Vísir - 21.11.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 21.11.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSLR Föstudagur 21. nóvember 1980 i utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: DavlA Guðmundsson. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttlr. Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor steinsdóttir, Páll Magnússon. Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. BlaAamaAur á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson. Kristján Ari Einarsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: SigurAur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 8óóll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, simar 86611 og 82260. AfgreiAsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjalder kr. 5.500,- á mánuði innanlands og verð i lausasölu 300 krónur ein takið. Visirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Slðumúla 14. Rikisstjórnin hefur veriö aö ræöa og undirbúa aögeröir i efnahagsmálum allt þetta ár en ekkert gerist. Enn bera ráöherrar þvi viö aö þcir séu aö ræöa málin og ekkert sé hægt aö segja. En er irauninni nokkuö til umræöu? HVE Eflaust hefur þegar reynt verulega á langlundargeð þeirra kjósenda, sem greiddu Framsóknarf lokknum atkvæði sitt í siðustu þingkosningum, enda líður hver mánuðurinn af öðrum án þess að margnefnd niðurtalning flokksins hefjist. Verðbólgan telur sjálf verðlagið upp á við án þess að nokkuð sé gert til þess að sporna gegn þeirri þróun eða taka fyrir víxlhækkan- ir kaupgjalds og verðlags. Það hljóta að vera takmörk fyrir því, hve lengi stjórnmála- f lokkur getur sætt sig við að sitja að völdum án þess að koma kosn- ingamálum sínum í framkvæmd, en f ramsóknarráðherrarnir virðast leggja meiri áherslu á að halda mjúkum stólunum en að fylgja fram sannfæringu sinni í efnahagsmálunum. Að vísu verður að taka með í reikninginn, að fordæmi kratanna hræðir ef til vill framsóknarráðherrana. Sigur kratanna á sínum tima varð fyrst og fremst vegna þess að fólk trúði því að þeir hefðu f und- ið patentlausn á verðbólguvand- anum sem ekki kæmi um of við heimi lisrekstur almennings. Glæsileg kosningaloforð þeirra fleyttu þeim inn á þing með stærri þingmannahóp en um gat áður, og svo stóran, að jafnvel þeir sjálfur urðu undrandi á vinsældunum. Og svo fóru þeir í stjórn, vildu auðvitað koma stefnumiðum sín- um fram, en samstarfsf lokkarn- ir gátu alls ekki sætt sig við að fara þeirra leiðir. Allt sprakk með miklum hvelli sem menn muna og i stað þess að kratarnir kæmust í stjórn að nýju með Sjálfstæðisflokknum, eins og flestir þeirra höfðu vist reiknað með, varð til það nýstárlega afbrigði stjórnarsamstarfs, sem þjóðin býr nú við. Kratarnir lentu úti í kuldanum, lítill og magnþrota flokkur. Sorgarsaga kratanna er f ramsóknarmönnunum víti til varnaðar, og þeir hyggjast í stað þess að sprengja stjórnina reyna til þrautar að koma stef numiðum sínum t framkvæmd. En hversu lengi geta þeir beðið? Hve lengi geta menn látið verðbólgubylgjur skella á þjóðinni með vissu milli- bili? Hve lengi getur Steingrímur Hermannsson verið þekktur f yrir að segja að hann hrylli við því, sem gerast muni fyrir upphaf hvers nýs vísitölutímabils f rá því að stjórnin tók við völdum? Verða ráðamennirnir ekki að sýna að þeir haf i kjark til að taka ákvarðanir, þegar þeir segjast gera sér grein fyrir alvöru máls- ins? Meðal þeirra, sem lagt hafa áherslu á að leita skýrra svara um það, hvað ríkisstjórnin hyggist fyrir í efnahagsað- gerðum á næstunni eru væntan- íegir fulltrúar á þingi Alþýðu- sambands Islands. Það gefur auga leið, að þeir þurfa að vita, hvort meiriháttar vísitöluskerðing er framundan eða hvort fyrirhugað er að skerða kaupmátt í kjölfar nýgerðra allsherjarsamninga. En það er sama sagan, ASI- menn fá ekki svör f remur en aðr- ir. Það eina, sem viðskiptaráð- herrann, Tómas Árnason, vildi upplýsa á alþingi um þessi mál var að efnahagsráðstafanir væru til umræðu í ríkisstjórninni og að svo stöddu væri ekki hægt að greina nánar frá hvað þar væri til umræðu. Ætli sé í rauninni verið að ræða nokkuð? Getur núverandi stjórn nokkurn tíma komið sér saman um hvaða aðgerðir verði gerðar? Megináherslan virðist lögð á eins konar línudans, þar sem þess er j vandlega gættaðekki hallist á, — 1 allrasístá verkalýðshreyfinguna — því annars er hætt við falli. ' aínýjumbólcum Fjallakánstner segir frá Bókaútgáfan Orn og Orlygur hf. hefur sent frá sér bókina: Fjall- kúnstner segir frá, eftir Pjetur Hafstein Lárusson. — Stefán frá Möðrudal rekur sögu sina. Stefán Jónsson frá Möörudal er maður sem bindur bagga sina öðrum hnútum en margir samferða- menn hans. Hann hefur lifað margbreytilegu lifi og ber svip uppruna sins, hinna hrikalegu Möðrudalsöræfa, þar sem bjarn- dýr hafa sótt bæjarfólkið heim með óskemmtilegum afleiðing- um, og Möörudals-Manga gerir sig heimakomna, löngu eftir að jarövistardögumim er lokið. Stefán Jónsson, fjallakúnstner, segir frá á sinn skemmtilega og sérstæða máta, og kemur i bók- inni, eins og i myndum sinum, til dyranna eins og hann er klæddur. Bókin Fjallakúnstner segir frá er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuö i Prentstofu G. Bene- diktssonar, en bundin i Arnarfelli hf. Ljósmyndir eru fjölmargar i bókinni eftir þá Guöjón Róbert Agústsson og Gunnar Elisson, en bókarhönnun og hönnun forsiðu er eftir Sigurþór Jakobsson. Pila pina Úterkomin bókin Pila Pina eft- ir Kristján Einarsson frá Djúpa- læk. Bókin er myndskreytt af Pétri Halldórssyni og söngvar eru eftir Heiðdisi Norðfjörð. Segir bókin frá ævintýri sem gerist i músabyggðinni i Lyng- brekku og er aðalpersónan hin litla og lifsglaða Pila Pina. Það er bókaútgáfan Orn og Or- lygur sem gefur bókina út, en einnig er væntanleg á markaðinn hljómplata með söngvunum sem bókin 'hefur að geyma. Kemur hún út siðar i þessum mánuði. Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans Hjá Máli og menníngu er kom- inút ný skáldsaga eftir Guðberg Bergsson, Sagan af Ara Fróða- syni og Hugborgu konu hans. I forlagsumsögn um bókina segir: betta er saga af nokkrum framsæknum nútima Islending- um sem lenda i ýmsum ævintýr- um en bjargast úr hverjum háska með þjððlegu hugviti og hreysti. Ari Fróðason, sem er aðalper- sóna bókarinnar, er fyrst og fremst athafnamaður. Það er at- höfnin sjálf sem honum er hug- leikin, niðurstaðan skiptir hann minna máli. Bókin er að ýmsu leyti i stil skálkabókmennta, það er lýst ferð hans gegnum þjóöfé- lagið sem hefst á leikvelli og lýk- ur i laxveiðiferð. Sagan af Ara Fróöasyni og Hugborgu konu hanser 137 bls. og prentuð i Hólum. Gylfi Gislason gerði kápuna og naut við það að- stoðar barna i Myndlistarskólan- um i Reykjavik. Borgfirsk blanda IV. Nýlega er komin út hjá Hörpu- útgáfunni á Akranesi 4. bókin af Borgfirskri blöndu. 1 þessari bók, eins og hinum fyrri, er að finna blöndu af borgfirskum þjóðlifs- þáttum, persónuþáttum, gaman- málum og gamanvisum, frásagn- ir af slysförum, draumum og dul- rænum atburðum. Meðal þeirra sem eiga efni i bókinni eru: Oddur Sveinsson, hinn landsfrægi fréttaritari Morgunblaðsins, Andreá Eyjólfs- son i Siðumúla, Björn Jakobsson ritstj. frá Varmalæk, séra Brynjólfur Gislason i Stafholti, Gisli Sigurðsson Akranesi, Guð- mundur Brynjólfsson á Hrafna- björgum, Karl Benediktsson Akranesi, Kjartan Bergmann Guðjónsson frá Flóðatanga, Magnús Sveinsson frá Hvitsstöð- um, Sigurður Jónsson i Tryggva- skála á Akranesi, Sigurður Guð- mundsson frá Kolsstöðum, Sigurður Jónsson frá Haukagili, Sveinbjörn Beinteinsson á Drag- hálsi, Þorsteinn Guðmundsson frá Skálpastöðum, Þorvaldur Þorkelsson frá Lundi, Valgarður L. Jónsson, Valgeir Runólfsson Akranesi. Borgfirsk blanda 4 er 246 bls. i stóru broti. Fjöldi mynda er i bókinni. Prentverk Akraness hf. hefur annast setningu, prentun og bókband. Káputeikning er eftir Ragnar Lár. Stuðlamál — Ljóð Einars Beinteinssonar Hörpuútgáfan á Akranesi hefur gefið út ljóöabókina Stuðlamál sem er safn af kvæðum og rimum eftir Einar Beinteinsson skáld frá Draghálsi. Einar var fæddur i Grafardal 5. febrúar 1910 sonur hjónanna Beinteins Einarssonar og Helgu Pétursdóttur. Einar naut ekki langrar skóla- göngu en las mikið og stundaði sjálfsnám. Hann var fjölhæfur listamaður, fékkst við smiðar og teiknaði vel. — Tuttugu og fimm ára gamall missti hann heilsuna og átti við stöðug veikindi að striða til dauðadags. Hann andaö- ist i júlimánuði 1978. Bókin Stuðlamál er 159 bls. Prentverk Akraness hf. annaðist prentun og bókband.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.