Vísir - 09.01.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 09.01.1981, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 9. janúar 1981- VÍSIR Leiðigjarnt ndlflur um laun Hngmanna Hákon hringdi: „Ekki skil ég hvirs vegna fölk og fjölmiölar eru síog æ að fárast yfir launum aljjingismanna. Þetta eru menti,; sem margir hverjir leggja nótt^iö dag I vinnu sinni, og unna s^r ildrei hvfldar. Þaö væri nær aft vekja máls á launum ýmissa er|bættismanna, sem hafa komist Ir^ á gafl i' kerf- inu í skjóli pólitiskíar spillingar, og hafa þar engu öðru hlutverki Hvernío má komast í sambanfl við lal- stöðvaklúdb? Pétur hringdi: Mig langar aö koma þeirri fyrirspurn á framfæri, hvemig sé hægt að komast i samband viö þá talstöðvarklúbba sem starfandi eru hér á landi? Ástæðan fyrir þessari fyrir- spurnminni er sú, aö ég er nýbú- inn aö festa kaup á talstöö, en gallinn er bara sá, að ég veit ekk- ert hvert ég á að snúa mér til að fá kallnúmer og aðrar upplýsing- ar sem nauðsynlegar eru. Ég veit að hér eru starfræktir þrir klúbbar, þ.e. Farstöðva- klúbbur Reykjavikur, Talstöðva- klúbbur Islands og Bylgjan. Eini klúbburinn, sem er I slmaskránni er Bylgjan, en það númer hefur ekki svarað. Ég ætla að afla mér upplýsinga um þessa klúbba áður en ég set stöðina upp. Þær spum- ingar sem mig langar til að fá svarað, auk ofangreindra, eru: Hversu fjölmennir þessir klúbbar eru, hvað það kostar aö vera i þeim og hvað þeir bjööa félags- mönnum sinum uppá? Þessum spurningum Péturs er hér með komið á framfæri og þess vænst að forsvarsmenn um- ræddra klúbba svari fyrirspum- um hans. að gegna en aö hirða laun sin mánaðarlega. Fjöldi manns, sem hægt væri að nafngreina, hefur verið ráðinn i sannanlega þarf- lausar stöður og hafa jafnvel einkaritara til þess að aðstoöa sig i aðgerðarleysinu. Allflestir þingmannanna skila þó vinnu fyrir þau laun sem þeir þiggja, — það er meira en hægt er að segja um marga pótintátana I stjórnarráöinu. Það væri þarfara verkefni fyrir frjáls dagblöð aö gera úttekt á þessum hlutum en leggja siöu eftir siðu undir leiði- gjarnt nöldur vegna þingmanna- launa. Ljðt mynd ( Nlogga Sigriður Pétursdóttir hringdi: Ég er alveg bálreið og stór- hneyksluð á myndinni sem birtist i Morgunblaðinu i morgun (7. jan.) og er eftir þennan Sigmund. Ég er með fullt hús af börnum og unglingum og blaðið var varla fyrr komið innúrdyrunum, þegar litiö barn, 6ára, byrjaði aö spyrja mig um hitt og þetta I sambandi viö myndina. Ég veit að ég var ekki ein um þessa skoðun, þvi kona hér i næsta húsi var svo stórhneyksluð, að hún átti ekki orð yfir ósómann. Þessir menn virðast halda aö það megi bjóða fólki hvaö sem er. En þótt þeir ef til vill hafi gaman af svona „grini” sjálfir, þá ættu þeirað láta þaö vera að bera þaö inn i annarra manna hús i óþökk kaupenda Morgunblaðsins. Mönnum finnst sem gosdrykkirnir séu orðnir óheyrilega dýrir á veitingahúsunum OKURVERÐ VEITINGA- HÚSA A GOSDRYKKJUM G. Gunnarsson hringdi. Eins og allir vita þá er það vin- sæl iðja okkar íslendinga að skreppa á öldurhús i svartasta skammdeginu og ylja okkur þar við „tár af sterku” upp á gamla móðinn. Ekki eru þaö þó allir sem kneyfa drykkina óblandaða enda ekki á allra færi og er ég einn þeirra sem vilja hafa örlitið gos saman við. Og þá kem ég að efni þessa bréfs sem er það hvernig þjónar haga sér i sambandi við sölu á gosdrykkjum. Nú skilst mér að álagning á gosdrykki á veitingastöðum sé frjáls og er þá ekkert við þvi að segja þótt þeirséu seldirdýrt, eða á rúmlega 1000 gamlar krónur. En það er ekki öll sagan sögð. Hvernig þjónarnir afgreiða drykkina hinsvegarmeðáfengier annað og alvarlegra mál, og ekk- ert nema hneyksli til yfir þaö. Þegar Pétur eða Pail biður um tvöfaldan brennivin i kók svo dæmi sé nefnt þá byrjar þjónninn á að setja hrúgu af ismolum i glasiö, I nær öllum tilfellum allt of mikinn is. Siðan hellir hann brennivininu yfir, og er þá ekki oröið mikið rými eftir fyrir gosið. Sett er smáskvetta yfir svona til þess að fá lit og það látið nægja. Þetta væri I lagi, ef þeir reiknuöu ekki veröið á þessari slettu eins og um fuila kókflösku væri að ræða. Nú er þvi ekki lengur til að dreifa að maöur geti beðið um að fá flöskuna á boröið þvi gosið er nú afgreitt úr einhverjum vélum, og er þá ekki um annað að ræða en að kaupa tvö glös, annað með is og áfengi og hitt meö kók i. Að visu er þetta dálitið amstur i þrengingunum sem ávallt eru á börunum, en með þessu móti fengi maður gos til að blanda i þrjá drykki I stað eins fyrir sama verð. Nú önnur lausn er sú að hafa með sér gospillur á veitinga- staðina og biðja svo um vatn með áfenginu. Glaðuraöfii ekki hækkun! J H.H.hringdi. j Ragnar Amalds fjármálaráð- j herra og kommi sagði i' Sjón- j varpinu i gær (miðvikudag) að I hann væri þvi feginn aö Kjara- I Ragnar Araalds I I dómur hefði ekki hækkað laun I þeirra ráðherranna. Þetta er ef- j laust sagt i þeim tilgangi að j sýna geislabauginn, eða þannig j virkaði þaöá mig,ekki hvað sist | þegar sýnt var rétt á eftir á | skjánum að mánaðarlaun ráð- j herranna nema tæpum 30 þús- j und krónum á mánuði eða hátt i j árslaun verkamanna. Mér finnst það furðulegt að | ráðherra sem starfar fyrir | verkalýðinn i landinu, en það i telja þeir kommar sig gera,' ■ skuli geta staöið I svona málum eins og að þiggja þessi laun auk J friðindanna sem þeim fylgja. Svo geta þessir menn komið * klökkir I Sjónvarpið og sagt aö I þeir harmi það að alþingismenn I fái launahækkun umfram I verkalýðinn á sama tima og j þeir hafa þessi himinháu laun j sjálfir. i Frá Hornströndum Hornstranda- myndina altur Ferðalangur hringdi: Mig langar til að beina þeim til- mælum til sjónvarpsins, að end- ursýna myndina um Hornstrand- ir, sem sýnd var á annan i jólum. Þarna var um að ræða sérlega góða mynd. Texti ómars Ragn- arssonar var skýr og lipur og féll ágæta vel að þvi sem birtist á skjánum. Þá var myndataka einnig mjög góð. Þessi mynd sýn- ir vel hvilikar perlur finnast i Is- lensku landslagi og sannar jafn- framt að óviða finnast fegurri staðir en hér. Umrædd mynd er þvi ekki aðeins ánægjuauki fyrir okkur Islendinga, heldur væri einnig upplagt aö nota hana til landkynningar. En uppástunga min um að sýna hana aftur er til komin vegna þess, að mér er kunnugt um að margir misstu af henni, þegar hún var sýnd. Annar dagur jóla er timi fjölskylduboðanna og undir slikum kringumstæðum er litið tiðkað að horfa á sjónvarp, eins og menn vita. Þess vegna misstu margir af góöri mynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.