Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elín réðst ung til starfa í íslensku utanríkisþjónustunni og vann í sendiráðinu í París um tíma á sjötta áratugnum. Þar komst hún í kynni við ýmsa listamenn, auk þess sem hún hitti á ný gamlan fé- laga af Lindargötunni sem nú var orðinn knattspyrnuhetja í Frakk- landi – Albert Guðmundsson. Síðar áttu leiðir þeirra eftir að liggja saman í borgarstjórn Reykjavíkur. Elín ferðaðist mikið um Evrópu í fríum og eitt sinn hélt hún til Cannes „til að líta á þennan bað- stað, þar sem allt fræga fólkið dvaldi. Hefi kannski haldið að ég kæmi þar auga á Aga Kahn og Ritu Hayworth í villunni sinni“. Hún fékk inni á einu fínasta hóteli borgarinnar með hjálp tyrknesks prins, Osman Fuat: Niðurstaðan varð sú aðég fékk lítið, ódýrtherbergi á efstu hæð,eitt af þeim sem barn-fóstrur og bílstjórar fengu gjarnan. Það var við hæfi minnar pyngju og engan varðaði um hvar í hótelinu ég bjó. Ég var nú komin í alveg nýtt og framandi umhverfi. Lúxushótelin stóðu með einkaströndum í röð niðri við sjó- inn og á kvöldin var dansað. En of- an við bæinn voru villur ríka fólks- ins. Ríku Ameríkanarnir snobbuðu fyrir aðalsfólki Evrópu og þótti fengur að því að fá í kokteilboðin hjá sér fólk eins og prins Osman Fuat og fátæka kóngafólkið snobb- aði aftur fyrir auðæfunum. Allir hittust síðdegis á Carlton-barnum. Þar man ég eftir að hafa séð ítalska og spænska afsetta kónga og um þetta leyti voru þarna á tískustöðunum úr kvikmyndaheim- inum leikkonan Jennifer Jones og kvikmyndajöfurinn David O. Selz- nick. „Ég læt fara lítið fyrir mér, en það er ógurlega gaman að sjá hvernig kóngafólk og fólk með skítnóga peninga hegðar sér,“ skrifaði ég heim. Prinsessan Nilufer af Hyderab- ad kom þó ekki nálægt þessu. Þessi systurdóttir Osmans Fuats kom á Hótel Martinez og ég var kynnt fyrir henni. Hún var falleg stúlka, dálítið læramikil eins og þær austurlensku og ákaflega döp- ur á svip. Ekki að furða. Fjöl- skyldan hafði gift hana syni furst- ans af Hyderabad á Indlandi, einni ríkustu fjölskyldu heims. En hann reyndist bilaður á geði og hún fékk leyfi til að dvelja í Evrópu í umsjá öryggisvarðarins Zeki Bay, sem gætti hennar, og hún hafði boðið til sín bresku vinkonunni Bebi Jani frá skólaárunum í Cambridge. Í Cannes leigði prinsessan snekkju til að sigla út á daginn og bauð mér nú með þeim í þessar dags- ferðir. Í nokkra daga sigldum við út með nesti á morgnana, lágum í sólinni, stönsuðum til að synda og fyrir síðdegisteið var lagt í hlé við eyju. Ég stakk mér út og synti í hálfhring upp að næstu snekkju. Einhver kallaði. Ég leit upp, beint upp í brosandi andlitið á Stewart Granger, sem þá var einn vinsæl- asti Hollywood-leikarinn. Hann hallaði sér fram á borðstokkinn. Ég gleymdi að synda. Lá við drukknun. Matthías á vængnum Elín hóf störf á Morgunblaðinu í lok júní 1958, með því skilyrði að hún fengi að ganga í fréttastörf á sama hátt og karlmennirnir, yrði ekki bara höfð í innblaðsefni eða þýðingar á framhaldssögum og er- lendu efni, einungis látin skrifa á kvennasíður, afgreiða tilkynningar og slíkt. Fljótlega lenti hún í því að fjalla um hálendismál; virkjanir og náttúruhamfarir. Fyrsta gosið sem ég hafði af- skipti af og komst í nána snertingu við var Öskjugosið haustið 1961. Það var ógleymanlegt sjónarspil. Tíunda október höfðu norðanmenn þóst merkja úr fjárleitarflugvél þrjá gufustróka inni í Öskju, rétt suður af Öskjuopi, þar sem ekki var fyrr vitað um jarðhita. Stórgos hafði ekki orðið í Öskju síðan 1875, en menn vildu hafa vaðið fyrir neð- an sig. Og tveimur dögum síðar, þann 12., sá Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur í könnunarflugi að þarna var gufa og líklega leirslett- ur. Sigurður kallaði upp á Akur- eyri Jón Sigurgeirsson og Ólaf Jónsson „Ódáðahrauns“, sem voru þrælkunnugir þarna inni á Dyngju- fjallasvæðinu, og lét skilja okkur eftir á Akureyri til að fara landveg í Öskju. Jón og Kári Sigurjónsson, formaður Ferðafélags Akureyrar, biðu með tvo jeppa. Við pöntuðum nesti í Reykjahlíð svo hægt var að leggja upp næstum strax af flug- vellinum og aka rakleiðis inn í Herðubreiðarlindir. Hjökkuðum svo þaðan áfram yfir hraunið. Jón Sigurgeirsson leiddi alla leiðina ættjarðarsöngva á karlakórsvísu með tilheyrandi hnykkjum á stýr- inu, svo að jeppinn tók slinki á hraunhryggjunum í myrkrinu. Hann gaf í þótt varla sæist nokkur slóð. Léttir bógar á borð við okkur Sigurð urðu að halda sér dauða- haldi aftur í Willysnum, þar til komið var í Öskju. Erlingur Dav- íðsson, ritstjóri Dags, birti í blaði sínu mynd af mér við gufumökk- inn, þar eð myndavélin mín hefur staðið á sér í kuldanum, en hlýjar hendur Eiríks nokkurs Ingólfsson- ar voru að koma henni til. Eins gott því næsta sunnudag get ég birt fínar myndir af þessum nýju gufupyttum í hjarnsköflunum og grein undir fyrirsögninni: „Leir- hverir krauma og hvæsa við Öskju. Vitni í fyrsta sinn að upphafi elds- umbrota þar.“ Sigurður er jafn- himinlifandi yfir að hafa komist svo fljótt á vettvang og séð upphaf- ið og ég ekki síður með að vera fyrst með fréttalýsinguna. Hafði ég komið filmunum á kvöldvélina og síðan frásögninni símleiðis frá Akureyri eftir aðra gistinótt í Herðubreiðarlindum. Nú var beðið í spenningi. Stórkostlegt gos hófst í Öskju í gær, segir í Morgunblaðinu 27. október, með glæsilegum loft- myndum frá Óla Magg. Sigurður Þórarinsson hugðist fara með fleiri jarðfræðingum í flugvél yfir gos- stöðvarnar þá um morguninn, enda komið myrkur þegar fregnir bár- ust kvöldið áður. En það var ekki nógu gott fyrir Moggann, sem fékk þá strax um kvöldið flugvél Björns Pálssonar. Eða eins og Matthías ritstjóri sagði við Sigurð: Það verð- ur að fljúga strax. Á morgun er of seint. Mogginn verður að vera fyrstur. Stærsta blaðið verður að standa fyrir sínu! Þú hefur fimm mínútur! Á þessum árum gengu menn ekki auðveldlega í opinbera sjóði fyrir ferðakostnaði í vísinda- leiðangra þótt rök væru uppi höfð. Það var farið að rökkva í skamm- deginu þegar við komum þjótandi út á flugvöll, Björn Pálsson ber- höfðaður, Sigurður með alpahúf- una, ég og ljósmyndarinn Óli Magg og loks bættist í hópinn Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri. Þegar við erum að stíga inn í vélina koma skilaboð frá varnarlið- inu. Það var þotuflugmaður frá þeim sem úr háloftunum hafði klukkan hálfsjö séð kvikna rautt ljós þar sem á korti hans stóð Lighthouse og tilkynnti eld í Öskju. Snjall orðabókarþýðandi hafði semsagt snarað nafninu á gígnum Víti af íslensku korti sem væri það viti á korti þeirra til hernaðarþarfa. Hefi ég alltaf dáðst að unga flugmanninum sem sló því strax föstu að á vitanum hans hefði kviknað eldgos. Að vísu fóru þeir eitthvað að reikna og rugla hann í ríminu í Keflavík og sendu okkur í ofboði skilaboð um að þetta hefði ekki verið í Öskju heldur í Trölla- dyngju. Sigurður Þórarinsson kímdi þegar honum barst þessi leiðrétting. Það þykja mér tíðindi, sagði hann og steig upp í flugvél- ina. Við fljúgum beint á Öskju. Ég sat á milli Björns og Agnars Kofoed-Hansens í framsætinu. Matthías ritstjóri hafði komið sér fyrir í flugturninum og hlustaði þar í ofvæni á stórkostlegar lýs- ingar þeirra Björns og Agnars jafnóðum. Þrjár eða fjórar eldsúl- ur. Eldstólparnir eru stókostlegir, ótrúlegir! Hraunstraumurinn belj- ar rauður fram, aldrei sést annað eins…Óli hafði talið öll tormerki á að fá næga birtu til ljósmyndunar, sem Matthías hlustaði ekki á. Óli æpti í talstöðina: Nú skil ég þegar Sigurður sagði að eldgos væri bjart! Við flugum þarna góða stund í rauðri birtunni yfir glóandi gos- stróknum og hraunelfi sem beljaði óstorknuð margra kílómetra löng út um Öskjuop og lentum með brennisteinsbragð í munni. Æsing- urinn var orðinn svo mikill að þeg- ar við ætluðum að stíga út eftir lendingu á Reykjavíkurflugvelli sat Matthías á hækjum sínum á vængnum og fyrir hurðinni. Meðan Óli framkallaði var ég að koma lýs- ingunni á blað. Ritstjórinn krafðist þess að fá á prent slíkt ógnargos sem Agnar hafði lýst og yfirlýs- ingu frá Sigurði um að þetta væri mesta gos sem orðið hefði á Ís- landi. Æsingurinn var slíkur á rit- stjórn að við Sigurður tókum það ráð að skrifast á með miðum eins og skólakrakkar yfir borðið, til að koma nokkurn veginn rétt á fram- færi því sem Sigurður treysti sér til að láta hafa eftir sér. Ummæli hans voru því sett í sérstakan ramma. Það var svosem nógu stór- kostlegt, eldrauðar hraunbunur upp í 300 metra og hraunfljótið lík- lega orðið 12 kílómetrar á lengd. Auðvitað var þetta alveg ótrúlega spennandi upplifun. Bjargarlaus í 45 stiga hita Árið 1962 tók Elín að sér að vera framkvæmdastjóri íslensku sýning- ardeildarinnar á vörusýningunni í Lagos í Nígeríu. Að sýningunni lokinni ákvað hún að ferðast um þetta framandi land og lenti þar í ýmsum ævintýrum. Í kolamyrkri komum við að gatnamótum með skilti um að Kandi væri 190 kílómetra í norður. Ekki tókst að finna bensínaf- greiðslumann, sem ekki sakaði þar sem önnur bensínstöð átti að vera 45 kílómetrum norðar. Alltaf minnkaði eldsneytið á bílnum. Mælirinn kominn á núll. Þá sást ljós á bar. Ég gleymi ekki svipnum Bókarkafli. Elín Pálmadóttir á að baki fjölbreyttan feril bæði heima og erlendis, en hún var um áratuga skeið einn kunnasti blaða- maður þjóðarinnar. Hún fór oft á átakasvæði heimsins með friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna allt fram á þetta ár, þar sem hætt- ur leyndust við hvert fótmál. Elín Pálmadóttir rifjar hér upp kynni af fræga fólkinu, svaðilfarir í óbyggðum við fréttaöflun fyrir Morgunblaðið og bensínleysi í afskekktum skógi í Afríku. Ævintýri blaðamanns Elín var framkvæmdastjóri íslensku sýningardeildarinnar á vörusýningunni í Lagos í Nígeríu 1962. Hér tekur hún á móti skreiðarkaupmanni. Á milli þeirra er norska hjálparhellan og fylgisveinninn Rune Solberg. Stokkið um borð í varðskip til að verða á undan hinum að ná í fáanlegar filmur. Morgunblaðið/Kristinn Ben. Svona var umhorfs í Heimaey á þriðja degi Vestmannaeyjagossins þegar Elín kom út eftir gífurlegt gjóskugos um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.