Vísir - 03.02.1981, Page 4
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 79., 81. og 85. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á Vagnhöfða 23 talinni cign. Ingimars Ingimarssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri finnntudag 5. februar 1981 kl. 11.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var f 79., 81. og 85. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta i Vagnhöfða 6, þingl. eign Haröar Sigurjónssonar fer fram eftir kröfu Gjaldhcimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 5. febrúar 1981 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta i Laugavegi 33 B, þingl.eign Victors h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 5. febrúar 1981 kl. 14.15. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 78., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta i Laugavegi 74, þingl.eign Helga Eggertsonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 5. febrúar 1981 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 78., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta i Laugavegi 96, þingl.eign Byggingatækni s.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 5. febrúar 1981 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið iReykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta iGrettisgötu 5, þingl.eign Samtúns h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 5. febrúar 1981 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 78., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta i Greltisgötu 3 A, þingl.eign Samtúns h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 5. febrúar 1981 kl. 16.15. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 78., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á Grettisgötu 3 þingl.eign Samtúns h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík og Búnaöarbanka tslands á eigninni sjálfri fimmtudag 5. febrúar 1981 kl. 16.15. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var I 78., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta i Laugavegi 33 A, þingl.eign Victors h.f. fer fram eftir kröfu G jaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 5. febrúar 1981 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 78., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta I Laugavegi 39, þingl.eign Hafnarbiós h.f. fer fram eftir kröfu G jaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 5. febrúar 1981 kl. 14.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð annaö og siöasta á eigninni Laufás 1, efri hæö, Garöa- kaupstaö, þingl.eign Árna Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. febrúar 1981 kl. 16.00. Bæjarfógetinn i Garöakaupstaö.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 54., 57. og 62. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á spildu úr landi Úlfarsfells, Bassastaðir, Mosfellshreppi, þingl.eign tsfoldar Aöalsteinsdóttur fer fram eftir kröfu Landsbanka tslands, Veödeildar Landsbanka tslands, Innheimtu rikissjóös og Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri föstudaginn 6. febrúar 1981 kl. 14.00. Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu
Áhrif kolsýrings
á loftsiag valda
mðnnum áhyggjum
Meðal vestrænna þjóða hafa
menn áhyggjur af þvi, aö þindar-
laus bruni á kolum, oliu og gasi
eigi eftir að breyta loftslagi hér á
jörðinni. Vilja menn stilla saman
rannsóknir sinar inn á svi,, sem
þeir kenna við „gróðurhúsa-
áhrifin”.
Alþjóða orkuráðið tlEA) er
meðal þeirra aöila, sem leggja
hönd á plóginn viö skipulagningu
ráöstefnu sérfræðinga i Paris 1.
febrúar um, hvernig beina megi
rannsóknum hinna ymsu þjoöa
inn á þessa braut og ganga úr
skugga um, hvort vaxandi magn
af carbon dioxiði i andrúmslofti
muni leiöa til vandræða.
Carbon dioxið, koldioxiö, kol-
sýringur eða hvaö menn vilja
kalla eitraðan útblásturinn ur bil-
um, uppstreymið úr reykháfum,
þykir hindra að nokkru sólarhit-
ann, sem bersthingaötil jaröar, i
að sleppa aftur út i himinngeim-
inn. Svona likt og gleriö i gróður-
húsunum heldur nokkru af sólar-
hitanum eftir inni.
Skógar — þótt höggnir séu
grimmt niöur — gleypa mikið af
þessum kolsýringi og höfin
einnig. En kannski er það ekki
nóg, eftir þvi sem mennirnir
brenna meir og meir af oliu og
kolum. Þvi hafa vaknað þessar
hugmyndir um, aö jörðin verði
eins og gróöurhúsin og taki aö
volgna. Afleiöingar þess gætu
verið óútreiknanlegar og marg-
vislegar, efnahagslega, pólitiskt,
jarðfræöilega og stjarnfræöilega.
Uppskerutimar mundu geta
hliðrast til eða orðiö samfelldir.
Og menn þora varla áð hugsa til
enda framtiöarsýnir, eins og eftir
að heimskautaisinn færi aö
bráðna, svo að róttækt dæmi sé
nefnt.
Menn giska á, að koldioxið i
andrúmslofti hafi aukist um aö
minnsta kosti 14% frá þvi árið
1960. Hugsanlega 25% eftir þvi
sem timaritiö „Eartscan” heldur
fram, en það er frétta- og upplýs-
ingarritum umhverfismál, styrkt
meðal annars af Umhverfismála-
ráöi Bandarikjanna. —
„Eartscan” segir, aö erfitt sé að
spá fyrir um orkuþörf framtiðar-
innar, og að tölvufyrirsagnir um
breytingar á loftslagi séu bæði
grófar og ónákvæmar. En ritið
tekur sem dæmi, aö aukist orku-
brennsla manna um 4% á ári
hverju, muni eftir 50 ár vera tvö-
falt meira koldioxið i
andrúmsloftinu en i dag.
Sumar tölvuspár gefa til kynna,
að af þvi mundi leiða tveggja
gráðu meðalhitaaukningu á
jörðu, Noröur- og Austur-Afrika,
Austurlönd nær og Indland yrðu
votviörasamari og skiluöu af sér
meira korni en i dag, en Norður-
Amerika þurrari og ófrjósamari.
— „Af þvi mundi hveitifram-
leiðslu Bandarikjanna og Kanada
stafa hætta, en hún er i dag trygg-
ing mannkynsins gegn
hungursneyð. Þaö gæti svo aftur
leitt til pólitiskra og hernaöar-
legra sviptinga,” segir
„Eartscan.” ,
Fyrir þá, sem gera áætlanir
fram i timann um orkumál, léttir
það ekki útreikningana, að menn
eru ekki einu sinni sammála um
þessa spá varöandi tveggja gráðu
hitaaukningu. Aörar tölvuspár
gera ráö fyrir allt að fimm gráöu
hitaaukningu, sem gæti
hugsanlega dugaö til þess að
bræða isinn við Suöurskauts-
landið á hálfri öld, sem aftur
mundi leiða til þess allt undir
fimm metra hæð yfir sjávarmáli
gæti farið á kaf.
Svo eru til visindamenn, sem
spá þvi, að velgjan eigi ekki eftir
að aukast nema um hálfa gráðu,
og enn aörir, eins og Hubert
Lamb prófessor hjá Austur-
Angliu-háskólanum, sem
halda þvi fram, að ýmis náttúru
öfl, er mennirnir hafa enn ekki
skilning á, séu miklu meir ráð-
andi um þróun loftslagsins og
smáfikt mannkyns við andrúms-
loftið hafi hverfandi litil áhrif i
samanburði við þau. Það vekur
menn þá til umhugsunar um,
hvort „gróðurhúsa-áhrifin” séu
þáekkimikluminna áhyggjuefni,
en möguleikar á nyrri isöld. Þar
með er þankabrautunum kúvent.
Hin mildari timabil milli isalda
hafa varaö tiu þúsund til fimmtán
þúsund ár ( meö undantekning-
um), yfirstandandi timabil er
orðið meir en tiu þúsund ára
langt, svo að menn mega búast
við endi þess hvað úr hverju.
Nú koma menn sér yíirleitt ekki
saman um nokkurn skapaðan
hlut, og það þótt brýn nauðsyn
blasi við. Enda gera menn sér
ekki háar vonir um, að alþjóðleg
samstaða náist um ráöstafanir
gegn koldioxiði. Á Vesturlöndum
telja menn almennt ekki mikið
liggja á, og i Sovétrikjunum trúa
flestir þvi, að tæknin fái bægt frá
öllum ógnum við veöriö, ef steöja
að. í þriðja heiminum, þar sem
orkuneyslan á eftir að aukast
mest og kola- og oliubrennsla,
ætla menn, að varmaaukning
muni koma verst niður á iönaðar-
rikjunum og hafa ekki stórar
áhyggjur af.
Alþjóða orkuráðiö (IEA) er
sannfært um, að aukin notkun
kola og kjarnorku sé það eina,
sem séö geti mönnum fyrir nægri
orku til þess að halda við
núverandi lifskjörum út þessa
öld. Sérfræðingar ráðsins vilja,
að hið fljótasta veröi fundið út,
hverjar hugsanlegar hættur fylgi
þvi i loftslaginu, svo aö
framtiðarorkuáætlanir geti tekið
mið af fyrirbyggjandi ráðstöfun-
um. Þeir leggja áherslu á
nauðsyn rannsókna á þessu sviöi,
þótt ekki væri nema til þess að
firra kolaiðnaðinn meiri háttar
árekstrum við umhverfis-
verndarmenn, sem þessi árin
herja á kjarnorkuiðnaöinn.
Sérstök kolakönnunarnefnd 16
rikja, sem skilaði af sér skýrslu i
fyrra, sagöi þá, aö kolanotkun
þyrfti að þrefalda fyrir aldamót,
ef fullnægja ætti orkuþörf
heims. En hún álytkaöi, að
„þekking manna á hugsanlegum
koldioxið-áhrifum á loftslag rétt
lætti ekki að frestað væri aukinni
kolanotkun’”.