Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 1
11. desember 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Vaxandi bolfisk- og rækjuvinnsla á H́úsavík. Norðmenn fá minna fyrir fiskinn og seiði veidd til áframeldis Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu SANDHVERFUELDI er að hefj- ast í nokkrum mæli hér á landi. Eld- ið byggist á áframeldi seiða úr til- raunastöð Hafrannsóknastofnunar á Stað í Grindavík, en fiskurinn er al- inn í sláturstærð hjá Sæbýli í Vogum og Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Gert er ráð fyrir að eldið á þessum tveim- ur stöðum skili um 200 tonnum til út- flutnings árlega frá og með árinu 2005. Útflutningsverðmæti þess gæti verið um 140 milljónir króna. Sandhverfan er talin mjög heppi- legur eldisfiskur á landi, þar sem bæði er aðgangur að góðum sjó og heitu vatni. Hátt verð fæst fyrir sandhverfuna á mörkuðum, einkum í Evrópu, en skilaverð fyrir hana er 600 til 800 krónur á kíló. Hún er þá flutt heil, aðgerð utan með flugi. Agnar Steinarsson, sjávarlíffræð- ingur á Stað í Grindavík, segir að verið sé að byggja upp hrygningar- stofn í stöðinni og ná tökum á seiða- framleiðslunni. „Þetta er verkefni sem hófst árið 1991, en þá byrjuðum við að safna lifandi fiskum af drag- nótarbátum í Grindavík. Framleiðsla seiðanna hefur farið ört vaxandi, einkum síðustu árin, en seiðin seljum við til Sæbýlis og Silfurstjörnunnar. Það voru ákveðin tímamót í seiða- framleiðslunni í fyrra. Þangað til höfðum við komið 10.000 til 25.000 seiðum á „legg“ árlega en í fyrra náðum við að framleiða 150.000 seiði og 200.000 seiði í ár. Fyrirtækin, sem kaupa af okkur seiðin eru að byggja framleiðsluna hjá sér upp og taka því takmarkað magn af seiðum. Þau stefna bæði á 100 tonna árs- framleiðslu, sem þýðir að þörf hvors fyrir sig er um 60.000 seiði á ári. Því eru líkur á að við losnum ekki við öll seiðin, en þar sem við erum með ýmsar stuðningsrannsóknir við mat- fiskeldið nýtast seiðin í þær. Við er- um til dæmis að kanna kjörhita og vaxtarhraða eftir stærð og það er ótrúlegt að þessi fiskur, sem veiðist hér við land, skuli í einstaka tilfellum þrífast bezt við 25 gráðu hita, en kjörhitastig er um 15 gráður að jafn- aði. Við höfum líka verið með ljósa- stýrðan hrygningarfisk, sem er ein- mitt að fara að hrygna um þessar mundir, en venjulega hrygnir sand- hverfan um mitt sumar. Þannig gæt- um við boðið seiði tvisvar á ári og við höfum náð þeim tökum á framleiðsl- unni, að við getum örugglega boðið upp á meira af seiðum, þurfi Sæbýli og Silfurstjarnan meira, eða ef aðrir bætast í hópinn,“ segir Agnar. Agnar segir það jákvætt að tekizt hafi að ná þokkalegum tökum á seiðaframleiðslunni. Það eigi einnig við í framleiðslu þorskseiða og nú sé svo komið að seiðaframleiðslan skili þónokkrum sértekjum til Hafrann- sóknastofnunar. Sandhverfueldi vex fiskur um hrygg „VIÐ munum selja um 20 tonn af sandhverfu á þessu ári, 50 tonn á því næsta en framleiðslugeta stöðvarinnar er um 120 tonn á ári miðað við núverandi aðstæður. Þetta er góður fiskur í eldi, vex sæmilega hratt og selst, enn að minnsta kosti, á þokkalegu verði,“ segir Þorsteinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sæbýlis í Vogum. Töluverð vinna og tími hefur farið í það hjá Sæbýli að byggja yfir stór eldisker, sem hafa verið lítið eða ónotuð utanhúss í stöð- inni, en séð er fyrir endan á þeirri vinnu. Þorsteinn segir að eldið gangi alveg þokkalega. „Sandhverfan er þekktur mat- fiskur á meginlandi Evrópu og er hún einkum seld á veitingahúsum. Markaðurinn er fremur erfiður, en það er framboð af villtum fiski sem virðist ráða ferðinni. Sér- staða okkar mun felast í því að geta boðið reglulega fisk sem er að minnsta kosti 2 kg að þyngd, en það tekur rúm 2 ár að með- altali að ala sandhverfu í þá stærð. Fiskurinn fer allur ferskur í flugi utan eins og er, við höfum ekki getað nýtt okkur sjóflutn- inga að neinu marki enn sem komið er. Það væri hins vegar kostur að geta lækkað flutningskostnað með sjóflutningum og við munum halda augunum opnum fyrir slík- um möguleikum í framtíðinni,“ segir Þorsteinn. Góðar viðtökur „Við höfum ekki selt mikið enn sem komið er, en það sem frá okkur hefur farið, hefur fengið mjög góðar viðtökur. Við fram- leiðum líklega 60 tonn á næsta ári, en stefnum á 100 tonna ár- lega framleiðslu,“ segir Benedikt Kristjánsson, stöðvarstjóri Silfur- stjörnunnar í Öxarfirði. Silfurstjarnan hefur verið að stækka aðstöðu sína fyrir áfram- eldi á fiski til að fá pláss fyrir sandhverfuna. Benedikt segir að þetta líti alveg þokkalega út. Skilaverð sé nú á bilinu 600 til 800 krónur á kíló eftir stærð og gæðum. Haldist það megi því bú- ast við því að tekjur af eldinu geti numið um 140 milljónum króna, þegar þeim afköstum, sem stefnt hefur verið að, verður náð. Góður fiskur í eldi „OFVEIÐI, hár útgerðarkostnaður og lágt fiskverð er bein afleiðing lítils frumkvæðis sem felst í sóknarstýringu í fiskveiðum. Leiðin til að vernda fiskistofnana er að hætta slíkri fisk- veiðistjórnun og taka upp kvótakerfi, þar sem hverjum og einum er úthlutað ákveðinni afla- hlutdeild,“ segir í nýútkominni bók frá The Fraser Institute um fiskveiðistjórn við vest- urströnd Kanada. Í niðurstöðum bókarinnar segir að úthlutun ákveðinnar aflahlutdeildar leiði til betri nýt- ingar auðlindarinnar en sóknarstýring; Að út- hlutun aflahlutdeildar hvetji til ábyrgrar um- gengni um auðlindina og til fjárfestingar í fiskveiðum; Að aflahlutdeildin geri sjómönnum og útgerðum kleift að auka aflaverðmæti og lækka útgerð- arkostnað; Að lengri vertíð leiði til þess að löndun dreifist á lengra tímabil og þannig náist hærra fiskverð; Að framseljanlegar aflaheim- ildir geti hjálpað til þess að afnema opinbera styrki til sjávarútvegs, þar sem fram- salið leiði til þess að þeir sem betur standi sig kaupi hina sem lakar standa út; Að kvótakerfi auki öryggi við veiðarnar, þar sem kappróðra- kerfið sé úr sögunni og því minna sótt í mis- jöfnum veðrum. Í bókinni er sjávarútvegsráðuneyti Kanada bent á eftirfarandi leiðir til úrbóta: Að hætta sóknarstýringu þar sem hún er enn við lýði og taka upp kvótakerfi; að ráðuneytið haldi utan um kostnað við fiskveiðistjórnun og útgerðin greiði fyrir hann; að hluthöfum aflahlutdeildar verði betur tryggð réttindi til veiða; að ekki verði gefin út ný leyfi til veiða og að sama veiði- stjórnun og eftirlit nái til allra aðila; að sérstök hlutdeild sé ákveðin fyrir frístundaveiðar og að viðskipti með hlutdeild eða kvóta sé leyfð milli útgerðar og frístundaveiða; að frjáls viðskipti með aflahlutdeild og aflaheimildir verði leyfð. Kvótakerfi til fiskverndar HREIÐAR Jósteinsson, trillu- karl á Vilborgu ÞH frá Húsavík, var á sínum tíma einn fljótasti beitningarmaður landsins. Hann beitti eitt sinn heilan rekka, alls 135 króka, á aðeins 6,3 mínútum í beitningarkeppni á sjómannadeg- inum á Húsavík. „Það er langt síðan og núna er ég ekki að flýta mér eins mikið. Synir mínir eru til dæmis miklu fljótari að beita en ég hef nokkru sinni verið,“ sagði Hreiðar við blaðamann Morgunblaðsins sem rak nefið inn í beitningarskúrinn fyrir skemmstu. Hreiðar var þá að dunda sér við að beita nokkra bala en segist þó ekki róa mikið á þessum árstíma. Hann skreppi þó stundum með fimm bala út í Skjálfandaflóa og fái oftast góðan afla. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hættur að flýta sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.