Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 4
Þ AÐ væri óskandi að við gætum veitt skjól- stæðingum okkar það sem Heather Mills, kona Pauls McCartneys, hefur fengið. Hún á sérhannaðan útlitsfót upp á nokkrar millj- ónir. Það væri ekki ónýtt ef ég gæti gefið dóttur minni svoleiðis en til þess þyrfti ég að þéna ágæt- lega,“ segir Sigurlaug Jónsdóttir og hlær. Hún bætir við að stoðtækjaframleiðsla á Íslandi standi vissulega fram- arlega miðað við önnur lönd. Sigurlaug er formaður samtakanna Nýrrar lífssjónar og er einn af þeim fé- lagsmönnum sem eru að- standendur þess sem misst hefur útlimi. Dóttir hennar, Alma Ýr Ingólfsdóttir, missti báða fætur og framan af níu fingrum árið 1995 þegar hún fékk heilahimnu- bólgu og blóðsýkingu 17 ára gömul. Félagið var stofnað 4. apríl árið 1998. Um þrjátíu manns voru á stofnfundinum en nú eru um hundrað manns í félaginu, bæði fólk sem á vantar útlimi og að- standendur þeirra, en félagið er hugsað sem stuðnings- félag þessa hóps. Sigurlaug hefur verið formaður í eitt ár en verið virk í félaginu allt frá stofnun þess. Hún telur mun fleiri eiga erindi í félagið en það þurfi kannski að kynna það betur. Að samtökunum stendur fólk alls stað- ar að af landinu sem ýmist hefur fæðst án útlima eða misst þá vegna sjúkdóma eða slysa, eins og þeir sem hér er rætt við. Fundir eru haldnir reglulega yfir vetrartím- ann og hafa þá t.d. verið fengnir fulltrúar frá Trygg- ingastofnun eða stoðtækjaframleiðendum til að koma gagnlegum upplýsingum á framfæri. „En fundirnir eru ekki síður ætlaðir til þess að kynnast og spjalla. Þar er tækifæri til að miðla dýrmætri reynslu,“ segir Sigurlaug. Félagið hefur ekki beitt sér sem þrýstihópur t.d. fyrir bótarétti en félagsmenn hafa leiðbeint hver öðrum um réttindi í bótakerfinu. Markmið samtakanna er að veita stuðning og upplýsingar og Sigurlaug segir að félagsfólk í Nýrri lífssjón sé reiðubúið að koma inn á sjúkrastofn- anir eða heimili til þess. Þeim sem vilja kynna sér starfsemi samtakanna nánar geta t.d. mætt á næsta samverufund sem haldinn verður í sal Lionsfélagsins Fjörgynjar í Grafarvogskirkju 12. nóv- ember nk. kl 20. Morgunblaðið/Kristinn Sigurlaug Jónsdóttir: Á fundum er tækifæri til að miðla dýrmætri reynslu. steingerdur@mbl.is TENGLAR .......................................................................... http://frontpage.simnet.is/solbraut/ Að missa útlim er eitthvað sem fæstir hugsa sér að lenda í. Eftir slíkt áfall hefst mikil endurhæfing sem getur falist í að finna nýja aðferð við að vaska upp eða reima skó. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við tvo félagsmenn Nýrrar lífssjónar sem voru sammála um að íslenska heilbrigðiskerfið væri frumskógur. lífssjón Að samtökunum stendur fólk sem ýmist hefur fæðst án útlima eða misst þá vegna sjúkdóma eða slysa Ný eftir missi útlims DAGLEGT LÍF 4 B LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Örn Ingvason misstivinstri fótinn rétt ofan viðhné 21. desember árið 2000,þá 25 ára tveggja barna faðir á leið í sveitina eftir að hafa farið með kartöflur til að selja í Kolaportinu fyrir tengdaforeldrana sem búa á Háfi við Þykkvabæ. Bíladellukarlinn Davíð Örn sat við stýri á jeppanum sínum en stoppaði til að aðstoða fólk á fólksbíl sem átti í vand- ræðum með rafmagnið í bílnum í ná- grenni við Þjórsárbrúna. Hann lagði bílnum sínum úti í kanti og hafði ljósin kveikt svo jeppinn lýsti yfir ljóslausan fólksbílinn. Svo opnaði hann húddið til að athuga hvað gæti verið að bílnum. Á næsta augnabliki heyrðist hróp úr bíln- um og svo bremsuhljóð á veginum en ökumaður bíls sem kom á fleygiferð sá ekki kyrrstæðu bílana í tæka tíð. Hann keyrði á fólksbílinn sem gekk inn í jeppann en Davíð Örn varð á milli. Með fótinn í fanginu Hann man vel eftir öllu saman. „Ég sat í vegkant- inum með löppina í fanginu og biðin eftir sjúkrabílnum var ótrúlega löng,“ segir Davíð. Hann þakkar frænda sínum sem var með honum í bílnum að vera á lífi. Sá tók belti og batt fyrir stúfinn til að stoppa blóðrennslið. „Hefði enginn gert það væri ég ekki hér.“ Reynt var að græða fótlegginn á aftur en áverkar voru of miklir til þess að það tækist. Hægri fótur Davíðs fór næstum af líka en læknum tókst að bjarga hon- um. Þegar hann vaknaði á Þorláksmessu kom ástandið honum ekki á óvart. „Þetta var eiginlega mesta áfallið fyrir nánustu fjölskylduna. Svo kom ég nátt- úrulega ekkert heim í marga mánuði. En þetta byggist allt á því að vera já- kvæður og eiga svona góða að.“ Hann segist aldrei hafa misst móðinn en auð- vitað komi slæmir dagar inn á milli. Davíð er nú með gervifót en átta vikur liðu eftir slysið þar til hann gat farið að máta einn slíkan. Meiðslin á hægra fæti gerðu það að verkum að hann var ekki nógu sterkur til að bera allan þungann, fyrr en eftir stífa endurhæfingu. „Þetta er mikil lífsreynsla og mikið sem þarf að læra upp á nýtt. Það sem mér finnst sár- ast er að ég get ekki leikið við krakkana á sama hátt og ég gerði. Ég stekk ekki til og þarf að gefa mér góðan tíma í að komast á milli staða. En maður finnur bara nýjar aðferðir við allt,“ segir hann og brosir. „En að labba í hálku og snjó er ekki á topp tíu listanum.“ Koltrefjar og títan Davíð hefur mikinn áhuga á jeppum og vélsleðum og fór stundum í fjallaferð- ir fyrir slysið. Hann getur ekki farið á vélsleða með gervifótinn því hætta er á að hann fari úr mjaðmarlið vegna þess að hann hefur ekki tilfinningu fyrir því hvort hann stígur á brettið eða ekki og fóturinn getur því sveiflast aftur. Hins vegar hefur Davíð farið í alvöru jeppafe með gervifótinn og það gekk vel. „Þetta var svaðilför og við vorum tvo sólarhrin að koma okkur heim. Við kafkeyrðum b inn tvisvar og þá var stundum gott að vera með gervifót. Ef þurfti að stíga út setti ég gervifótinn á kaf og það var ekk ert kalt,“ segir Davíð og bankar hlæjand í gervifótinn. „Ég er úr því sama og Formúlu 1 bíll, koltrefjum og títan.“ Davíð segist ekki hafa unnið mikið frá því að slysið varð, heldur einbeitt sér að endurhæfingunni. Hann grípur þó í véla vinnu og segir mesta málið að komast upp í vinnuvélarnar. Að stýra þeim sé minna mál þar sem þær eru oft sjálf- skiptar eða með léttri kúplingu. Hann hefur unnið við malbikun, jarðvinnslu og ýmislegt tengt búskap og stofnaði nýleg fyrirtæki ásamt eiginkonu sinni Huldu Margréti Þorláksdóttur, um verktaka- vinnu fyrir bændur. Þau búa á Selfossi ásamt þremur börnum sínum, Sylvíu Önnu 8 ára, Díönu Ösp 4 ára og Davíð Mar 11⁄2 árs sem er skírður í höfuðið á góðvini Davíðs Arnar og herbergisfélag í endurhæfingunni á Grensásdeild sem stóð í sex mánuði. Endurhæfingin var mjög stíf og er Davíð þakklátur fyrir þa a.m.k. eftir á. Hann segir mesta áfallið í þessu öllu saman hafa verið tryggingakerfið en rakst hann á marga veggi. Erlend sjúkdómatrygging var einskis virði er á reyndi og reglur um sjúkra- og örorku- bætur segir Davíð erfitt að skilja. „Heil brigðiskerfið hér á Íslandi er skelfilegt, segir hann og hristir höfuðið. Davíð seg að það sé frábært að hitta fólkið hjá Nýrri lífssjón til að skiptast á upplýs- ingum. „Þegar ég lenti í þessu slysi viss ég ekkert hvernig framtíðin yrði. En sv kom til mín strákur upp á Grensás sem lenti í svipuðu slysi og ég. Hann kynnti félagið fyrir mér og dró mig á fyrsta fundinn. Við náðum vel saman með þess lífsreynslu og þannig nær fólk saman á fundum hjá Nýrri lífssjón.“ Morgunblaðið/Þorkell Davíð Örn Ingvason: „Það er mikið sem þarf að læra upp á nýtt.“ missti fót í bílslysi Úr sama efni og Formúlu 1 bíll „Að labba í hálku og snjó er ekki á topp tíu listanum.“ DAVÍÐ ÖRN INGVASON ELÍSABET Stephensenmissti vinstri höndina ofanvið úlnlið 14. janúar á síð-asta ári. Hún var greind með sjaldgæft krabbamein í sinum og bandvef í höndinni í lok nóvember 2001 og fór í aðgerð þar sem átti að skrapa það í burtu. Hún vaknaði eftir aðgerð án vinstri handarinnar þar sem í ljós kom að krabbameinið var komið í handarbeinin og nauðsynlegt reyndist að aflima um 10 cm fyrir of- an úlnlið. Elísabet er 31 árs háskólanemi í uppeldis- og menntunarfræði. Hún starfaði sem þjónustufulltrúi hjá Landssímanum þegar hún greindist með krabbameinið en treysti sér ekki til að snúa aftur í gamla starfið og sneri sér að háskólanáminu í staðinn. Elísabet er undir eftirliti og krabbameinið hefur ekki tekið sig upp á ný. Elísabet á gervihönd sem hún er þó ekki mjög ánægð með og er því að láta laga hana fyrir sig. „Ég er heppin að hafa þó olnbogann og það munar heilmiklu þótt aðalverkfærið vanti náttúrlega.“ Elísabet er rétthent og segist halda í þann ljósa punkt, þann- ig haldi hún skriftinni sem er heil- mikill hluti af persónuleikanum. Handarmissir hvarflaði ekki að henni Krabbameinið sem Elísabet greindist með er kallað sarcoma og það getur greinst í sinum, vef og beinum. Hún hafði farið í saklausar aðgerðir vegna sinaþykkildis á hand- arbaki, þegar hún var 10 ára og aftur tvítug. Haustið 2001 var hún orðin aum í höndinni og vaknaði einn morguninn þannig að hún gat ekki hreyft fingurna og var með mikla verki. Þá greindist hún með krabba- mein og var aðgerð ákveðin til að skrapa en ekki var búist við að krabbameinið væri komið í beinin. Handarmissir hvarflaði því varla að Elísabetu þótt hún hafi vitað af möguleikanum 3–4 dögum fyrir að- gerð en var sagt að hún þyrfti ekki að búast við því. „Ég bjóst ekki við að missa höndina og þetta kom mér á óvart þegar ég vaknaði. En fyrst að þetta var komið í beinin þá varð að taka höndina.“ Hún segist hafa verið dofin eftir aðgerðina. „Það er nóg að greinast með krabbamein, hvað þá að missa útlim líka. Ég hafði aldrei hugs- að út í hvað það þýddi að vera án handar. Eftir að ég kom heim fór ég að gera mér ljóst að þetta væri raunveruleiki. En stundum finnst mér ennþá eins og þetta sé bara draumur, eitthvert ákveðið tímabil sem gengur yfir og svo fái ég höndina aftur.“ Nýjar aðferðir við hversdagslega athafnir Hún segist reyna að takast á við lífið með jákvæðum hugsunum og á skynsamlegan hátt. Hins vegar voru fyrstu skrefin ekki beint auðveld. Hún fékk engar upplýsingar um Nýja lífssjón eða Kraft, félagsskap ungs fólks með krabbamein, á spítalanum og var heldur ekki boðin áfallahjálp. Iðjuþjálfunin á Reykjalundi var að- allega föndur en að læra daglegt líf upp á nýtt hefur hún kennt sér sjálf. Að hneppa tölu, reima skó, skipta um á rúmunum, þvo upp, hengja upp þvott, skúra gólf og fleiri hversdags- legir atburðir geta verið erfiðir fyrir fólk sem hefur misst aðra höndina. Elísabet hefur æft sig upp á nýtt, breytt aðferðum og þróað sína tækni þar sem hún notar munninn t.d. mik- Sigur að setja í sig eyrna- lokka missti höndina vegna krabbameins ELÍSABET STEPHENSEN „Búin á því eftir að reyna að hneppa töl- unum á galla- buxunum í tíu mínútur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.