Vísir - 09.01.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 09.01.1981, Blaðsíða 27
Föstudagur 9. janúar 1981 vlsnt „ARSTID FAEINNA KYNDUGRA ORÐA" A TÖFRAKLÆÐI ORÐLISTARMANNS Þorsteinn frá Hamri: Haust i Skirisskógi, — skammdegisprójekt. Helgafell 1980. Ég komst ekki aftur úr þessari stuttu bók fyrir jólin, tafðist svo injög við lesturinn að undrum sætti. Oröin eru þó svo sem ekki mjög á hverri siðu, og siðurnar ekki nema 1980. Ég tók til við skrudduna hvað eftir ann- að, en freistaðist jafnan til að gæla við orð og setningar, kjamsa á þeim, bragða á þeim aftur og aftur, svo að mér mið- aði ekkert. bað var ekki fyrr en á fridrjúgu nýári sem ég lauk bókinni, og það voru skemmti- legar stundir, sem ég eyddi i hana, enda er hún varnagla- laust besta myndagáta þessara hátiða. Þorsteinn frá Hamri er eng- inn ungæðingur lengur, þvi að liðið er á þriðja áratug siðan fyrsta bók hans kom út. Við heldum hann itækt og orðknátt ljóðskáld framan af árum, en þegar minnst varði var hann kominn á kaf i þjóðsögur og þjóðhætti og vatt sér þaðan i einhvers konar skáldsögur og hefur nú sameinað þetta allt i prójekti sinu, svo að hann verð- ur ekki flokkaður lengur, og hlýtur þvi aðeins að kallast skáld — orðlistarmaður — og kiknar ekki undir þvi nafni. Á bókarkápu er þetta „skamm degisprójekt" hans kennt til „skáldsagnaritunar", sem verður að teljast hæpinn dómur, en hitt er rétt, að hann lætur „veruleika nútimans tengjast þjóðsögn, þjóðtrú og imyndun i listilega gerðri sögu". En hver og hvernig er þessi „saga”? Hún er i raun og veru gerð eftir sömu uppskrift og naglasúpan, og satt að segja er Þorsteinn engu minni töframað- ur en sá, sem forðum lék sér að kerlingunni. Við lesendur erum i hlutverki hennar, og alveg eins hrifnir að sögulokum. Hann byrjar með sögunagla, en bætir siðan jafnt og þétt einhverju nýju og óvæntu úti og hrærir i af sliku listfengi, að við vitum varla af þvi fyrr en bragðið seg- ir til sin og við stöndum á önd- inni af hrifningu. Hann læðir þjóðsögu i núna, bóndalauk næst, bæhóma þarnæst og alls kyns kryddi öðru. Og við höld-. um að þetta sé allt saman af einum nagla! Ef til vill mætti einnig likja sögunni við mengi — eða hringi, sem sneiöa hver annan. Að sjálfsögðu setur Þorsteinn sögupersónur sinar i upphafi niður i mesta draugabæli i nánd við höfuðborgina einhvers stað- ar ofan við Kolviðarhól að manni finnst — hvað annað? En hvort Skirisskógur sögunnar er þar eða i Aðalstræti vefst svolit- iðfyrir manni. Hrói höttur verð- ur heldur þokukennd persóna, en Vilhjálmur skarlat er þvi skýrar hannaður, gott ef maður kannast ekki hálfvegis við vin- inn — og raunar fleira fólk um- hverfis hann. Sóleyjarhöfða- bóndi lætur ekki heldur að sér hæða — hann kemur alltaf við og við i gegn á þessum forkostu- lega miðilsfundi og finnur ringulreiðinni staðfestu, ekki er nú vanþörf á. Þorsteinn leikur þessu skák- fólki sinu fram og aftur af hjart- ans lyst og kemur lesandanum sifellt á óvart, þjóðsögurnar fljúga hjá i sjónhendingu. Hann lætur örla á kunnuglegum gamansögum, heldur smáfyrir- lestra um heimspeki eða mann- lega náttúru, bregður viö mynd- um himins og jarðar, segir veðurfréttir og yrkir bögur, botnar loks söguna með jólum og þessu stefi: En gálaus prójekt glitra i gegnum skýjarof, smiðuð af kynlegum kvistum (og kannski huglæg um of). Kimni Þorsteins — oft á al- vörumörkum — er einstaklega hlý og glitrandi. Það er ef til vill það, sem tefur mest fyrir manni við lesturinn — að reyna að ráða i hvort hann er að tala i gamni eða alvöru. Maður er ekki eins smeykur við neitt og að vera á báðum áttum um það. En sloppinn úr öllu viravirki sögunnar situr maður eftir fanginn hljómum og litum þess máls, sem Þorsteinn skrifar. Þar er ekki kastað til höndum, og farið á kostum eftir stiga málrófsins, og leikið mörgum skjöldum. Ekki hikað viö að sletta ofurlitið, en þegar minnst varir brugðið á fornyröislag, jafnvel stuðlað og rimað i orð- ræðu eða lýsingu, spekimálum eða glettni. Við erum i fylgd með kynslóð eftirstriðsáranna, en hinn þungi undirstraumur þjóðsagna og islensks bændalifs á liðinni tið er skammt undir yfirborði, eða hinn rammi safi rennur frjáls i gegn. Þennan magnaða samleik tungu, lands- náttúru, þjóðmenningar og nútiðarlifs hafa fáir eða engir islenskir höfundar betur á valdi sinu i skáldverki þessi árin. Þorsteinn haslaði sér þennan völl með Himinbjargarsögu, og þar er hann enn á haustnóttum i islenskum Skirisskógi. Þessi bók er fyrst og iremst frábær leikur að orðum, hugs- unum og myndum, en lesendum látið eftir að draga sinn dóm úr henni, ef þeim hugnast, en fyrst og siðast skulu þeir njóta lesn- ingarinnar og leggja sitt til þess. Slikt svigrúm get'a aöeins hinir bestu höfundar. Þótt málbeiting Þorsteins sé oftast bæði hvöss og mjúk, kem- ur fyrir að hann stingur mig með einu og einu orði. Af þvi að prófarkir virðast svo vandlega lesnar, var ég i vafa um, hvort það væri prentvilla eða þorsteinska að skella „skolleyr- um” við (bls 168) eða að rita ,,hárrétt”(bls. 95). Einnig fór það fyrir brjóstiö á mér að sjá það á bls. 170, að jólasveins- ómyndin hjá eplakaupmannin- um sveiflaðist til íyrir „gjól- unni" þegar gengið var um dyrnar. 1 minum skilningi er gjóla samfelld gola eða kaldi en ekki gustur eða sveipur, sem verður þegar dyr eru opnaöar. Þetta er eins og skafrennings-afmánin hjá þeim i veðurstofunni. Þar heitir allur snjórenningur „skafrenning- ur", þótt það sé aöeins nafn á einu þeirra fimm eða tiu renn- ings-afbrigða, sem menn hafa skilgreint i veðurtali sinu öldum saman. Þá get ég ekki neitað þvi, að mér finnst stafsetningarrökvis- in hans Þorsteins frá Hamri hálfskritin, svo harðsaumuð og nákvæm sem hún er. Hann þjónar orðaættfræðinni með þvi að draga að sér hverja z eins og segulstál, skreytir meira að segja orðið að „verzla" með henni, þótt allir hljóti að sjá og vita, að foreidri þess orðs er vara en ekki verö. Hins vegar lætur hann upprunann lönd og leið i sérhljóði á undan og gerir það sem allra breiðast. Það helgast auðvitað i fullum mæli af framburðinum, ef menn hafa það sjónarmið, en þegar z kemur i fangiö á manni i næstu andrá, er sem rökvisin og sam- kvæmnin hafi snöggvast gengið úr vistinni. En þetta er auðvitað óhæft nöldur og slær engum fölva á haustdýrðina i Skirisskógi. „Þar er sagan úti. Þar kveð ég þessa árstið íáeinna kyndugra oröa og læt lesendum eftir að gera sér jólin i hugarlund”, seg- ir Þorsteinn undir sögulok. Andrcs Kristjánsson. Þorsteinn frá tlamri. Gert út á meira vatn en Annan veturinn i röð verður að draga stórlega úr framleiðslu vegna skorts á raf- orku. Stórvirkjanir okkar við Búrfell og á hálendinu- þar fyrir ofan virðast hafa verið hannað- ar i „hámarki” ef svo má að orði komast, þvi strax og vatns- magnið á hálendinu kemst i vetrarástand verður Alverks- miðjan og Grundartangasmiðj- an að draga saman seglin. Verður i rauninni ekki séð hvernig hægt hefði verð að koma við fullri vinnslu á Grundartanga sökum raf- magnsskorts ef svo hefði farið að sala á framleiðslu verk- smiðjunnar hefði fylgt itrustu áætlunum. En þar sem vatns- skorturinn á hálendinu hefur ekki enn valdið stórfelldum skaða i orkufrekasta iðnaði okkar látum við kyrrt liggja. Engu að siður bendir þessi vatnsskortur til þess, að hálf- gildings Kröfluævintýri hafi verið á ferðinni, þegar virkjað var við Sigöldu. Svo vill til aö orkuáætlanir varðandi virkjanir á hálendinu hafa verið gerðar á tima þegar jöklar hafa verið að dragast saman vegna hlýinda. Nú virð- ast aftur á móti vera að koma hið háttbundna kuldatimabil, sem fylgir ætið siðustu tugum hverrar aldar, og kemur þá i ljós, að hvað virkjanir snertir hefur verið gert út á meira vatn en gefst. Byrji jöklar aö þenjast út að nýju tekur fyrir þær vatns- uppsprettur að nokkru leyti, sem bæði Sigölduvirkjun og Búrfellsvirkjun eru byggðar á. Þess Vegna má alveg eins búast við þvi að væntanlegt kulda- timabil verði okkur örðugt við orkuframleiðsluna eins og á öðrum sviöum. Að visu dettur engum i hug að álita hönnuði þessara verka svo glámskyggna, að hafa ekki tekið tillit til hugsanlegra veðurfarsbreytinga við staðar- ákvarðanir virkjana. Óhjákvæmilegt er aö taka jökulvötn og virkja þau, en þau vötn cru auðvitað fyrst og fremst viðkvæm fyrir veður- farsbreytingum vegna upptaka sinna. Það lá þvi alveg ljóst fyrir i upphafi, að veðurfarið hlaut að verða einn af aðalþátt- um orkuútreiknings við gerð jökulvatnavirkjana. Nú hefur hins vegar komið á daginn, að veðursfarsbreytingin virðist koma orkuframleiöendum alveg að óvörum með afleiðing- um, sem þegar hafa kostaö okkur stórfelldan samdrátt i orkufrekum framleiðslugrein- um. Framundan eru fleiri virkjanir jökulvatna, og hefur Bianda komið þar mjög við sögu. Virkjun þar er talin sér- lega hagkvæm og er þá m.a. miðað við ákveöiö vatnsmagn. Forvitnilegt væri að vita hvort hugsað væri til endurhönnunar á Blöndu vegna þeirra af- brigða, sem þegar eru komin fram við virkjanir á öðrum jök- ulvötnum, og rakin verða beint til veðurfarsbreytinga á siðustu Iveimur árum. Jöklanir eru mikil vatnsforðabúr, en þeir gefst selja ekki ncma i hlýindum, og það cetur farið svo næstu tutt- ugu eða þrjátiu árin, miðað við reynslu frá fyrri öldum, að jöklarnir reynist ekki sérlega nytháir. Rétt er, að okkur er nauðsynlcgt að komast af Atlantshafssprungunni með eitthvað af stórvirkjunum okkar, og þess vegna er eins gott að fara að hugsa fyrir virkjunarstöðum annað hvort fyrir noröan cða austan. A hinu verða menn þó aö hafa vara, að útreikningar um vatnsmagn i jökulám munu kannski ekki standast þegar nær liður alda- mótum, og þá getur svo farið að hagkvæmnitölur breytist tölu- vert. Uppistöðulón Sigölduvirkjun- ar er mikill hafsjór yfir að lita. En fyrir utan þrálátan leka virðist alls ekki hækka nóg i þvi yfir sumartimann til að mæta minnkandi aörennsli og aukinni rafmagnsnotkun yfir vetrartim- ann. Þannig hefur Sigölduvirkj- un ekki staðist, þótt óliku sé saman að jafna Kröfluvirkjun og henni. Það er ógnvekjandi til þess að hugsa, að svo skuli komið fyrir Sigölduvirkjun, þegar aðeins skammt er liðið á væntanlegt kuldaskeið. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.