Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 5

Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 B 5 BÆKUR HVER erum við þegar ásjónur okkar breytast með tímanum? Er- um við skopmynd af okkur sjálfum eða steinrunnar eftirmyndir af okk- ur sjálfum? Þessar spurningar og aðrar viðlíka leggur Jón Bjarman fyrir sig á tímamótum í eigin lífi. En nýjasta ljóðabók hans, Stef úr steini – lófafylli af ljóðum, er gefin út að tilstuðlan vina og vandamanna í tilefni af sjötugsafmæli skáldsins með formála, kveðjuorðum frá Prestafélagi Íslands og langri Tab- ula gratulatoria. Skáldið horfir í spegilinn og veltir fyrir sér þeim manni sem það sér: Maður í felum bak við stirðleika grá- skjóna Af grimmd fletti ég burt grímu hans og sé strax að þetta er sjálfur ég Brátt fer mér að þykja vænt um steypuna steinrunna steypuna Í bók Jóns eru bæði frumort ljóð og ljóða- þýðingar. Hann yrkir um náttúruna, ævi- gönguna og Guð. Þeg- ar líður að kveldi lífsins eru rök- ræður hans við Guð tregablandnar. Lífshlaupið nálgast markið og skáldið leitar svara: Við hlaupum eins og strokuhestar móti regni og stormi yfir úfið hraun og eyði- sand móti slyddu og sól yfir sandbleytu og jök- ulfljót í þrá eftir því sem eitt sinn var en aldrei mun aftur verða Gjör okkur fótvissa á þessum hlaupum gef að við vitum hvert förinni er heitið Það er einkenni ljóða Jóns hversu heil- steypt og einföld þau eru og hve eðlilegt honum virðist að byggja upp skýrt myndmál. Mörg kvæða hans eru náttúru- myndir en önnur sækja á menning- arlegri mið eins og í kvæðinu Kontrapunktur þar sem hann setur niðurstöður sínar fram á mynd- rænu formi: Ef sá sem strýkur gígjuna er sáttur við sig hljóðfærið og tónverkið fær hann frelsi til að spinna tvinna jafnvel þrinna saman tóna í hreinan hljóm og vefa úr þeim þráðum dúk í þétta og skínandi voð Ef til vill er hinn hreini hljómur og skínandi voð einmitt það lífsverk sem Jón getur litið til ef marka má formála og kveðjur. Ljóð hans hafa í það minnsta ljúfan hljóm sem læt- ur vel í eyrum. Sama gildir um þýð- ingar hans en hann þýðir meðal annars prýðilega Holir menn (The hollow men) eftir T.S. Eliot. Lófafylli af ljóðum LJÓÐ Stef úr steini – lófafylli af ljóðum Jón Bjarman 68 bls. Bókaútgáfan Hólar. 2003 Skafti Þ. Halldórsson Jón Bjarman Mátti borgin ekki vera rúðustrikað blað geymir 48 ljóð eftir Garðar Baldursson. Bókin skiptast í sjö bálka, „litla gula hænan“, „fjanda- fæla“, „ný og nið- dimm“, tabula rasa“, „sveiflubil“, „skrásett vöru- merki“ og „flassbakk“. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Ljóðin mynda sögu þriggja kyn- slóða í Reykjavík en eru einnig í vissri samræðu við ljóð ýmissa annarra skálda á öldinni sem var að líða. Ljóð- in eru pólitísk og birta m.a. hugsjón nýrrar karlmennsku. Saga þessara kynslóða kemur inn á átök þjóðflutn- inganna ásamt allsnægtum nú- tímans. Allstór þáttur í þessu verki Garðars er samræða við listamann- inn Rósku en hún birtist í ljóðunum sem tákn fyrir þrána til að umbylta samfélaginu, en ekki síður sem tákn konu og móður.“ Útgefandi er Ásgarður. Bókin er 108 bls., prentuð í OSS. Verð: 2.490 kr. Ljóð Áfangar í kvik- myndafræðum hefur að geyma safn 26 þýddar greina sem allar hafa sætt tíð- indum í sögu kvik- myndafræðinnar. Ritstjóri er Guðni Elísson. Höfund- arnir eru helstu hugmyndasmiðir, leikstjórar og fræðimenn kvikmynda- sögunnar. Hér eru sígildar greinar Eisensteins og Kracauers um mögu- leika miðilsins á umbrotatímum á fyrri hluta 20. aldar, en einnig gagn- rýni Bazins og Truffauts á hugmyndir þeirra auk fjölmargra greina frá síð- ustu áratugum þar sem fjallað er um kvikmyndina út frá sjónarmiði ýmissa hugmyndastefna. Yfir tuttugu þýðendur hafa lagt hönd á plóginn. Rétt rúm öld er liðin frá því að lifandi myndir voru fyrst sýndar. Fyrir tilstilli kvikmyndarinnar hafa milljónir manna breytt um stíl og stigið ný spor, sungið ný lög og tekið sér ný orð í munn. En hvað gerði þetta að verkum? Hér er að finna 26 ólík svör við því hverju kvik- myndin áorkar og hvaða gildi hún hefur. Ritstjórinn Guðni Elísson er cand. mag. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og doktor í enskum bókmenntum frá University of Texas í Austin í Bandaríkjunum. Hann hefur haldið námskeið um kvikmyndir og bókmenntir við Háskóla Íslands þar sem hann er lektor. Hann var ritstjóri bókarinnar Heimur kvikmyndanna sem kom út 1999. Útgefandi er Bókaútgáfan Forlagið. Bókin er 394 bls., prentuð í Guten- berg. Kápuhönnun: Kristín Agnars- dóttir. Verð: 3.990 kr. Greinar HVER man ekki eftir Nicole Kid- man með stóra gervinefið leika Virg- iniu Woolf og hljóta Óskarinn fyrir vikið? Kvikmyndin sem færði Nicole þessa upphefð heitir Stundirnar og er byggð á skáldsögu Michaels Cunningham, sem nú er komin út á ís- lensku fimm árum eftir að hún kom út í Banda- ríkjunum. Og þótt myndin sé góð er bókin miklu betri einsog oft- ast er. Þar eru raktir atburðir eins dags í lífi þriggja kvenna á mis- munandi tímum og rauði þráðurinn sem tengir þær saman er skáldsaga Virginiu um frú Dalloway, sem hún kallaði líka Stundirnar. Við fylgjumst með Virginiu glíma við að setja söguna niður fyrir sér og byrja að skrifa hana í Richmond árið 1924, Clarissu, sem kölluð er frú Dalloway af besta vini sínum, horfast í augu við yfirvof- andi dauða þess sama vinar og end- urmeta líf sitt í leiðinni í New York samtímans og Lauru Brown, hús- móður í úthverfi Los Angeles á fimmta áratugnum, lesa söguna af frú Dalloway og gera sér grein fyrir því að hún er á rangri hillu í lífinu. Í lokin fléttast svo sögur allra þriggja kvennanna saman. Cunningham lætur Virginiu velta því fyrir sér hvort einn dagur í lífi venjulegrar konu sé virkilega nægi- legt efni í skáldsögu (bls. 77) og hann, fyrir sína parta, telur greinilega að svo sé. Einn dagur, (tuttugu og fjórar stundir), getur skipt sköpum fyrir heila ævi. Það sem við segjum og ger- um og upplifum í dag getur ráðið úr- slitum um það hvar við verðum stödd í lífinu að þrjátíu árum liðnum. Og það sem við segjum og gerum í dag getur líka mótað líf fólksins í kring- um okkur til góðs eða ills. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Líf okkar er ekki einkamál, þrátt fyrir allt og hver stund skiptir máli. Michael Cunningham kann að segja sögur. Kann að gera hvers- dagslegustu hluti áhugaverða og smáatriðin að lykilatriðum. Persón- urnar eru ljóslifandi manneskjur sem lesandinn trúir að séu af holdi og blóði og getur samsamað sig. Og á enskunni er textinn tær og knappur, laus við flúr og krúsidúllur. Stíllinn er blátt áfram og flæðandi og hvert orð skiptir máli. Einhver besti enski texti sem ég hef lesið lengi. En því miður kemst það ekki til skila í þýðingu Þorbjargar Bjarnar Friðriksdóttur. Í hennar meðförum verður textinn uppskrúfaður og tilgerðarlegur og á köflum nærri óskiljanlegur: „Í hús- inu sjálfu er ekki skuggsýnt, en birt- una ber við myrkan bakgrunn þó daufir geislar morgunsólarinnar brjóti sér leið milli gluggatjaldanna“ (bls. 35). Og stundum alveg óskiljan- legur: „Hann hefur verið tiltrúandi hvers konar sviksemi“ (bls. 189). Af samhenginu sér lesandi reyndar að þetta þýðir honum hefur verið trú- andi til hvers konar sviksemi, en ein og sér er setningin fullkom- lega merkingarlaus. Mikilla enskuáhrifa gætir í íslenska textan- um, umferðarljósin skipta (bls. 18) (um hvað þau skipta kemur ekki fram), húðfita er mannleg (bls. 65), fólk gengur við hjá öðrum (bls. 55) og svona mætti lengi telja. Það er líka klúðurslegt að íslenska nöfn sumra persónanna (Virginía, Klarissa, Lára, Júlía, Sallý, Rikki) en annarra ekki. Af hverju heitir Richard t.d. ekki Ríkharður og Louis Lúðvík, svo eitthvað sé nefnt? Prófarkir virðast hafa verið lesnar í miklum flýti, bæði stafsetningar- og málfræðivillur hafa sloppið framhjá lesaranum og reyndar ber allur frá- gangur bókarinnar þess merki að kastað hafi verið til hans höndum. Og það er mikil synd því hér er á ferðinni ein besta skáldsaga síðustu ára. „Þessi stund í júní …“ SKÁLDSAGA Stundirnar MICHAEL CUNNINGHAM Þýðandi Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir, Fjölvaútgáfan 2003, 240 bls. Friðrika Benónýs Á BAK við kerskni og kald- hæðni leynist oft viðkvæmt hjarta. Þótt Hallberg Hallmundsson yrki um að bera harm sinn í hljóði en ekki á torg í einu kvæða sinna í nýrri bók sinni Fjaðrafok dylst ekki söknuður og einsemd þess sem orðið hefur fyrir óbætanlegum missi: Þótt það sem mér er mest í hug sé liðið og megi segja að enn sé bundið þér og þó að gamlir svipir fari um sviðið þá syrgi ég ekki það sem liðið er. Ég gleðst við það að hugsa um þína hlýju en hvert eitt sinn sem mynd þín birtist mér er eins og ég verð ástfangin að nýju og einveran sem hnífur brjóst mitt sker. En Hallberg er líkur sjálfum sér og dvelur ekki um of við hugarvíl heldur leitast við að mæta for- gengileikanum af æðruleysi þótt hvert sem hann líti sjái hann ,,o’ný opna gröf“ mætir hann þeirri sýn sem þrætubókarskáld: Ekki skal neinn á mér sjá æðrubrag þótt sjálfsagt á mig leiti Elli grá enda mun ég við kellu þá þræta án linnu og láta ekkert hálfsagt! Eitt megineinkenni á kveðskap Hallbergs er hrekkvísi hans og fundvísi á það ef menn misstíga sig á ritvellinum, sem oft vill verða. Margir hafa orðið fyrir slík- um kárínum frá skáldinu. Nú hefur hrekkjalómurinn m.a. fundið höggstað á Matthíasi Johannes- sen vegna mismæla hans um Gunnar á Hlíðarenda þar sem hann setur óvart Hall- gerði í stað hlíðar í texta sínum og segir: ,,Fögur er Hallgerð- ur, bleikir akrar og slegin tún. Það er inní þessa hlíð sem Gunnar stefndi.“ Um þetta yrkir Hallberg: Upp um hlíðar Hallgerðar – – Æ hver getur láð Gunnari þótt hann fýsti fremur þar að flandra en aðrar sunnari? Fjaðrafok er fyrst og fremst bók sem einkennist af gamansemi og kerskni en þó dylst ekki viðkvæm- ur strengur skálds sem tekst á við sorg, einsemd og forgengileikann. Þrætubókarskáld LJÓÐ Fjaðrafok HALLBERG HALLMUNDSSON 103 bls. Brú 2003 Skafti Þ. Halldórsson Hallberg Hallmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.