Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 8
Í sumum íþróttagrein- um eru konur komnar fram úr körlunum. Jó- hanna Ingvarsdóttir setti upp kynjagler- augu og las út úr ýmsu að kynjasamanburður á íþróttasviðinu snýst ekki síst um völd, áhrif og jafnrétti. Úthald: Breski kafarinn Tanya Streeter hefur slegið met bæði karla og kvenna í greininni. KARLÍÞRÓTTAMENNeru nú sagðir eiga í vök aðverjast þar sem kven-íþróttamenn eru farnir að sækja mjög að þeim í ýmsum íþrótta- greinum og dæmi eru um að kven- fólkið fari jafnvel með sigur af hólmi þegar kynin etja kappi saman. Konur eru óðum að sækja í sig veðrið og storka viðteknum viðhorfum manna um að þær komist aldrei með tærnar þar sem karlar hafa hælana, sem löngum hefur verið talið stafa af mis- munandi líkamsbyggingu og aflsmun kynjanna. Árangur kvenna á íþrótta- sviðinu færist sífellt nær karlakúrf- unni og á meðan sumir telja slíkan kynjasamanburð ekki merkilegan, eru aðrir sannfærðir um að góður íþróttaárangur snúist um annað og meira en íþróttakappleikinn sjálfan. Hann snúist ekki síst um völd, áhrif og jafnrétti kynjanna. Í nýlegri úttekt helgarútgáfu Bost- on Globe segir frá nokkrum kven- íþróttamönnum, sem náð hafa frá- bærum árangri í sínum greinum, sé litið til árangurs karla í sömu grein- um. Til að mynda segir frá banda- rísku fjölbragðaglímukonunni Nikki Darrow, sem er 15 ára nemandi í Mount Greylock-framhaldsskólanum í Minnesota. Hún þurfti ekki nema 51 sekúndu til að knýja fram sigur á karlkyns keppendum á mótum fyrr á þessu ári, en sú var tíðin þegar hún hóf að æfa íþrótt sína í 7. bekk að stríðnin var ekki langt undan auk þess sem strákar neituðu gjarnan að keppa við hana. Nú er öldin önnur, að sögn móður Darrow, því sumir strák- anna fara stundum að gráta þegar hún vinnur þá. Hugmyndin um að konur ættu fullt erindi í fjölbragðaglímu eða þaðan af verra, að þær færu að etja kappi við karla, kemur illa við þá, sem standa fastir á því að grófar íþróttir séu ekki við hæfi kvenna. Engu að síður fara vinsældir fjölbragðaglímu vaxandi meðal kvenna í Bandaríkjunum og er stefnt að því að fjölbragðaglíma kvenna verði ný íþróttagrein á Ól- ympíuleikunum í Aþenu á næsta ári. Eina leiðin fyrir Darrow, sem hafnaði í fjórða sæti í sínum þyngdarflokki á landsmóti kvenna í fjölbragðaglímu, er að keppa með strákunum í skól- anum vilji hún halda sér í almenni- legri þjálfun því takmarkið setur hún nú á Ólympíuleikana 2008. Þessi þróun, að etja kynjunum saman, hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og lagði fulltrúi á fylkis- þinginu í Minnesota fram frumvarp til laga um að bönnuð yrði kynblöndun í íþróttagreininni. Tillögu þessa dagaði uppi, en kveikti engu að síður heitar rökræður um löngu rótgróin viðhorf manna um kvenleika, karlmennsku og kynjamun. Kjarni viðtekinna viðhorfa felst í víðtækum „náttúrulegum mismun“ milli kvenna og karla. Almenningi hefur verið talin trú um að þar sem strákar séu stærri, fari hraðar og séu sterkari en stelpur, þurfi þeir sín eig- in lið og oft sínar eigin reglur til að fara eftir. Ruðningur, fjölbragða- glíma og box eru taldar of grófar íþróttagreinar fyrir kvenmenn að leggja rækt við auk þess sem sú skoð- un er ríkjandi að allt sem konur geti gert á íþróttasviðinu, hljóti karlar að gera betur. Þetta á jafnvel við íþrótta- greinar, sem ekki krefjast líkamlegra snertinga við aðra, t.d. golf, siglingar, hlaup, sund, tennis, hafnabolta, skots- kífukast og fjallaklifur. Konur eru sjálfar farnar að blása á gömul gildi með því að skora þessi viðhorf á hólm og hafa haft árangur sem erfiði. Kvenleiki og kynþroski Á meðan karlmenn áttu hér á árum áður að búa yfir hreysti og vöðvum, var konum ráðlagt að takmarka alla áreynslu, þar sem hún gæti haft slæm áhrif á kynþroska og tíða- hringinn. Þessi alda- gamla trúarkenning hélt konum lengi vel frá íþróttum auk þess sem það þótti einfald- lega ekki kvenlegt að leggja rækt við þær. Eftir að viður- kennt var orðið að íþróttir væru allra meina bót beggja kynja, hefur samt sem áður verið haldið áfram að „vernda“ konur með þar að lútandi reglum, sem sumar hverjar eru enn í fullu gildi. Konum er til að mynda oft ætlað að hlaupa styttri vegalengdir en karl- ar, ætlaður styttri leiktími, minna at- hafnasvæði eða þeim er ætlað að skora færri stig í kappleikjum en körlunum. Konum var jafnframt meinað að taka þátt í hlaupagreinum á Ólympíuleikunum þangað til 1928 og fengu ekki að keppa í maraþoni á sömu leikum fyrr en árið 1984. Það voru hinsvegar ekki allir jafn- ánægðir með þann ráðahag að leyfa sænsku golfkonunni Anniku Sören- stam að etja kappi við karlmenn á PGA-mótaröðinni í Texas í maí síðast- liðnum og nú hefur Sörenstam þegið boð um að taka þátt í móti í Singapúr í næsta mánuði þar sem margir af bestu kylfingum heims munu taka þátt, m.a. Tiger Woods. Það urðu líka margir undrandi þegar hin 36 ára gamla tveggja barna móðir Emily Watts kom fyrst í mark í Manhattan- maraþonsundinu í fyrra þar sem bæði karlar og konur voru meðal kepp- enda. Heimsmet stangarstökkkonun- ar Stacy Dragila hefur vakið at- hygli og sömuleiðis frammistaða bresku hlaupakonunnar Paulu Radcliffe, sem náð hefur besta tíma allra kvenna í maraþon- hlaupi, 2.15.25 klst. Rétt að byrja? Tennissysturnar Venus og Serena Willi- ams hafa náð aðdáun- arverðum árangri á sínu íþróttasviði og skipa sér nú orðið í flokk bestu tennisspilara sé litið til beggja kynja. Á stór- móti, sem haldið var í Roxbury í Bandaríkj- unum í mars sl., setti hlaupakonan Gail Devers nýtt bandarískt met í 60 metra grindahlaupi. Hún hljóp á 7,74 sekúndum og hlupu aðeins þrír af 23 hlaupurum í karlaflokki hraðar en Devers. Nokkrum vikum síðar var hlaupakonan Joan Benoit Samuelson rúmri sekúndu fljótari að hlaupa þrjú þúsund metrana en karlhlauparinn Bill Rodgers og á síðasta ári sló breski kafarinn Tanya Streeter met bæði kvenna og karla. Ekki má svo gleyma undrabarninu Michelle Wie, sem er aðeins 13 ára kylfingur og miklar vonir eru bundnar við, en hún hefur nú þegar tryggt sér þátttöku- rétt á nokkrum atvinnumótum kvenna vestanhafs. Þessi frammistaða kvenna vekur upp þá spurningu hvort konur geti náð enn betri árangri á íþróttasviðinu en orðið er. Margir svara því játandi og telja að konurnar séu rétt að byrja þar sem aðeins síðustu tvær kynslóðir kvenna hafi fengið þjálfun, leiðsögn og keppni við hæfi. Reuters Hraði: Bandaríska hlaupakonun Gail Devers t.h. á heimsmeistara- mótinu í frjálsum í ágúst sl. Devers hefur náð frábærum árangri í íþrótt sinni. Reuters DAGLEGT LÍF 8 B LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „MÉR finnst það vera hið besta mál að strákar og stelpur og konur og karlar keppi innbyrðis á mótum þeg- ar það skaðar engan og hefur ekki neikvæð áhrif á annað hvort kynið,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir, Ís- landsmeistari í golfi, en hún bar sig- urorð af níu körlum í styrktarmóti, sem Nesklúbburinn hélt á Seltjarn- arnesi í ágústbyrjun. Einn keppandi féll út á hverri holu og að lokum stóð Ragnhildur uppi sem sigurvegari. Hún segir hugsanlegt að slíkt fyr- irkomulag geti haft neikvæð áhrif á annað hvort kynið á yngri árum því að á vissu tímabili dragist stúlkur aftur úr drengjum, einfaldlega vegna líkamlegra burða og það kunni að hafa áhrif á sjálfstraust krakka. „Ég myndi hinsvegar telja að það væri bara gott mál að etja fullorðnum íþróttamönnum saman stöku sinnum,“ segir Raghildur, sem oft hefur tekið þátt í opnum mótum þar sem etja saman kappi bæði karl- ar og konur. „Þessi mót eru mjög skemmtileg, en maður sæi svo sem ekki þetta fyrirkomulag fyrir sér í boxi, svo dæmi séu tekin, eða í íþróttagreinum, sem krefjast mikilla líkamlegra burða.“ Ragnhildur ætlar nú að reyna fyr- ir sér á úrtökumóti fyrir mótaröð bestu kylfinga í Evrópu í Portúgal dagana 28. október til 4. nóvember, fyrst íslenskra kvenkylfinga, en áð- ur hafa Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir reynt fyrir sér í Bandaríkjunum. „Til þess að fá ótak- markaðan aðgang að mótaröðinni, þarf ég að vera í topp þrjátíu, en um það bil tvö hundruð konur keppa. Það er ómögulegt að segja til um vonir og væntingar því það fer eftir dagsforminu hvernig maður stendur sig, en ég á alveg að geta staðið mig þokkalega. Ég var að leita mér að vettvangi til þess að sjá hvar ég stæði gagnvart öðrum kylfingum. Þetta úrtökumót var besti kost- urinn. Það verður gaman að kljást við þetta og ef vel gengur opnast margar dyr.“ Að sögn Ragnhildar þarf ekki að deila um það að kvenkylfingar slá styttra en karlkylfingar. „Það er því erfiðara fyrir okkur að skora vel á jafnlöngum velli, einfaldlega út af líkamsstyrk. En konur á borð við Anniku Sörenstam og Michelle Wie hafa verið að keppa á karlamótum og það er auðvitað spennandi fyrir þær. Það myndi hinsvegar aldrei ganga að gera þetta að einni heild því þá yrði erfitt fyrir konurnar að berjast um toppsætin. Það þyrfti alltaf að vera til staðar kvenna- og karlaflokkar, en kynjablöndun á mótun er svo bara krydd í til- veruna.“ Krydd í tilveruna að keppa við karla Morgunblaðið/Arnaldur Sigur: Ragnhildur Sigurðardóttir bar sigurorð af níu körlum í styrkt- armóti, sem Nesklúbburinn hélt á Seltjarnarnesi í ársbyrjun. Konur sækja á karla í íþróttum Styrkur: Banda- ríska tenn- isstjarnan Venus Williams tekur hér við sendingu frá systur sinni Ser- enu. Systurnar skipa sér í flokk bestu tennisspilara af báðum kynjum. Ragnhildur Sigurðardóttir Íslandsmeistari í golfi Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Extra sterkt Nr. 1 í Ameríku hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.