Vísir - 09.01.1981, Qupperneq 8
Vtsm
Köstudagur 9. janúar 1981
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig-
þórsdót+ir, Kristln Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaöamaöur á
Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O.
Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V.
Andrésson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn-
vöröur: Eirlkur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúli 14, slmi 86411, 7 Itnur.
Auglýsingar og skrifstofur: Stðumúla 8, Slmar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 4 nýkrónur eintakið.
Visir er prentaður I Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Skini á siáiiu
Verkalýösforystan á tslandi, vinnur umbjóðendum sinum ómetanlegt gagn. Hvaö eftir
annaö hefur henni tekist aö „skipta á sléttu” siöustu misserin. t dag er þaö rakiö hvern-
ig þessi viöskipti fara fram.
VlSIR
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Það er mála sannast, að hinn
venjulegi launamaður á Islandi
fær litlu sem engu ráðið um kjör
sín og kaup. Um árabil hefur til-
tölulega fámennur hópur svo-
kallaðra verkalýðsrekenda söls-
að undir sig öll völd þessara f jöl-
mennu hagsmunasamtaka og
hreiðrað svo um sig að sumir
þeirra eru orðnir múr- og nagl-
fastir í stöðum sínum.
Þeir tala gjarnan í náfrvj f jöld-
ans en eru þó f ulltrúar fámennra
klíku. Þeir þykjast heyja faglega
baráttu en eru þrælar flokksræð-
is. Kosningar til stjórna í verka-
lýðsfélögum heyra sögunni til og
félagsfundir eru haldnir til að
sýnast. Gleggst kom þetta spil-
verk allt í Ijós á síðasta alþýðu-
sambandsþingi þar sem fámenn-
ur hópur réði ráðum sinum og
launþegahreyf ingarinnar bak við
tjöldin og notaði þingf ulltrúa eins
og strengjabrúður.
Til þess að allt sé f ínt og fágað
á yfirborðinu, er heitið samráð-
um í bak og fyrir. Verkalýðs-
vinsamlegar ríkisstjórnir skrá
samráðin i stjórnarsáttmála sína
og verkalýðsrekendur hrópa
húrra yfir glæsilegum áfanga-
sigri í kjarabaráttunni.
I ólafslögum voru samráðin
lögfest, og það þótti svo merki-
legur árangur, að verkalýðsfor-
ystan samþykkti yfir sig skerð-
ingar á útreikningi framfærslu-
vísitölunnar, m.a. á þann veg, að
versnandi viðskiptakjör, skyldu
koma til frádráttarj launaverð-
bótum. Þeir,, skiptu á sléttu".
Þetta skerðingarákvæði hefur
verið í gildi síðan 1978 og upplýst
er að þaðhafi á þeim tíma sem
liðinn er frá gildistöku laganna
skert kjörin um 16,6%.
Því var það, eftir að ríkis-
stjórnin hafði haft lögbundin og
yfirlýst samráð sín við verka-
lýðshreyfinguna að engu, við
gerð bráðabirgðalaganna nú um
áramótin, að þægir og flokks-
hollír verkalýðsrekendur
Alþýðubandalagsins fengu nýtt
hálmstrá sem skiptimynt. Við-
skiptakjaraskerðingin var af-
numin, og nú fá menn fullar
verðbætur ef tir 1. mars. Enn einu
sinni gátu sjálfskipaðir umbjóð-
endur launþegasamtakanna
fagnað góðum sigri. Samráðin
höfðu að vísu verið virt að vett-
ugi, en þeim hafði tekist að
„skipta á sléttu". I nafni alþýð-
unnar gekk verkalýðsforystan
f ram fyrir þjóðina og tilkynnti að
launafólkið í landinu væri ánægt
með bráðabirgðalögin. Ríkis-
stjórninni voru færðar kveðjur og
„skiptin" þökkuð.
En viti menn. Ekki hefur blek-
ið fyrr þornað á bráðabirgðalög-
unum en upplýst er að viðskipta-
kjörin fari batnandi! Það lá
meira að segja fyrir í október s.l.
að viðskiptakjaraákvæði Ólafs-
laga myndi hafa áhrif til hækk-
unar á launum 1. mars n.k. um
0.5%.
Hvað þýðir þetta? Jú, ríkis-
stjórnin leggurá ráðin um afnám
þessa ákvæðis Ólafslaga, þegar
hún veit með vissu að það kemur
launþegum til góða!
Svona gerast kaupin á eyrinni
hjá þeirri góðu stjórn. Verkalýðs-
hreyfincþn er höfð að háði og
spotti. Henni er hringsnúið til að
gleypa hvaðeina. Hún kaupir
samráð út á viðskiptakjara-
skerðingu, en er ekki virt viðlits.
Hún gleypir 7% kaupskerðingu út
á afnám þessarar sömu við-
skiptakjaraskerðingar, án þess
að vera virt viðlits. Og nú kemur í
Ijós, að viðskiptakjörin hefðu
bætt launin en ekki skert, og er þá
auðmýking verkalýðsforystunn-
ar endanlega kórónuð. Um næstu
áramót taka síðan Ólafslög gildi
sitt á nýjan leik — og sjá, þá
munu viðskiptakjörin fara
versnandi.
Þá er aftur hægt að „skipta á
sléttu", og allir una glaðir við
sitt. Þetta eru jú viðskipti sem
borga sig.
Stríðið gegn frjálsum rithðfundum
Grein Ingimars Erlendar
SigurBssonar um menningar-
ástandiö d tslandi i blaðinu,.
Núna, hefur vakiö athygli.
Meöal annars hefur ritstjóri
Þjóöviljans Arni Bergmann tek-
iö upp hanskann Tyrir kollega
sinn Matthias á Morgunblaöinu
og réttilega bent á að Ingimar
gagnrýni Morgunblaösmenn
fyrir kommadekur. Hér er hár-
rétt með fariö. Þaö er verk
Jóhanns Hjálmarssonar,
Matthiasar og fleiri Morgun-
blaðsmanna aö koma kommún-
istum aftur til valda i Rithöf-
undasambandinu. Við siöustu
kosningar þar skrifaöi Matthias
upp á alla frambjóðendur
Njaröar P. Fyrir þaö fær hann
og Jóhann aö fljóta með i
erlendum þýðingum Islenskra
ljóöa, þar sem kommar ráöa
öllu um val á höfundum.
Sú var tiðin, þegar Njöröur P.
Njarövlk var formaður útvarps-
ráös aö hann var frjálslyndur
vinstri sinni. M.a. leyfði hann
lestur útvarpssögu eftir undir-
ritaöan þar sem bæöi hægri og
vinstri öfl i þjóðfélaginu voru
tekin til bæna. Þá má segja að
hann hafi á sinum valdaferli þar
ýtt undir opna umræðuum þjóö
félagsmál. Ég hygg þvi að
margir frjálslyndir rithöfundar
hafiveriö Niröi vinveittir, þegar
hann tók við Rithöfundasam-
bandinu einmitt meö hliðsjón ai
reynslu þeirra af honum I út-
varpsráöi. En vonbrigöin hafa
oröiö hrikaleg. Njöröur er til-
tölulega valdalltill sem formaö-
ur en fólk á borö viö Vilborgu
Dagbjartsdóttur ræöur lögum
og lofum. En hún og maður
hennar Þorgeir Þorgeirsson
vilja hóstalaust reka alla þá rit-
höfunda, sem gagnrýndu
pólitiska úthlutun Sveins Skorra
úr launasjóði rithöfunda i vor.
t grein sinni bendir Ingimar
Erlendur á ægivald kommún-
ista í fjölmiðlum. Þeirra menn
sitji á dagblööum, i útvarpi og
sjónvarpi og ráöi skrifum um
bækur og menningarmál. Ég
ætla að tilfæra eitt dæmi um aö-
feröirnar, sem viöhaföar eru:
Jónas Arnason var þingmaöur
Alþýöubandalagsins. Hann er
lika dágóöur leikritasmiður-
einn sá besti sem við eigum. 1
ritverkum sinum er Jónas
rómantiskur húmanisti. Slikan
mann viöurkennir háskólaliö
Alþýöubandalagsins ekki sem
rithöfund. I siðasta leikriti sinu:
Valmúinn spryngur út á nótt-
unni, dregur Jónas þessa póten-
táta sundur og saman I háöi,
einkum fær eiturlyfjadekriö og
Megas ómældan skerf af gríni.
Hver voru viðbrögð hans manna
við þessu verki? Sverrir
Hólmarsson eiginmaður
Guörúnar Helgadóttur alþingis-
manns skrifaöi i Þjóðviljann
dúndrandi niö um sýninguna,
svo mergjað aö Stefán Jónsson
alþingismaður Alþýðubanda-
lagsins bað blaðið aö hlifa
Jónasi viö frekari árásum á
meöan hann stæði I miöri kosn-
ingarbaráttu. Sýningin á
Valmúanum vakti verðskuldaða
athygli en háskólalið Alþýöu-
bandalagsins gerði sitt til aö
koma henni á kné, meðal annars
voru sendir út hópar tíl aö hrópa
hana niöur. í. úthlutunarnefnd
listamannalauna 1978 gerði einn
nefndarmanna tillöguum Jónas
I efri flokk listamanna. Sú til-
laga fékk einungis stuöning til-
lögumanns. Báöir fulltrúar
Alþýðubandalagsins sátu hjá.
En I þessum hamförum brotn-
aöi Jónas. Hann ákvaö aö draga
sig i hlé frá pólitlk. Hins vegar
gengust pólitiskir andstæðingar
Jónasar meöal rithöfunda fyrir
aö honum var veitt viöurkenn-
ing fyrir ritstörf. Þegar þvillk-
um aðferöum er beitt við
skoöanabræöur, hvernig er þá
farið meö andstæðinga?
Aldurhniginn rithöfundur
meðai lýöræöissinna sagöi viö
mig fyrir nokkrum árum:
— Nú eru þeir hættir. Tveir
komu til mfn I gær fullir og til-
kynntu mér aðofsóknum I minn
_garð væri hætt. Þetta var maö-
ur, sem skipulega haföi verið
skrifaö nið um. Þetta reyndust
-orö aö sönnu. Hann hefur verið
látinn I friði.
Hverjir eru höfuðpaur-
arnir i þessum skipu-
lögðu ofsóknum?
Ég hygg þá vera I þessari röö:
Ólaf Jónsson, Arna Bergmann
og Jóhann Hjálmarsson. Ólafur
er þeirra harðastur og illvlgast-
ur. Hann skrifar aldrei um verk
heldurmenn. Hann mætir blind-
fullur á leiksýningu eins og
dæmin sanna og skrifar samt
um þá sýningu. Hvernig? Júm,
eins og ég sagði áðan þá skrifar
Ólafur fyrst um manninn slöan
verkið. Það skiptir ekki máli aö
maöur sjái leiksýningu, þegar
maöur er fyrirfram ákveðinn
hvað á aö segja. Hvaða blaö get-
ur haft slíkan mann I sinni þjón-
ustu? Það getur Jónas Dag-
blaðsritstjóri. Svona blaða-
mennska þjónar vel hans
bisness-snónarmiðum. Einu
mennirnir sem aö hans dómi
láta sig varða menningarmál,
er hlandfor Alþýöubandalags-
ins. Þess vegna læt ég skrifa
fyrirþá. Þeir kaupa blaðiö. Hin-
ir hlæja, þegar óli er að nlöa rit-
höfunda. Arni Bermann er var-
færnari. Hann byrjaði á Þjóö-
viljanum sem algert handbendi
Rússa. Frásagnir hans af
Mikson-réttarhöldum Rússa eru
eitt það ógeöslegasta, sem ég
hefi lesið. Siöan hefur mikið
vatn runnið til sjávar. Fyrir ári
siöan sendi Arni frá sér bók um
Sovétið, sem ég heföi getaö
samiö. Hann treystir sér ekki aö
verja innrásina i Afganistan eða
Tékkóslóvakíu. En honum er
mikil árátta að ofsækja frjálsa
rithöfunda á tslandi. Vafalaust
skapar hann sér vinsældir á
Hilmar Jónsson rithöf-
undur fer hörðum orð
um um vinstri menn
og málflutning þeirra.
þann veg en varla nafn til lang-
frama, eins og hann þó dreymir
um.
Jóhann Hjálmarsson er
furöulegasta sköpunarverkiö I
þessum dýragáröi. Sumir segja
aö hann sé skáld. Bæöi Matthias
á Mogganum og niðurrifsmenn
kommúnista fullyröa aö svo sé.
Þaö getur vel veriö rétt. Ég finn
sjaldnast glóru I þvi sem hann
skrifar. Um flesta þá rithöf-
unda, sem ég tel góða skrifar
hann illa. Mér dettur Kristján
frá Djúpalæk I hug I þvi sam-
bandi. Kannski er ástæöan sú aö
þar fer gott skáld og trúaður
maöur. Þaö er ekki undrunar-
efni aö illa sé komið fyrir póli-
tiskum flokki, sem hefur mann
á borö viö Jóhann Hjálmarsson
aö leiöarljósi, enda er eyöi-
mörkin alger þegar svipast er
um eftir menningarvitum úr
rööum Sjálfstæöismanna.
-Nefndi einhver: Daviö Oddsson
eða Hrafn Gunnlaugsson? Ég
held varla.
Hverjir eru róttækir
rithöfundar i dag?
Svavar Gestsson ráðherra
sagöi annaöhvort á Alþingi eða
blaöagrein aö tillaga Ingimars
Erlendar um úthlutun Alþingis
á launasjóöi rithöfunda væri at-
laga gegn róttækum rithöfund-
um.
Hverjir eru róttækir rithöfr
undar idagoghvaða útreiðhafa
þeir fengiö hjá Sveini Skorra?
Dæmi: Fyrir tveimur árum
sendi ákveðinn rithöfundur um-
sókn til launasjóðs til samningu
leikrits, sem afhjúpa skyldi
spillingu á Keflavikurflugvelli.
Hver voru viðbrögö Sveins
Skorra, sem telur sig hemáms-
andstæðing og róttækling?
Svar: Höfundurinn fékk ekki
krónu.
Nei, vinir Sveins Skorra og
Njarðar eru ekki róttækir né
þjóðfélagsgagnrýnendur. Þvert
á móti eru þeir formúluskrifar-
ar og framleiöendur eldhúsreyf-
ara af lélegustu gráöu. Einn
þessara eldhúsreyfara hefur
meira að segja verið sendur i
Norðurlandakeppni i' bókmennt-
um okkur til ævarandi skamm-
ar. Nú fyrir jólin komu tvær
mjög athyglisveröar skáldsögur
um þjóöfélagmál eftir kunna
höfunda: Grimur trollarakarl
eftir Asgeir Jakobsson og Strið-
andi öfl eftir Stefán Júlfusson.
Var þessum verkum hampað i
fjölmiölum. Nei, þær voru
undantekningalitiö skágegnar.
Hins vegar dynur i' eyrum lof-
rolla um Guöberg og kompani I
rikisfjölmiðlum og Morgun-
blaði. Hann er á linunni. Þvi
hann er hinn sanni niðurrifs-
maöur.
Ég held að timi sé kominn til
aö gá til veðurs I þessum éfnum
og ræöa málin I fullri hreinskilni
,,án ótta viö bankastjóra eða
pólitiska njósnara.”
Sé efnahagsástand þjóöarinn-
ar slæmt, þá leyfi ég mér að
fullyrða aö ástandið i menning-
ar-og skólamálum okkar sé
hálfu verra.
Hilmar Jónsson.