Morgunblaðið - 25.11.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.11.2003, Qupperneq 1
SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 25.nóvember 2003 Sáttargjörð og tiltekt Rætt við Þráin Bertelsson um bókina Ein- hvers konar ég Hann bíður okkar á Hótel Bristol,virðulegu kaffihúsi í hjarta Ólsóarþar sem hefð er fyrir því að norskirgagnrýnendur og blaðamenn yf- irheyri rithöfunda um verk sín í jólavertíðinni. Allir veggir eru þaktir rykföllnum bókum, á gamaldags leðurhúsgögnin stafar mildri birtu frá stórum kristalsljósakrónum og kaffið er borið fram í hátíðlegum silfurkönnum. Það er ekki oft sem blaðamenn fá að fara með þýðendum í einskonar pílagrímsferð til að hitta rithöfunda. Sú var þó raunin er undirrituð slóst í för með Sigrúnu Kr. Magnúsdóttur, þýðanda bókarinnar Hálfbróðurins, til að hitta höfund hennar, Lars Saabye Christensen. Þýðandinn og rithöfundurinn heilsuðust af varfærnislegri hlýju; höfundurinn meðvitaður um langvarandi ferðalag þýðandans um hugarheima hans, þýð- andinn örlítið hikandi yfir þekkingu sinni á skapara þessa sama hugarheims – hver veit hvernig persónuleiki höfundarins kemur heim og saman við þá reynslu þegar allt kemur til alls. Það líður þó ekki nema augnablik þar til þau tala saman eins og aldavinir og þegar kaffið hef- ur verið teygað úr bollunum leggjum við þrjú af stað í gönguferð um sögusvið bókar sem á sig- urför sinni um heiminn hefur einnig leitt fólk úr öllum heimshornum um miðborg Óslóar með ógleymanlegum hætti. „Þið hafið kannski tekið eftir því hversu stað- ir skipta mig miklu máli,“ segir Christensen þegar við hefjum gönguna. „Allar sögupersón- urnar eiga sér sinn stað í tilverunni og þegar að- alpersóna Hálfbróðurins, Barnum, vill losa sig undan byrði fortíðarinnar í lok sögunnar, þá vill hann losna við staðina – loka þeim öllum.“ Áberandi gallað fólk Við tökum stefnuna á hæðina Blåsen í Stensparken sem oft kemur við sögu í lífi Barn- ums, fjölskyldu hans og vina. „Upphafið að þessari sögu var það að mig langaði til að skrifa sögu um þrjár konur,“ upplýsir Christensen. Það liggur því beint við að spyrja hann af hverju þær og reyndar aðrar konur í bókinni, svo sem mæður vina Barnum, hafi allar orðið fyrir jafn- miklum skakkaföllum og raun ber vitni; lík- amlegum örkumlum, sjúkdómum, andlegum áföllum, nauðgun? „Í þessari sögu er það einfaldlega þannig að nánast allar persónurnar hafa einhverja áber- andi galla. Barnum sjálfur er gott dæmi um það, hann er svo lítill. Allar þarfnast persón- urnar „viðgerða“ – þrá að verða heilar. Vegna þessara ágalla eru þær líka allar hálfbræður eða -systur í táknrænum skilningi, eins og titill- inn gefur reyndar vísbendingu um,“ útskýrir hann, „því hann vísar ekki einvörðungu til Freds, hálfbróður Barnums.“ Ef litið er á bókina í samhengi við sögu Nor- egs, blasir við að líta má á fjölskyldu Barnums sem einskonar táknmynd, eða „pars pro toto“ fyrir stöðu Noregs í samfélagi þjóðanna um og eftir seinni heimsstyrjöld, en sá tími er einmitt sögusvið bókarinnar. Pabbi Barnums, Arnold, kemur frá þessum einangraða útnára í norðrinu inn í stærri heim og er illa skaddaður eftir ein- hverskonar innra stríð sem setur mark sitt á Skáldskapurinn tekinn bókstaflega Lars Saabye Christensen fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra, fyrir skáldsöguna Hálf- bróðurinn, sem var í smíð- um í tuttugu ár. Hún er nú komin út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Kr. Magnúsdóttur. Fríða Björk Ingvarsdóttir slóst í för með höfundi og þýð- anda um sögusvið verks- ins í Ósló. Morgunblaðið/Fríða Björk Lars Saabye Christensen við styttu af skáldinu Welhaven, en afi hans var fyrirmynd hennar. Að sögn Christensen mætti skáldið þó sjálft er höfuðið var mótað. BÆ UR Mi›næturbörn er ein róma›asta skáldsaga 20. aldar og ger›i Salman Rushdie heimsfrægan í einu vetfangi. Hún hlaut hin virtu Booker- ver›laun ári› 1981 og sí›ar var hún valin besta Booker ver›launa- bók sí›ustu aldar. Mi›næturbörn hefur ævinlega lent í efstu sætum flegar valdar hafa veri› bestu og áhrifamestu skáldsögur allra tíma. edda.is amazon.de Ein besta skáldsaga allra tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.