Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 B 7
BÆKUR
Ævintýri dýranna
hefur að geyma
ævintýri frá ýms-
um löndum eftir
Bob Hartmann.
Hreinn S. Há-
konarson hefur ís-
lenskað.
Brúðgumi mold-
vörpunnar, Þrír
dagar í lífi drekans og Montna kartan
eru meðal sagna í bókinni. Sögurnar
eru valdar með það í huga að þær geti
hvatt börn til dáða og vakið samúð
þeirra og elsku með þeim sem minna
mega sín. Á hverri opnu eru litmyndir
eftir eftir Susie Poole.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan.
Prentað á Spáni. Verð: 1.780 kr.
Ævintýri
Beðið eftir fram-
tíð hefur að
geyma ljósmyndir
Jóns Ásgeirs
Hreinssonar.
Jón Ásgeir
Hreinsson hefur
unnið sem graf-
ískur hönnuður í
mörg ár.
Í bókinni eru svart/hvítar ljósmyndir
unnar með hefðbundinni tækni. Jón
Ásgeir segir um þessa bók: „Þarna
birtist það sem ég ann mest og hefur
haldið í mér lífinu og líka það sem ég
óttast mest og gerði næstum út af við
mig.“
Myndirnar og textinn urðu til í Að-
aldal og nágrenni á tólf mánuðum árin
2000 og 2001. Filmurnar voru fram-
kallaðar í eldhúsinu á Staðarhrauni í
Aðaldal en myndirnar litu síðan dags-
ins ljós í austurherberginu í sama
húsi.
Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er
48 bls., prentuð í Odda. Verð: 2.980
kr.
Ljósmyndir
Í BÓKINNI Krummi segir sögur
eftir Sigurð Örn Brynjólfsson eru
ævintýri Leifs heppna rakin. Söguna
segir hrafninn Krummi sem kveðst
hafa þvælst með Leifi í öllum hans
ævintýrum. Áheyrandi Krumma er
munkurinn Goddur sem hyggst
skrásetja söguna. Krummi segir frá
uppvaxtarárum Leifs og rekur sögu
hans fram yfir landafundina. Frá-
sögn Krumma er þó eilítið frábrugð-
in þeirri útgáfu sögunnar sem finna
má í flestum sögubókum. Til að
mynda er mikil áhersla lögð á ein-
skæra heppni Leifs sem einkum felst
í fordæmislausri fundvísi hans. Ekki
er þó allt sem sýnist. Fundvísi og
heppni Leifs stafar fyrst og fremst
af því að hinir ýmsu dauðu hlutir, svo
sem rúmstólpar, steinar og örvar,
tala til hans og hjálpa honum við alla
hans leit. Þegar Leifur er staddur á
Grænlandi talar til hans skip sem
segist geta hjálpað honum að finna
ný lönd og er það með hjálp talandi
skipsins sem hann finnur Ameríku.
Bókin Krummi segir sögur hefur
burði til að vera
skemmtileg mynda-
saga. Hverja síðu
prýða fjórar ferhyrnd-
ar myndir sem minna
um margt á línulega og
myndræna framsetn-
ingu teiknimynda-
sagna. Þrátt fyrir oft
fjörugar og litskrúðug-
ar myndir og persónur
sem eru efni í hressi-
lega sögu mynda teikn-
ingarnar og textinn
ekki þá heild sem góð
myndasaga þarf að
hafa til að bera. Skýr-
ingarinnar kann að
vera að leita í þeirri
staðreynd að bókin er sögð vera unn-
in upp úr teiknimynd. Flestar mynd-
anna líta út fyrir að vera rammi
klipptur úr kvikmynd. Í myndirnar
vantar alla hreyfingu og líf. Við kvik-
myndagerð er hreyfingin vopn til að
miðla atburðarás, umhverfi, aðstæð-
um og tilfinningum. Þegar hreyfing-
ar nýtur ekki við þarf að grípa til
annarra ráða til að tjá framgang sög-
unnar. Því er lögð áhersla á að gæða
tvívíðar og kyrrstæðar teikningarn-
ar lífi og hreyfingu með hinum ýmsu
listrænu tilburðum þegar bækur eru
myndskreyttar. Stakur rammi úr
kvikmynd og myndskreyting í bók
þurfa að uppfylla ólík skilyrði og
virðist eitt því vart geta
komið í stað annars.
Myndirnar bæta litlu
sem engu við texta bók-
arinnar. Þær eru oftar
en ekki hálfmerkingar-
lausar og gjarnan er
sama myndefni nánast
óbreytt á öllum fjórum
myndum síðunnar.
Fyrir kemur að sama
myndin birtist tvisvar á
sömu blaðsíðunni.
Einnig má finna í bók-
inni myndir sem virð-
ast hafa slysast á síður
hennar því þær tengj-
ast ekki með neinu
móti atburðarásinni.
Persónurnar sýna oft og tíðum und-
arleg svipbrigði sem erfitt er að ráða
fram úr og eru ekki í neinu samhengi
við textann. Að manni læðist sá
grunur að um sé að ræða eitthvað
sem gerðist í teiknimyndinni en
hefði mátt missa sig í bókinni. Nefna
má dæmi um blaðsíðu þar sem texti
og myndir virðast ekki fara vel sam-
an. Á blaðsíðu 31 er að finna söng-
texta sem bátsmenn Leifs heppna
eiga að vera að syngja á leið sinni til
Ameríku og er viðlagið eftirfarandi:
„Fundum löndin/fundum löndin/
fundum löndin/öll þessi lönd“. Án efa
hefði þessi bragur farið betur sem
söngur með undirleik í kvikmynd en
sem kvæði á blaði. Á fyrstu mynd
síðunnar má sjá Leif glaðan í bragði í
stafni skips síns. Menn hans eru hins
vegar fremur brúnaþungir. Þeim
virðist ekki vera söngur í hjarta.
Næsta mynd sýnir hrafninn
Krumma flögra við framskut skips-
ins. Þriðja myndin sýnir skip Leifs
heppna að því er virðist í miklum
háska. Illvíg alda skellur á skipinu og
lesa má skelfingarsvip úr andlitum
áhafnarinnar. Enn gefst ekki tilefni
til söngs. Fjórða og síðasta mynd
blaðsíðunnar er torlesin. Storminn
virðist hafa lægt. Leifur baðar út
höndunum og félagar hans eru hálf-
óttaslegnir á svip. Hvenær gafst til-
efni til söngs á blaðsíðu 31 er erfitt
að segja til um.
Krummi segir sögur hefur hvorki
trúverðugleika til að bera sem
myndasaga né sem myndskreytt
barnabók. Svo kann að vera að
ástæðan sé sú að þessari sögu var
ekki ætlað að vera sögð á blaði held-
ur í kvikmynd. Sagan og myndirnar
eru efni í hina bestu skemmtun sé
þeim miðlað með öðru móti og er
ástæða til að ætla að hægt sé að hafa
mikla ánægju af teiknimyndinni
„Leifur heppni og hvernig hann fann
Ameríku“ sem bókin Krummi segir
sögur er byggð á.
Tengsl mynda og texta
BARNASAGA
Krummi segir sögur
Sigurður Örn Brynjólfsson
Myndskreytingar: Sigurður Örn Brynjólfs-
son. Prentun: Delo tiskarna, Slóveníu. 44
bls. Pjaxi ehf., 2003
Sif Sigmarsdóttir
Sigurður Örn
Brynjólfsson
UNDRAHEIMUR dýranna er
óþrjótandi uppspretta makalausrar
fjölbreytni, fegurðar og furðusagna.
Löngum hafa ungir
sem aldnir hrifist af
eðli og lífsháttum dýra,
eins og ótal margar
dýrasögur eru gleggst
til vitnis um. Þegar þar
við bætist listileg frá-
sögn, einstæðar mynd-
ir og skepnur hvaðan-
æva úr heiminum er
ekki að undra, að úr
verði mikið hagleiks-
verk.
Höfundurinn, David
Attenborough, er enda
víða þekktur fyrir
hnýsilega þætti um
náttúrufræði í útvarpi
og sjónvarpi. Að auki
hefur hann skrifað margar bækur
um sama efni, og hafa þær ekki síð-
ur notið mikilla vinsælda. Engum
þarf að koma það á óvart, því að
geipileg vinna liggur hér að baki,
og Attenborough nýtur aðstoðar
margra sérfræðinga vítt og breitt
um heiminn. Þeir hafa kannað í
þaula hátterni dýranna og miðla
þeim fróðleik til hans, myndatöku-
menn undirbúa tökur í langan tíma
og alls kyns aðstoðarmenn eru á
hverju strái. Síðast en ekki sízt er
einstakur frásagnarhæfileiki Atten-
boroughs sjálfs. Hann er ekkert að
gaufa við hlutina, heldur gengur
óhikað til verks og reiðir fram efnið
af miklum myndarskap.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að hegðun dýra er með mikl-
um ólíkindum frá sjónarhóli okkar
mannanna, enda er hún árangur af
miljóna ára aðlögun að hinum
margbreytilegustu aðstæðum í um-
hverfinu eða þróun í tímans rás.
Höfundurinn er einkar laginn við að
tína til hið forvitnilegasta í fari dýr-
anna, en oft fer hann nokkuð fljótt
og vítt yfir en hefur einstakt lag á
að fleyta rjómann ofan af. Orðalag-
ið er ef til vill ekki ætíð í fullu sam-
ræmi við vísindin, en sjaldnast
kemur það að sök. Rétt er að
árétta, að hér er ekki um að ræða
kennslubók um spendýr, enda legg-
ur hún engan grunn að fræðunum
sem slíkum. Á hinn bóginn er bókin
kjörin sem ítarefni. En hin síðari ár
gætir einmitt tilhneigingar í þá átt
að skrifa kennslubækur í anda
Attenboroughs. Slíkt
er hin mesta flónska,
því að þá tapast hin
fræðilega uppbygging
greinarinnar og nem-
endur fara á mis við
kjarnann. Mjög brýnt
er að gera glöggan
mun á kennslubók og
fræðsluriti. Hér á ár-
um áður var kennd al-
mennileg dýrafræði
eftir Bjarna Sæ-
mundsson, sem flestir
kannast við. Nú er
öldin önnur og engin
sómasamleg kennslu-
bók til, sem veitir inn-
sýn í heim dýranna.
Hins vegar hafa komið út allmargar
bækur undanfarin ár um lifnaðar-
hætti einstakra dýrahópa. Þessi
bók skipar veglegan sess í þeim
hópi.
Um þýðinguna er það að segja,
að hún er nostursamlega gerð. Mál-
far er mjög gott og augljóst, að
vandað hefur verið til verksins. Á
stöku stað er ruglað saman aldinum
og fræjum, og ávallt vekur það
furðu, að forliðir í metrakerfinu eru
iðulega rangt stafsettir (senti-,
milli- í stað sentí-, millí-). Sjálfsagt
flokkast athugasemdir sem þessar
undir smámunasemi, en furðulegri
er sú þýðingarvilla að kalla af-
kvæmi ljónsins hvolpa, því að teg-
undin er af kattarætt og afkvæmin
því rétt nefnd kettlingar.
Óhætt er að mæla með bók þess-
ari við hvern sem er, því að hún er
hvort tveggja í senn fróðleg og
skemmtilega skrifuð.
Hagleiksverk
um spendýrin
NÁTTÚRUFRÆÐI
Heimur spendýranna
DAVID ATTENBOROUGH
Þýðing: Helga Guðmundsdóttir. 320 bls.
Iðunn Reykjavík 2003
Ágúst H. Bjarnason
David Attenborough
EDGAR Allan Poe er
og hefur verið mörgum
ráðgáta.
Hann er talinn meðal
helstu ljóðskálda en hef-
ur ekki síst vakið athygli
fyrir sögur sínar og æv-
intýri. Sumar þeirra eru
sannkallaðar hryllings-
sögur, aðrar leynilög-
reglusögur eða ævintýri
eins og Ævintýri Artúrs
Gordons Pym. Hryll-
ingssaga má líka segja.
Sagan er frá þeim
tíma þegar Poe vann fyr-
ir sér með því að skrifa í
tímarit og birtist hún
fyrst í bók 1838.
Saga þeirra Artúrs og Ágústusar
um borð í hvalveiðiskipinu Grampusi
er dæmigert ævintýri um villi-
mennsku á hafi úti.
Artúr gerist laumufarþegi til þess
að fá svalað löngun sinni til að lenda í
ævintýrum og sjá ókunn lönd og höf.
Lýsingin á lífinu um borð er með
miklum ólíkindum. Poe gerist braut-
ryðjandi í slíkum lýsingum enda er
talið að hann hafi verið fyrirmynd
þeirra Hermans Melville og Roberts
Louis Stevensons.
Hungur, þorsti og grimmd sem
endar í mannáti einkennir lífið um
borð í skipinu.
Artúr horfist í augu við mannlífið í
sinni auvirðilegustu mynd en fær
líka að kynnast hetjuskap eins og
vera ber. Það sem bjargar honum er
viljinn til að lifa af og óbugandi
þrautseigja.
Sama kemur á daginn þegar hann
er á meðal alvöru villimanna suður-
skautslanda og stendur að lokum
frammi fyrir hvítri mannveru með
stærri líkamshlutföll en nokkurs sem
lifir í mannheimum: „Og litblærinn á
hörundi verunnar var fullkomlega
hvítur eins og snjórinn.“
Dulmálshneigð höfundarins kem-
ur fram í bókarlok.
Poe hefur verið kunnugur veðrum
og vindum og skipstjórn þótt oft beiti
hann ýkjustílnum af mikilli íþrótt.
Við lestur Ævintýra Artúrs Gord-
ons Pym var ég þrásinnis minntur á
lestrarefni bernsku- og unglingsára.
Ekki get ég sagt að það hafi verið
ætlun mín. Á eftir náði ég í þýðingu
Einars Benediktsson-
ar á Hrafninum og las
einu sinni enn þetta
einkennilega kvæði
sem hefur alltaf sitt
aðdrattarafl.
Atli Magnússon
sem á lof skilið fyrir
margar þýðingar úr
ensku skrifar að lok-
um um Edgar Allan
Poe og lýsir hinu
raunalega lífi hans
sem mótaðist af
drykkjusýki og ann-
arri fíkn. Atli hefur
þýtt bókina lipurlega,
trúr þeirri hugsjón að
ævintýrabækur skuli
þýða vel jafnt og aðrar bækur.
Villimennska á sjó
og landi
BÆKUR
Ævintýri
ÆVINTÝRI ARTÚRS GORDONS PYM
eftir Edgar Allan Poe. Atli Magnússon
þýddi. Prentuð í Lettlandi. Skjaldborg
2003 – 189 síður.
Jóhann Hjálmarsson
Edgar Allan Poe
Hvar? er mynda-
bók handa börn-
um eftir Guðrúnu
Hannesdóttur.
Áður hafa kom-
ið út bækurnar
Einhyrningurinn og
Sagan af Pomperi-
possu með stóra
nefið.
Bókin, sem er ætluð börnum á aldr-
inum 3–7 ára, geymir sögu um stúlk-
una Nönnu og orminn Hallorm sem
leita svara við því hvers vegna lífsins
gæðum er misskipt í heiminum. Þau
leggja af stað í ævintýralegt ferðalag
og hitta á leiðinni snjóhlébarða, pró-
fessor, hispursmeyju og tvíhöfða fugl.
En ef til vill eru þau að leita langt yfir
skammt.
Guðrún Hannesdóttir hefur áður
sent frá sér fjölda barnabóka með
eigin myndskreytingum og hlotið
fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Út-
gefandi er bókaútgáfan Bjartur. Bókin
er 36 bls., prentuð í Danmörku. Verð:
1.880 kr.
Myndabók
Magnús Ólafsson
ljósmyndari
„Magnús var ljósmyndari Reykjavíkur
og hann veitti okkur fjölþættari sýn
á Reykjavík heldur en aðrir
ljósmyndarar.“
Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Ólafsson og
framlag hans til íslenskrar ljósmyndunar, 2000.
„...grein Eiríks um ljósmyndarann
og heim hans heyrir til tíðinda
í íslenskri menningarrýni.
... Hann dregur saman ólíka
þræði tilvísana og kenninga,
undirbyggir hugmyndir sínar
jafnt á vísunum í Gröndal,
Barthes og Sontag, og
spinnur úr listavel skrifaðan
vef.“
Einar Falur Ingólfsson, Mbl.
„...tvímælalaust
einn merkasti þátttakandinn
í íslenskri ljósmyndasögu“
Einar Falur Ingólfsson, Mbl.
Yfir 100 myndir af gömlu Reykjavík
er að finna í bókinni ásamt vönduðum
greinum á íslensku og ensku eftir
Eirík Guðmundsson útvarpsmann
og Guðmund Ingólfsson ljósmyndara.