Vísir - 09.01.1981, Page 13

Vísir - 09.01.1981, Page 13
VÍSIR 13 Föstudagur 9. janúar 1981 Hvort sem lagt er af stað i gönguferð um fannbreiður fjallanna eða fjörur er nauðsynlegt að klæðast skjólgóðum fötum. • **É íeldhúsinu Hingaðtilhafa íslendingar ekki verið miklar kjúklingaætur. Af þeim 70 kilóum af kjötmeti, sem hver maður er talinn borða árlega, eru aðeins 2,5 kiló kjúkl- ingakjöt. Ýmislegt bendir til að neysla kjúklinga fari vaxandi. Samanborið við annað kjöt hafa þeir orðið ódýrari með árunum. Arið 1963 fékk neytandinn til dæmis þrjú kiló af Uambakjöti fyrir sömu upphæð og eitt kiló af kjúklingum kostaði þá. í dag má viða finna i verslunum kjúklinga á sama verði og sneiðar úr lambalæri. Margar verslanir hafa tekið upp þá nýbreytni að hafa á boðstólum nýgrillaða kjúklinga, sem fólk getur tekið með sér heim glóðvolga beint úr grillinu, eða kalda úr kæliborð- inu. Sem megrunarfæði eru grill- aðir kjúklingar mjög heppilegir til dæmis með heitu eða köldu grænmeti Nýgrillaðir kjúklingar eru mjög góðir, en auðvelt að gera þá ennþá betri. Nú á skemmdegis- kvöldum er fátt eins gott og ilm- andi pottréttir, hvort sem verið er að útbúa kvöldmat handa fjöl- skyldunni, eða veisluborð handa vinum og kunningjum. Við erum hér með tvær uppskriftir af ljúf- fengum kjúklingaréttum, sem okkur bárust norðan úr landi eða frá Alifuglabúinu Fjöregg. Karryk júklingur með ananas. Handa 6 manns 1. grillaður kjúklingur 1 dós ananas 400 g mayonnaise 1-2 tsk karry 1 stórt grænt epli, smátt skorið möndluspænir. 1. Skerið kjúklinginn i mátulega bita 2. Hrærið saman mayonnaise og karry 3. Blandið kjúklingabitum, epli og ananas úti mayonnaisið. 4. Sett i skál og möndlunum stíáð yfir. 5. Berið gjarnan fram með rist- uðu brauði. Ostbakaður kjúklingur 1. grillaður kjúklingur 2. bollar hrisgrjón 1 laukur 1 litil dós sveppir 1 dós mais smjör rifinn ostur. 1. Látið lauk og sveppi krauma i smjöri. Setjið hrisgjrónin úti og hrærið vel. 2. Bætið siðan úti þrem bollum af vatni og sjóðið i 10 minútur. 3. Skerið kjúklinginn i mátuleg stykki 4. Blandið mais úti hrisgrjónin. 5. Setjið allt saman i eldfast mót, smjörklipu yfir og þar ofan á rif- inn ost. 6. Bakið i ca. 10-15 minútur eða þar til osturinn er fallega brúnn. 7. Beriö gjarnan fram með hrá- salati. AUGLýSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRVGGÐRA SFARISKÍRTEINA RÍKISSIÓÐS FLOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL i NNLAUSNARVERÐ*1 10.000 GKR.SKÍRTEINI 1968- 1. fl. 25.01.81 nýkr. 7.920,38 1968- 2. fl. 25.02.81 nýkr. 7.490,96 1969- 1. fl. 20.02.81 - - 20.02.82 nýkr. 5.574,93 1970- 2. fl. 05.02.81 - - 05.02.82 nýkr. 3.702,02 1972- 1. fl. 25.01.81 - - 25.01.82 nýkr. 2.907,69 1973- 2. fl. 25.01.81 - -25.01.82 nýkr. 1.707,94 1975- 1. fl. 10.01.81 - - 10.01.82 nýkr. 961,87 1975- 2. fl. 25.01.81 - -25.01.82 nýkr. 725,68 1976- 1. fl. 10.03.81 - - 10.03.82 nýkr. 690,98 *) Innlausnarverð er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1981 SEÐLABANKI ÍSLANDS veriö blankari en síöan ég komst á þing” Arni Gunnarsson er einn hinna ungu þing- manna AlþýOuflokksins sem komu inn á þing I holskeflunni 1978, hann var áður i mörg ár á fréttastofu útvarpsins viö ágætan oröstir. Ami er maöur skörulegur til orös og æöis og f hressilegu Helgarviðtali rabbar hann um flest milli him* ins og jaröar, þó aöallega ár sln á fréttastofunni og svo á Alþingi. Hann segir m.a. frá frægri ferö sinni til Vfetnam en þangaö fór hann áriö 1966 og safnaði efni fyrir útvarpiö. Var hann hinn eini Islenskra fréttamanna sem kynnt- ust hörmungum strfösins af eigin raun en ekki af fréttaskeyti einu. Smith lætur sig ekki Allir kannast viö lan Smith, þennan forkóif hvita minnihlutans I Ródesiu, sem nú heitir Zimbabwe. Smith hefur oröiö aö láta i minni pok- ann en er kokhraustur og kjaftfor sem fyrr. Þórir Guömundsson, einn fréttaritara VIsis I USA, fór nýlega á blaöamanna- fund Smiths og birtir myndir og grein frá þvl. Ástar- Brandur Astar-Brandur hét maöur og ekkert meöal- menni þaö. Hann var einn þessara dáöu sérvitr- inga sem settu svip sinn á mannlifið hér áöur fyrr en nú fer svo átakanlega lltið fyrir. Ðrand- ur var upp á sitt besta á fyrrihluta þessarar aldar, þá flakkaði hann um landiö og vakti hvarvetna mikla athygli: vann sér þaö m.a. til frægðar að brenna gamla tukthúsið á Akureyri. I Helgarblaöinu er sagt frá Brandi og uppá- tækjum hanssem flest voru af óvenjulegra tag- inu og jafnframt birtar f jölmargar kostulegar myndir af honum en þær gaf hann úti I póst- kortum. SVEITIRNAR SS-sveitirnar alræmdu voru ábyrgar fyrir morö- um á milljónum manna. t svörtum yfirhöfnum og meö glottandi hauskúpu á einkennishúfunni drápu SS-mennirnir alla sem þeir álitu vera óvini hins mikla þýska rikis. En hverjir voru þessir menn? t Helgarblaöinu nú birtist fyrsta grein I flokki um SS og fjallar greinin um upphaf nasismans, SA-sveitirnar og fyrsta visinn aö SS. Hún heitir Kammeraterl.' Lennon: Nýr póll í hædina John Lennon er horfinn til feöra sem frægt er orö- iö. Margt hefur veriö rætt um hannog ritaöuppá sið kastið en I Helgarblaöinu skrifar ólafur Grétar Krisljánsson frá Sviþjóö, i þáttinn ..Umhverfis jöröina”, um Lennon frá dálitíö ööru sjónarhorni en flestir aörir. Hann ger- ir litiö úr Bitlunum og tónlistarhæfiieikum þeirra en hefur Lennon upp til skýjanna fyrir þau verk sem hann geröi eftir aö Bitlarnir hættu. Þetta er grein sem án efa á eftir aö vekja athygli.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.