Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 B 3 Reykjavíkurborg Umhverfis- og tæknisvið Umhverfis- og heilbrigðisstofa Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur fer með umhverfis- og heilbrigðismál í Reykjavík. Stofan heyrir undir Umhverfis- og tækni- svið og starfar í fimm deildum: Hollustuhættir, Matvælaeftirlit, Meng- unarvarnir, Garðyrkjudeild og Sorphirða og dýraeftirlit. Þá hefur stofan á sinni könnu Staðardagskrá 21, auk þess sem Vinnuskóli Reykjavíkur starfar undir véböndum hennar, en með sérstakri stjórn. Að Vinnuskólanum frátöldum heyrir starfsemi stofnunarinnar undir Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Heilbrigðisfulltrúi í matvælaeftirliti Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa í mat- vælaeftirlit. Starfs- og ábyrgðarsvið  Eftirlit með matvælafyrirtækjum, útgáfa starfsleyfa og gerð starfsleyfisskilyrða.  Skráning og skýrslugerð.  Sinna kvörtunum og annast fræðslu um mat- vælaeftirlit.  Sinna öðrum verkefnum samkvæmt gildandi starfslýsingu fyrir heilbrigðisfulltrúa mat- vælaeftirlits. Menntunar- og hæfniskröfur  Háskólamenntun í heilbrigðiseftirliti, dýra- lækningum, matvælafræði, líffræði eða önn- ur sambærileg menntun.  Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagning í starfi.  Samstarfshæfni, eiga auðvelt með að tjá sig í töluðu og rituðu máli og hafa reynslu í notkun tölvu.  Hæfileiki til að vinna að fjölbreyttum verkefn- um í krefjandi starfsumhverfi.  Réttindi til að mega starfa sem heilbrigðis- fulltrúi æskileg. Launakjör fara að kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veita Örn Sigurðsson og Rögnvaldur Ingólfsson hjá Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur, Skúlagötu 19, frá kl. 9-16 í síma 563 2700. Umsóknir skulu berast til Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur 15. desember nk. merktar „Heilbrigðisfulltrúi“. Við ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld stuðla að því að jafna hlutfall kvenna í störfum hjá borginni. Bæði karlar og konur eru því hvött til að sækja um starfið. Reykjavík, 27. nóvember 2003. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur. Sérfræðingur í sérbankaþjónustu / Senior Account Manager Um er að ræða krefjandi starf sem felur í sér öflun nýrra viðskiptavina í sérbankaþjónustu auk þjónustu og samskipta við núverandi viðskiptavini bankans. Mikilvægt er að fari saman hæfni í mannlegum samskiptum og sérþekking á fjármálamörkuðum, jafnt innlendum sem erlendum. Sérstök áhersla er lögð á að starfsmaður sé ávallt vakandi fyrir nýjum viðskiptatækifærum. Aðstoðarmaður í sérbankaþjónustu / Assistant Account Manager Um er að ræða krefjandi starf sem felur í sér aðstoð við daglega umsýslu í sérbankaþjónustu auk þjónustu og samskipta við viðskiptavini bankans. Einnig er um að ræða samskipti við erlenda samstarfsaðila bankans. Mikilvægt er að fari saman hæfni í mannlegum samskiptum og sérþekking á fjármálamörkuðum, jafnt innlendum sem erlendum. Leitað er að öflugum einstaklingum með háskólamenntun á sviði viðskipta eða í öðrum tengdum greinum. Starfsreynsla í fjármálafyrirtæki eða reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði. Krafist er sjálfstæðra og faglegra vinnubragða auk þess sem áræðni og frumkvæði eru nauðsynlegir eiginleikar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 22 98 9 11 /2 00 3 Landsbanki Luxembourg S.A. Nánari upplýsingar veita: Guðjón Sævarsson forstöðumaður sérbankaþjónustu Landsbankans í Luxemborg, sími: +352-26-1929-36 / +352-021-1995-36 email gudjon@landsbanki.lu og Atli Atlason, framkvæmdastjóri Starfsmannasviðs Landsbankans, í síma 560 6304. Umsóknir sendist til Starfsmannasviðs, Austurstræti 11, 155 Rvk. eða í tölvupósti á mailto:atlia@landsbanki.is fyrir 8. desember nk. Landsbanki Luxembourg S.A. er einn af 175 bönkum í Lúxemborg sem er ein helsta miðstöð fjármálafyrirtækja á sviði sérbankaþjónustu í Evrópu. Bankinn var stofnaður árið 2000 og er dótturbanki Landsbanka Íslands hf. frá því um mitt ár 2003. Landsbanki Luxembourg S.A. býður víðtæka þjónustu í fjármálum einstaklinga og fyrirtækja með það að markmiði að byggja upp traust og langvarandi samband við viðskiptavini. Hjá bankanum starfa 23 starfsmenn af 6 þjóðernum. Lögð er megináhersla á að bankinn hafi ævinlega á að skipa ábyrgum, hæfum, öflugum, áhugasömum og ánægðum starfsmönnum. Leitar eftir starfsmönnum í sérbankaþjónustu bankans í Lúxemborg Icelandair er fyrirtæki í öflugri sókn og vill vera í forystu á alþjóðamarkaði. Við sækjumst eftir einstaklingum til að taka þátt í uppbyggingu okkar á komandi árum. Markaðsstjóri Vilt þú móta framtíðina með okkur? • Icelandair er kraftmikið ferðaþjónustufyrirtæki sem tekur þátt í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði. • Icelandair er framsækið fyrirtæki, leiðandi í ferða- þjónustu á Íslandi, leiðandi í markaðssetningu á Internetinu og í fremstu röð í þróun upplýsinga- tækni. • Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um þúsund manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum. • Icelandair leggur áherslu á að starfsmenn félagsins séu þjónustusinnaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu starfs- umhverfi. • Icelandair leggur áherslu á þjálfun starfsmanna og símenntun, hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við félagsstarf starfsmanna. Icelandair er reyklaust fyrirtæki. Laust er til umsóknar starf markaðsstjóra í sölustjórn íslenska markaðssvæðisins. Starfssvið: • Ábyrgur fyrir markaðssamskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila • Ábyrgur fyrir framleiðslu á pakkaferðum • Ábyrgur fyrir Internetsölu og markaðssetningu fyrir íslenska vefsvæðið www.icelandair.is • Þróa markaðsáætlanir • Útbúa markaðs- og söluskýrslur Hæfniskröfur: Við leitum eftir kraftmiklum og áhugasömum starfsmanni með háskólamenntun í markaðsfræðum. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og brennandi áhuga á að ná góðum árangri í starfi. Hér er um krefjandi og spennandi starf að ræða í heimi ferðamála og alþjóðlegrar markaðssetningar. Reynsla í sölu- og markaðsmálum er nauðsynleg. Um framtíðarstarf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Þarf hann að vera reiðubúinn að flytjast milli starfa og vera tilbúinn að starfa um tíma erlendis hjá Icelandair. Næsti yfirmaður er svæðisstjóri íslenska sölusvæðisins. Skriflegar umsóknir sem tilgreini menntun og starfsreynslu óskast sendar starfsmannadeild Icelandair, aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, netfang: umsokn@icelandair.is, eigi síðar en 9. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.