Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 8
8 B LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. Cranberry FRÁ Þvagvandamál H á g æ ð a fra m le ið sla F LESTIR hafa sjálfsagt einhvern tíma glímt við þá skemmtilegu þraut að raða saman púsluspili. Talið er að fyrsta púsluspilið hafi komið fram á sjónarsviðið í London í kringum 1760 og er leturgrafari og kortagerðarmaður þar í borg, John nokkur Silsbury, talinn hafa átt hugmyndina. Silsbury mun hafa sett eitt af landakortum sínum af Evrópu á harð- viðarplötu og skorið síðan eftir landamærum með fíngerðri sög. Í fyrstu var hugmyndin einkum nýtt til kennslu og voru þá eins kon- ar púsluspils landakort hönnuð sem ítarefni til að kenna breskum börnum landafræði. Hugmyndin þróaðist síðan hægt og bítandi og um 1820 var farið að nota púsluspil sem dægradvöl. Undir lok nítjándu aldar komu fyrstu pappapúsluspilin fram á sjónarsviðið og þá var einnig farið að búa þau til úr krossviðsplötum. Púsluspil úr pappa voru í fyrstu einkum ætluð börnum, en er líða tók á tutt- ugustu öldina, með bættum tækjakosti til útskurðar, urðu þau smám saman flóknari og erfiðari úrlausnar. Framan af öldinni voru púsluspil úr tré algengari en smám saman ruddu pappapúsluspilin sér til rúms, enda mun ódýrari í framleiðslu. Náði hámarki í kreppunni Gullöld púsluspilanna er talin hafa hafist á þriðja áratug tutt- ugustu aldar og staðið langt fram á þann fjórða, þegar fyrirtæki eins og Chad Valley og Victory á Bretlandi og Einson-Freeman, Viking og fleiri fyrirtæki í Bandaríkjunum hófu fjöldaframleiðslu á púsluspilum. Hnitmiðuð markaðssetning átti þar einnig hlut að máli, sem meðal annars fólst í því að gera þau sífellt flóknari og erf- iðari úrlausnar, sem varð vitaskuld til þess að fullorðið fólk fór í vaxandi mæli að fást við úrlausn þeirra. Í auglýsingaskyni var farið að veita verðlaun til þeirra sem gátu leyst þrautina og mun Einson- Freeman fyrirtækið á Long Island í New York hafa riðið á vaðið í þeim efnum árið 1931, en þá voru púsluspil gefin með tannburstum, sem fyrirtækið framleiddi einnig. Vinsældir púsluspilanna náðu há- marki í kreppunni miklu í Bandaríkjunum árið 1932, en þá var farið að framleiða ný púsluspil vikulega. Fyrsta upplagið var prentað í 12 þúsund eintökum, en áður en varði var eintakafjöldinn kominn upp í 100 þúsund og síðan í 200 þúsund. Það hljómar ef til vill undarlega að svo gagnslaust fyrirbæri sem púsluspil skuli hafa selst svona vel á kreppuárunum, en þess ber að gæta að hér voru menn kaupa sér góða afþreyingu fyrir tiltölulega lágar fjárhæðir. Vikuleg útgáfa á Púsluspil ódýr afþreying nýj- um púsluspilum leiddi til þess að einstaklingar eða hópar gátu stundað ódýra og ánægjulega afþreyingu tím- unum saman, enda hafði fólk nægan tíma í öllu atvinnuleysinu. Púsluspilin eru líka „margnota“ ef svo má að orði komast því um leið og einn hefur leyst þrautina má alltaf brjóta myndina upp og afhenda hana öðrum fjöl- skyldumeðlimi eða vinum og kunningjum. Annað sem vert er að hafa í huga, þegar litið er til áhuga fólks á púsluspilum í kreppunni miklu, er sú staðreynd að vinn- an við að leysa þrautina er talin góð leið til að losa um streitu. Gott fyrir heilann Vinsældir púsluspila hafa vaxið og dvínað á víxl síðan á kreppuárunum. Þau eru enn, líkt og hin fyrstu púsluspil, not- uð við kennslu í landafræði, einkum í Bandaríkj- unum. Fylgir sögunni að Texas hafi jafnan þótt auðveldasta fylkið til að staðsetja, en Colorado löngum vafist fyrir börn- unum. Púsluspil eru ennþá fáanleg úr tré þótt pappinn sé mun algengari nú til dags. Þau eru enn ágæt dægradvöl fyrir lítinn pening. Og ef að líkum lætur eru þau mun heilbrigðari dægradvöl en innantómt sjónvarpsgláp, sem oftar en ekki fel- ur í sér aulahúmor og ofbeldi, svo ekki sé talað um að sitja tímunum saman yfir innantómum, og oft ofbeldis- fullum, tölvuleikjum. Púsluspilið er gott fyrir starfsemi heilans, að mati þeirra er til þekkja, og sé það vanabindandi má slá því föstu að sá ávani er með öllu skaðlaus. svg@mbl.is Saga hlutanna Þ EGAR einstaklingar líta dagsins ljós, eru kynin strax aðgreind í klæðaburði og þar með byrjar kynja- munurinn strax frá fæð- ingu. Strákar eru klæddir í bláa samfestinga en stúlkur í bleika, nán- ast um leið og komið er út úr móð- urkviði, en ekkert val er um hlut- lausari fataliti á fæðingardeild Landspítalans – háskólasjúkrahúss í það minnsta. Sængurkonur geta þó óskað eftir því að sleppa bleikum eða bláum samfestingum og í staðinn haft afkvæmin í bleiunni og í hvítum bolum, öðrum ermalausum og hinum ermalöngum, sem notaðir hafa verið með samfestingunum. „Það er vissulega rétt að við setj- um börnin í kynbundin föt um leið og þau fæðast. Ég hugsa um þetta nán- ast í hvert skipti, sem ég klæði ný- bura í föt í fyrsta skipti. Mér finnst það nefnilega alltaf svolítill við- burður að klæða barn í föt í fyrsta skipti sem ýmist eru þá sterkblá eða sterkbleik,“ segir Guðrún Eggerts- dóttir, yfirljósmóðir á fæðingargangi Landspítalans, og bætir við að fag- fólk sé gjarnan of gjarnt á að ákveða eitthvað án þess að kynna sér vilja og væntingar skjólstæðinganna. Guðrún segist aðeins muna eftir einu tilviki fyrir ekki svo ýkja löngu að móðir gerði athugasemd við að nýfædd dóttir hennar yrði klædd í bleikt. Kjólarnir þóttu óþjálli Bleiku og bláu samfestingarnir voru teknir í notkun á fæðing- ardeildinni á árunum 1991–1992, en áður voru þar í notkun mynstraðir bómullarkjólar í bleikum, bláum og hvítum litum, sem bundnir voru að aftan og brotið var upp á. „Þegar bleiku og bláu samfestingarnir komu til sögunnar, höfðu sængurkonur val um það hvort þær vildu nota kjólana eða samfestingana. Málin þróuðust þannig að samfestingarnir þóttu mun þægilegri í meðförum en sætu kjólarnir og það endaði með því að kjólarnir rykféllu í hillunum og duttu út. Þeir eru þó enn til hjá okk- ur í þó nokkru magni,“ segir Sigrún Björg Einarsdóttir, deildarstjóri saumastofu Ríkisspítalanna. Ekki hefur komið til tals að sauma ný ný- buraföt í hlutlausari litum hin síðari ár, að sögn Guðrúnar, sem verið hef- ur yfirljósmóðir á fæðingargangi frá árinu 1997. Hún útilokar þó alls ekki breytingar, sé það vilji foreldra. „Segja má að deildarstjórar hafi mikil áhrif á allar breytingar, sem gerðar eru. Ég hef aldrei gert neitt í þessu þó ég sé mjög meðvituð um þetta. Það væri t.d. gaman að fá við- brögð frá foreldrum um hvort æski- legt sé að gera ekki greinarmun á kynjunum í klæðaburði með þeim hætti sem við gerum, en er í raun óþarfur út frá vinnulagi okkar séð,“ segir Guðrún enda eru sjúklingar, hvorki börn né fullorðnir, á öðrum deildum sjúkrahússins kyngreindir með klæðaburði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sætu kjólarnir: Á saumastofu Ríkisspítalanna eru bómullarkjólarnir við það að rykfalla. Morgunblaðið/Jim Smart Bleikt og blátt: Samfestingarnir voru teknir í notkun á árunum 1991–1992. Stelpur í bleiku og strákar í bláu Kynjamunurinn byrjar við fæðingu join@mbl.is DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.