Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 B 5 bílar Erum fluttir að Bíldshöfða 8 í húsnæði Bílasturtunnar (með bílnum á þakinu) sími. 562 1055-Frúin hlær í betri bíl- Ekki hættir bara fluttir! FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins lagði fram í síðustu viku hugmyndir um breytingar á skatt- lagningu á bíla í Evrópu. Samkvæmt tillögunum eiga vörugjöld af bílum að leggjast af á næstu fimm til tíu árum og þess í stað verði tekin upp eigendagjöld, eldsneytisgjöld og umhverfisgjöld. Framkvæmda- stjórnin telur einnig að það þurfi að endurskoða vöru- gjöld af bílum sem fara á milli mismunandi landa þar sem ólíkar reglur um vörugjöld gilda. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, hefur kynnt sér þetta mál og hann segir að það snúist í hnotskurn um Akkilles- arhælinn á frjálsu flæði vinnuafls innan Evrópusam- bandsins. „Menn búa t.d. í Svíþjóð og sækja vinnu til Danmerkur og það er allt önnur skattastefna varð- andi bifreiðaeign í Danmörku en í Svíþjóð. Mönnum er þar með gert mjög erfitt fyrir. Bíllinn er skráður þar sem menn hafa fasta búsetu og ef menn hafa at- vinnu í öðru landi verður að færa bílinn inn í viðkom- andi land. Þess vegna er hugmyndin sú að færa skatta vegna kaupa á bíl yfir í notkunina í formi elds- neytisskatta eða umhverfisskatta. Hugmyndafræðin er sú að vörugjald af kaupum á bílnum, fyrir utan virðisaukaskatt, falli niður,“ segir Runólfur. Í Danmörku eru vörugjöld af bílum núna allt upp í 180%. Þróunin þar gæti orðið sú að vörugjöldin yrðu aflögð með öllu en þess í stað hækkaði eldsneyti stór- lega í verði og til kæmu einhverjir aðrir sértækir skattar. En hvaða áhrif er líklegt að breyting af þessu tagi hefði hérna’ „Ég sæi alveg fyrir mér til lengri tíma að farið yrði út í svipaða skattheimtu á bíla hérlendis. Í auknum mæli yrðu bílarnir skattaðir í tengslum við notkunina en ekki innkaupin. Á grundvelli EES-samningsins teldi ég að þetta myndi ganga yfir hér eins og annars staðar. Vörugjöld af bílum aflögð á næstu 5–10 árum? SÍÐASTA keppni sumarsins í kvart- mílu fór fram 28. september síð- astliðinn. Team555, á Subaru Imp- reza WRX STi, árgerð 2003, setti bæði Íslandsmet og varð Íslands- meistari í RS-flokki. Eigendur bíls- ins settu sig í samband við Roger Clark Motorsport LTD til að gera bílinn enn öflugri. Það er skemmst frá því að segja að þessir aðilar hafa skilað frábærri vinnu. Bíllinn skilar nú nærri 400 hestöflum. All- ur drifbúnaður, gírkassi og allt inni í vélinni er óbreytt. Álag á þessa hluti er mikið en ekki hefur þurft að gera við eða laga neitt í bílnum í allt sumar. Í sumar hefur bílnum verið spyrnt liðlega 70 sinnum undir fullu álagi. Það sem skiptir kannski mestu máli er að þessi bíll er venjulegur götubíll og í notkun alla daga ársins. Nánar verður fjallað um þennan bíl á næstunni. Subaru Impreza varð Íslandsmeistari í flokki götubíla í kvartmílunni. 400 hest- afla Impreza Íslands- meistari NISSAN frumsýndi hugmyndabílinn C-Note á bílasýningunni í Tókíó í síð- asta mánuði. Sagt er að þessi bíll gefi hugmynd um hvernig nýr Niss- an Almera komi til með að líta út. Sá bíll er hins vegar ekki vænt- anlegur á markað fyrr en 2005. Bíllinn sýnir ekki síður þá tilhneig- ingu innan bílaiðnaðarins að sam- nýta vélar, undirvagna, hönnun og íhluti í mismunandi bílategundir inn- an sömu fyrirtækjasamstæðnanna og stundum jafnvel á milli ólíkra fyr- irtækjasamstæðna. Nú hefur sam- nýtingin náð til Renault og Nissan vegna þess að nýr Renault Clio verður með sama undirvagn og Nissan Micra, og næsti Nissan Alm- era verður smíðaður á undirvagn Renault Mégane. Þetta er þekkt í bílaiðnaðinum en það sem er óvenjulegra er að grunn- stefin í hönnun á yfirbyggingu séu einnig samnýtt. Sú virðist raunin þegar C-Note hugmyndabíllinn frá Nissan er skoðaður, sem vegna stærðar sinnar gæti hæglega verið næsta kynslóð Nissan Almera. Hugmyndabíllinn C-Note sem talinn er geta verið hugmynd að nýjum Almera sem kemur á markað 2005. Nissan C-Note

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.