Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar STEFÁN Bjarkason, bílaáhugamaður í Reykjanesbæ, hafði lengi dreymt að aka um á litlum sportbíl, en sá hængur verið á að litlir sportbílar eru yfirleitt ekki hannaðir með menn af stærð Stefáns í huga, sem er 194 cm á hæð. Það var loks að draumurinn rættist þegar Stefán komst í tæri við Toyota MR 2-sportbíl. Vélin er aftan í bílnum og því er meira pláss fyrir langa fætur framantil og Stefán ekur nú um bæinn alsæll á glæsilegum sportbíl. „Ég tók þennan sportbíl, Toyota MR 2, á einkaleigu í tvö ár. Ég hafði bara samband við bílasala hjá Toyota- umboðinu og bað hann um að finna bíl sem ég passaði í. Hann hringdi nokkr- um dögum seinna og spurði hvort ég væri ekki til í að koma og máta. Ég hafði reyndar enga trú á því að ég gæti sest upp í bílinn þegar ég sá hann fyrst, ég er búinn að máta marga svona bíla en yfirleitt rétt kemst mað- ur inn í þá. Ef það tekst getur maður ekki skipt því gírstöngin, stýrið eða eitthvað annað er fyrir. Yfirleitt eru þessir bílar hannaðir fyrir einhverja meðalmenn, en ég kemst mjög vel upp í þennan bíl,“ segir Stefán. MR 2-bíllinn er tveggja manna með 140 hestafla vél og vegur aðeins 1.000 kg. Aftan við sætin eru aðeins tvö lítil hólf og því lítill farangur sem hægt er að taka með í bílnum. Fylgist vel með gamla Bensinum í Þýskalandi „Það er mjög ljúft að keyra þennan bíl og hann er ofsalega kvikur í stýri. Þetta eru auðvitað 140 hestöfl í létt- um bíl, en maður keyrir samt alltaf á löglegum hraða. Það var reyndar skrýtið fyrst að keyra svona hálfsjálf- skiptan bíl, maður þarf að pinna hann áfram í 5. gír en síðan fer hann sjálfur í 1. þegar maður stoppar, t.d. á gatna- mótum, og því þarf ekki að skipta nið- ur. Það tekur svolítinn tíma að venjast þessu,“ segir Stefán. Hann segist búinn að vera með bíla- dellu lengi og hafi mikinn áhuga á fornbílum, hefur m.a. átt fjóra Merce- des Bens frá 1952, enda veikur fyrir Bens. „Ég seldi þann síðasta til Þýskalands fyrir nokkrum árum, en ég er búinn að fylgjast með honum því ég seldi hann með forkaupsrétti. Sá sem keypti bílinn hefur reyndar alltaf verið í sambandi við mig og sendi mér m.a. myndir af bílnum eftir að hann kom úr algerri yfirhalningu í Póllandi. Ég átti þennan bíl í rúm 20 ár, svo það var erfitt að sjá á eftir honum. En hver veit nema ég kaupi hann aftur, við er- um nú einu sinni fæddir á sama árinu.“ Stefán Bjarkason lét drauminn rætast Fann loks sportbíl sem passar Gamall draumur rættist þegar Stefán komst í tæri við glæsilegan Toyota MR 2-sportbíl. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Stefán fann loks sportbílinn sem hann passar inn í. HVERGI í Vestur-Evrópu hefur nýskráningum bíla fjölgað jafn mikið á þessu ári og hér á landi. Samkvæmt mánaðarlegu yfirliti frá samtökum evrópskra bíla- framleiðenda fjölgaði nýskráning- um fólksbíla á Íslandi um 61,6% í september miðað við sama mánuð í fyrra og fyrstu níu mánuði ársins hefur nýskráningum fjölgað um 42,4% miðað við sama tímabil árið 2002. Það land sem næst kemst Íslandi á þessu svæði er Finnland, þar sem nýskráningum bíla fjölg- aði um 24,1% fyrstu níu mánuði ársins og um 26,5% í september. Í löndum Evrópusambandsins hafa nýskráningar bíla dregist saman það sem af er árinu um 1,3% að meðaltali en í september fjölgaði nýskráningum hins vegar að jafnaði um 4,5% miðað við sama mánuð árið 2002. Vekur það vonir um að bílamarkaðurinn í álfunni sé að taka við sér. Alls voru 1,36 milljónir bíla skráðar í september í löndunum 18 sem yfirlitið nær til. Af einstökum bílategundum var aukningin mest meðal asískra bíla þótt markaðshlutdeild þeirra í Evrópu sé tiltölulega lítil. Þannig jókst sala á bílum frá Nissan um 18,8% í september miðað við sama mánuð í fyrra og á Mitsubishi bíl- um um 18,5%. Það sem af er árinu hefur sala á bílum frá Kia aukist um 56,4% og frá Mazda um 33,5%. Nýskráningar í Þýskalandi, sem er stærsti bílamarkaður í Evrópu, jukust um 6,8% í septem- ber og er sú aukning einkum þökkuð bílasýningunni í Frank- furt sem haldin var í síðasta mán- uði. Nýskráningum á Spáni fjölg- aði um 14,6% og um 9,8% á Ítalíu. Sala ítalska bílaframleiðandans Fiat dróst hins vegar saman um 0,7%. Aukin verðsamkeppni jók bílasölu í Frakklandi í september og naut Renault einkum góðs af því. Sala fyrirtækisins jókst um 15,9% en Renault er nú að setja á markað nýjar útgáfur af Megane. Þá fjölgaði nýskráningum í Bret- landi um 1,5%. Langmesta aukningin í bíla- sölu hér á landi Morgunblaðið/Brynjar Gauti UM næstu helgi frumsýnir B&L þrjá bíla úr nýju Megane línunni frá Ren- ault. Fyrsti bíllinn úr línunni, Ren- ault Megane II, kom á markaðinn í byrjun ársins í tveimur útgáfum. Um helgina bætast svo við Megane Sal- oon, fjögurra dyra fólksbíll, Megane Sport Tourer, langbakur og Scenic, sem hefur verið með þeim söluhæstu undanfarin ár í flokki fjölnota bíla, að sögn Heiðars Sveinssonar, forstöðu- manns sölusviðs B&L. Hann segist ekki í nokkrum vafa um að línan muni í heild sinni njóta góðs af velgengni frumherjans sem hefur hlotið eftir- sóknarverðar viðurkenningar, m.a. sem öruggasti bíllinn í flokki smærri fjölskyldubíla skv. árekstrarprófun- um Eruo NCAP og Bíll ársins 2003 í Evrópu. Áhersla lögð á öryggi Eins og nafngiftin ber með sér er öll nýja Megane línan byggð á sama grunni. Heiðar segir að framúrskar- andi aksturseiginleikar, öryggisbún- aður og hönnun hafi m.a. tryggt Ren- ault Megane II titilinn Bíll ársins 2003. „Saloon, Sport Tourer og Scen- ic búa að þessum sömu kostum, eins og sjá má t.d. af því að Scenic hlaut í síðasta mánuði 5 stjörnur í reglu- bundinni prófun Euro NCAP. Það má því fastlega reikna með því að hinar útgáfurnar fylgi í kjölfarið þeg- ar röðin kemur að þeim hjá Euro NCAP,“ segir Heiðar. Af nýjum búnaði Megane línunnar nefnir Heiðar m.a. nýtt rafstýri, nýtt fjöðrunarkerfi og nýtt bremsukerfi. Fyrsta kastið verða Saloon og Sport Tourer í boði bæði beinskiptir og sjálfskiptir með 115 ha 1,6 ltr vél en bráðlega mun 2,0 lítra valkostur bæt- ast við. Farangursrými er í báðum útgáfum 520 og stækkanlegt rými Sport Tourer nemur alls 1600 lítrum. Verð á Renault Megane Saloon er frá kr. 1.890 þús. og Renault Megane Sport Tourer frá kr. 1.940 þús. Allar útgáfur fást jafnframt í sérstakri dynamic útfærslu, að viðbættum 100.000 krónum, sem felur m.a. í sér sport-innréttingu, leður. Nýr Scenic-fjölnotabíll Sem fjölnotabíll hefur Scenic sér- stöðu í Megane-línunni, en fjölnota skírskotar í þessu samhengi til þess að með Scenic fær kaupandinn, að sögn framleiðandans, þrjá bíla í ein- um, þ.e. fólksbíl, skutbíl og fjöl- skyldubíl sem er sérlega barnvænn, hvort heldur um skemmri eða lengri vegalengdir er að ræða, að sögn Heiðars. Öll sæti eru á sjálfstæðum sleðum, rúmgott er um hvert sæti og sætisborð eru á bökum framsæta. Miðjustokkurinn er með stærra móti, enda er handbremsan, sem er að hluta til sjálfvirk, á vinstri hönd öku- manns á framanverðu mælaborði. Þannig segist Renault m.a. nýta rým- ið til fulls svo að betur fari um öku- mann og farþega. Scenic verður í boði hjá B&L bæði beinskiptur og sjálf- skiptur með 1,6 lítra 115 ha vél frá kr. 2.140 þús. Nýr Megane Sport Tourer, langbakur. Frumsýning á þremur nýjum Megane Megane Saloon, nýr fernra dyra fólksbíll frá Renault. au nb æ H Draghál B it ru há l Strengu Laxakví R ey ›a rk ví Á rk vö r Bæjarhál Fosshál Grjóthál Vesturlandsveg Fiskakví Nethylu Bleikjukví Straum Stangar hylu B ir ti ng ak ví H öf›ab ak Tangarhöf Bíldshöf Bröndukví Vagnhöf Dvergshöf y j B rei›höf fi ór ›a rh öf Sílakví S ei ›a k ví Silungakví Álakví Urri›akví Vei›imann vegu dsveg 6 3 9 6 3 2 2 1 2 2 11 3 2 4 3 2 1 1 3 2 1 2 1 1 1 3 1 2 8 1 2 2 1 2 1 6 2 6 1 1 1 2 8 5 1 1 3 3 2 29 2121182 1 1 86 1 2 2 1 2 9 7 2 1 8 2 1 3 2 1 1 1 2 1 2 4 21 1 3 3 3 2 3 4 St u› la há ls Lyngháls gu há ls H ál sa br au tRéttarháls Dragháls Hestháls Járnháls Krókháls Vi ›a rh öf ›i Stórhöf›i Fossháls Grjótháls Vesturlandsvegur 2 1 1 1 53 2 1 64 14 2 4 2 41 1 Vi›arhöf›a 6 Sími 577 4444

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.