Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a nd sbanka K i r k j u s and i 1 5 5 Rey k j a v í k g l i t n i r . i s s ím i 4 40 4400 SAMHERJI hefur aukið hlut sinn í Kald- baki úr tæpum 13% í 25%. Seljandi að stærstum hluta þess sem Samherji keypti, 10,4%, er Fjárfestingarfélagið Fjörður, sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, fram- kvæmdastjóra Samherja, og Kristjáns Vil- helmssonar, framkvæmdastjóra útgerðasviðs Samherja. Öll þau rúmlega 12% sem Samherji keypti voru á genginu 4,15, en markaðsverð síðustu daga hefur verið 4,40 og hefur það hækkað um rúm 17% frá miðju ári. Kaupverðið var 878 milljónir króna á geng- inu 4,15, en á genginu 4,40 hefði verðið verið rúmum 50 milljónum króna hærra. Í tilkynningu frá Samherja kemur fram að kaupin séu fjármögnuð með hagstæðu láni til fimm ára. Í samræmi við stefnu Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Sam- herja, segir að kaupin séu í samræmi við áður mótaða stefnu félagsins um að eiga 20%–25% hlut í Kaldbaki. Hlutur Samherja hafi í upp- hafi verið um 17%, en hafi þynnst út vegna hlutafjáraukningar Kaldbaks. Hann segir að Kaldbakur sé orðið mjög áhugavert fjárfestingarfélag með eigið fé væntanlega hátt í 8 milljarða króna. Eigna- safn félagsins hafi breyst mikið að undan- förnu og nú séu yfir 80% eigna þess í skráð- um hlutafélögum. Spurður að því hvers vegna gengið í við- skiptunum hafi verið undir gengi á mark- aðnum segir Finnbogi að það hafi náðst sam- komulag um þetta gengi. Hann sagði að bréfin væru að uppistöðu til keypt af Fjár- festingarfélaginu Firði sem væri að mestu í eigu tveggja stórra hluthafa í Samherja og aðilar hafi viljað hafa það á hreinu að hags- munir allra hluthafa Samherja væru vel tryggðir í þessum viðskiptum. Kaldbakur er stærsti hluthafi í Samherja með rúmlega 17% hlut, en næstir eru Krist- ján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvins- son með um 16% hlut hvor. Í bókum Kald- baks um mitt ár var eignarhluturinn í Samherja metinn á 2,5 milljarða króna og var það stærsta einstaka eign félagsins, en gengi Samherja hefur hækkað um 10% frá þeim tíma. Næststærsta eignin var 2 milljarða króna hlutur að markaðsvirði í Trygginga- miðstöðinni, en gengi TM hefur hækkað um 30% frá miðju ári. Heildareignir Kaldbaks námu um 81⁄2 milljarði króna um mitt ár. Í byrjun vikunnar seldi Kaldbakur stóra óskráða eign, rúmlega helmingshlut í Sam- kaupum, og bókfærður söluhagnaður af þeirri sölu er rúmlega 1,1 milljarður króna.             !"  !"   #$ %  !"   '( )   $  * $   " %   + ,  .(  #$ %    %     /"  0 # + "  + 12&  %  /" -   $  "%- 3(  #$ %   14&   % - %%   %  - '( .( 3( Samherji með 25% í Kaldbaki Félag Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelms- sonar selur Samherja hlut í Kaldbaki undir markaðsverði VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Ný kynslóð álstjórnenda 3 af 7 í framkvæmdastjórn Alcan á Íslandi konur 2 Stjórn Eimskipafélagsins Mestu breytingar nokkru sinni 6 VAXTARTÆKIFÆRI VÍÐA HAGNAÐUR Fiskiðjunn- ar Skagfirðings hf., FISK, á síðasta rekstrarári nam 539 milljónum króna eftir skatta. Hagnaðurinn nærri tvöfald- aðist frá fyrra ári en þá var hann 286 milljónir. Rekstr- arár FISK er hið sama og kvótaárið, frá ágúst til sept- ember. Meginskýringin á auknum hagnaði FISK er að fjármagnsliðir voru jákvæðir um 348 milljónir á síðasta rekstrarári en neikvæðir um 2 milljónir árið áður. Rekstrartekjur FISK voru 2.670 milljónir króna og juk- ust um 9,7% á milli ára. Rekstrargjöld hækkuðu hins vegar um 18% og voru 2.029 milljónir. Afkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði lækkaði um 74 milljónir króna frá fyrra ári og segir í tilkynningu frá fé- laginu að það megi að stórum hluta rekja til lækkandi af- urðaverðs og styrkingar krónunnar. Skýring á já- kvæðum fjármagnsliðum sé hagnaður af rekstri hlut- deildarfélaga upp á 338 millj- ónir. Segir í tilkynningunni að almennt megi segja að rekst- ur FISK hafi gengið nokkuð vel á síðasta ári. Efnahagur félagsins sé traustur með eig- infjárhlutfall upp á tæp 60%. FISK hagnast um 539 milljónir FRANSKI fjölmiðlarisinn Vivendi Univers- al, sem glímt hefur við rekstrarerfiðleika vegna gífurlegrar skuldsetningar, hefur náð samningum við bandarísku fjölmiðla- samsteypuna NBC um kaup þeirra síð- arnefndu á hinum bandaríska afþreying- arhluta Vivendi, Universal. Samkvæmt samningnum mun NBC greiða fyrir Universal um 3,8 milljarða Bandaríkja- dala í peningum, eða 290 milljarða íslenskra króna. NBC mun að auki taka á sig 1,7 millj- arða dala af skuldum Vivendi. Þessi gjörningur, sem mun bæta Universal Studios í samsteypu NBC og breyta nafni fé- lagsins í NBC Universal, er umskipti á þeirri útþenslustefnu sem Vivendi stundaði á tíunda áratug síðustu aldar og fram á fyrsta áratug nýrrar aldar. Á valdatíma fyrrverandi forstjóra fyrir- tækisins, Jean Marie Messier, breyttist fyrir- tækið úr því að vera ríkisrekið vatnsfyrirtæki í alþjóðlegt risafyrirtæki með áherslu á fjöl- miðla og fjarskipti. Þessi öra stækkun Vivendi gerði það að verkum að félagið varð gríðarlega skuldsett sem olli miklum erfiðleikum og varð til þess að Messier varð að taka pokann sinn. Samkvæmt frétt BBC er salan á Universal gerð í þeim tilgangi að afla fjár til að létta á skuldum Vivendi. Fyrirfram hafði Vivendi vonast til að fá allt að 14 milljarða Bandaríkjadala fyrir eign- irnar. Félagið var hins vegar nauðbeygt til að samþykkja lægra boð eftir að fjórir af sex til- boðsgjöfum drógu tilboð sín til baka. Forstjóri Vivendi, Jean Rene Fourtou, sagði að samningurinn myndi hjálpa til við að snúa rekstri afþreyingarsviðs fyrirtækisins til betri vegar. Markaðsvirði hins nýja sameinaða félags, NBC Universal, er samkvæmt frétt BBC áætl- að 43 milljarðar Bandaríkjadala. Félagið á nú fjölda þekktra eigna í fjölmiðlageiranum, þar á meðal Universal-skemmtigarðana, NBC- sjónvarpsstöðina og kapalsjónvarpsstöðv- arnar CNBS og MSNBC. NBC kaupir Universal Reuters Skuldum vafið Vivendi varð að selja afþreyingarfyrirtækið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.