Vísir - 09.01.1981, Page 1

Vísir - 09.01.1981, Page 1
Föstudagur 9. janúar 1981, 8. tbl. 71. árg. Ný iðg um kaupskyldu íbúðarhúsnæðis á félagslegum grundvelli setja bæjarfélðg í vanda: Skyldug aö kaupa DúNr langt umlrani markaösverð Bæjaryfirvöld á Siglufirði eru nú mjög uggandi um sinn hag vegna þeirrar kaupskyldu á ibúðum, byggðum á félagsleg- um grundvelli, sem hvilir á bæjarfélaginu samkvæmt nýj urn lögum. Bærinn er skyldugur til þess að kaupa ibúðirnar á verði, sem miðast við fram- reiknaðan byggingarkostnað, og er iangt umfram markaðs- verð á Siglufirði. „Við verðum að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti, en auðvitað hefur þetta i för með sér þungar álögur á bæjar- félagið”, sagði Ingimundur Einarsson, bæjarstjóri á Siglu- firði, i samtali við blaðamann Visis morgun. Nú standa fyrir dyrum kauþ bæjarins á einbýlishúsi, sem menn giska á að muni kosta um 80 milljónir gkir. miðað við framreiknaðan byggingar- kostnað, en á frjálsum markaði fengjust tæplega meira en 40 milljónir gkr. fyrir það. Bærinn þarf þó ekki að greiða meira en 30-35 milljónir gkr. fyrir húsið, þvi að afgangurinn er bundinn i löngum lánum eins og tiðkast um verkamannabústaði: Sú staða getur þó hæglega komið upp, að fyrri eigendur slikra ibúða væru búnir að greiða lánin niður i þeim mæli, að kaupverð bæjarinsfæri fram úr markaðs- verði. „Það getur verið mjög erfitt að selja ibúðir hér á Siglufirði, þvi að eignamarkaðurinn hér er mjög þröngur og verð á ibúðum hér hefur hrapað mikið að undanförnu” sagði Ingimar Einarsson. Hann bætti þvi við, að 15-20 hús væru af ofangreindri gerð á Siglufirði, og gætu allir séð i hverjum ógöngum bærinn myndi lenda ef eigendurnir tækju upp á þvi að selja i stórum stíl. Þvi má bæta við, aö við hliö- stæð vandamál er að striða i öll- um bæjarfélögum, þar sem fasteignaverð hækkar ekki i samræmi við byggingarvisitölu. P.M. Mikill fjöidi fólks vará „Vinartónleikum” Sinfóniuhljómsveitar tslands I gærkvöldi. Margir hljómleikagesta hófu kvöldið með þvi að snæða i veit- ingahúsinu Nausti, en þaðan var haldið á tónleikana i Háskólabiói. Á myndinni sjást nokkrir gestanna stfga upp I bifreið fyrir utan Naust, sem flutti þá i Háskóiabió. Visismynd E.Þ.S. Halldér lormaöur Seölabanka Halldór Asgrimsson alþingis- maður hefur verið skipaður formaður bankaráðs Seðlabanka tslands og Lúövik Jósepsson formaður bankaráðs Landsbank- ans. Það var i gær sem Tómas Árna- son ráðherra skipaði i þessar for- mannsstöður. Hins vegar er ekki búiö að skipa formann bankaráðs Otvegsbankans, en Albert Guðmundsson hefur verið nefnd- ur sem liklegur formaður þar. Þá á Pálmi Jónsson ráðherra eftir að skipa formann bankaráðs Bún- aðarbankans, en Stefán Valgeirs- son er tilnefndur sem formaður ráðsins. —SG Niöurstað- an éviss „I aðgerðum stjórnvalda er ýmislegt óljóst og niðurstaða þvi óviss. Þetta á enn frekar við um þauatriði, sem til lengri tima lúta og af öllu er ljóst að aðgerðirnar eru tilraun til þess að vinna tima til varanlegrar stefnumótunar”, segir i ályktun Alþýðusambands Islands um bráðabirgðalög rikis- stjórnarinnar, en um þau var fjallað á fundi miðstjórnar i gær. — JSS HWURSTÖÐUR NEFNDAR UM SYKURVERKSMHIJU: 10 MILUARBA FYRIRTÆKI Iðnaðarráðuneytið hefur nú fengiö I hendur skýrslu um möguleika á starfrækslu sykurverksmiðju hér á landi, en nefnd hefur að undanförnu starfað á vegum ráðuneytisins til þess aö kanna þaö mál. Ahugamannafélag um sykur- ræktun hafði frumkvæði að þessu máli og eftir að hafa feng- ið skýrslu finnskra ráðgjafa, gerði félagið fyrirspurn til ráðu- neytisins um aðild þess að málinu. Athugun ráðuneytisins á málinu liggur nú fyrir. Samkvæmt upplýsingum Visis kemur fram I skýrslunni að gifurlegar sveiflur eru á sykur- verði á heimsmarkaði sem gera málið mjög erfitt. Sveiflurnar eru það miklar að óliklegt þykir að rikið hlaupi undir bagga þegar lægstu sveiflur ganga. Staðsetning verksmiðjunnar, ef af yröi, var fyrirhuguð i Hveragerði og fyrir áramót var stofnkostnaður áætlaður um 10 milljarðar gkróna. Visir hafði tal af iðnaöarráö- herra, Hjörleifi Guttormssyn^ vegna málsins en hann vildi að svo stöddu ekki tjá sig um það, en kvaö niöurstöður fljótlega liggja fyrir. — AS

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.