Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 B 5 BÆKUR HRINGADRÓTTINSSAGA Tolkiens hefur reynst einhvert ást- sælasta bókmenntaverk tuttugustu aldarinnar. Allt frá útkomu þrí- leiksins á sjötta áratugnum hafa lesendur gefið sig á vald töfra- heiminum sem þar gefur að líta; iðnaður hefur sprottið upp um- hverfis bækurnar og höfund þeirra og með fullvissu má halda því fram að Tolkien hafi getið af sér nýja bókmenntagrein, þá sem kennd er við sverð og særingar (e. „sword & sorcery“) og notið hefur mikilla vinsælda síðustu áratugi (D. Edd- ings, R. Jordan, G.G. Kay o.s.frv.). Og ekki sakar inngrip nýsjálenska snillingsins Peters Jackson en kvikmyndaaðlögun hans á bókun- um (einnig í þremur hlutum) hefur borið orðspor Tolkiens víðar en áð- ur. Eru þar á ferðinni úrvalsmynd- ir sem tekst hið ómögulega, þ.e. að miðla flókinni sköpun Tolkiens í nýjum miðli á máta sem sinnir frumverkinu af heilindum en fyllir það einnig sköpunarþrótti mynd- rænnar miðlunar. Framtak Ár- manns Jakobssonar er því áhuga- vert í þessu samhengi. Hann hefur skrifað fylgirit við hið mikla verk Tolkiens sem gagnast lesendum bókanna sem túlkun og skýring í senn. Ármann virðist vel til verksins fallinn. Hann er sérfræðingur í miðaldabókmenntum og þaðan dregur Tolkien að nokkrum hluta frummyndir þær er umbreytast í persónur, staðhætti og goðsögur í Miðgarði. Þannig nýtur Ármann sín ekki síst þegar hann fjallar um orðsögulegar rætur nafna og orða í Hringadróttinssögu, og tengsl hennar við miðaldabókmenntir, sem eru margvíslegar. Þá er áhugavert að fylgjast með Ár- manni rekja notkun Tolkiens á fornum nor- rænum og íslenskum ritum við sköpun þeirrar litríku per- sónu- og tegundaflóru sem í Miðgarði býr. Þess utan er túlkun Ármanns á sögunni jafnan upplýsandi. Hann fjallar t.d. um þá staðreynd að fantasíu- heimur Tolkiens er sögulegri en margan skyldi gruna, og þá ætlun höfundar að færa þjóð sinni safn goðsagna, en slíkan menningararf sárvant- aði Englendinga að hans mati. Ármann ver nokkrum hluta upp- hafskafla bókarinnar í umfjöllun um vinsældir Hringadróttinssögu gegnum tíðina, viðtök- ur hennar og gagnrýni, ásamt stuttri lýsingu á lífshlaupi höfundar (sem inniheldur mjög vafasama umfjöllun um hjónaband Tolkiens en lýsingin á eiginkonu hans ber hér öll merki þröngsýnnar aðferða- fræði höfundarins sem Ármann þarna styðst við, þ.e. H. Carpenters), en þarna, strax í upp- hafi bókarinnar, vantar reyndar eitthvað í líkingu við almenna yf- irsýn yfir verkið; þjóðirnar, per- sónurnar og ekki síst heiminn. Strax í fyrsta kafla er t.d. talað um Róhan og Gondor og eðlislæga eig- inleika íbúa þessara þjóða, og til- tekin atvik í sögunum, líkt og ekki komi til greina annað en lesendur viti um hvað er rætt. Það er nokkru síðar sem fyrir augu ber undirkaflaheitið Þjóðirnar í Mið- garði. Þar á eftir, hins vegar, fylgir skýr leiðsögn í gegnum at- burðarás sögunnar. En í þeirri yf- irferð verður lesandi var við leiða yfirsjón útgáfunnar sem er skortur á korti af Miðgarði. Hér og þar lýsir Ár- mann landfræðileg- um kostum Miðgarðs, sem ekki er að undra í ljósi þess að ferða- lög hinna mörgu per- sóna bókanna bera þær vítt og breitt, og fyrir höfundi var landfræðileg útlegg- ing heimsins mikið metnaðarmál, en um- fjöllun Ármanns um víðfeðmt brölt föru- neytisins væri óneit- anlega markvissari og skiljanlegri ef með fylgdi kort sem vísa mætti til. En söguheimur Tolkiens er mikil- fenglegur hvernig sem á það er litið. Sjaldgæft er að sér- hæfð þekking og áratugalöng fræði- sörf séu nýtt til sköpunar skáld- verka, en um það er Hringadróttinssaga dæmi. Höfundur var málfræðingur mikill, kunnugur fjölda tungumála (hann var t.d. vel læs á íslensku), og sérfræðingur um bókmenntir miðalda. Allt þetta skilaði sér inn í þríleikinn og eitt af því sem gagnlegast er í bók Ár- manns er lýsing hans á því hvernig þekking höfundar spilaði sífellt stærra hlutverk í sköpunarverkinu (frá því að skipta litlu máli í Hobb- itanum til lykilhlutverks í Silmerl- inum) án þess að letja frásagn- areðli hans. Farsæl notkun Tolkiens á hinni miklu baksögu sem hann skapaði fyrir Hringa- dróttinssögu byggist öðru fremur á hófsemi hans við notkun efnisins, en um þetta fjallar Ármann á skemmtilegan hátt. Í stað þess að fylla bókina af baksögum, endurliti og útskýringum vísar Tolkien óbeint til stærra samhengis sem þó er aldrei skýrt að fullu, en skapar þess í stað dularfullan anda og tilfinningu fyrir því að margt fleira búi í söguheiminun en les- endur (og persónur bókarinnar) kynnast í yfirferðinni þessu sinni. Hafa ber líka í huga að stór hluti þessa „aukaefnis“ var unninn og þróaður eftir útgáfu Hringadrótt- inssögu og snertir því verkið ekki nema að takmörkuðu leyti; einna helst hefur það orðið syni Tolk- iens, Christopher, happadrjúgt þar sem hann hefur síðastliðna ártugi staðið að útgáfu á glósubókum föð- ur síns. Aldrei fer milli mála að Ármann hefur kafað djúpt í verk Tolkiens, og hefur fulla yfirsýn yfir þann margflókna veruleika sem þar blasir við. Þannig verður sú til- finning fljótt ríkjandi að tök höf- undar á viðfangsefni sínu séu afar traust og lesendur sem standa í svipuðum sporum og undirritaður, en nokkuð er síðan ég las bækur Tolkiens, geta óhikað falið sig handleiðslu hans. Má kannski segja að verk Ármanns líkist þannig að sumu leyti upprifjunar- bók en meira kemur þó til. Fannst mér til að mynda tengingar sem hann gerir bóka á milli (innan Hringadróttinssögu, en einnig við Hobbitann og Silmerilinn) oft og tíðum áðdáunarverðar og afar upp- lýsandi. Ef litið er á aftanmáls- greinar kemur reyndar í ljós að bækur T.A. Shippeys hafa reynst Ármanni ríkur upplýsingabrunnur og stundum er erfitt að sjá hvaðan góðar túlkunarhugmyndir koma „frá Ármanni eða Shippey“ en mér segir svo hugur að lesendur sem einfaldlega vilja leiðsögn um Mið- garð, og skipta sér minna af fersk- leika túlkunarleiðanna, finni það sem að er leitað í bók Ármanns. Um Hringadróttinssögu FRÆÐI Tolkien og hringurinn ÁRMANN JAKOBSSON 254 bls. Forlagið 2003 Heiða Jóhannsdóttir Ármann Jakobsson J.R. Tolkien „SÚ mynd sem ég sneri að heiminum í rúmlega fjóra áratugi var svo margfölsuð að ég mátti skrapa af henni ótal lög af máln- ingu, fitu og sóti áður en grillti í daufar útlínur óhreinu stelpunnar sem ég var alltaf að fela. Eftir vandlega hreinsun kom í ljós að frummyndin var svo óskýr að það var eins og hún væri að hluta til ómáluð. Ef vel var að gáð mátti sjá glitta í flóttalegt augna- ráð þeirrar öryggislausu og eig- ingjörnu manneskju sem ég í rauninni er þegar óttinn fær að vaxa eins og illgresi í huga mér“ (67) segir Linda Vilhjálmsdóttir í Lygasögu (15). Lygasaga er fyrsta prósabók Lindu; „sönn saga um lygi“ eins og segir á afar ljótri bókarkápu sem á klisjulegu tákn- máli sýnir svartan blett á tungu. Í sögunni skiptast á mislangir kaflar um vanlíðan, kvíða og einsemd sögumanns í bernsku og sleitu- lausan drykkjuskap á fullorðins- árum sem hvorttveggja tengist brotakenndri sjálfsmynd og sjúk- legri þráhyggju. Linda er bersögul og ósérhlífin þegar hún lýsir þeim blekkingarvef sem hún var flækt í um áratuga skeið; réttlætingunni fyrir ofdrykkjunni og ofbeldinu sem hún beitti sína nánustu og sjálfa sig. Slíkt miskunnarleysi er ekki algengt í íslenskum sjálfs- ævisögum og reyndar óvíst hvort flokka á Lygasögu Lindu sem slíka. Bók af þessu tagi, sem lýsir löngu ferli frá algjörri nið- urlægingu til upprisu úr ösku- stó, gæti vakið vonir hneykslis- þyrstra lesenda um spennandi fylleríssögur af fólki sem veltist um í svaðinu. En Lygasaga er ekki þannig bók, hún er nærgöng- ul við sögumann en hlífir lesand- anum við smáat- riðum. Af sögunni má vel sjá að Linda hefur farið í gegnum gríðarlega sjálfsskoðun og sett lífshlaup sitt í nýtt samhengi. Afhjúpunin er al- gjör. Myndin sem Linda dregur upp af sjálfri sér sem barni og unglingi er vægðarlaus og fráhrindandi; hún er löt, kjaftfor og meinfýsin ókind sem í botnlausu óöryggi reynir að fóta sig í hörðum heimi og er ekki vönd að meðulum. Sem útivinnandi sambýliskona er hún jafnömurleg, föst í alkóhólista- mynstri sem einkennist af ásök- unum, sektarkennd og refsingum, og þjökuð af sjúklegri drottnunar- girni og afbrýðisemi. Eftir áratuga ofdrykkju er blekkingarhjúpurinn loksins rofinn og blákaldur raun- veruleikinn blasir við; það sem í fyllerísruglinu leit út eins og hóg- værð var í rauninni veiklyndi, töff- araskapurinn breiddi yfir vanmátt- inn, lífið var lygi. Í textanum svífur kaldhæðnin yfir vötnum en hún beinist öll að Lindu sjálfri, ásamt grimmd og sársauka. Niðurbroti hennar í drykkjuskapnum er lýst með niðurrifi sjálfs- og heimsmyndar, í rústum lyganna leynist hið sanna sem erfitt er að horfast í augu við en það er gert af óvenjulegu hugrekki í þessari bók. Er það tilviljun að tvær Lindur skuli á sama tíma koma fram með bók um alkóhólisma kvenna? Það verður spennandi að bera þær saman. Stíll sögunnar hæfir efninu vel, hraður og talmálslegur og skemmtilegur aflestrar. Byggingin er hins vegar veiki hlekkur henn- ar. Skálholtssenan í byrjun bókar á að sýna hvenær botninum er náð en er einhvern veginn ótrúverðug sem vendipunktur í lífi söguhetj- unnar. Upphafsatriðið kallast á við lokasenuna sem er einhvern veg- inn ofhlaðin, of táknræn, of svið- sett miðað við að söguhetjan hefur nýlega uppgötvað að líf hennar var allt ein sviðsetning. Á baki bókarkápunnar er ljós- mynd af höfundi sem gæti svipt lesandann voninni um að söguhetj- an sé frjáls; hún er aðeins hálf á myndinni og með dökk sólgler- augu. Sannar sögur SJÁLFSÆVISAGA Lygasaga LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR 167 bls. Forlagið 2003. Steinunn Inga Óttarsdóttir Linda Vilhjálmsdóttir Draumurinn um Ísland - Á ferð með Magnúsi Magnússyni hefur Sally Magnusson skráð en Árni Sig- urjónsson íslensk- aði. Sally Magn- usson lýsir ferða- lagi með föður sínum, MagnúsiMagn- ússyni sjónvarpsmanns, á slóðir forfeðra hans á Norðurlandi. Hún bregður upp lifandi mynd af Magnúsi, sem fræðaþul og sagnamanni, þar sem faðir reynir að skýra töfra Íslands fyrir dóttur sem aldrei hefur haft fasta búsetu hér á landi. Sally Magnusson er þekkt fjölmiðlakona í Bretlandi og hefur sent frá sér nokkrar bækur. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 256 síður og prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hann- aði Loftur Ó. Leifsson Verð: 4.490 kr. Ferðasaga Ferðbúin nefnist fimmta skáldsaga Baldurs Gunn- arssonar. Sagan fjallar um unga konu, Júlíu, sem stend- ur á tímamótum í lífi sínu. Hún er fyrrum fegurðardís sem hélt að lífið yrði dans á rósum en nú er farið að halla undan fæti. Hún stendur uppi fráskilin og févana tveggja barna móðir. Nánasti ættingi, sem er móðir hennar, stöndug ekkja, vill lítið af henni vita. Þá birtist bjarg- vætturinn. Um tíma virðist ætla að leysast úr vandræðum hennar en heimurinn er viðsjárverður og þar kemur, að Júlía á fárra kosta völ. Hún leggur af stað til að ljúka ferð eða til að hefja nýja? Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 172 bls., prentuð í Singapore. Verð:kr. 3.680 kr. Skáldsaga Innan veggja og utan - Saga skóla og fræðslu í Kópa- vogi 1946-2001 er skráð af Þor- leifi Friðrikssyni, Sólborgu Unu Pálsdóttur og Haraldar Þórs Eg- ilssonar. M.a. er fjallað er um húsbygging- arnar sjálfar, lagaumhverfi skóla- halds, kennsluaðferðir, röðun í bekki, sálfræðiþjónustu, heilsugæslu, leiki, tómstundaiðkun, nýsitæki, unglinga- vinnu, félagsstarf og skólatengt starf foreldra. Einnig er fjallað um skóla- og fræðslustarf í Kópavogi. Eitt meg- inmarkmið við ritun þessa verks hefur verið að tengja skólasögu sögu bæj- arbrags, í fyrstu frumbyggjasamfélags og síðar gróins samfélags mennta og menningar. Tilraun er gerð til að segja sögu skólamála í tengslum við sögu bæjarfélagsins, þróun skólamála á Ís- landi og almenna þjóðfélagsþróun. Útgefandi er Kópavogsbær. Bókin er 349 bls., prýdd fjölda ljósmynda. Prentun: Gutenberg. Saga Að temja drekann sinn er eftir Hiksta Hryllifant Hlýra III. Cressida Cowell í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Hiksti Hrylli- fantur Hlýri III var hetja á víkingaöld: Stríðshetja, ein- staklega vopnfimur og áhugamaður um náttúrufræði. Hann var kunnur um gjörvallan heim víkinga sem ,,dreka- hvíslarinn“, vegna valdsins sem hann hafði yfir þessum ógurlegu skepnum. Hiksti var höfðingjasonur og átti að taka við höfðingdómi af föður sínum. En hann var hvorki hrikalegur né- hrottafenginn. Þess vegna varð hann að fara löngu leiðina til að verða hetja. Útgefandi er Æskan. Bókin er 224 bls., prentuð í Odda. Verð: 2.790 kr. Ævintýri DÍNUS er dreki sem getur stækk- að og minnkað, getur breytt um lit og lagað sig að hvers kyns aðstæð- um. Hann er leynivinur Öldu, söguhetjunnar í þessari bók. Óskar vinur Öldu er sá eini fyrir utan Öldu sem getur séð Dínus og leikið við hann. En þar sem hann er leynivinur hverfur hann úr augsýn um leið og mamma kemur inn. Dínus flýgur um heima og geima með börnin og meðal annars getur hann flogið alla leið upp til tunglsins þar sem krakkarnir geta safnað saman mánasteinum. Dínus getur líka synt niður á hafsbotn og farið í eltingaleik með fiskunum. Þetta er falleg og ljúf saga sem ýt- ir undir hugmyndaflugið og sýnir að allt er mögulegt í heimi ímyndunar- innar. Myndir Brians eru í góðu samræmi við söguna og drekinn Dín- us sést bæði stór og lítill og ekki er dregið af litadýrðinni enda eiga æv- intýri sér engin takmörk. Drekar í garðinum BÆKUR Barnabók MÁNASTEINAR Í VASANUM Brian Pilkington. Sigþrúður Gunn- arsdóttir þýddi. Mál og menning 2003, 26 s. Sigrún Klara Hannesdóttir Brian Pilkington

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.