Vísir - 21.11.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 21.11.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. nóvember 1980 VÍSIR 5 og hins vegar poppararnir, sér- lega vel klæddir, brilljantin- greiddir unglingar i támjóum skóm með oddhvössum hælum. bað eina sem virðist vera sam- eiginlegt með þessum hópum — og það er hatrið á hinum hópnum. 1 október réðust pönkarar i Berlin á samkomustað poppar- anna, diskótekið Maxin, og var það upphaf fjögurra tima slags- mála þúsund unglinga. Tveimur dögum siðar hefndu poppararnir sin og réðust á samkomustað pönkaranna „öngþveitis-klúbb- inn” rifu hann næstum til grunna og skildu 40 pönkara eftir, liggj- andi i blóði sinu. Málið hefur nú heldur veriö flækt þar sem pönkararnir hafa tilneyddir að þvi er virðist.gert bandalag við þriðja hópinn sem er leifar af rokkklikum sjötta áratugarins. Bardagarnir hafa hrært svo upp i V-Berlinarbúum, aö sérstök „klikunefnd” hefur verið mynduö innan lögreglunnar. Enda hafa veriðmeira en tuttugu meirihátt- ar götubardagar þar á þessu ári. Mikiö hefur verið skrifað um þessa hópa og hafa blöð jafnvel tekið pólitiska afstöðu til hóp- anna. Vinstri sinnar virðast vera á bandf pönkaranna, en hægri sinnar á bandi popparanna. Væri unglingarnir hins vegar spurðir þá gæfu þeir hreinlega „skit i pólitikina”. Það er spurningin um nú eða aldrei. Nú — fyrir stéttameðvitaða popparana, aldrei — fyrir gjör- eyðingarstefnu pönkaranna. - Fjórtánda fórnarlambið skorið á háls Hræðsla hefur gripið um sig meðal kvenfólks i Leeds i Eng- landi eftir að „The Yorkshire Ripper” drap fjórtánda fórnar- lamb sitt á mánudaginn, en þessi morðóði náungi hafði ekkert bært á sér f fjórtán mánuði. Fórnarlambið aö þessu sinni var Jacqueline Hill, tvitugur nemandi, sem var á leiðinni heim til sín á mánudagskvöld, þegar ráðist vará hana og hún myrt eft- ir miklar misþyrmingar. Sálfræðingurinn Stephan Shaw sagði i gær, að morðinginn væri geðklofi, og hann myndi senni- lega myrða tvær eða þrjár konur til viðbótar á skömmum tima, fyrst hann væri byrjaður. „Hann getur ráðið við hvatir sinar lengi i einu, en þegar óeölið nær yfirhöndinni verður það að fá útrás.” Þessi fimm ára hryllingssaga minnir óneitanlega á söguna um Jack the Ripper, sem hræddi lif- tóruna úr öllum konum i London seinni hluta nitjándu aldar. Sá skar sex hórur á háls og aldrei komst upp, hver framdi ódæðið. t fyrra sendi „The Yorkshire Ripper”-lögreglunni segulbands- spólu. A henni kynnti morðinginn sig sem Jack og sagði: Þið eruð engu nær þvi að ná mér núna en þegar ég byrjaði fyrir fjórum ár- um. Spöla þessi var spiluö á leik- vangi knattspyrnufélagsins Leeds, þannig að ef einhver þekktiröddina, þá gæti hannef til vill gefið lögreglunni visbend- ingu. begar þetta var reynt hafði morðinginn drepið ellefu konur. Svör áheyrendanna á knatt- spyrnuvellinum voru: „Ellefu núll — ellefu núll — ellefu núll”. Niu af fjórtan fórnarlömbum „The Rippers” hafa verið hórur, en fimm hafa veriö venjulegar konur. Ungar konur, sem þurfa að skreppa bæjarferð að kvöld- lagi, fara alltaf i hópi eöa fá meö sér fylgdarmann. Þá hafa for- eldrar tekið dætur sinar út úr heimavistarskólum tii öryggis. Undarleg eftirliking af stétta- baráttu fer nú frant á hverjum laugardegi í landinu, þar sem Karl Marx fæddist, Þýskalandi. Þeir, sem berjast, eru þó ekki auðstéttir og öreigarnir, heldur hópar — eða klikur — unglinga. Annars vegar eru það pönkararn- ir — burstaklipptir eða jafnvel sköllóttir og sóðalegir krakkar i leðurjökkum og þröngum buxum Flest fórnarlömb „The Ripper” hafa fundist strax enda virðist morðinginn stoltur af gerðum sinum. Eitt likið fannst þó ekki fyrr en nokkrum dögum siðar. OlsahræOsla í Leeds: Þúsund ung- lingar í blóðugum siagsmálum - Míkil átðk poppara og pönkara í Berlín YORKSHIRE RIPPER KOMINN A KREIK AFTUR Fjoldahandtðkur í Tyrklandi Hershöfðingjarnir i Tyrklandi, sem tóku völdin fyrir meira en tveimur mánuðum, eru nú farnir að þjarma verulega að pólitískum öfgamönnum Fjöldahandtökur hægri og vinstri manna.þará meöal hand- tökur um 60 kennara, hafa verið viðurkenndar i þessari viku, og herliðið vinnur nú eftir formúl- unni „skjótið til dauða”, þegar það stendur frammi fyrir vopnuð- um öfgamönnum. Forsætisráðherra herforingja- stjórnarinnar, Kenan Everen hershöfðingi, sagöifyrirnokkrum dögum, þegar stjórnin var sökuð um að einbeita sér aö hægri öfga- mönnum: „Tugir þúsunda vinstri manna 'eru hneppdr I varöhald, særðir éöa drepnir daglega”. Fréttaskýrendur telja það hár- rétt, að stjórnin höggvi jafnt til hægri og vinstri, en öfgamenn til hægriog vinstri hafa drepið fimm þúsund.manns i götubardögum á siöustu þremur árum. Meðal þeirra, sem handteknir hafa verið i þessari viku, eru sex- tiu vinstri sinnaðir kennarar, og eru þeir sakaðir um aðskilnaðar- stefnu, þarsem þeir kenndu nem- endum sinum, Kúrdum, móður- mál sitt kúrdisku. Um átta milljónir Kúrda búa i Tyrklandi. Það hefur verið talað um, aö föngum sé misþyrmt f tyrknesk- um fangelsum, en engarsannanir eru fyrir þvi, aö misþyrmingarn- ar séu skipulagðar. Vinstri sinnaður ritstjóri,®m var fangi i herfangelsi i Ankara fyrir að hafa i fórum sinum bækur eftir Stalín og Engels, var barinn til ólifis fyrr i þessum mánuði. Fangelsis- stjórnin viöurkenndi, aö ritstjór- inn hafi látist eftir aö hann var barinn með byssuskefti. Enginn slasaðist og skemmdir urðu ekki miklar. Talsmaður ar- menska leynihersins hringdi til fréttastofu i morgun og lýsti ábyrgðinni af sprengjutilræðinu á hendur sér. 1 mars i vor sprungu tvær sprengjur við þessa sömu skrif- stofubyggingu. Einn vegfarandi béiö þá bana og 12 menn slösuð- ust. Armenski leyniherinn lýsti ábyrgðinni af þvi tilræði á hendur sér. Fyrir niu dögum sprakk svo sprengja fyrir utan skrifstofur Sviss Air og slösuðust þá nokkrir vegfarendur. Armensk þjóöernis- hreyfing i Beirút sagöist siöan bera ábyrgðina á þvf tilræði og að ráðist hefði verið á Swiss Air vegna þess að einn félagi hreyfingarinnar hafði nýlega ver- ið handtekinn i Sviss. Förnarlömbin funda Guernica, hin forna höfuðborg Baska, sem nasistar lögðu I rúst meö loftárásum I spænsku borgarastyrjöldinni, verður fundarstaður borgarstjóra þeirra borga, sem illa urðu úti I loftárás- um f heimstyrjöldinni. Fundur þessi veröur haldinn i april i vor. Þarna verða samankomnir borgarstjórar Hiroshima, Naga- saki, London, Liverpool, Ham- borgar, Kölnar og Varsjá, svo einhverjar séu nefndar. Fundur þessi er haldinn i tengslum við og með styrkjum frá Sameinuðu þjóðunum og UNESCO. Fulltrúum frá borgum, sem orðið hafa illa úti i seinni tima styrjöldum, veröur einnig boðið á ráðstefnuna. Má þar nefna viet- nömsku borgirnar My Lai og Gu- ang Tri, flóttamannabúðir Pales- tinuaraba og i Tel A1 Zaatar i Li- banon, og höfuðborg Nicaragua, Managa. Baskaborgin Guernica varð fyrir valinu vegna þess að hún var fyrsta borgin, sem varð fyrir stórfelldum loftárásum, og verð- ur ráðstefnan haldin á fertugasta og fjórða afmæli eyðileggingar- innar. Tilgangur ráðstefnunnar er að minna menn á ógnirnar og stuðla aö friði. Karl prlns á biðiisbuHunum? Karl Bretaprins er alltaf annað slagið á milli tannanna á fólki. Finnst mörgum sem timi sé kom- inn til að maðurinn festi ráö sitt — orðinn 32 ára gamall. Ein slik saga kom upp um helg- ina — og að þessu sinni segja menn aö stutt sé i brúðkaupiö (hefur nokkur heyrt þetta áöur?) Stúlkutetur nokkurt, Lady Diana Spencer að nafni, dvaldi eina helgi i höll bresku konungsfjöl- skyldunnar ásamt Karli. Elisabet drottning á að vera hrifin af þess- ari væntanlegu tengdadóttur sinni, og Kalli jafnvel lika. Þarf þá nokkuð frekar vitnanna viö? Laföi Di, eins og bresku blöð- in eru svo smekkleg aö kalla stúlkuna, veröur ef til vill næsta drottning Stóra-Bretlands. Hvað hafði hún sjálf að segja um helgardvölina i höllinni? „Ég átti dásamlega helgi — hreint dásámlega”. Meira vildi laföin 19 ára gamla ekki segja. Elns og hundar og keitir... Tik nokkur 1 Alexandrlu I Egyptalandi gaut nýlega tveim- ur ungum. Að gefnu tilefni er hér sagt „ungum” en ekki hvolpum. Faðir unganna var nefnilega ekki hundur heldur fressköttur! Ungarnir llkjast báðum for- eldrunum. Fyrir ári siðan gaut þessi sama tik einnig hund-ketti, sem dó skömmu siðar. Er ekki ör- grannt um að þessi tik sé eitt- hvað afbrigöileg, að sumra dómi. Hver segir svo aö hundum og köttum komi illa saman?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.