Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nudd og aðhalds sokkabuxur Apótek, lyfjaverslanir og fríhöfnin UNGURmaðurmeðfrjó- an hug og mik- inn dug. Þannig mætti lýsa Hlyni Vagni Atlasyni sem hafði engin markmið um að verða iðnhönn- uður en er nú kominn á ágætis sigl- ingu í faginu vestur í New York. Leit- andi hugur, kjarkur og útþrá hefur komið honum þangað sem hann er í dag. „Þegar ég útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík skellti ég mér til Svíþjóðar í þrjá mánuði, bjó síðan í Danmörku í eitt ár áður en ég sneri heim og byrjaði í stjórnmála- fræði í Háskólanum. Ég komst fljót- lega að því að það nám átti ekki við mig og ákvað að flytja til Parísar og nema frönsku við Sorbonne.“ Hlynur hafði aldrei gert neitt sem tengdist listum en af einhverjum ástæðum fékk hann þá flugu í höfuðið að sækja um í listaháskóla. Hann bjó til möppu með hugmyndum sínum og lét vaða. „Ég varð hissa þegar ég fékk inni í „Parsons Paris“ og fékk reyndar nokkra bakþanka. Ég hafði áhyggjur af því að í skólanum væru hrikalegar „listaspírur“ og ég gerði mér ekki grein fyrir hver mín staða væri miðað við hópinn.“ Hlynur þurfti þó ekki að óttast laka stöðu miðað við hópinn því hann útskrifaðist í lokin með tvær „heiðursgráður“. Að loknu ársgrunn- námi í Parsons Paris var stefnan tek- in á New York. Haldið áfram í New York Hlynur var búinn að ákveða að leggja fyrir sig iðnhönnun en þar sem ekki var boðið upp á slíkt nám í Par- sons í París ákvað hann að fara til New York í áframhaldandi nám. „Ég fór í Parsons School af Design í New York og var þar í þrjú ár og útskrif- í framleiðslu hjá þeim. „Einnig fóru nemend- ur Parsons School til Gvæana í Vestur- Indíum til að hanna húsgögn úr vistvænu hráefni regnskógar- ins,“ segir Hlynur, sem er duglegur við að verða sér úti um verk- efni, m.a. með því að taka þátt í sýn- ingum og samkeppnum. Til dæmis fékk hann verðlaun fyrir blöndunar- tæki sem hann hannaði fyrir „Faucet of the Future competition“ sem Price Pfister-blöndunartækjaframleiðand- inn stóð fyrir í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins. Hryðjuverk setja strik í reikninginn Hlynur segir að erlendir nemendur í bandarískum háskólum eigi mögu- leika á atvinnuleyfi í eitt ár eftir að þeir hafa lokið námi. „Á þessu eina ári ríður á að finna einhvern sem vill ráða mann í framtíðarstarf, að öðrum kosti verður maður að fara úr landi að tólf mánuðum liðnum. Ég setti mér það markmið að fá vinnu innan þessara tímamarka og fékk starf í lausa- mennsku hjá auglýsingafyrirtækinu G2 sem er í eigu „Grey Global Group“, stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar í New York.“ Hlynur útskrifaðist árið 2001 og var því nýbyrjaður að vinna þegar hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana átti sér stað og í kjölfar hennar lam- aðist meira og minna allt efnahagslíf í New York. „Þar af leiðandi var erfitt að fá vinnu fyrst á eftir. Ég var skuld- ugur eftir námið og þetta setti auðvit- Hugvit og saga, jafnvel húmor og gleði, liggur að baki sérhverju húsgagni og nytjahlut hversdags- lífsins. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti Hlyn Vagn Atlason sem hefur náð góðum árangri í iðnhönnun í Bandaríkjunum. "Tunö" Klukka framleidd af Ikea. Partur af Ikea PS 2002, sem er safn gripa þar sem sérstök áhersla er lögð á hönnun. Undir eigandanum komið hvar hann vill hafa klukk- una, hægt er að stinga henni niður í garð eða hafa hana inni í stofu. "1x1" modular/einingastóll. Hugmynd í vinnslu. Ein ein- ing er stóll (ottoman), tvær einingar mynda hæg- indastól (lounge chair) og þegar þeirri þriðju er bætt við fáum við einn stól enn (chaize lounge). Allir skapaðir hlutir Krani Hönnun nú í eigu Price Pfister, blöndunartækjaframleiðanda i Bandaríkjunum. Hlynur vann önn- ur verðlaun fyrir þessa hönnun í keppni sem þeir stóðu fyrir í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtæk- isins. Ameríska serían Með list og hönnun, þá rannsakar fólk umhverfi sitt og enduspeglar það oft í nýrri mynd. Þegar Hlynur var að ljúka námi, bauðst honum að taka þátt í sýningu, í gallerýi í Soho. Hann hafði þá verið að leika sér með ákveðið myndefni sem tengdist Bandaríkjunum. Þá ákvað hann að láta búa til fyrir sig þrjá stóra myndfleti úr „formica“, sem gjarnan var notað í eldhúsinnrétt- ingar og borðplötur á sjöunda ára- tugnum. Myndfletina má svo nota á mismunandi hátt eftir geðþótta kaupandans. Hlynur kom hins- vegar með tillögur að því hvernig mætti nota efnið. Hann lagði til að fólk notaði efniviðinn í hluti sem væru í tengslum við myndefnið. Til dæmis er sjónvarpið notað í bóka- hillu. Því fleiri bækur sem fólk á, þeim mun minna sér það af sjón- varpinu. „Diet“ mynstrið yrði til dæmis notað í eldhúsinnréttingar og fataskápa og „wooden flame“ í bílskúrshurð sem gæfi til kynna hvað lægi að baki. að strik í reikninginn hjá mér eins og öðrum.“ Eftir skamman tíma í lausa- mennsku ákváðu þeir hjá G2 að fastráða Hlyn til að stofna þrívídd- ardeild við fyrirtækið. „Starfið felst í því að taka þátt í og hafa yfirumsjón með ímyndarhönnun fyrirtækja. „Þá leggjum við línurnar að öllu útliti, bæði litum, efni og hlut- um. Það hefur færst í vöxt að þrívídd sé partur af útliti og ímynd fyrir- tækja. Áður fólst það nær eingöngu í vörumerkjum, leturgerð og öðru slíku, en nú hefur þetta færst meira út í form.“ Vil fá mína hluti fjöldaframleidda Undanfarið eitt og hálft ár hefur því verið mikið að gera hjá Hlyni og starf hans þróast út í að vera stjórn- unarstarf hjá þrívíddardeild fyrir- tækisins, sem hefur vaxið hratt. „Þetta er vissulega annars konar hönnun en ég hafði ætlað mér að fara í því starfið felst ekki síður í að koma á tengslum og finna framleiðendur. Þarna öðlast ég þó dýrmæta reynslu sem ég tel að eigi eftir að nýtast mér vel í framtíðinni.“ Um það leyti sem Hlynur byrjaði vinnu sína hjá G2 tók hann þátt í aðist árið 2001. Þessi skóli til- heyrir The New School, sem er mjög virtur skóli, öll aðstaða er frábær og námið markvisst með ákveðin tengsl við atvinnulífið, en það skiptir miklu máli í þessu fagi að komast í samband við framleiðendur og fyrirtæki. Þann- ig lærði ég ekki aðeins að hanna hluti heldur einnig ákveðið viðhorf til markaðslögmála, sem er hagkvæmt þegar maður þarf að koma sér á fram- færi.“ Hannað fyrir IKEA Í tengslum við skólann vann Hlyn- ur til dæmis verkefni fyrir IKEA, hann hannaði klukku sem var sett í framleiðslu og sölu í fyrra. IKEA valdi hóp hönnuða til að skapa hluti sem féllu að ákveðinni hugmynd og voru skilyrðin þau að hlutirnir ættu ekki að eiga sér ákveðinn stað í um- hverfinu. „Við vorum átján sem vorum valin til að taka þátt í þessu verkefni og var ég eini nemandinn í hópnum sem ann- ars samanstóð bæði af ungum og gamalreyndum hönnuðum frá Norð- urlöndunum. Má þar nefna Tomas Sandellog Nils Gammelgård. Mér fannst gaman að kynnast þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki starfsemi IKEA. Mér var sér- staklega boðið til Svíþjóðar á opnun- arhátíð þar sem öll hönnunin var kynnt. Þangað komu blaðamenn frá flestum löndum Evrópu, nema Ís- landi.“ Hlynur segir að öflug fyrirtæki leiti inn í hönnunarskóla eftir hugmynd- um og tók hann til dæmis þátt í sam- keppni fyrir Bloomingdales-verslun- arkeðjuna, hannaði skrifborð sem fór Morgunblaðið/Jim Smart Á FRAMABRAUT Í NEW YORK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.