Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 B 3 bílar  SALA hefur aukist á bílum frá BMW Group og þá bæði á BMW og Mini bílum, en metsala var á Mini í september. Alls jókst salan í september milli ára um 6,3% og hefur sala á BMW bílum auk- ist jafnt og þétt á milli mánaða á árinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá BMW Group. Þar skiptir mestu vel- gengni nýja BMW 5 Series- fólksbílsins, sem nú er fáanlegur á flestum bílamörkuðum í heim- inum. Frá því að BMW 5 kom á markað í júlí á þessu ári hafa ríf- lega 24 þúsund slíkra bíla verið afhent til kaupenda. Frá því að Mini kom á markað á ný sumarið 2001 hafa aldrei selst jafnmargir bílar og nú í september, þegar 18.650 Mini Cooper S, Mini Cooper og Mini One voru seldir víðsvegar um heiminn. Þetta er rúmlega 11% söluaukning miðað við sept- ember í fyrra, en þrátt fyrir það náðist ekki alls staðar að anna eftirspurn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa alls verið seldir ríflega 137 þúsund Mini bílar, sem er þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra. Aukin sala bjá BMW Group ÞAÐ er ekki oft sem menn kaupa aukabúnað í 18 milljóna króna bíl fyrir fjórfalt hærri upphæð, eða 72 milljónir króna. Enda ekki algengt að bíleigendur láti skera bílinn í þrennt til þess að allur aukabúnaður komist fyrir í bílnum. Breska hönnunarfyrirtækið Design Q fékk það verkefni nýlega að breyta nýjum Aston Martin V8 sportbíl fyrir auðugan Hollending, sem var með ákveðnar óskir um breytingar á bílnum. Í fyrstu vildi hann reyndar aðeins setja ný hljóm- flutningstæki í bílinn, auk smávægi- legra breytinga á innréttingunni til að auka plássið. Á endanum varð niðurstaðan þó sú að bíllinn var nán- ast endurbyggður frá grunni. Aftur- endinn og framendinn eru algerlega nýir og segja bílasmiðirnir hjá De- sign Q að 70% af ytra byrði bílsins séu ekki lengur upprunalegur Aston Martin. Þá var bíllinn endurhannaður að innan, sætin voru færð, nýtt mæla- borð sett í bílinn með snertiskjá fyr- ir skipanir og leður og málmur sett- ur á fleti á innréttingunni. Aftan við sætin var sett upp nýtt geymsluhólf sem opnast og lokast með rafræn- um stýribúnaði, og ytra byrðið að sjálfsögðu leðurklætt. Það eina sem ekki var breytt í bílnum á þeim sex mánuðum sem Design Q var með hann á gólfinu var 5.3 lítra V8 vélin, en svo virðist sem Hollendingnum hafi þótt nóg að hafa 349 hestafla vél í bílnum. Hann varð hins vegar svo hrifinn af því hvernig til tókst að nýr bíll er á leiðinni í breytingu til Design Q. Að loknum breytingum eru aðeins 70% af ytra byrði Aston Martin-bílsins upprunaleg. Aston Martin breytt fyrir 72 milljónir RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Pro-Clip VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Vanda›ar festingar fyrir öll tæki í alla bíla. Festingar sérsni›nar fyrir flinn bíl. Engin göt í mælabor›i›. w w w .d e si g n .is © 2 0 0 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.