Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. desember 1980 3 VÍSIR ... ...... .. ........... .......... Hver var hún? 6. júlí 1944 var sýning á Ring- ling Brothers and Barnum and Barnum sirkusnum i Banda- rikjunum. Eldur braust út og 168 manns fórust i eldinum og 487 brenndust. Meðal hinna látnu var litil stúlka sem álitin var vera u.þ.b. sex ára gömul. Þar sem enginn sem kannaðist við hana lét frá sér heyra#var ljósmynd af henni dreift um öll Bandarikin en andlit hennar vár með öllu óskaddað. Rannsóknin stóð yfir i marga mánuði en enginn sem kannaðist við hana kom i ljós. Hún er óþekkt enn i dag. Fótgönguliðið sem fangaði flota Þess eru eðlilega fá dæmi að fótgöngulið striðssveitar sigri og taki höndum skipaflota en slikt hefur þó gerst. Það var i Hollandi 20. janúar 1795. I þá tiö barðist franski herinn gegn Hol- lendingum, Bretum og Austur- rikismönnum og franski hers- höfðinginn Charles Pichegru hugðist sækja fram allt til Amsterdam. Húsarasveitir hans brutust til borgarinnar i nistings- kulda og hriðarbyljum og þegar til Amsterdam kom komu frönsku hermennirnir auga á hollenska flotann þar sem hann lá við eyna Texel: frosinn fastur i isinn. Pichegru blés til atlögu og menn hans þustu yfir isinn, út að skipunum og tóku þau herfangi. Hollenska stjórnin, svipt flota sinum, gafst snimhendis upp. Jarðarför húsflugu Publius Vergilius Maro (70—19 fyrir Krist) var eitt frægasta skáld Rómverja, hann er stund- um nefndur Virgill, og orti m.a. Aeneid — eitt mesta kvæði ver- aldarsögunnar. Einhverju sinni tók hann upp á þvi að gera með viðhöfn jarðarför flugu nokkurrar J. Edgar Hoover, hinn illræmdi yfirmaður FBI sem hann hafði dálæti á, venju- legrar húsflugu. Jaröarförin fór fram i rikmannlegum húsa- kynnum Virgils á Esquiline hæð i Rómaborg. Hljómsveit spilaði þar hin fegurstu lög til að hugga syrgjendurna sem öllum haföi verið borgað sérstaklega til að gráta stórum tárum. Meðal gest- anna voru margir þekktustu borgarar Rómar þess tima, þar á meðal sjálfur Maecenas sem hélt langa og hjartnæma ræðu i minn- ingu flugunnar. Til að kóróna allt þetta orti Virgill sjálfur nokkur kvæði sem hann las upp fyrir gestina og siðan var flugan lögð til hinstu hvilu i glæsilegt graf- hysi. öll athöfnin gekk pyngju Virgils nærri — að nútimaverð- gildi um það bil 100 þúsund Bandarikjadollara, 60 milljónir islenskra króna. Og til hvers var allt þetta húllumhæ? Tvennt kemur til greina. Vissulega hafði Virgill gaman af hinu undarlega, svosem einsog að jarða uppáhaldshúsfluguna sina. A hinn bóginn kemur til greina að Virgill hafi vitað af áætlunum þriherr- anna Octaviusar, Lepidusar og Arið 1914 réð bandariskt kvik- myndafyrirtæki mexikanska uppreisnarleiðtogann Pancho Vilia, sem sést hér á myndinni ásamt mönnum sinnum, til að haga uppreisn sinni cftir duttl- ungum fyrirtækisins — eingöngu til að gera kvikmynd um atburð- inn. Markúsar Antoniusar um að gera upptækt fé hjd hinum auðugu til að borga hermönnum rikisins kaup. Tekið var fram að hvergi yröi hreyft við fé grafreita og þar sem á jörð Virgils var þetta lika fina flugnagrafhýsi var ekki snert á peningum hans. Hann hélt öllu sinu og einnig veislu. Hvernig á aö skrifa skáldsögu? Vanalega átti Victor Hugo (1802-1885), einn fremsti róman- tiski rithöfundur Frakka, i litlum erfiðleikum með að skrifa bækur einsog Kroppinbakurinn i Notre Dame og Vesalingarnir.Stundum lenti hann þó i vandræðum og átti þá erfitt með að beina huganum að skriftum. Við slik tækifæri neyddi hann sjálfan sig áfram með þvi að láta þjón sinn afklæða sig og hverfa siðan á braut með öll fötin. Þjóninum var skipað að koma ekki aftur fyrr en mörgum klukkutimum siðar og Hugo, kviknakinn, hafði á meðan ekkert betra að gera en að skrifa... Heimurinn á uppboöi Arið 193 eftir Krist riktu Róm- verjar yfir öllum hinum sið- menntaða heimi, sem svo var kallaður. Mikill órói rikti i rikinu og lifvarðasveitir keisarans, hinar 12 þúsund manna Pretóriu- varösveitir, réðu gjarnan meiru um gang mála en keisarinn sjálfur. Þetta áriö var lifvarða- sveitunum eitthvað illa við keis- arann sem hét Pertinax svo þær létu snarlega myrða hann. Enginn augljós arftaki var i sjón- máli svo einhverjum snjöllum náunga datt i hug að bjóða keisaratignina á uppboði og var það samþykkt. Undir eftirliti lif- varðasveitanna fór uppboðið fram 28. mars 193 og voru það einkum tveir menn sem sóttust eftir embættinu. Annar var tengdafaðir hins dauða keisara og hinn var rikasti öldungurinn i Róm, Didius Julianus sem þá var 61 árs aö aldri. Julianus bar sigur úr býtum, hann keypti rikið fyrir um það bil 24 milljarða is- lenskra króna. Ekki sat hann lengi á valdastóli, enda óvinsæll bæði af alþýðu og öldungaráði. 66 dögum eftir uppboðið kom róm- verski herfchöfðinginn Severus sem aðsetur haföi haft i Pannoniu, til Rómar, honum hafði blöskrað fréttir af uppboði rikisins. Severus lét taka hinn nýkrýnda keisara af lifi. Þú skalt ekki drepa Á sjöundu öld eftir Krists burð bjó þjóðflokkurinn Toltekar i Mexikó og stundaði landbúnað. Toltekar voru friðsamir með af- brigðum og getur vart mannúð- legri eða siðmenntaðri þjóð i ver- aldarsögunni. Svo dæmi sé nefnt þá fóru Toltekar i strið með tré- sverð ein að vopni til að engin hætta væri á að þeir yrðu óvinum slnum að bana... _____________arnesi tinar otetansson, Raftækjaverslun, Buðardal Kaupfélag Saurbæinga, Skrióuiandi, Dai PÓIIÍnn hf., isafirói Verslun ptiófinnssonar Boiungarvik Biglufirói Sauöárkróki Kaupfélag Húnvetninga Hegri, Sauóárkróki Kaupfélag Eyfiróinga, Ak^reyri^ Askja hf., Husavik Vs Verslunin Mosfell, Hefh^ Radio og sjónvarpssti Kaupfélag Árnesini Rafbær, Hverai Stafnes sf, Kjarni hf,(:Vestmannaeyjum ....og hér er önnur MINI HF LAUGAVEG1170-172 — SÍMAR 21240-11687 r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.