Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR HÖFUNDUR þessarar bókar, Helgi Hannesson frá Sumarliðabæ í Holtum, var fæddur árið 1896 og lést árið 1989. Hann var um árabil kaup- félagsstjóri á Rauðalæk. Helgi var mikill fræðasjór og safnaði miklu efni þjóðlegra fræða. Hann var einn- ig ötull ljósmyndari og auk handrita lét hann eftir sig mikið og verðmætt safn ljósmynda. Lesendur gamla Goðasteins minn- ast þess kannski að þar birtust stundum fróðleiksþættir eftir Helga. Nú hefur Bjarni Harðarson valið úr handritasafni Helga Hannessonar efni til þessarar bókar. Að henni rit- ar fornvinur Helga, Þórður Tómas- son, safnvörður í Skóg- um, einkar vel skrifaðan og hlýjan for- mála um Helga. Og út- gefandinn Bjarni gerir grein fyrir útgáfunni og aðdraganda hennar. Bókin skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn er langur þáttur um fræg- an draug þar eystra, Gunnu Ívars (Guðrúnu Ívarsdóttur). Er mikla sögu af henni að segja, æviferli, ættingjum hennar og glettingum eftir að hérvist lauk. Annar hluti nefnist Hálft hundrað drauga í Rangárþingi. Síðan koma Þrír tugir þjóðsagna og loks Tíu sagnaþættir. Einkenni allra þessara frásagna er mannfræðin, ef svo má segja. Höf- undur hefur lagt sig mjög eftir að rekja ættir manna og einatt fylgja ártöl með. Er því hér mikill fróðleikur saman safnaður. Draugaþætt- irnir (Annar kaflinn) finnast mér ekki mikils virði, nema að því leyti sem sagt er frá fólki, sem við sögu kemur. Sjálf draugasagan er oftast ósköp lítilfjörleg. Þjóðsögurnar (álaga- blettir o.fl.) eru mun matarmeiri, en bestir þykja mér þó sagna- þættirnir tíu. Þar nýtur fræðimennska og frá- sagnarlist höfundar sín best. Að vísu verður að segjast, að í síðasta þættinum, um kvennamanninn Jón Brandsson, finnst mér allharkalega vegið að yf- irvaldinu. Það var varla von til þess að kyrrt væri látið liggja að maður ætti tólf börn í hórdómi og sjö börn í trássi við Stóradóm. Með sjö konum átti sá góði maður börn, tveimur eig- inkonum og fimm griðkonum. Eins og áður sagði var Helgi Hannesson ötull ljósmyndari. Hann tók helst myndir af fólki og bæjum. Myndir hans hafa ótvírætt minja- gildi. Í þessari bók birtast margar þeirra bæði viðkomandi texta og óviðkomandi honum. Þær hefðu raunar átt skilið að prentast á betri pappír. Í formála útgefanda segir að á þessari bók sé birtur um það bil þriðjungur af því efni sem höfundur dró saman á langri ævi. Segist útgef- andinn vonast til að annað bindi Þykkskinnu geti komið út að ári liðnu. Er það vel. Myndaskrá, löng og mikil, er í bókarlok. Er það jafnframt skrá yfir fjölda manna- og bæjanafna. Það er tæpast fullnægjandi í riti sem þessu. Úr fórum fræðaþular SAGNAÞÆTTIR Þykkskinna – Sunnlenskar þjóðsögur og þættir Helga Hannesson Sunnlenska bókaútgáfan, Selfossi, 2003, 223 bls. Sigurjón Björnsson Helgi Hannesson Blinda stúlkan er eftir Helga Jóns- son. Bókin er sú sjöunda í bóka- flokknum Gæsa- húð. Sveinsína er góð stúlka en það eru ekki allir góðir við hana. Fjöl- skyldan er að fara í skemmtun í sveitinni og Sveinsína er skilin eftir til að passa bæinn og dýr- in. Hún er því alein heima þegar þjófur kemur um kvöldið til að ræna og rupla. Sveinsína gerir sitt besta, en hún er blind. Útgefandi er Tindur. Bókin er 93 bls. Verð: 1.590 kr. Börn Mannorðsmissir Katrínar Blum er skáldsaga eftir Nóbels- verðlaunahafann Heinrich Böll. Þýðandi er Baldur Ingólfsson. „Sagan kom fyrst út árið 1974 og vakti feikna athygli og umtal þar sem höfundur eiginlega gekk á hólm við stórveldið Bild-Seitung sem hann taldi fótum troða sannleikann með rangfærslum og rógburði og í krafti valds síns leggja líf saklauss fólks í rúst með rógi og lygum,. Sagan er í senn spennandi, átakanleg og háðsk, en fyrst og fremst er hún beitt ádeila sem vekur upp spurningar um siðferði fjölmiðla og það gríðarlega vald sem þeir geta haft til góðs eða ills,“ segir í fréttatilkynningu. Sagan fjallar um unga konu, Katr- ínu Blum. Hún er einstaklega vönd að virðingu sinni og heiðarleg fram í fing- urgóma en verður það á að verða ást- fangin af manni sem er eftirlýstur svikari. Hún sést með honum í sam- kvæmi og þar með hefst darraðar- dansinn. Hún er tekin til yfirheyrslu og blaðið kemst í málið og hefur ofsóknir á hendur henni, situr fyrir henni, birtir af henni flennistórar forsíðumyndir, afbakar sannleikann um hana, rænir hana ærunni, þar til hún rís upp og tekur til sinna ráða. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 164 bls., prentuð í Singapore. Verð: 2.980 kr. Skáldsaga Sveinn Yngvi Egilsson bókmennta fræðingur hefur búið til prentunar og ritað inngang að Ljóðum og lausu máli Gísla Brynjúlfssonar og notið við það aðstoðar Þorfinns Skúlason ar. Bókin kemur út á vegum bókmennta- fræðistofnunar háskóla íslands í rit- röðinni íslensk rit. Sveinn Yngvi hefur einnig gefið út Brennu-Njálssögu fyrr á þessu ári Á vegum bókaútgáfunnar bjarts í nýj- um bókaflokki sem kallast Neonklas- sík. Gísli Brynjúlfsson (1827-1888) er sérstætt skáld og stendur að mörgu leyti stakur í íslenskri bókmennta- sögu eins og fram kemur í inngangi Sveins Yngva. Eins og þar stendur varð Gísla minna úr verki en efni stóðu til. Sveinn Yngvi er spurður um ástæðurnar. „Hann var bráðefnilegur að áliti margra. Um tvítugt heldur hann úti tímariti og skrifar það að mestu leyti sjálfur. Yrkir af miklum móð.Kvæðin birtast í Norðurfara og hann verður landsþekkt skáld. Gísli skrifar Dagbók í Höfn árið 1848 sem Eiríkur Hreinn Finn- bogason gaf út fyrstur manna, 1952, og vakti á henni verðskuldaða at- hygli. Þetta er allt að gerast þegar Gísli er rúmlega tvítugur. Hann fer síðan út í rannsóknir og kennslu, gef ur út nokkra texta en þykir afkasta lítill á því sviði, heldur áfram að yrkja en einhvern veginn er neistinn horf- inn. Á þessu er meðal annars pólitísk skýring. Gísli kemst upp á kant við Jón Sigurðsson og afleiðingin er sú að hann er talinn óþjóðhollur. Þegar hann fær síðan kennaraembætti við háskólann í kaupmannahöfn telja landar hans að yfirvöldin séu að verð- launa hann vegna þess að hann þótti hallur undir Dani. Þannig verð ur hann einangraður og í rauninni út- skúfaður af Hafnar-Íslendingum.“ Má ekki segja að Dagbók í Höfn sé brautryðjandaverk? „Þetta er mjög einkalegur texti. Hann er einlægur og persónulegur og Gísli er opinn og næmur fyrir um- hverfinu. Hann er mjög leitandi, allt- af að setja sig í stellingar, ungur mað- ur í leit að sjálfsmynd, eiginlega mjög nútímalegur ef svo má segja. Minna má á að Eiríkur Guðmundson hefur skoðað Dagbókina út frá sjálfs- ævisögulegri hefð í ágætri bók sinni, Gefðu mér veröldina aftur. Í ákveðnum skilningi er dagbókin brautryðjandaverk þó að hún hafi ekki verið ætluð til útgáfu.“ Þú talar um stellingar í Dagbók- inni? „Gísli gengst upp í ákveðnum geð- sveiflum og það eru fyrst og fremst áhrif frá Byron. Ekki þeim íroníska heimsborgara sem nútímamenn sjá gjarna í Byron heldur er þetta annar Byron, þunglyndislegur, mislyndur, lífssýnin er myrk og skáldið er í upp- reisn. Því tengist áhugi Gísla á frels- inu eins og hjá Byron.“ Þú skrifar um frelsisskáldið Gísla? „Já, og ástaljóðaskáldið. Ástmað urinn Byron dýrkaði suðræna fegurð og var mikill kvennamaður. Það vildi Gísli líka vera. Það er leitun á íróníu hjá honum en því meira um innfjálga alvöru.“ Mikil orka og mikið blek Varð Gísla ágengt í sambandi við kvennamálin? „Hann eignaðist kærustu og fór mikil orka í það samband og mikið blek. Kærastan var Ástríður Helga dóttir.“ Þarna koma við sögu bréf Gísla til Gríms Thomsens? „Í bréfunum til Gríms lýsti Gísli ástarsambandinu í smáatriðum.Grími fannst fáránlegt hvernig Gísli var alltaf að leita að sjálfum sér í konum og fötum og bókum.“ Gísli var þá sannkallaður nútíma maður? „Já, sjaldgæft er að það birtist svona sterkt í textum frá þessum tíma. Það er ákveðin fró fyrir leitandi nútímamenn að finna sér félaga í Gísla. Hann viðurkennir til dæmis vanmátt sinn. Gísli ákveður síðan að hann sé ekki ástfanginn af kærust- unni og slítur sambandinu en er alltaf að hugsa um hana og dreymir hana eins og kemur fram í Dagbókinni. Gísli kvænist ágætri danskri konu skáldmæltri, Marie Nicoline. Þeir sem hana þekktu fóru fögrum orðum um hana. Mamma Gísla flytur ekkja til Hafnar og býr hjá þeim hjónum en faðir Gísla dó áður en hann fæddist. Gísli er umkringdur konum alla tíð og yrkir mikið um konur." Hann er ástfanginn af ástinni? „Það snertir þessar stellingar í Dagbókinni og í ljóðunum. Lífið er kvalafullt. Það er grunnhugsunin. Ástin býður upp á alsælu en að- skilnaðurinn hefur sársauka í för með sér. Fjarvistirnar eru þó frjóar fyrir skáldið og Dagbókarritarann.“ Hvernig eru lýsingar Gísla á ástinni? „Þegar hann er að lýsa Ástríði og gyðingastúlkunni sem hann sá á götu í Kaupmannahöfn þá renna þær sam- an við skáldaðar konur. Ástríður rennur saman við Ófelíu, sjálfur rennur hann saman við ýmsar hetjur bókmenntanna. Þannig séð er hann upptekinn af að vera ástfanginn. Þegar hann hefur slitið samband- inu við Ástríði sér hann meira eftir ástríðunni en Ástríði. Hann yrkir ljóð þar sem hann leggur út af Biblíunni, gjarnan dapurleg ástaljóð. Grátur Jakobs yfir Rakel er dæmi um það. Ég held að hann byggi þar á ljóða- flokki eftir Byron. Í ljóðinu er hann að samþætta bölsýnan ástartrega nítjándu aldar minnum úr gamla testamentinu. Gísli er einna fyrstur íslenskra skálda til að dásama suð- ræna fegurð en við erum vanari hinni norrænu.“ Þú talar um margröddun í ljóðum Gísla? „Þetta er fengið frá Einari Bene- diktssyni. Gísli er oft sjálfhverfur en líka örlátur. Hann hleypir öðrum skáldum að. Þetta eru eins og stef í músík, það hvernig tónskáld taka stef frá öðru tónskáldi. Þetta kemur einna skýrast fram í frelsisljóðunum þar sem hann er að vitna í sögu Ungverja. Svipað gerðu módernísk skáld síðar. Gísli er svolítið á undan tímanum hvað varðar slíkar vísanir.“ Hver er staða Gísla nú? „Dagbókin og nokkur ljóð munu lifa. Gísli er þó ekki höfuðskáld en höfundar geta verið athyglisverðir á sinn hátt.Hann er mjög forvitnilegur þegar hann er skoðaður í sínu sögu- lega og menningarlega samhengi. Því má bæta við að Gísli er brautryðjandi í kvæðagerð sem byggist á þjóðsög- um. Grímur varð þekktur fyrir slík kvæði en það var síðar á 19. öld. Gísli sló þó aldrei verulega í gegn en kvæði hans, Gullið rauða og lóan sýna hvers hann var megnugur þegar hann tók þjóðsagnaefnið réttum tökum.“ Gunnar heilmikið skáld Er útgáfa þín á Brennu-Njálssögu frábrugðin öðrum Njáluútgáfum? Ég vann mikið með handrit þegar ég vann að Gísla og líka Njálu. Ég fer alveg eftir Reykjabók en það er eitt elsta og heillegasta handrit Njálu, frá því um 1300. Textanum er fylgt alveg en stafsetning samkvæmt nútíman um. Það sem er sérstakt við texta Reykjabókar er að það eru óvenju margar vísur í honum og Gunnar á Hlíðarenda birtist til dæmis sem heil- mikið skáld. Þetta minnir dálítið á söngleik þar sem menn bresta iðu- lega í söng. Í Reykjabók bresta menn í vísur af minnsta tilefni.Vísurnar eru allar skýrðar. Auk þess eru almennar orðaskýringar og nafnaskrár í útgáf- unni.“ Ástfanginn af ástinni  Bókmenntafræðistofnun Háskóla Ís- lands hefur gefið út Ljóð og laust mál Gísla Brynjúlfssonar. Bjartur hefur gef- ið út Brennu-Njálssögu í nýjum flokki, neonklassík. Eftir Jóhann Hjálmarsson Morgunblaðið/Eggert SVEINN YNGVI EGILSSON: „Grími Thomsen þótti Gísli leita að sjálfum sér í konum og fötum og bókum.“ Stundirnar eftir Michael Cunn- ingham. Þýðandi er Þorbjörg Bjarn- ar Friðriksdóttir. Þrjú tímabil, þrjár sögur og þrjár kon- ur mynda eina heild í þessari skáldsögu. Kon- urnar tengjast saman á undursam- legan hátt yfir tíma og rúm, eins og hlekkir í keðju, ómeðvitaðar um þau duldu áhrif sem eitt einstakt bók- menntaverk hefur á líf þeirra. Fyrst er að nefna skáldkonuna Virg- iníu Woolf, í úthverfi London árið 1923. Hún er að semja fyrstu stóru skáldsöguna sína „Frú Dalloway“ og berst við að halda aftur af geðveiki sem stöðugt ógnar henni. Tveimur áratugum síðar, við lok seinni heimsstyrjaldarinnar, er Lára Brown, eiginkona og móðir í Los Ang- eles, að lesa „Frú Dalloway“. Hún sogast með heljarafli inní hugarheim bókarinnar sem hefur svo sterk áhrif á hana að hún byrjar að hugleiða flótta frá því lífi sem hún lifir. Í nútím- anum er Klarissa eins konar nútíma útgáfa af „Frú Dalloway“. Hún und- irbýr veislu fyrir ástkæran vin sinn, skáld sem er að deyja úr alnæmi. Michael Cunningham hefur hlotið marvíslegar viðurkenningar fyrir sög- una, meðal annars hin virtu Pulitzer- verðlaun. Hún kom fyrst út í Banda- ríkjunum árið 1998 og var valin besta skáldsaga ársins af öllum helstu bók- menntatímaritum. Eftir henni var gerð samnefnd kvikmynd sem hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun og níu tilnefn- ingar til Óskarsverðlauna árið 2003. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 240 bls., prentuð í Singapore. Verð: 3.480 kr. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.