Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 8
Á bak við tjöldin Þáttur í Sjónvar irbúninginn fyrir Þjóðverja og Ísle bolta 11. októbe gjörðina í kringu viðtal við Eyjólf Kl. 14.00. 8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 21|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Glataðar sálir Þeir sem fara snemma heim af djamminu geta sest fyrir framan imbann og horft á spennandi hroll- vekju, Lost Souls, á Stöð 2, með Winonu Ryder í aðalhlutverki. Kl. 2:30 Popppunktur Felix og dr. Gunni í essinu sínu á Skjá einum. Kl. 21.00 Grill á Hressó Vetrargrill í Hressógarðinum í boði Fosters. Kiddi Bigfoot heldur uppi stuðinu og sænski eldlistamaðurinn Viktor verður með sýningu á miðnætti. V I K A N 2 1 . - 2 7 n ó v . LaugardagurFöstudagur Idol- Stjörnuleit Nú er síðasta tækifærið til að tryggja sér sæti í úrslitum. Að- eins einn af söngvurum kvölds- ins heldur áfram keppni. Kl. 20.30. Grand- rokksrokk Færeyska þungarokkssveitin Týr og Grand Harvest spila á Grandrokki. Forgotten Lores á Kapital DJ Intro, DJ B-Ruff, Diddifel, Byrkir B og Class B ásamt DJ Mag- ic. „Án efa heitasta hiphopp-bandið í dag... með einstaka tón- leika.“ Laugavegur 22 Niðri: Lupin. Uppi: Rally-Cross. Byrjar kl. 23. Kjeld á Kapital Kjeld Tolstrup (All DJ’S Are Idiots, Lækker, M.O.S.) og Margeir. „Ef Guð kynni að snúa plöt- um ... þá myndi hann hljóma eins og Kjeld Tolstrup.“ Gull- öldin Félagarnir Svensen og Hallfunkel sjá um stuðið. Pálmi á Kringlu- kránni Hljómsveit bassa- leikarans og söngv- arans knáa Pálma Gunnarssonar leik- ur fyrir dansi. Buff á Gauknum Strákarnir í Buff, auk leyni- gesta, „halda uppi stemm- aranum langt fram eftir með gríni og glensi eins og þeim einum er lagið“. Frítt inn. Lauga- vegur 11 Andri X-Man sér um stuðið. Mórall á Gauknum Skítamórall hristir upp í fólkinu í kvöld og verður tjútt langt fram eftir nóttu. Frír kokkteil á Hressó Stelpur á leið á djammið fá fría arberjadaquiri- kokkteil milli 22.00–23.00 Nökkvi í búrinu miðnætti. Stúdenta- kjallarinn Tónlistarskóli FÍH með djammsession í Stúdentakjall- aranum. Rauðu skó í Borgar- leikhúsinu Forsýning á leik ingunni Rauðu s ir, sem er byggð samnefndri sög Andersens. Ævi leikhús fyrir ung og annað fólk. 22 DJ Honky niðri, Palli og Biggi í Maus uppi. United – Rovers Bein útsending frá leik Manchester United og Blackburn Rovers á Sýn. Kl. 12.25 Þeir sem eru orðnir þreyttir á kráarstemningu og litlum dansgólfum ættu að hugleiða að kíkja á NASA á laugardagskvöldið. Þá verður haldið klúbbakvöld á vegum Frozt þar sem Danir og Íslendingar djamma saman. Af þessu tilefni tekur NASA á sig nýja mynd. „Þetta verður ekki NASA eins og fólk hefur séð staðinn áður. Við komum inn með unga graffítígaura sem ætla að spreyja á fleka sem verður stillt upp. Svo verður komið með járna- rusl, keðjur og skápa. Við ætlum að taka í burtu þetta „posh“-útlit. Það verður mikið lagt í þetta,“ segir Stefán Unnar Sig- urjónsson skipuleggjandi. Diesel styrkir herlegheitin og verða vel klædd ungmenni þarna inn á milli og ætla þau líka að stíga á svið og taka nokkur dansspor. „Það koma hingað stílistar frá Diesel, sem vinna með mér en Diesel er aðalstyrktarað- ilinn. Flugleiðir hafa líka styrkt verkefnið vel og hjálpa til við að koma dönsku plötusnúð- unum hingað,“ segir Stefán, sem sjálfur er ný- fluttur hingað frá Danmörku. DANSVÆN KEYRSLA Fyrsta Frozt-kvöldið var einmitt haldið þar í sumar en þá gerðu íslenskir plötusnúðar inn- rás í Kaupmannahöfn en London og New York eru á dagskrá síðar. Næst í röðinni er hins- vegar Reykjavík og hingað koma skærar stjörnur úr dansheiminum í Danmörku. Fyrst ber að nefna Artificial Funk, sem eru Rune RK og Jóhannes Torpe (Sony / Southern Fried / Credence / Underwater), sem spiluðu m.a. á eftir Gusgus á síðustu Hróarskelduhátíð, áð- ur en Darren Emerson tók við. „Þeir eru frá- bærir,“ segir Stefán og segist búa við dans- vænni keyrslu frá þeim. „Hugmyndin er að keyrslan stigmagnist eftir því sem líður á kvöldið.“ Áður en þeir stíga á svið snýr Kjeld Tolstrup skífum (All djs are idiots / Lækker). „Hann er ekta danskur gaur sem hefur verið að spila í tíu eða tuttugu ár og er mikill „gúrú“. Hann spilar „elektró“ og „breakbeat“ og það get- ur alveg heyrst í Iron Maiden hjá honum þess vegna. Hann er snillingur í að rífa fólk upp í stemningu,“ segir Stefán en Kjeld spilar einnig á Kapital í kvöld. Íslendingarnir byrja hinsvegar kvöldið. Tommi og Grétar byrja kl. 22 og fara rólega af stað. Uppúr miðnætti bætist við liðs- styrkur frá Jagúar í formi gítars og tromma frá Samma og Bubba Raven Johns. Funky Moses spilar á bassa og Maddi svarti a.k.a. Blake (Maggi Jóns) kemur líka þarna inní en stefnan er að enda í alls- herjar „grúvi“, segir Stefán. RÓLEGRA Á EFRI HÆÐINNI Fyrir þá sem endast ekki í að dansa í sex tíma verður rólegri tónlist á efri hæðinni þar sem hægt verður að slaka á og setjast niður. Miðinn er seldur á 1.500 krónur og er forsala í Þrumunni, Gallery Sautján og hárgreiðslu- stofunni Supernova. Þó að skemmtun sé Stefáni ofarlega í huga liggur hugsjón að baki. „Frozt gengur út á það númer eitt, tvö og þrjú að fara með íslenska plötusnúða, hljóðfæraleikara og listamenn til útlanda og sýna hvað kemur frá flotta eldfjallafólkinu sem allt getur. Þar er- um við með íslenska náttúru á veggjunum, myndbandsverk og slagorð. Svo er til dæmis í myndinni að taka íslenska fatahönnuði með í næstu ferð og leyfa þeim að kynna sig í leiðinni. Markmiðið er að kynna allt ís- lenskt,“ segir hann en svo fá Íslendingar líka að kynnast erlendum plötusnúðum inn á milli með kvöldum eins og á NASA á morgun. |ingarun@mbl.is Flott eldfjallafólk Morgunblaðið/Jim Smart STEFÁN UNNAR SIGURJÓNSSON ER SKIPULEGGJANDI FROZT OG ER MAÐUR MEÐ HUGSJÓN. 22. nóvember Frozt tekur völdin á NASA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.