Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 14
14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 21|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ EASTWOOD Á ÓVENJULEGUM SLÓÐUM Eastwood hefur hlotið einróma lof fyrir nýj- ustu mynd sína, Mystic River. Hann fékk óvenju gott næði til að vinna myndina og upp- sker sem hann sáir. Á meðan framleiðendurnir í Warner Bros. voru með hugann við gerð og markaðssetningu stórmyndarinnar Matrix Rev- olutions „gleymdist“ Eastwood og fékk tæki- færi til að snurfusa „litlu“ myndina sína. Frá fyrstu mínútu er ljóst að Eastwood er á betur heppnuðum og vitsmunalegri nótum en að undanförnu. Blood Work, Space Cowboys, True Crime, Absolute Power eru ofur venjuleg- ar afþreyingarmyndir með hversdagslegri róm- antík og karlrembu. Það verður að fara 8 ár aftur í tímann til að finna The Bridges of Mad- ison County, síðasta stórvirki leikstjórans. Þar lauk frjósamasta kaflanum á ferli eins magn- aðasta kvikmyndagerðarmanns í Hollywood, sem náði hápunkti fyrir sléttum áratug með vestranum Unforgiven (sem hlaut Óskarsverðlaunin sem besta mynd árs- ins og færði Eastwood sömu verðlaun fyrir leikstjórn.) Satt að segja héldu flestir að frægðarsól leikstjórans og leikarans væri endanlega hnigin til viðar. Mað- urinn búinn að skila miklu og far- sælu dagsverki, kominn á áttræð- isaldur. En lengi lifir í gömlum glæðum. Eastwood sýnir í Mystic River engin ellimörk í leikstjórn, jafnvel orðinn enn fágaðri og þrosk- aðri en nokkru sinni fyrr. „Ég las bókina og keypti kvik- myndaréttinn samstundis,“ segir Eastwood. „Þetta er grípandi saga sem býður upp á endalausa möguleika sem kvikmynd. Persónurnar eru flóknar, áhugaverðar og vel upp byggðar. Myndin er um venjulegt fólk sem reynir að kom- ast til botns í úr hverju það er gert undir erfiðum kringumstæðum. Hún verður að vera heiðarleg og trúverðug. Morðgátur fjalla yfirleitt um uppljóstrun glæpsins,“ bætir Eastwood við, „en í þessu tilfelli er sýnt hvernig morðið breytir öllu lífi sögupersónanna. Þær verða að standa frammi fyrir eftirmálum hræðilegs glæps sem framinn var fyrir aldarfjórðungi. Þá hefst þessi átakanlega hringrás, allir þrír glíma við óuppgerð mál, burðast með fortíðarvanda á bakinu.“ Nokkrir af virtustu leikurum Hollywood þyrptust til Eastwoods um leið og verkefnið fór að kvisast út. Sean Penn, Tim Robbins, Laurence Fishburne, Laura Linney og síðast en ekki síst Marcia Gay Harden. „Sagan nær til margra áhorfendahópa,“ telur Eastwood. „Morðgátuunnendurnir fá nóg fyrir sinn snúð, aðrir vilja skyggnast í bakgrunn persónanna og lögregluþátturinn er mikilvægur í samhegi við harmleikinn. Sagan er í mörgum lögum; þegar eitt er fjarlægt kemur annað í ljós. Í hvert skipti sem spurningu er svarað er önnur vak- in.“ Gægst er undir efsta lagið í Mystic River í hrikalegu upphafsatriði. Síðan heldur af- hjúpunin áfram. Einn meginefnisþátturinn er kynferðislegt ofbeldi gegn ungum dreng en slíkir glæpir hafa ekki átt upp á pallborðið í kvikmyndum. Ástæðan er því miður ekki hve fá slík óhæfuverk eru, öðru nær eru þau mun algengari en nokkurn grunar og viðbjóðurinn sí- fellt að gægjast upp á yfirborðið. Hollywood hefur gert allnokkrar myndir þar sem barnaníðingar koma við sögu, skemmst að minnast The Antwone Fisher Story (’02), fyrsta leikstjórnarverkefnis Denzels Washington sem leikstjóra og frumsýnd var hérlendis í sumar á myndbandi. Af öðrum, nýlegum og athyglisverðum kvikmyndum þar sem slíkir glæpir koma við sögu, má nefna Priest, Happiness, Good Will Hunting og A Time to Kill. |saebjorn@mbl.is KUNNA ÞAU FANGBRÖGÐ? Það er erfitt að sjá hvar brellurnar enda og kunnáttan tek- ur við í kvikmyndum, ekki síst í bardagaatriðum. Þrátt fyrir straumlínulaga form Thurman og Jolie treystir maður kunn- áttu þeirra mátulega. Sama máli gegnir með harðnaglana Seagal eða Reeves. Svörtu beltin eru ekki auðfundin en ef bakgrunnurinn er skoðaður, þá bendir það til að flestir vinni heimavinnuna samviskusamlega. BRUCE LEE: Álitinn fremstur í hópi bestu glímumanna 20. aldarinnar. Þróaði bardagaaðferðina „Jeet Kune Do“ og var lærimeistari James Coburn, Steve McQueen og körfubolta- hetjunnar Kareems Abdul-Jabbar hjá LA Lakers, auk fjöl- margra annarra kvikmynda- og íþróttastjarna. JACKIE CHAN: Hámenntaður frá barnæsku í kung fu og fleiri austurlenskum bardagaíþróttum. Hóf einnig nám í óp- erusöng og dansi en slagsmálin urðu ofan á. Chan þarf ekki að iðrast þess því hann er tekjuhæstur kvikmyndaleikara heims sem ekki mæla á enska tungu. JET LI: Nam frá níu ára aldri bardagalist að nafni wu shu og er tvöfaldur heimsmeistari í kung fu. Næst vinsælasti kvik- myndaleikari Asíu – á eftir Chan. DAVID CARRADINE: Sjálfur Bill og eins lék hann Caine í kung fu sjónvarpsþáttunum, sem þykja einstakir í sinni röð. Alvöru slagsmálamaður, hefur stundað kínverskt shaolin kar- ate frá blautu barnsbeini og náð efstu afreksstigum í listinni. UMA THURMAN og aðrir Hollywood-leikarar í Kill Bill nutu margra mánaða tilsagnar í kínverskri bardagalist og fornum, japönskum samúræja sverðakúnstum, kenndum við „koumi“. Kennararnir tóku til þess hversu Thurman var góður nemandi og tók námið alvarlega. STEVEN SEAGAL: Hin taglprúða grænmetisæta er ekki öll þar sem hún er séð því Seagal varð fyrstur útlendinga til að kenna sjálfsvarnaríþróttina aikido dojo í Japan. Heldur 7. dan stigi í bardagalistinni, þannig að hann notar ekki varaskeifur. CHRIS TUCKER: Fékk tilsögn hjá Jackie Chan, mótleik- aranum í Rush Hour-myndunum, og segist vera farinn að kenna meistaranum (sem „mótortúlinn“ segir svo stuttan í annan endann að fæturnir sjáist á ökuskírteininu!). KEANU REEVES: Lærði á þriðja hundrað glímubrögð áður en tökur hófust á Matrix-þríleiknum. |saebjorn@mbl.is Galdrar í Hong Kong Í hasarmyndinni Medallion, eða Heillagrip, leikur Jackie Chan lögregluþjóninn Eddie, samviskusaman lögregluþjón í Hong Kong. Dularfullur heiðurspeningur færir honum hraða, vit og krafta, sem hann notar gegn glæpaklíku Snáksins (Julian Sands). Leik- stjóri er Gordon Chan og myndin frumsýnd í Smárabíói um helgina. FRUMSÝNT MORÐ og minningar Í æsku voru Jimmy (Sean Penn), Dave (Tim Robbins) og Sean (Kevin Bacon) bestu vinir í verkamannahverfi í Boston. Þangað til Dave var neyddur í bílferð sem breytti lífi þeirra allra. 25 árum síðar liggja leiðir þeirra saman á ný. Aftur gerist atburður sem markar örlög þeirra um aldur og ævi. Clint Eastwood leikstýrir Dulá – Mystic River og Laurence Fishburne, Marcia Gay Harden og Laura Linney eru í aukaleikarahópnum. FRUMSÝNT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.