Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar KRISTINN keypti bílinn eins árs gamlan á sínum tíma og er búinn að nostra við hann í rúma fjörutíu mánuði og er ekki enn þá hættur. Hvað ertu búinn að gera við þennan bíl? „Ég byrjaði á hljómtækjunum. Setti í hann DLS og Genesis hljómtæki frá Clarion og sjón- varpsstöð frá Clarion líka. Ég mæli hljómtækin eiginlega ekki í vöttum heldur hljómgæðum, sem er það sem ég er að sækjast eftir. Bíllinn er settur upp sem hljómgæðabíll en ekki hávaðabíll. Engu að síður getur hávaðinn verið talsverður. Í bílnum eru tíu hátalarar. Í skottinu eru sérsmíðuð bassabox úr trefja- plasti. Hurðarspjöldin voru sér- smíðuð til þess að þar væri hægt að koma fyrir tvídurum og miðjuhátalara. Svo eru í honum átta tomma bassahátalarar og tvær tólf tommu bassakeilur í skottinu.“ Hljómtækin voru sem sagt út- gangspunkturinn? „Já, síðan fór ég að breyta útliti bílsins í takt við hljómgæðin. Það er ekki nóg að vera bara með flott hljómtæki.“ Í bílnum er 12 tommu sjónvarps- skjár en Kristinn er ekki með sjón- varpsmóttakara í bílnum. „Skilyrðin eru ekki það góð og það fæst ekki nógu góð mynd. En ég er með Playstation 2 leikjatölvu sem keyrir allt, tónlist, dvd-diska og fleira.“ Neónþræðir og Playstation Kristinn, sem vinnur hjá AMG Aukaraf, og félagar hans smíðuðu líka mælahatt í bílinn. Þeir gerðu mót af hattinum og steyptu hann úr trefjaplasti. Mælarnir geta verið með sex mismunandi ljósum. Þeir sýna olíuþrýsting, snúningshraða, vatnshita og spennu. Sætin eru upprunaleg í bílnum, en það stend- ur til bóta. Í kringum hurðar- spjöldin hefur Kristinn sett neón- þræði sem gefa skemmtilegt ljós inni í bílnum. Búið er að mála mælaborðið og komið er nýtt Rac- ing-stýri frá ÁG Mótorsporti. „Það er eiginlega allt sérsmíðað í þennan bíl því það fæst nánast ekkert frá framleiðanda.“ Það er ekki nóg með að það sé sjónvarpsskjár í mælaborðinu heldur eru líka tveir minni skjáir aftan í hvorum hnakkapúðanum þannig að aftursætisfarþegar geta horft á dvd-diska eða farið í tölvu- leiki. Þráðlaus heyrnartæki eru fyrir aftursætisfarþega svo þeir geti einbeitt sér að sínum afþrey- ingarmöguleikum ef bílstjórinn vill t.d. hlusta á útvarpið. Bíllinn er á 17 tommu krómfelg- um frá Hjólbarðahöllinni. Dekkin eru 215/45 R17. Kristinn kemur ekki stærri felgum undir bílinn því hann er búinn að lækka bílinn nið- ur um fimm sentímetra. Glæsilegir spoilerer eru á bílnum og setja sterkan svip á hann. Þeir eru steyptir hjá ÁG Mótorsport. Á þakinu er loftinntak af Impreza WRX. Á vélarhlífinni er síðan loft- inntak af Mitsubishi Evo Lancer sem er steypt inn í sjálfa vélarhlíf- ina. Þá er búið að saga og opna grillið og stuðarann og setja möskvahlíf fyrir. Undir bílnum er síðan neónljós sem gera bílinn yf- irnáttúrulegan þegar myrkrið er skollið á. Nissan Primera 1997 kostar lík- lega nálægt 750–800 þúsund krón- ur en það þýðir ekki að bjóða Kristni minna en 2,5 milljónir fyrir bílinn. „En þessi bíll er bara ekki til sölu. Ég ákvað að setja peninga í hann og ég eftir að gera ýmislegt fleira við hann. Þetta er sameig- inlegt áhugamál mitt og vinkonu minnar,“ segir Kristinn. Flottasta Primeran á landinu? Dvd, öflug hljómtæki og ýmiss konar lýsing er í bílnum. Neónþræðir eru í kringum hurðarspjöldin. Sérsmíðaður mælahattur er á mælaborðssyllunni. Öflugt Clarion-hljómtæki. Tíu hátalarar eru í bílnum, þar af þessir í hurðinni. Kristinn Kjartansson á Nissan Primera árgerð 1997, sem væri vart í frásögur færandi nema vegna þess að síðastliðin tvö og hálft ár hefur hann gert viðamiklar breytingar á bílnum sem þegar upp er staðið eru mun verðmætari en sjálfur bíllinn. Morgunblaðið/Jim Smart Bíllinn er hinn glæsilegasti útlits.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.