Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 3
steingerdur@mbl.is þó rekja til kaktussins í stofuglugganum heima hjá afa og ömmu þeirra Söru og Hönnu, Guð- laugi og konu hans Maríu Hermannsdóttur. Tíu árum eftir að Kaktus og Reykjavík komu fyrst fram, hannaði tréskurðarmeistarinn „Renaissance“-mynstrið ásamt Guðlaugi, en það var síðasta mynstrið sem stofnandinn kom að. Eftir hans dag, árið 1956, hannaði Bárður Jóhannesson gullsmiður silfurhnífapörin Vor þar sem liljublóm eru fyrirmyndin. Ekki hefur verið hannaður silfurborðbúnað- ur fyrir framleiðslu hér á landi frá því að Jens hannaði Smára árið 1960. Hanna segir að ekki standi til að setja fleiri mynstur í framleiðslu en hins vegar er önnur hugmynd á byrjunar- stigi. „Það er að stofna til hönnunarsamkeppni þar sem hönnuðir gætu tekist á við að skapa nytjavöru úr eðalmálmi sem tengist borðhaldi og með skírskotun til silfurmynstra Guðlaugs,“ segir hún. Hanna segir að alveg eins og fólk vilji eiga sparistell, vilji það eiga sparihnífapör. Það sé misskilningur að mikið þurfi að hafa fyrir því að eiga silfurhnífapör, þvo þau í höndunum og fægja í tíma og ótíma. Reyndar má setja silf- urhnífapör í uppþvottavél af því þær taka yf- irleitt inn á sig kalt vatn. Allur silfurborðbún- aðurinn sem framleiddur er hér á landi er úr svokölluðu 925 sterling silfri, en það merkir að málmurinn er 92,5% hreint silfur en 7,5% aðrir málmar. Hanna segir að það sé ekkert mál að eiga silfurhnífapör ef þau eru geymd á réttan hátt, þ.e. í filtpokum og plastpoka þar utan yfir. „Þá má taka þau fram rétt áður en sest er að borðum,“ segir hún brosandi. Á SÍÐASTA ári var haldið upp á 100 ára ártíð Guðlaugs A. Magnússonar sem var fæddur árið 1902, en lést árið 1952. Sonardóttir hans, Hanna, tíndi til allar jólaskeið- arnar sem smíðaðar hafa verið á vegum fyrirtækisins frá árinu 1947 þegar sú fyrsta kom á markað, og sýndi þær í versluninni. Nú eru skeiðarnar alls orðnar 56 talsins og engar tvær eins. Hver ber höfundareinkenni mismunandi hönnuða og merki tísku ákveðinna tímabila. Þær eru mismunandi í laginu, merktar ártalinu og eru allar úr silfri. Á fyrstu árunum voru jólaskeiðarnar hannaðar af Guðlaugi og Karli eins og silfurborðbúnaðurinn. Á sjötta áratugnum voru skeiðarnar m.a. hannaðar af Jens Guðjónssyni. Árið 1964, þegar sonur Guðlaugs, Magnús, tók við versluninni, var í fyrsta sinn ráðinn fast- ur hönnuður að jólaskeiðunum og sú stefna tekin að láta sama hönnuðinn hanna seríur af skeiðum og útfæra hug- myndir Magnúsar. Henrik Árnason ljósmyndari tók verkið að sér og hannaði alls nítján skeiðar á árunum 1964–1980. Upp úr 1980 tók Stefán Snæbjörnsson húsgagnahönnuður við jólaskeiða- hönnuninni og eftir hans hönnun var ein sería smíðuð á árunum 1983–1994 og önnur á árunum 1995–2000. Í hitteðfyrra tók svo Erling Jóhannesson gullsmiður við hönnuninni. Það er mál manna að hann hafi mikið breytt útliti skeiðanna, sett nýjan svip á þær og fært þær nær nútímanum. Jólasveinaskeiðarnar þrettán Á vegum Gull- og silfursmiðjunnar Ernu eru framleiddar svokallaðar jóla- sveinaskeiðar. Frá árinu 1995 hefur verið haldin teiknisamkeppni á milli 11 og 12 ára grunnskólabarna á Reykjavíkursvæðinu um jólasvein á skeið árs- ins. Nú er búið að smíða 11 jólasveinaskeiðar og bara Ketkrókur og Kerta- sníkir sem eiga eftir að fá sína skeið. Kertasníkir verður reyndar svo hepp- inn að skreyta heila grautarskeið því það þykir meira viðeigandi að hafa tólf skeiðar en þrettán í seríu.Í ár bárust um 250 teikningar frá nemendum í 9 skólum og um þessar mundir er verið að velja sigurteikninguna sem jóla- sveinaskeiðin verður smíðuð eftir. Verðlaunaafhendingin verður í byrjun nóvember og þá kemur skeiðin á markað. Frá 1956-1994. Bárður Jóhannesson hannaði nokkrar skeiðar á sjötta áratugnum. Skeið hans frá árinu 1956 er á efstu mynd- inni og er lögunin og litanotkunin í samræmi við tíðarandann. Þá sést María mey á skeið Henriks Árnasonar frá árinu 1970 og svo skeiðin frá árinu 1974, einnig eftir Henrik. Sú var fram- leidd í sérstaklega mörgum eintökum og seldust a.m.k. 12 þús- und. Neðst er jólaskeiðin frá árinu 1994 á 50 ára afmæli lýð- veldisins. Þingvallakirkja er myndefni Stefáns Snæbjörnssonar. Jólaskeiðarnar frá í fyrra og hitteðfyrra, smíðaðar eftir hönnun Erlings Jóhannessonar gullsmiðs. Gáttaþefur prýðir jólasveinaskeiðina frá því í fyrra en hún var smíðuð eftir verðlaunahönnun Örnu Maríu Kristjánsdóttur. Fyrsta jólaskeið- in sem smíðuð var árið 1947 og mynd- efnið er Dóm- kirkjan. JÓLAS K E IÐA R OG JÓLASVE INASKE IÐAR Morgunblaðið/Ásdís Engar eins DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 B 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.