækifærið í samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins til að leiðrétta þann misskilning sem kann að koma upp við að horfa á myndina, að leikararnir hafi þurft að vera á tökustað í hverri töku vegna þess að sviðsmyndina vantaði. Allt slíkt hafi verið „fiffað til“ í klippiherberginu og með góðu skipulagi. n- anna. ð hinir þröngsýnu og tor- fyrir Bandaríkin og að nflytjandann eða þá aðra íu um samskipti Banda- ndsins, og viðhorf þeirra mkoma þorpsbúa gagn- endurspegli framgöngu m tíðina, en þó einkum jóðasamskipta. t af fólki í Bandaríkjunum anirnar og ég, alveg 10% eigi reyndar við í Dan- gglega fleiri skoð- n mínu eigin heimalandi,“ lin bandarísku þjóðinni í ku. Hvernig er hægt að n stjórnmálaástandið þar o að skapi og ég var mjög r þykir bæði heimskulegt m upp þannig að Vest- Að mannkynið sé eitthvert ólíku blokka og að sú þró- rfi að deila uns önnur t okkur eitthvað þá gerist ðsúthellingum og viðlíka llmótaðar áður en stríðið í nt frekari stoðum undir rst að ég er hér staddur í a rétthugsun – nokkuð on Trier og hlær. ennir þessa opinskáu éttar hann að þessar skoð- i hefur sótt Bandaríkin Bandaríkin í fjölmiðlum í Það er rétt, ég hef aldrei ssar skoðanir á þeim st í gegnum fjölmiðla, í gegnum alla þá upplýsingamiðla sem við höfum völ á og Bandaríkjamenn ráða flestir yfir. Þetta eru því for- dómar hjá mér að vissu leyti. En ég er ekki viss um að viðhorf mitt til ut- anríkisstefnu bandarískra stjórn- valda myndi breytast eitthvað ef ég kæmi til Bandaríkjanna. En hugs- anlega hefði myndin sem slík orðið eitthvað öðruvísi.“ Hefndin er að auki áberandi við- fangsefni í myndinni. Von Trier seg- ist hafa fengið áhuga á hefndinni vegna þess að hann sé alltaf að reyna að ögra sjálfum sér. „Hefnd er eitt- hvað sem ég skil ekki og trúi ekki á. Þess vegna gríp ég til hennar, sem lausnar, til að ögra mér. Það er alltaf verið að saka mig um að vilja ögra fólki. Ég hef aldrei litið á það þannig, því ég er í sífellu að ögra mér en hugsa ekki um aðra. Ég veit ekki hvað öðrum finnst ögrandi.“ Ofskipað í hlutverk? Vandað leikaralið í myndinni hefur vakið athygli og þykir benda til þess að nú sé svo komið að von Trier geti fengið hvaða stjörnu sem er, sama hversu stóra, til að leika fyrir sig. Auk hinnar skærustu, Kidman, eru í myndinni annálaðir leikarar á borð við hin efnilegu Paul Bettany, Jer- emy Davies og Chloë Sevigny og Svíann Stellan Skårsgård, sem leikið hefur í ófáum myndum von Tiers. Því til viðbótar leika í myndinni eldri leikarar sem tvímælalaust myndu flokk- ast sem goðsagnir. Á það sannarlega við Lauren Bacall, ekkju Bogarts, og þungavigtarmennina Phillip Baker Hall, Ben Gazzara, James Caan og John Hurt sem er sögumaður. Von Trier segir þessa leikara vissulega hafa verið í uppáhaldi hjá sér í gegnum tíðina. „Það er auðvitað mik- ið lán fyrir kvikmyndagerðarmann að geta kallað til slíka listamenn. Þetta eru samt engar stjörnur og ég veit ekki hvort ég gæti fengið þær stærstu. En það vill gleymast að að undir niðri, í skugga stjarnanna, leynast heilmargir eðalleikarar með mikla reynslu og frábæran karakter. Ég leitaði í þeirri gullkistunni og fann þessar líka gersemar. Ég hafði oft reynt að fá Ben Gazzara til að leika fyrir mig og einnig sum hinna.“ – En var ekki synd að hafa svona lítið upp á að bjóða fyrir suma þessara leikara, eins og t.d. Lauren Bacall, sem er í mjög litlu hlutverki? „Jú, vissulega er „ofskipað“ í hlutverk, næstum of margir góðir leikarar í myndinni. Ég hefði t.d. viljað vinna meira með Lauren Bacall. Þegar hún fékk hand- ritið þá sagði hún strax: „Þetta er ekki hlutverk!“ og ég gat ekki neitað því. En hún sló samt til og sagði á end- anum meira í myndinni en handritið gerði ráð fyrir. Ég vona bara að ég hafi ekki móðgað neinn af þessum góðu leikurum með því að vannýta þá. Þau vildu leika í henni.“ – En var einhver annar tilgangur með því að fá svona marga þekkta leikara í svona lítil hlutverk en sá að geta slegið um sig með þeim? „Já,“ segir von Trier og hlær. „Auðvitað er maður montinn af því að geta skartað slíku fólki í myndum sín- um. En ég hafði líka séð fyrir mér að með því að hafa þekkta leikara í hlutverki þorpsbúa þá gæði það bæinn frekara lífi. Svona góðum leikurum þarf ekki annað en að bregða fyrir í augnablik til að maður skilji hvaðan persónur þeirra koma og hvert þær eru að fara.“ Teiknaður hundur Hann er þekktur fyrir að geta unnið af fingrum fram, fyrir að hvetja leikarana til þess að bregða út af handrit- inu sýnist þeim svo og spinnur sjálfur mikið á tökustað. En hvernig var það í Dogville, var mikið spunnið í henni? „Við renndum í gegnum handritið einu sinni, án þess að hvika frá því en gerðum svo aðrar tökur með breyt- ingum. Á endanum held ég að við höfum notað meira af fyrstu upptökunum, þar sem alfarið var stuðst við hand- ritið, notuðum svo hitt sem krydd.“ Eins og fyrr segir er Dogville fyrsti hluti nýs þríleiks þar sem von Trier kveðst á einn eða annan máta fást við Bandaríkin. Hann segist skrifa handritin hvert í sínu lagi. Dogville hafi komið fyrst, handritið að næstu mynd, Mandalay hafi fæðst eftir að tökum á Dogville lauk og handritið að þriðju mynd Bandaríkja-þríleiksins, sem gengur undir nafninu „Wasington“, með engu h-i eins og von Trier undirstrikar við blaðamann. Handrit hennar er ekki klárt, enn á hugmyndastiginu. Það er ekki einungis þetta Bandaríkjaþema og lykil- persóna þess Grace sem sameina mun myndirnar þrjár heldur munu þær allar bera sams konar útlit, sem er vægast sagt öðruvísi og alveg einstakt í sögu kvik- myndanna. Af fyrstu myndinni, Dogville, af dæma þá gerðist hún alfarið á einni senu, sem hefði allt eins getað verið leiksvið. Öll myndin á sér stað í opnu rými og eig- inleg leikmynd ekki fyrir hendi heldur er hún krítuð á gólfið. Allar útlínur húsa, veggja og flestra annarra leik- muna eru þannig teiknaðar á gólfið og virka einungis sem vegvísir fyrir persónur. Þeir þorpsbúar sem eru þannig innandyra sjást því alveg allan tímann því engir eru veggirnir til að loka þá af. Og ekki nóg með að leik- mynd og -munir séu krítaðir á leiksenuna sjálfa heldur er þorpshundurinn aðeins teiknuð mynd af hundi með skýringartextanum „Hundur“ við hliðina. Von Trier seg- ist búinn að einsetja sér að halda sig við þessa sérstæðu leikmynd í öllum myndunum þremur. „Sem verður ekk- ert smáerfitt því ég hef alltaf haft þá tilhneigingu að vilja kúvenda stílnum með hverri mynd. Nú hef ég ákveðið að neyða mig til að vera samkvæmur sjálfum mér, svona til að sanna að ég meina það heilshugar sem ég er að segja og fara,“ segir hann og glottir. Um sviðsmyndina sér- stöku segir hann: „Ég byrjaði á því að skrifa handritið með eðlilegri sviðsmynd en svo fór ég að hugsa umhverf- ið sem landakort eða einhvers konar leiðarvísi. Sem beindi mér inn á þær brautir að sjá fyrir mér hvernig umhorfs væri í þorpinu ef allir sæjust – alltaf. Rann þá upp fyrir mér að það var fullkomlega rökrétt lending. Og ég sannfærðist endanlega um það þegar ég sá Hringadróttinssögu. „Fjandinn“, sagði ég þá við sjálfan mig. Það var svo innilega allt of mikið af öllu, engar lausnir, bara gengið alla leið. Bara smíða nógu mikið eða fikta í tölvu. Það er ekkert fútt í slíku.“ Um leið viðurkennir hann að þessi of- urmínímalíska sviðsmynd sé visst mót- vægi við síðustu mynd, Myrkradans- arann, sem var óvenju umfangsmikil af von Trier-mynd að vera. „Hver einasta mynd sem ég geri er á ein- hvern hátt mótvægi við síðustu mynd. Eftir á að hyggja hafði ég ekki mjög gaman af svona rosalegu umstangi eins og í kringum Myrkradansarann.“ Dogville er 177 mínútur að lengd, þ.e.a.s. útgáfan sem frumsýnd var á Cannes. Zentropa, framleiðslufyrirtækið danska, sem er að stórum hluta í eigu von Triers, hefur nefnilega látið gera styttri útgáfu af myndinni. Hvernig leggst það í höfund- inn? „Jú, það hefur verið gerð útgáfa sem er klukkutíma styttri. Sem er mér að sársaukalausu svo lengi sem það er á hreinu hver er upprunalega útgáfan, sú langa sem frumsýnd var fyrst. Það er allt í lagi með styttri útgáf- una, hún er í lagi en ekki sú sem ég kaus.“ Orðinn predikari Aðspurður segist von Trier fúslega viðurkenna það að hann sé predikari. „Ég get ekki neitað því lengur. Ég er predikari og verð pólitískari og pólitískari með hverri mynd. Sem er í góðu lagi. Hefur örugglega eitthvað með þroska að gera. Þegar ég var yngri þótti mér öllu máli skipta að vera ópólitískur. Hafði trúlega með uppreisn að gera gegn uppeldinu. Síðar áttar maður sig á að það að vera pólitískur er að vera mannlegur.“ Undir lok afslappaðs viðtals þar sem engar þær kenj- ar sem kenndar hafa verið við von Trier gerðu vart við sig sagði hann blaðamanni að Dogville væri sú af mynd- um sínum sem honum væri kærust, fyrir svo margar sakir, einkum þá að hún ljóstraði upp meiru um hans eigin skoðanir, kenndir og köldu kímnigáfu en nokkur önnur. Síðustu fregnir herma að tökur á öðrum hluta Banda- ríkja-þríleiks von Triers hefjist ekki fyrr en næsta vor. Myndin á að gerast tveimur vikum eftir að Dogville lýk- ur og fylgja eftir sömu söguhetjunni Grace. Þótt Nicole Kidman hafi lýst yfir opinberlega í Cannes að hún ætlaði að endurtaka hlutverkið hefur hún síðan hætt við, ber við önnum. Ekki er ljóst hvaða Grace von Trier velur í hennar stað. Hann er trúlega með hugann við allt annað, nefnilega Niflungahring Wagners, óperuverkefnið risa- vaxna sem hann hefur verið fenginn til að setja upp 2006 á Wagner-hátíðinni í Bayreuth. Karl Júlíusson mun sjá um búninga- og sviðsmynd þar og segir von Trier blaða- manni að hann muni stóla mjög á hæfileika Karls í því verkefni. „Ég hugsa um það dag og nótt. Þetta verður rosaleg vinna. Ég er ekki mikill óperumaður sem gerir áskorunina ennþá meiri fyrir mig. Svo þarf ég að fara að læra að slappa af. Ég vildi að ég gæti hætt að búa til bíómyndir!“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins við síðustu mynd. Eftir á að hyggja hafði ég ekki r er að vera mannlegur skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.