Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 B 5 Hún er alltaf athyglisverð pælingin um hvar í heilanumer unnið úr upplýsingunum sem á okkur dynja. Honum er enda vorkunn þessum hlaupkennda höfuðstað hugmynd- anna að flokka og nýta – eða henda því sem virðist engan endi ætla að taka. Ég hef alltaf álitið heilann fyrst og fremst vera stjórnstöð og geymslu – og þess vegna ekki endilega uppsprettu eins eða neins,“ sagði Pétur Grét- arsson slagverksleikari, en hann er áhugamaður um tónlist- arhefðir framandi þjóða. „Tónlist er óáþreifanlegra fyrirbæri en svo að nokkru sinni verði unnt að kortleggja tilurð hennar og aðsetur inn- an heilabúsins. Svo finnst mér bara frekar ómúsíkalskt að reyna að skilja tón- list. Ef músíkin býr yfir einhverjum galdri þá gleymir maður alveg að velta fyrir sér hvort mað- ur skilur hana eða ekki. Vissulega er fólki úthlutað hinni svo- kölluðu tónlistargáfu í misstórum skömmt- um. En það er líka vafasamur heiður að vera álitinn gáfaður í tónlist. Til að meta slíka gáfu þarf svo margar viðmiðanir, sem óumflýjanlega eru flestar byggðar á viðteknum tónlist- arhefðum. Það hefur verið bent á það af gáfaðri tónlist- armönnum en mér að flestar viðmiðanir og reglur í tónlist séu byggðar á verkum manna sem sjálfir leituðu út fyrir slíkar grensur, en það er kannski annað mál. Hvort tónlistargáfan er genetísk eða áunnin er ekki gott að segja. Það eru til svo margar frásagnir af því hversu mikil músík hafi verið í þessum alveg frá fæðingu – og að hinn hafi spilað lög úr útvarpinu eftir eyranu aðeins tveggja ára gamall – og svo fram eftir götunum. Undra- börnin hafa eflaust verið í músíkumhverfi langflest alveg frá því um getnað og tónlistargáfa þeirra kannski sambæri- leg við hæfileika þeirra sem aldir eru upp í sveit til að um- gangast dýr. Umhverfið og áhuginn ráða því svo hvað verð- ur úr þessu hjá einstaklingnum – hvort heili þeirra sé áfram stímúleraður af þessu sem fyrir þeim var haft. Það er svo miklu áhugaverðara hvernig músíkin fótar sig í samfélaginu en hvar í heilabúi tónlistarmannanna hún hefur aðsetur. Sagan endalausa um hvar og hvenær á að spila hvernig músík og hvers vegna. Hún vill gleymast í umræðunni um áhrif tónlistar á heilastarfsemina – spurn- ingin hvort tónlistin þurfi að hafa einhvern tilgang. Sífellt háværari verða þær raddir sem halda því á lofti að tónlist- in sé svo mikilvæg vegna þess að hún sé svo þroskandi – maður verði svo góður í stærðfræði á því að stunda hana og hún sé svo vel til þess fallin að halda fólki frá einhverju rugli. Ekki skal gert lítið úr þessum aukaverkunum tónlist- arinnar, en minnt á að kannski nægi alveg að hún lyfti and- anum og hjálpi manneskjunni til að hugsa utan ramma hversdagsleikans þótt ekki sé nema eitt augnablik,“ sagði Pétur Grétarsson. Þarf tónlist að hafa einhvern tilgang? Pétur Grétarsson slagverksleikari. Pétur Grétarsson slagverksleikari ug- á ar, ró- ýju ill- ek- nd- pti ler fur m- að rjú um, or- mu ri,“ ers xta að kj- ða- una nn- hafi am nn- ík- rn- gst ík- og ík- utu við- og ins en ng- ngu The ar- hin sta nns um eit- vöt að nn- ork in- dr. ppi ndi pt- gn- Ro- ool, ma í að snyrta og snurfusa aðra meðlimi fé- lagshópsins og eru svo uppteknir við þá iðju að þeir hefðu tæplega tíma til að afla sér fæðu ef í félagshópnum væru fleiri meðlimir en 50. Dr. Dunbar telur að fjölmennari félagshópar manna, 150 eða fleiri, hafi yfirstigið „tilhugalífs- hindrunina“ með því að þróa með sér nýja tegund af félagslegu „stefnumóta- lími“, það er að segja talmál. Hópsöng- ur, eins og til dæmis brekkusöngur á Þjóðhátíð í Eyjum, eða jafnvel skipu- lagður kórsöngur, gæti hafa verið eins konar millistig í þessari þróun. Dr. Dunbar telur ennfremur sterkar líkur á að kirkjusöngur leiði til framleiðslu heilans á hormóninu „endorfíni“, sem talið er létta lundina og auka mönnum bjartsýni og því afar þýðingarmikið hormón í félagslegu tilliti. Aðrir sérfræðingar, eins og dr. Ed- ward Hagen í Humboldt-háskólanum í Berlín og dr. Gregory A. Bryant í Kali- forníuháskóla í Santa Cruz, eru þeirrar skoðunar að hlutverk tónlistar í þróun- arsögu mannsins hafi upphafilega ekki sprottið af þeirri þörf að binda saman félagshópinn, heldur fremur gegnt því hlutverki að senda samkeppnishópum skilaboð. Með því að koma sér upp betri söng- og dansatriðum gat hópurinn sýnt fram á að hann væri betur sam- stilltur og því líklegri til að hafa betur í áflogum, og þannig jafnvel komið í veg fyrir átök. Karlkyns sjimpansar hafa stundum í frammi eins konar kórsöng sem kallað er „pant-hoot“ á ensku og má þýða sem „stunu-væl“, þótt tilgangurinn sé oftar en ekki að vekja athygli kvenþjóðarinn- ar á nýjum ávaxtalendum, sem þeir hafa fundið. Hjá forfeðrum manna „gætu samskonar tónlistarlegir tilburð- ir hafa lagt grunn að þróun tónlistar- gáfu nútímamanna“, segja þeir Hagen og Bryant. Kenningar um að tónlistin hafi verið eins konar „bindiefni“ við makaval og félagsleg samskipti gera ráð fyrir að mannsheilinn hafi þróað ákveðið mynstur til að fást sérstaklega við tónlist. Ef hins vegar ekkert slíkt mynstur er fyrir hendi má ætla að kenning dr. Pinkers, sem áður er nefnd, eða svipaðar kenningar séu réttar. Alheimsfyrirbæri Ákveðnar vísbendingar varðandi sér- hæft tónlistarmynstur í mannsheilan- um, sem þó eru enn ekki taldar full- nægjandi, eru meðal annars þær að mörg sérkenni tónlistarinnar eru al- heimsfyrirbæri og um leið greinilega ásköpuð sérhverjum manni, með öðrum orðum eitthvað sem hann hefur fengið í vöggugjöf. Í öllum samfélögum má finna tónlist af einhverju tagi. Á öllum tímum, um víða veröld, hafa menn sungið eins konar vögguvísur fyrir ung- börn. Í flestum samfélögum hafa menn skapað tónlist í einhverri mynd, í flest- um tilfellum er um að ræða tónlist sem byggist 12 tóna krómatíska skalanum. Eitt elsta hljóðfæri sem vitað er um, kínversk flauta frá því um 7000 til 5700 fyrir Krist, byggir einmitt á slíkum skala. Dr. Sandra Trehub, frá háskólanum í Toronto, hefur þróað aðferðir til að prófa uppáhaldstónlist ungabarna, á aldrinum tveggja til sex mánaða. At- huganir hennar sýna að börnin hafa meira dálæti á samhljóma hljóðum, eins og hreinni fimmund eða hreinni ferund, fremur en ómstríðum hljóðum. Rökrétt niðurstaða þessa er sú að „undirstaða í tónlistarhlustun er náttúrugáfa fremur en afurð siðmenningarinnar“, skrifar hún í júlíhefti tímaritsins Nature Neuroscience. En jafnvel þótt ákveðin sérkenni tón- listar, svo sem áttund, tónbil í einföldu hlutfalli eins og hrein fimmund og tón- stigakerfi, virðist vera ásköpuð, eru þau líklega eins konar hliðarspor út frá þeim grundvallareiginleikum sem heyrnarkerfið hefur þróað með mann- inum, að því er Josh McDermott í Massachusetts Institute of Technology og dr. Marc Hauser í Harvard-háskóla halda fram. Mannlegt heyrnarkerfi er líklega stillt til að skynja mikilvægustu hljóð í umhverfi hvers einstaklings, sem er vitaskuld mannsröddin. Sumir eru ófærir um að njóta tónlist- ar, eru það sem kalla má „tóndaufir“ og heyra ekki tónbreytingar. Eins er talað um að fólk sé „ólagvisst“, en það lýsir sér meðal annars í því að það getur ekki fylgt laglínu, sem það hefur jafnvel heyrt frá blautu barnsbeini og kann textann við. „En heilinn geymir mikinn forða af minningum um tónlist einhvers staðar, og þeir sem eru „ólagvissir“ gætu hafa orðið fyrir skaða á þeim stað heilans sem geymir minningabrunn tónlistarinnar,“ segir áðurnefndur Josh McDermott í Massachusetts Institute of Technology. Og við látum dr. Hauser frá Harvard, hafa lokaorðin: „Sérhver meðfædd tónlistarhneigð hlýtur að eiga rætur að rekja til einhvers hluta heil- ans, en enn sem komið er er ekki hægt að henda reiður á hvaða taugaboð eru þar að verki.“ Ef til vill verður sú ráðgáta aldrei leyst og þeirri spurningu ósvarað hvað- an mönnum kemur tónlistargáfan. Tón- listin mun þó sjálfsagt um ókomna tíð verða mönnum til ánægju og yndis- auka, eða „andans ostakaka“ eins og dr. Steven Pinker orðaði það. argáfan? Af hverju eru menn misjafnlega í stakk tar og skapa hana? Sveinn Guðjónsson velti þessum g gluggaði meðal annars í grein í The New York er um málið. argáfunnar. Kínversk flauta frá 7000–5700 f.Kr., eitt elsta hljóðfæri sem þekkt er. svg@mbl.is list er ns ostakaka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.