Morgunblaðið - 16.12.2003, Síða 1
SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 16.desember 2003
BÆ UR
Guðdómlegur gleðileikur
Björn Þór
Vilhjálmsson
fjallar um
Hr. Alheim,
skáldsögu
Hallgríms
Helgasonar.
Bls. 8
Eftir sjö ára þögn hefur GuðmundurAndri Thorsson sent frá sér nýja skáld-sögu, Náðarkraft, reykvíska fjöl-skyldusögu, þar sem segir af hjónunum
Katrínu og Baldri Egilsen og börnum þeirra
Sunnevu og Sigurlinna. Katrín er prestur og
Baldur stundar garðrækt, ritstörf og myndlist;
hann var framarlega í hreyfingu sósíalista en
frami hans varð endasleppur og hann dró sig í
hlé frá skarkala heimsins. Faðir hans, Einar
Egilsen, er fyrrverandi þingmaður sósíalista og
er þegar sagan gerist horfinn í eigin heim upp á
lofti hjá syni sínum og tengdadóttur. Álengdar
er fjölskylduvinurinn Geiri sem er útvarpsþulur
og fyrrverandi stjarna á fjöldafundum her-
stöðvaandstæðinga. Dóttirin Sunneva tvístígur í
ástamálunum og sonurinn Sigurlinni á í sálar-
stríði því hann hefur samið lag sem velst til þátt-
töku í undankeppni Evróvisjón í sjónvarpinu og
hann óttast ekkert meira en viðbrögð fjölskyld-
unnar.
– Þetta hljómar eins og lýsing á sjónvarps-
sápu en skáldsagan er allt annað en það.
„Sjónvarpssápur eru oft mjög skemmtilegar.
Annars er hálferfitt að tala um heila bók í stuttu
máli. Skáldsaga er vefur sem erfitt er að fara
inn í á öðrum stað en á byrjuninni og þræða sig
áfram.“
Sigur sósíalismans
– Á einum stað lýsir þú Einari Egilsen með
þessum orðum: „Eins og títt var um komm-
únista var Einar fyrst og fremst einstaklings-
hyggjumaður, hann trúði á hinn sterka ein-
stakling og mótandi hlutverk hans í
framvindunni.“
„Þetta hljómar óneitanlega eins og þversögn,
enda er þetta þversögn. En ég held nú að það sé
viss sannleikur í þessu og hef alltaf upplifað
kommúnista sem einstaklingshyggjumenn. Þeir
eru alla vega ekki hópsálir. Þetta er fólk sem rís
gegn því viðtekna og telur sig sem einstaklinga
geta haft áhrif á söguna.“
– Frásögnina einkennir írónísk
hlýja. Þér þykir vænt um þetta fólk,
misheppnaða sósíalista, sem búa sáttir
í því þjóðfélagi sem nú er uppi.
„Það er kannski of mikið sagt að þau
séu beinlínis misheppnuð, en þau eru
stödd í ósigrinum miðjum. Hins vegar
held ég að baráttan fyrir bættu sam-
félagi mannanna sé oft byggð á vitlaus-
um hugmyndum. Kristin trú byggist
t.d. á hugmyndinni um að hinn efsti
dagur sé í nánd – að við verðum að búa
okkur undir heimsendi sem sé á næsta
leiti. Það virðist hafa verið orðum auk-
ið, hvað sem segja má nú um okkar
mengandi tíma, en samt finnst okkur
ekki ástæða til að gera upp við þær
réttlætis- og siðferðishugmyndir
kristninnar sem hafa mótað okkur.
Rétt eins og hugmyndin um komm-
únismann, hið stéttlausa þjóðfélag sem
byggist á sameign alls, hefur skilað
okkur hér á Vesturlöndum mik-
ilvægum réttindum og jafnrétt-
ishugmyndum, þó að sú hugsjón muni
aldrei raungerast. Sósíalisminn sigraði
í vissum skilningi á Vesturlöndum en
hann tapaði í ríkjunum sem kenndu sig
við hann. Það er enn ein þversögnin.“
– Var það kveikjan að þessari sögu?
Sigur sósíalismans þrátt fyrir meintan
ósigur?
„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég er að
skrifa um hugsjónir og hugsjónafólk.
Þetta er saga um frummyndakenn-
ingu Platóns og hvernig hún birtist á
okkar dögum. Sósíalistar eru plat-
ónistar, þetta fólk sem taldi sig hið ýtrasta efn-
ishyggjufólk endaði sem argasta hug-
hyggjufólk, það var sífellt að eltast við
frummyndir, finna skuggamyndir veruleikans á
hellisveggnum og leita síðan að leið út úr hell-
inum með hugmyndirnar.“
– Er það ekki enn eitt form sjálfsblekkingar?
„Hugsjónir byggja stundum á blekkingu,
hinni heilögu blekkingu …“
– Dæmi um blekkingu er hvernig Sigurlinni
ímyndar sér að fjölskyldan muni bregðast við
þegar fréttist að hann hafi samið lag fyrir Evró-
visjón. Hann óttast að þau muni hafna honum
fyrir að hafa selt sig á vald markaðsöflunum.
„Já, þau verða mjög hrifin af laginu af því að
það er búið að breyta því í sósíalískt rapplag. En
Sigurlinni á ekkert í laginu lengur og það merk-
ir ekkert lengur, annað en að markaðsöflin hafa
tekið eitthvað sem var satt hjá honum og breytt
því í eitthvað ósatt – sem þau halda hins vegar
að sé satt …“
– Hið hlýlega háð sem þú beitir svo kunn-
áttusamlega má kannski draga saman í þá nið-
urstöðu að hugsjónabrölt tveggja kynslóða hafi
ekki skilað sér í öðru en tveimur smáborgurum,
Sunnevu og Sigurlinna.
„Ég er sjálfur mjög smáborgaralegur í hugs-
un þannig að við skulum ekki tala illa um þá teg-
und fólks … En þetta er þó ekki nema hluti nið-
urstöðunnar ef á annað borð er hægt að tala um
niðurstöðu af skáldsögu. Þetta er lýsing á ver-
öld fólks, lýsing sem kallar ekki á niðurstöðu
eins og út úr dæmi.“
Ágengur sögumaður
– Náðarkraftur er fjórða skáldsagan þín.
Fyrst kom Mín káta angist 1988, Íslenski
draumurinn 1991 og Íslandsförin 1996. Stíll
Náðarkrafts er allur annar en Íslandsfar-
arinnar sem skrifuð var í dagbókarstíl 19. aldar
manns.
„Þessi bók er skyldust Íslenska draumnum, í
stíl og tóni og efni. Í þessari bók skrifa ég eitt-
hvað sem kalla má „minn stíl“ en ég bý samt
ekki til persónu sögumanns, skrifa ekki í fyrstu
persónu, heldur er hér um að ræða það sem
stundum er kallað ágengur sögumaður í þriðju
persónu. Þetta er fremur sjaldgæf frásagn-
araðferð núorðið, minnir meira á 19. aldar höf-
unda eins og Dickens. Ég fer inn og út úr sög-
unni, inn og út úr hugskoti fólks, legg út af
efninu, andvarpa, verð hátíðlegur eða óhátíðleg-
ur og stel grimmt frá Jóhannesi úr Kötlum.
Haga mér sem sagt að vild. Sjálf er svo sagan
kannski fyrst og fremst safn af mannlýsingum,
sem er fínasta íslenska bókmenntahefðin sem til
er og kannski dálítið afrækt.“
– Þjóðlegur fróðleikur, sögur af fólki.
„Já, það er líka eiginlega það eina sem ég les
núorðið. Þetta er reyndar það sem ég hef alltaf
lesið mest. Alveg frá barnsaldri.“
– Lestu þá lítið af skáldskap?
„Já, ég geri ekki mikið af því. Ég reyni þó
a.m.k. að hnusa af þeim nýju skáldsögum sem
ég kemst í tæri við. En ég vel þann skáldskap
sem ég les af vandfýsni. Góður skáldskapur hef-
ur hreinlega of mikil áhrif á mig og ég þarf að
gæta mín þar. Varðveita eitthvað í mér. Þjóðlegi
fróðleikurinn er nógu langt frá mér til að
Saga um mikinn blekkingaleik
Morgunblaðið/Jim Smart
„Þetta er skáldsaga um hugmyndir og hvernig hugmyndir
birtast í fólki.“
eftir Hávar
Sigurjónsson