Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 15
vtsm
Laugardagur 20. desember 1980
•* * |
-í -s, I ~ |
ÓLASTÓLL
HINN NÝI
Þar verði á ný aflstöð fyrir
norðlenska kristni og menningu
;,Heim að Hólum" er orðtæki á Norðurlandi/ þeg-
ar talað er um Hóla í Hjaltadal. Þetta sýnir kær-
leika þann og virðingu/ sem enn í dag eru borin fyr-
ir þessum aldna höfuðstað Norðlendinga.
En hvað liður endurreisn Hólastaðar sem svo
lengi hefur verið til umræðu?
Forystumenn þjóöarinnar, bæði andlegir og
veraldlegir,hafa talið það aðkallandi og nauðsyn-
legt að Hólastóll yrði endurreistur hið fyrsta. Lof-
orð hafa verið gef in og samþykktir gerðar. En ekki
hefur málið náð fram að ganga enn sem komið er.
Rætt hefur verið um það á málf undum og menn-
ingarsamkomum, að endurreisa þyrfti báða hina
fornu biskupsstóla á Hólum og í Skálholti.
I þvi tilefni hafa báðir staðirnir verið byggðir upp
svo að búsetuskilyrði eru þar fyrir hendi og í Skál-
holti hefur þegar risið kristilegur skóli.
Núverandi biskup Islands, herra Sigurbjörn
Einarsson ,hefur hrundið málum þessum mikið
áleiðis ásamt öðrum góðum mönnum. Nú, þegar
þessi ágæti biskup telur sig innan skamms þurfa að
láta af embætti, er kominn hinn hentugi timi til þess
að skipta embættinu og láta nýja skipan fylgja í
kjölfar hugsjónanna. ,
Sjö alda saga
Hólar i Hjaltadal uröu
biskupssetur áriö 1106 er Jón
helgi Ogmundsson tók biskups-
dóm i hinu nýstofnaöa Hóla-
stifti. Jón biskup helgi stofnaði á
Hólum fyrsta skóla á Norður-
landi, sem átti eftir að hafa
ómetanlega þýðingu fyrir
menntun og manndóm Norð-
lendinga um sjö alda skeið.
Nokkuð hafði verið óákveðið
hvarbiskupssetur Norðlendinga
ætti að vera, þar til Illugi prest-
ur Bjarnason gaf höfuðbólið
Hóla i Hjaltadal til biskupsset-
urs. „Gerði hann það fyrir guðs
sakir og nauðsyn heilagrar
kirkju.” Var það mikil rausnar-
gjöf.
Voldug menningar- og trúar-
alda reis á Hólum strax i tið hins
fyrsta biskups. Jóni er svo lýst
að hann hafi verið afbragð ann-
arra manna að glæsileik, gáfum
og skörungsskap. Minning hans
er fögur og þjóðinni dýrmæt,
sem annarra afburðamanna
hennar. Auk þess að koma
skipulagi á kirkjumál Norðlend-
inga og stofnun skólans á Hól-
um, stofnaði hann hið fyrsta
klaustur á landinu — hið fræga
Þingeyraklaustur. Þar er talið
að mörg hin dýrmætustu fornrit
okkar hafi verið rituð. Klaustrið
varð voldug stofnun og áhrifa-
mikið menntasetur.
Margir skörungar
Margir framúrskarandi
skörungar og mikilmenni urðu
biskupar á hinum háa Hólastóli.
Hvaða íslendingur man ekki
dýrling tslendinga og þjóðhetju,
Jón Arason biskup? Hann var
einn af glæsilegustu persónum
tslandssögunnar og einn ástsæl-
asti sonur þjóöarinnar. Barátta
hans fyrir sjálfstæði þjóðarinn-
ar og heilög herferð hans i þágu
kirkjunnar gleymast ekki. 7.
nóv. 1550 er Jón og synir hans
voru af lifi teknir, ,,án dóms og
laga” er einn dimmasti dagur
sögunnar. Hver minnist ekki
tjúnvetningsins fræga Guð-
brands biskups Þorlákssonar,
er sat á biskupsstóli i 56 ár?
Hann var afreksmaður að
stjórnsemi og hyggindum og
bókaútgáfa hans er eitthvert
mesta framlag til islenskrar
menningar fyrr og siðar. Talið
er að hann hafi látið prenta milli
90 og 100 bækur. Guðbrands-
biblia, sem prentuð var 1584, er
fegursta bók, sem ennþá hefur
verið gefin út á tslandi. I henni
er þýðing biskupssonarins frá
Hólum,Odds Gottskálkssonar,á
Nýja testamentinu. Þetta
brautryðjandaverk Odds hefur
haft ómetanlegt gildi fyrir þjóð-
ina og guðs kristni i landinu
fram á vora daga.
Söngmennt tslendinga varð
fyrir vakningu frá áhrifum
Hólastóls, allt frá dögum hins
mikla söngmanns Jóns helga
ögmundssonar. Arið 1594, i
biskupstið Guðbrands Þorláks-
sonar.var gefin út hin fyrsta bók
islensk, sem nótur eru prentað-
ar i. Það var messusöngsbókin
Graduale („grallarinn”).
Talið er að kaþólskir biskupar
á Hólum hafi verið 23 að tölu og
lútherskir biskupar 13, eða alls
36. Siðasti Hólabiskupinn var
Sigurður Stefánsson frá
Höskuldsstöðum á Skagaströnd.
Hann andaðist 1798.
Kirkja og turn
1 biskupstið Gisla Magnússon-
ar (1755-1779) var Hóladóm-
kirkja byggb. Bygging hennar
stóð i 6 ár (1757-1763). Hún er
elsta steinkirkja á landinu og
með elstu byggingum, sem enn
eru viö lýöi. Kirkjan á Hólum er
eitt fegursta guðshús landsins
og þjóðargersemi. Hún hefur að
geyma marga forna muni og er
hin mikla altaristafla frá dögum
Jóns Arasonar mesti dýrgripur-
inn. Þar „Glóir á gullið hreina,
grafnar brikur og steina.”
Hólafélag var stofnað fyrir
nokkrum árum. A starfsskrá
þess er frami og upphefð Hóla.
Hólanefnd, sem starfaði áður,
gekkst fyrir þvi að reistur var 27
m hár klukknaturn til minning-
ar um Jón biskup Arason og
syni hans. A fjögur hundruð ára
ártið þeirra feðga var hann
vigður að viðstöddum helstu
forustumönnum kirkjunnar i
landinu og fulltrúum hins ver-
aldlega valds, ásamt miklu fjöl-
menni viðsvegar að af landinu.
Er hann hin mesta staðarprýði.
Miöstöð menntunar
Menntasetrið Hólar i Hjalta-
dal átti sér fræga sögu og við
það eru tengd nöfn margra af-
burða kennara og lærdóms-
manna. Biskuparnir á Hólum
voru margir mikilhæfir höfð-
ingjar og lærdómsmenn, sem
voru eins og ókrýndir konungar
Norð1endinga. Skóla-
meistararnir á Hólum urðu
margir frægir fyrir kunnáttu og
Þ. Ragnar
Jónasson
á Siglufirði
skrifar
í greininni f jallar Ragnar
um þörfina á endurreisn
Hólastóls í Hjaltadal. Þar
segir hann að nýr
biskupsstóll þurfi að risa
og geti hann orðið nýr af I-
gjafi fyrir norðlenska
kristni og menningu með
þeim áhrifum til góðs,
sem frá Hólum hafi jafn-
an stafað.
skörungsskap. Má þar til nefna
Arngrim lærða Jónsson, Þorleif
prófast Skaftason, Halfdán
Einarsson og Pál Hjálmarsson.
Á Hólum var miðstöð menntun-
ar Norðlendinga, þar réði
kynngi hins talaða orðs og seið-
magn helgra tóna, þar voru ráð
ráðin og örlög ákveðin. Þangað
fóru ungir og framgjarnir menn
til þess að læra og verða foringj-
ar þjóðarinnar i veraldlegum og
andlegum málum. Þar var
lagður grundvöllurinn að mál-
hreinsun og endurbættri staf-
setningu, sem borið hefur uppi
hina dýrmætu feðratungu okk-
ar.
Þrautin þunga
En hin mikla kristna menn-
ingarmiðstöð Norðlendinga —
Hólar i Hjaltadal — var lögð
niður um aldamótin 1800. 1 einu
vetfangi var Norðurland svipt
latinuskóla og biskupsstóli.
Aldrei hafa Norðlendingar orðið
fyrir meira áfalli en þá, né
þyngri þraut. Bestu menn Norð-
lendinga, með sjálfan amt-
manninn Stefán Þórarinsson i
fararbroddi börðust hetjulegri
baráttu gegn niðurlægingu
þessari, en fengu þessu óláni
ekki forðað.
Það tók Norðlendinga 127 ár
að fá endurheimtan latinuskóla
sinn — að Akureyri.
Skagfirðingar og Húnvetning-
ar keyptu Hóla i Hjaltadal 1881
og stofnuöu þar bændaskóla árið
1882, sem siðan hefur starfað
þar við mikinn orðstir, undir
stjórn gdðra manna.
„Og sist má þjóð i heimsins
ystu höfum
slá hendi á móti nýjum
sumargjöfum.
Til nýrra dáða knýr það
margan mest
að minnast þess, sem fortið
gerði best.”
(D.St.).
Nýr biskupsstóll
Minningin um fornt menn-
ingarsetur og höfuðból kristinn-
ar trúar á Norðurlandi, er það
fræ, sem nýr meiður skal upp af
vaxa.
Norðlendingar hafa löngum
verið taldir djarfir menn og
stoltir. Þeir höfðu fyrrum
biskup sinn á Hólum, sem skap-
aði þeim reisn og traust, og þeir
höfðu að nokkru leyti lögsögu út
af fyrir sig. Þeir vilja engir ætt-
lerar verða. A Hólum skal nýr
biskupsstóll risa.Þar þarf nýja
aflstöð fyrir norðlenska kristni
og menningu, með þeim miklu
áhrifurr til góðs, sem þaðan
hafa jafnan stafað.
Það er metnaðarmál norð-
lenskra manna, að Hólar i
Hjaltadal verði á ný hið mikla
höfuðból kristni og mennta.
Menning þjóðarinnar og islensk
þjóðrækni krefjast þess, að
endurreistur verði á Hólum
biskupsstóll Norðlendinga.
Norðlendingar krefjast réttar
sins. Þeir hafa löngum verið
málafylgjumenn góðir og sjálf-
stæð hugsun og frelsisþrá hefur
einkennt þá öðrum mönnum
fremur. Þetta er eitt af sjálf-
stæðismálum Norðlendinga.
„Heim að Hólum” var orðtak,
sem átti hljómgrunn i huga
Norðlfendinga, i lifi þeirra og
venjum. Það var sagt með lotn-
ingu fyrir hinum mikla stað og
þeim minningum, sem við hann
eru tengdar.
Tuttugustu aldar menn segja
þetta lika. Svo rik itök eiga Hól-
ar i Norðlendingum. Ásókn hins
horfna kallar til okkar á hinum
helga stað.
Hlutverk okkar er að reisa
nýjan Hólastól svo allir islensk-
ir menn geti sótt traust sitt
„heim að Hólum”.
— ÞRJ.