Vísir - 09.01.1981, Síða 19
Föstudagur 9. janúar 1981
VÍSIR
19
99
Hotvard Hughes
reyndi od kaupa
ást mína”
— segir Elisabeth Taylor
í nylegu vidtali
Elizabeth Taylor
skýrði nýiega frá þvi i
viðiali, að milljarða-
mæringurinn Howard
Hughes hefði eitt sinn
boðiðsér milljón dollara
fyrir að giftast honum
og hafi reyndar látið i
veðri vaka að greiða
þrjár milljónir dollara
ef hún gæfi kost á sér.
Þetta tilboð auðjöfursins var
siðasta örvæntingarfulla tilraun
hans til að ná leikkonunni frá
leikaranum Michael Wilding, en
þau höfðu þá ráðgert að ganga i
hjónaband innan tveggja vikna.
En Beta, sem þá var aðeins 19 ára
gömul og yfir sig ástfangin af
Wilding, hafnaði hoði hins 47 ára
gamla Hughes, án þess að hugsa
sig um tvisvar.
„Howard hélt að hægt væri að
verðleggja alla hluti og auður
hans nægði til að komast yfir það
sem hann vildi", — sagði
Elizabeth i viðtalinu og bætti þvi
við, að hún hefði haldið þessu
vandlega leyndu þar til nú.
Það var hins vegar vitað, að
Hughes reyndi á sinum tima að
vinna ástir hennar og þegar þetta
gerðist, árið 1952, höfðu flestar
frægustu kvikmyndastjörnur
þeirra tima verið orðaðar við
hann.
Þegar Hughes gerði siðustu til-
raunina til að kaupa ástir hennar
segist Elizabeth hafa sagt við
hann: „Enégelska þig ekki og ég
ætla mér að giftast Michael eftir
tvær vikur.” — Hughes á þá að
hafa svarað þvi til, að ef til vill
yrði hún ástfangin af sér innan
tveggja vikna. En Elizabeth
hafnaöi honum og milljónunum
hans.
Walter Kane, sem eitt sinn
vann fyrir Hughes, hefur staðfest
að milljarðamæringurinn hafi á
timabili verið sjúkur af ást til
Betu og hafi viljað giftast henni.
1 áðurnefndu viðtali neitaði
Elisabeth að ræða þetta
giftingartilboð nánar, en maður
nokkur, sem vann með henni að
gerð kvikmyndarinnar
„Cleopatra” árið 1961, minnist
þess, að hún hafi rætt þetta i
þröngum vinahópi, þegar unnið
var að gerð myndarinnar á ltaliu.
„Við vorum i kvöldverðarboði i
ibúð hennar i Róm, þegar einhver
Auðjöfurinn lloward Hughes.
Myndin er frá árinu 1952, en þaö
ár reyndi hann að kaupa ástir
Eiisabetar Taylor.
um, eins og hún lengi fyrir að
leika i „Cleopötru". Siðan sagöi
hún okkur söguna:
Þetta var árið 1952 og Hughes
hafði boðið henni út nokkrum
sinnum en hún sagöi honum að
hún elskaði Wilding og vildi gift-
ast honum. Hughes var gripinn
örvæntingu, að sögn Betu.
Hughessagði henni aö ef hún gift-
ist sér myndi hann gera hana að
ódauðlegri gyðju, hún þyrfti ekki
einu sinni að sot'a hjá sér, — „Sem
ég hefði auðvitað aldrei gert",
segir Beta.
Elisabeth sagði, aö Hughes
hefði njósnað um sig. — „Hann
sagði mér, að hann vissi um allar
minar gjörðir, hvenær ég færi i
rúmið, með hverjum ég færi út og
hvað ég borðaði. Hann vissi allt.
Hann vissi að ég haföi gaman af
hestum og eitt sinn ætlaði hann að
gefa mér heilt stóð."
Elisabeth sagði að hún hefði
aldrei hugsað alvarlega um þetta
Sigurvegarinn 1 baráttunni um Betu,
unni skömmu eftir brúðkaup þeirra
Michael Wilding, ásamt leikkon-
árið 1952.
fór að tala um Howard Hughes.
Elisabeth byrjaði þá að hlæja og
eiginmaður hennar á þeim tima,
Eddie Fisher, spurði hana hvers
vegna. Elisabeth svaraði þá, að
Hughes hafi eitt sinn boðið sér
eins mikið fé fyrir að giftast hon-
Anja Jacobscn, sem kjörin var „Ungfrú Vetrarsóí (t mióju) asamt
helstu keppinautum sinum Gitte Broderscn (t.h.) og Ann Larsen.
tilboð Hughes, að kaupa sig fyrir
milljón eða þrjár milljónir doll-
ara. Hún hafði einfaldlega ekki
áhuga á honum.
„1 þau fáu skipti, sem ég fór út
með honum, glápti hann þegjandi
út í bláinn og svaraði aldrei neinu
sem ég spurði hann um. Oft var
hann svo „sjabbý" og óhreinn að
hann hefði haft gott af að fara i
bað. Hann var alltaf i krumpuð-
um fötum og buxurnar héngu á
honum eins og tjald. Stundum var
hann berfættur i skitugum striga
skóm og tærnar stóðu út um götin.
Og þetta var sagður vera rikasti
maður heims”.
Elisabeth hló aftur og bætti við:
„Hann var svo leiöinlegur að ég
hefði ekki gifst honum þótt allur
hans auður hefði verið i boði”. —
Og það var greinilegt að Beta sá
ekki eftir að hafa hafnað boði
hans.”
Þegar núverandi eiginmaður
Betu, öldungadeildarþingmaður-
inn John Warner, heyrði þessa
sögu sagðist hann hafa náð mun
betri samningi en Hughes hefði
reynt að gera. — „Ég þurfti að-
eins að borga fimm dollara, —
þ.e. verðið á leyfisbréfinu."
Sven-Oleog Anniqa veröa fulltrúar Danaveldis á parameistaramót-
inu i Kaliforniu.
Parameistaramót
Vöðvafjallið Sven-Ole
Thorsen og kona hans Anniqa
æfa nú stift fyrir heimsmeist-
aramót para i likamsra*kt sem
haldið vcröur i Kaliforniu á vori
komanda. Þau verða fulllrúar
llanaveldis i keppninni og eru
Danirsagðir vongóðir um góðan
árangur og þeir bjartsýnustu
spá þeim sigri.
Ilinn :!(> ára gamli Sven-Ole
hefur stundað likamsrækt i
mörg ár og rekur nú kiúbb fyrir
likamsræktarmenn. Anniqa er
liins vegar ný i grcininni cn hef-
ur náð ótrúlcgum árangri á
stuttum tima. En þótt Anniqa sé
nýgræðingur er bún þegar farin
að þjálfa aðrar konur i likams-
rækt og nú sækja um 50 konur
tinia hjá henni.
„Það cr i tisku núna að vera
með stæltan kropp”, — segir
Anniqa. „Hin vcgar er ekki ætl-
unin að konur stæli karlmenn á
þcssu sviði heldur þurfa þær að
þróa meösér sérstakan stfl”, —
segir likamsræktarstúlkan og
hún bætir þvi við, að ræktunin
hafi nú tekið hug hennar og
hjarta og sé sá miðdepill sem
tilvera liennar snúist um.
Tuttugu armbeygjur með Anniqu á bakinu er liöur i æfingunum
fyrir keppnina.