Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. desember 1980 vtsm .7 Lögreglumenn fyrir utan hús Gerard-hjónanna. Var þetta sjálfsmorð eða morð? eðlilegu kynlifi og til hvers hún væri þá eiginlega að lifa”. Hann bætti þvi við að hún hefði leitað bæði til lækna og sálfræðinga en þeir ekki talið að þetta væri mjög alvarlegt vandamál. „Nógu alvarlegt, fyrst það gat leitt til þessa” sagði þá lögreglu- maðurinn samúðarfullur” en segðu mér nú nánar hvað eigin- lega gerðist”. Gerard sagðist svo frá að þau hefðu rétt lokið að snæða hádegis- verð og þar sem að það var sunnudagur hefðu þau lagt sig eftir matinn. Hann hefði vaknað þegar það hefði verið orðið nokk- uð áliðið dags og gengið fram i stofu og kveikt á sjónvarpinu. Meðan hann sat og horfði á sjón- varpið fannst honum hann heyra ekkasog og niðurbældan grát inn- an úr svefnherberginu en sinnti þvi ekki. Skyndilega heyrði hann einkennilegan þyt og siðan ógur- legt sársaukavein. Hann spratt á fætur og þaut inn i svefnher- bergið. Það var þá þegar fullt af eldi og reyk. Marie-France lá á rúminu sem stóð i ljósum logum og engdist sundur og saman. Hann hafði ekki hugmynd um hvað hefði gerst en greip konu sina þegar i fangið^þaut með hana logandi og hljóðandi inn i stofu. Þar lagði hann hana á gólfið og vafði gólfteppinu um hana og hljóp siðan með hana út úr hús- inu, hrópaði til nágrannanna að hringja á slökkviliðið og brunaði siðan i bil sinum með Marie-France á spitalann þvi að hann vissi að eina vonin var að hann kæmist þangað eins skjótt og auðið yrði. Hún var þá þegar orðin meðvitundarlaus. Frásögn slökkviliðs- manna Næst hélt lögreglumaðurinn til slökkviliðsins i Charleroi til þess að fá skýrslu þeirra. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang börðust nágrannar Gerard hjónanna við eldinn i húsinu sem var þá orðinn svo mikill að það tók slökkviliðið 25 minútur að ráða niðurlögum hans. Verulegar skemmdir höfðu þá orðið á hús- næðinu og innanstokksmunum. Varðstjóra sagðist svo frá að um bensinikveikju hefði verið að ræða. Hann taldi jafnframt að um ikveikju að yfirlögðu ráði hefði verið að ræða. A svefnherbergis- gólfinu hefði legið 10 gallona bensinbrúsi tappalaus og galtóm- ur. Þó svo að hellst hefði úr hon- um af slysni þá væri torvelt að sjá hvaða erindi brúsinn hefði yfir- leitt átt inn i svefnherbergið. öll frásögn slökkviliðsmannanna var nokkuð á sama veg og Marcels. Frásögn nágrannanna Lögreglumaðurinn sneri sér næst að vettvangsrannsókn. Meðal annars sem hann leitaði var gólfteppið sem Marcel sagðist hafa notaötil þess að kæfa eldinn i klæðum konu sinnar. Það hafði ekki fundist á sjúkrahúsinu og hvernig sem leitað var fannst það ekki heldur i ibúðinni. Lögreglumaðurinn hóf að spyrja nágrannana um atburða- rásina og einnig hvort þeir vissu nokkuð um afdrif teppisins. Eng- inn hafði séð teppið. En nú kom eitt og annað fram sem ekki kom heim og saman við frásögn Mar- cels. Marie-France hafði ekki æpt einu sinni eða tvisvar heldur ótal sinnum og ópin höfðu staðið yfir i u.þ.b. 10 minútur. Fyrst höfðu heyrst reiðiöskur siðan skelfingaróp og að lokum kvala- vein. Nú var lögreglumanninum brugðið. Hvergi kom það fram i frásögn Marcels aö það hefði tek- ið hann 10 minútur aö koma konu sinni til hjálpar. Það var sama við hvern nágrannanna hann ræddi, allar frásagnirnar voru samhljóða. Frásögn vinnufélag- anna Morguninn eftir andaðist Marie-France án þess að komast til meðvitundar. Hefði hún gert tilraun til sjálfsmorðs, þá hafði hún hlotið fyrir það hroðalega refsingu i lifanda lifi. En nú var lögreglan farin að efast um að hér væri um sjálfsmorð að ræða. Engar upplýsingar var að fá frá ættingjum eða vinum hjónanna um sambúð þeirra. Vini áttu þau enga og virtust hafa verið sérlega fámál um fjölskyldulif sitt. Það var helst að Marcel hefði einstaka sinnum látið orð falla við vinnu- félaga sina um konu sina. Þær fáu setningar urðu félög- unum þó minnisstæðar þvi annað eins höfðu þeir aldrei heyrt nokk- urn giftan mann segja. Marcel hafði kvartað undan þvi að i þau 9 ár sem hann hefði verið giftur hefði hann aðeins einu sinni sam- rekkt konu sinni. Svo virtist sem Marie-France hefði fengið slikan viðbjóð á samförum þeirra að hún hefði aldrei fengist til þess að endurtaka þær. Þegar svo nær vitstola eiginmaður hennar hefði siðar reynt að fá hana til við sig, hefði hún brugðist svo ótrúlega barnalega við að lýsa þvi yfir að hann væri búinn ,,að fá það”. Eiginmaðurinn breytir fyrri framburði Þetta var of ótrúleg saga til þess að geta verið tilbúningur. Svo að lögreglumaðurinn hélt þegar á fund Marcels sagði hon- um hvers hann hefði orðið áskynja og að Marcel væri ekki lengur frjáls ferða sinna. Marcel fór að hágráta og játaði að hafa orðið konu sinni að bana, en það hefði verið óviljaverk. Þegar hann hafði jafnað sig hóf hann að segja frá atburðum sunnudagsins, en nú á nokkuð annan hátt en áður. Það sem hann hafði sagt vinnu- félögum sinum var sannleikanum samkvæmt. Þau hjónin höfðu aldrei átt saman samfarir þegar brúðkaupsnóttin var undanskilin. Hvernig sem hann reyndi að sannfæra konu sina um að gift fólk gerði þetta reglulega varð henni ekki haggað. Þrátt fyrir að hún segðist elska hann var há- mark atlota þeirra að hann fékk að kyssa hana á kinnina. Það að þau sváfu i sama rúmi varð til þess að auka enn á sálarkvalir Marcels en hann var of hrifinn af konu sinni til þess að geta farið fram á skilnað. Umræddan sunnudag hafði hann enn einu sinni reynt til við konu sina en hún brugðist við á sama hátt og venjulega. Þá varð hann gripinn einhverju stundar- æði. Hann rauk fram i eldhús, náði þar i bensinbrúsann bar hann inn i svefnherbergið og hellti úr honum yfir hjónarúmið þar sem Marie-Fránce lá. Siðan kveikti hann á eldspýtu og ógnaði konu sinni i von um að hann gæti fengið hana til þess að eiga við sig samfarir. Það varð fljótlega ljóst hvoru Marie-France stóð meiri skelfing af, eldinum eða atlotum eiginmannsins. Marcel varð að viðurkenna ósigur sinn en þegar hann ætlaði að blása á eldspýtuna missti hann hana niður á hjónarúmið og á svipstundu varð herbergið al- elda. Hann greip konu sina i fangið og hljóp með hana inn i stofuna og vaföi hana inn i gólf- teppið. Siðari hluti játningarinnar var siðan samhljóða fyrri frásögn Marcels. Sannleikurinn kemur i Ijós Ekki var lögreglan allkostar ánægð með þessa játningu og ná- kvæm rannsókn á ibúðinni leiddi ýmislegt i ijós, m.a. að sagan um hvernig Marcel hafði slökkt eld- inn i klæðum konu sinnar með gólfteppinu i stofunni var hreinn uppspuni. Það hafði aldrei verið neitt gólfteppi i stofunni. Þetta kom fram i skýrslu lögreglunnar við réttarhöldin yfir Marcel Ger- ard. Hann stóð aftur á móti fast við fyrriframburðsinnoghélt þvi fram aðteppinu hefði verið stolið. Marcel endurtók að hann játaði að vera valdur að dauða konu sinnar en ekki hefði verið um ásetning að ræða af sinni hálfu. Enginn varð þó til þess að trúa sögu hans eftir að lögreglu- maðurinn sem hafði stjórn rann- sóknar málsins með höndum hafði lagt fram niðurstöður rann- sóknar sinnar. Lögreglumaðurinn benti á að i framburði hins ákærða kæmi skýrt fram að dyr svefnher- bergisins hefðu staðið opnar þeg- ar atvikið átti sér stað. Dyrnar opnuðust inn i herbergið og hefðu þvi átt að vera sviðnar beggja megin en þær eru aðeins sviðnar að innanverðu. Allt bendir þvi til þess að þær hafi verið lokaðar, jafnvel læstar til þess að koma i veg fyrir að fórnarlambið kæmist undan eldinum. „Að lokum vil ég fá að leggja fram hér i réttinum ljósmyndir sem rannsóknardeildin tók i svefnherberginu og eiga að geta fært sönnur á mál mitt”. Ljósmyndirnar voru lagðar fram og þar gaf að lita kolbrunn- ar svefnherbergisdyrnar en ofar- lega á svörtum fletinum mátti greina tvo ljósari fleti. Útglenntir fingur tveggja handa. Marie-France lokuð inni i svefnherberginu þar sem bensin- eldurinn eirði engu hafði barið með hnúunum á dyrnar og að lok- um þrýst höndunum i ör- væntingarfullri tilraun til þess að þrýsta sér út úr þessu logandi viti. A meðan sat eiginmaður henn- ar hinn rólegasti fyrir utan læstar dyrnar og beið þess að ópin hljóönuðu svo hann gæti hafið sviðsetningu björgunarafreksins. Þó svo Marcel Gerard héldi alltaf fram sakleysi sinu var hann dæmdur i æfilangt fangelsi. sérstœð sakamal

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.