Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson VÍNFYRIRTÆKIÐ Bava í Pied-mont er framsækið fjölskyldufyr-irtæki undir stjórn þriggja bræðra, þeirra Roberto, Guilio og Paulo. Kynnti Roberto vín fyrirtækisins hér á landi í lok október í tilefni af því að þau voru að koma í sölu 1. nóvember. Bava Montferrato Bianco 1999 er hvítvín úr Chardonnay og Piedmont-þrúgunni Cort- ese. Vínið er farið að sýna þroska í nefi, ávöxturinn hefur dofnað en er marg- slunginn en mjög fínlegur ilmur, stein- efnakenndur með þurrkuðum apríkósum og ferskjum. Bragðið er milt en þétt, við- urinn rennur saman við þroskaðan ávöxt- inn og í lokin situr eftir keimur af sviðinni eik. 1.990 krónur. 17/20 Bava Libera Barbera d’Asti 2000. Þægileg angan af þroskuðum kirsuberjum og kóngabrjóstsykri, jafnvel blómum. Milli- þungt, með þægilegri sýru í munni. 1.690 krónur.16/20 Bava Arbest Barbera d’Asti 1997 er glæsilegt vín, dökkt súkkulaði og dökk skógarber í nefi, örlítið kryddað. Í munni stórt og ris- mikið með kröftugri sýru og mjúkum tannínum. 1.990 krónur. 18/20 Barbera Stradivario þungt og þurrt í nefi sem munni. Ristuð angan, kaffi og viður, ávöxturinn svartar sultaðar plómur. Djúpt í alla staði og flauelsmjúkt. Mæli með umhellingu.3.690 krónur. 19/20 MontGras Reserva Chardonnay 2002 er týp- ískur ungur Chile-Chardonnay. Mildur sítrus, fíkjur, aprikósur og þurr vanillu- sykur. Í munni sætur ávöxtur, mild sýra, létt, þokkaleg lengd. Ágætt en dæmigert. 1.300 krónur. 16/20 MontGras Reserva Cabernet Sauvignon 2002 er sömuleiðis vel gert vín í dæmigerðum Chile-stíl. Megn og aðlaðandi sólberja- angan í nefi og örlítil mynta. Í munni þægilegt og ávaxtamikið, mjúkt og milt. 1.340 krónur. 16/20 Hilltop Riverview Kekfranos-Merlot 2000 er ungverskt rauðvín þótt nafnið og umbúð- irnar séu mjög alþjóðlegar. Mildur, hlut- laus ávöxtur í nefi og létt og þægilegt í munni. Aðgengilegt en nokkuð einkenna- laust. 1.140 krónur. 12/20 Barbera frá Bava og MontGras ÞAÐ þekkja eflaust flestir það stress erfylgir því að fá fólk í heimsókn og stund-um er tíminn til að undirbúa veitingarekki mikill. Það getur því verið sniðugt stundum að fá þær tilbúnar og geta borið veit- ingarnar fram með lítilli sem engri fyrirhöfn. Nýr kostur sem Íslendingum stendur til boða er að panta franskar snittur, kökur og smárétti á Netinu og fá vörurnar sendar frosnar heim. Bæði eru til sætar kökur (petit fours) í miklu úr- vali og makkarónur með fyllingu (macarones). Jafnvel er hægt að kaupa heilar kökur á borð við sítrónuköku og tiramisu. Ef ekki er um kaffiboð að ræða heldur t.d. standandi boð eða smárétti fyrir mat er hægt að fá brauðrétti með mismun- andi fyllingum, s.k. kokkteil mini-báta fyllta með t.d. laxa- og dillfrauði eða anda- og oregano- frauði. Einnig er hægt að fá litlar tartalettur eða bökur, 120 stk. í kassa, í mismunandi útfærslum, pizza, quiche og roquefort svo eitthvað sé nefnt. Rúsínan í pylsuendanum eru hins vegar smá- réttir úr smiðju Alain LeNotre. Hann starfaði sem kokkur á einu virtasta veitingahúsi Parísar, Grand Vefour, en rekur nú eigið fyrirtæki og kokkaskóla. Á LeNotre-bakkanum eru fjórar mismunandi smjördeigs-snittur, sniglar með hvítlauk og steinselju, geitaostur á eplaskífu, þorskur á la provençal og „méli-melo“ með grænmeti og oregano. Eina sem þarf að gera er að baka korter í ofni. Verulega gott og það sem stóð upp úr af því sem ég smakkaði auk petit- four sætindanna og böku með geitaosti, tómöt- um og kryddjurtum. Það góða við þessar vörur er að þær eru ekki einungis ódýrar heldur einnig tilbreyting frá hinu hefðbundna smáréttaúrvali hérlendis sem oftar en ekki tekur mið af hinu danska eldhúsi en hinu franska. Fljótlegt og auðvelt er að panta vörurnar á www.meistaravorur.net. Þar er hægt að skoða úrvalið, panta með því að setja í „inn- kaupakörfu“ og greiða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einfalt í veisluna BELGAR eru ein-hverjir bestubruggarar veraldarog því ber að fagna því þegar góðir belgískir bjórar sjást hér á landi. Upp á síðkastið hafa nokkr- ir af toppbjórum Belgíu verið að koma í sölu og eiga þeir að fást að minnsta kosti í Kringlunni og Heiðrúnu. Þetta eru ekki hefðbundnir pilsner-bjórar líkt og uppi- staðan í bjórneyslunni held- ur þungaviktarbjórar sem eiga virðingu skilda og að sjálfsögðu að þeir séu born- ir fram í sínu rétta glasi. Orval er bruggaður af munk- um í samnefndu klaustri (raunar Notre-Dame d’Orv- al) sem stofnað var árið 1070. Nafnið Orval er forn franska og þýðir hinn gyllti dalur sem væntanlega myndi útleggjast Vallé d’Or á nútímafrönsku. Sag- an segir að prinsessa frá Toskana hafi misst gullhring í vatnið í daln- um og heitið því að byggja klaust- ur ef Guð færði henni hringinn á ný. Og viti menn, silungur kom upp á yfirborðið með hringinn og hún efndi loforð sitt. Það liggur mikil vinna á bak við hverja flösku af Orval. Byggið er sérvalið og maltað í klaustrinu samkvæmt stöðlum Orval. Bjórinn sjálfur er þríbruggaður og er þriðja og síð- asta gerjunin flöskugerjun. Þegar henni lýkur er áfengismagnið yf- irleitt um 5,2% en þar sem gerj- unin heldur oft áfram er notað miðgildið 6,2% á flöskumiðunum. Í fyrstu er bjórinn ferskur og ávaxtamikill en hann þroskast á flösku rétt eins og góð vín gera og breytir því um eðli, verður þurrari og ilmmeiri. Hver flaska af Orval kostar 620 krónur. Ekki ódýrt en enda enginn venjulegur bjór á ferðinni heldur einn magnaðasti bjór veraldar. Blanche de Namur er eins og nafnið gefur til kynna yfirgerjaður hveitibjór (Weissbier á þýsku og Witbier á flæmsku). Ferskur og þurr með góðu eftirbragði. 193 krónur flaskan. Rodenbach flokkast hins vegar undir það sem kallast „rauðu“ bjórarnir og koma frá vesturhluta Flanders. Bjórinn frá Rodenbach er yfirgerjaður og að því búnu geymdur á stórum eikarámum í nokkur ár. Sumir vilja kalla Rod- enbach eina af þjóðargersemum Belgíu og vissulega er hann sér- stakur og góður. Nokkrar teg- undir eru framleiddar og sá sem er seldur hér á landi er blanda úr nýjum bjór og eldri, þroskuðum bjór. Eikin kemur vel fram og bragði hans er stundum lýst sem allt að því „súrsætu“. Flaskan kostar 210 krónur. St. Louis er loks bjór úr fjölskyldu „Gueuze“-bjóranna sem eru af stórfjölskyldu „lambic“-bjóranna. Það eru hveitibjórar er byggjast á sjálfbærri gerjun. Engu geri er bætt við heldur eru gluggar opn- aðir og náttúruleg ger látin streyma inn yfir nóttina. Bjórar þessir eru gjarnan látnir þroskast á eikartunnum. Bjórinn, sem loks er settur á markað, er yfirleitt blanda af gömlum og ungum bjór, ekki ósvipað því sem gerist með til dæmis sérrí eða kampavín. Bland- aður lambic-bjór er kallaður Gueuze. Flaska af St. Louis kost- ar 210 krónur. Belgískar gersemar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.