Vísir


Vísir - 03.02.1981, Qupperneq 5

Vísir - 03.02.1981, Qupperneq 5
Þriðjudagur 3. febrúar 1981 vísm Hönnuður DC-flug- vélanna látinn Einn af frumherjum flugmála, Donald Douglas, sem þátt átti i stofnun McDonnell Douglas-flug- vélaverksmiðjunnar stóru, lést i fyrradag 88 ára að aldri. Sem flugvélaverkfræðingur og hönnuður hóf hann flugvélasmiði sina i bakherbergi árið 1920 með 600 dollara upp á vasann. Nú framleiða verksmiðjur hans risa- þotur og eldflaugar. Frægust flugvéla hans er án vafa „þristurinn” tDC-3 Dakota), sem lengst allra flugvéla hefur verið til farþega- og vöruflutn- inga. Þessi tveggja hreyfla flug- vél þjónaði i þrem styrjöldum og margar eru enn i notkun i dag, en þristurinn var smiðaöur á tjórða áratugnum. Nýjasta DC-afsprengiö er hin belgviða DC-10, þriggja hreyfla þota. Douglas lést á sjúkrahúsi i Palm Springs i Kaliforniu eftir langvarandi veikindi. Hann lætur eftir sig siðari konu sina, fjóra syni og einu dóttur. Hann var heiðursstjórnarformaður McDonnell-Douglas, sem stofnað var 1967 með samruna Douglas Aircraft og McDonnell-fyrir- tækisins. Douglas fæddist i Brooklyn N.V. árið 1892 og lagöi stund á nám i flugvélaverkíræði. Var hann orðinn aöalverkfræðingur Glenn L. Martin-fyrirtækisins aðeins 23 ára aö aldri. 1920 stofnaði hann eigin flugvélaverk- smiðju með syni sinum i bakher- bergi rakarastofu i Santa Monica i Kaliforniu. 1924 hafði Douglas hlotið viðurkenningu um heim allan, þegar orrustuflugmenn bandariskir höfðu flogiö vél hans fyrstu ferðina umhverfis hnött- inn. Tók sú ferð sex mánuði, en flugmennirnir ílugu 44.250 km vegalengd á aðeins 15 dögum, 11 klst. og 7 minútum i raunveruleg- um flugtima. „Þristurinn” eða DC-3 Dakota á Reykjavíkurflugvelli, en þessi flugvélagerð var frægasta vél Douglas, flugvélahönnuðar. Urgur í A-Þ)óOver|um í garð Pðlverja Verkfallsforingjar i Bielsko Biala i Suöur-Póllandi biða i dag komu samninganefndar stjórn- valda til sáttaumleitana, en þar hefur vikulangt verkfall lamaö allan iðnað. Verkfallið tekur til 120 meiri- háttar verksmiðja og almenn- ingssamgangna. Aðalkrafa verkfallsmanna varðar uppsagnir á ýmsum em- i Dánarfregnir og i | larðarfarir? { Ungur Kaliforniubúi hefur i I um árabil verið með fjölda ' gæludýra á heimili sinu —án | leyfis yfirvalda. Af gæludyr- . unum má nefna 80 slöngur og I | snáka—þar af fjórar kóbra- | slöngur, tvo sporðdreka og . I einn krókódil. | Maðurinn er tuttugu og sjö I ára og ókvæntur. bættismönnum héraðsins, en þeir eru sakaðir um spillingu i starfi og embættisafglöp. Slik verkföll i „hreinsunarskyni” eru ekki vel séð af forystu landssamtaka „Einingar” og er Lech Walesa, leiðtogi samtakanna, einnig væntanlegur til Bielsko Biala i dag til viðræðna við verkfalls- menn. Þessi siðustu verkföll voru i gær harðlega gagnrýnd af frétta- stofu A-Þýskalands, sem sakar „Einingu” um að stefna ljóst að þvi að reyna að kollvarpa hinu kommúnistiska kerfi. — i svip- aðan streng hefur sovéska frétta- stofan Tass tekið, en hún segir, að fjöldi pólskra verkamanna vænti þess að yfirvöldum, að gripiö verði til aðgerða gegn gagnbylt- ingaröflum i Póllandi. Stefán Olszowski, einn af valdameiri fulltrúum mið- stjórnar pólska kommúnista- flokksins, sagði i sjónvarpi i gær- kvöldi, að „formælendur ringul- reiðar og eyðileggingar” notuðu hverja afsökun, sem þeir fyndu til að hrinda af stað verkföllum og spilla efnahagslifi landsins. „Eining” hefur aflýst klukku- stundar allsherjarverkfalli, sem boðað hafði verið i dag. Samn- ingar tókust á laugardag um laugardagsfriin. Gro Harlem Brundtland — veröur hún fyrsta konan, sem sest í for- sætisráðherrastól á Norðurlöndum? Gro Harlem sögð hala stuðning Verkamannaiiokks- ins norska Það fer fjöllum hærra i Noreg', að kona verði næsti íorsætisraö- herra landsins, eftir að Odvar Nordli sagði af sér, og stýri Verkamannaflokknum inn i þing- kosningar i september næsta haust. Odvar Nordli mun segja af sér á miðstjórnarfundi Verkamanna- flokksins i dag, en kvisast hefur, aö flokksforystan sé á eitt sátt um, að Gro Harlem Brundtland, varaformaður, veröi eftirmaöur hans i forsætisráðherrastóli. Tor Halvorsen, forseti verka- lýðshreyfingarNorðmanna, sagði i gærkvöldi, aö samtök hans mundu styðja hvern þann, sem Verkamannaílokkurinn veldi. Gro Harlem Brundtland fyrr- um umhverfismálaráðherra, þykir vinsæl meðal kjosenda, en ílokknum og stjórninni riöur á að eíla fylgi sitt fyrir kosningarnar næsta haust, þvi aö skoöanakann- anir sýna, aö stjórnarandstaöan er nú jöfn oröin Verkamanna- flokknum að fylgi. Gro Harlem Brundtland er sömu skoðanar og Nordli um, að varnir Noregs séu best treystar með aðild að NATO og náinni samvinnu viö vesturlönd. Nordli, sem neyöist til þess að segja af sér af heilsuíarsástæö- um, sagði fréttamönnum.aö hann mundi taka aítur sæti sitt á þingi og bjóða sig fram til endurkjörs i september. Landamæradeilur Ecua- dor og Perú Hlutlausir aðilar hófu i morgun eftirlitmeð landamærum Perú og Ecuador, þar sem i fimm daga var barist út af frumskógar- spildu, sem rikin greinir á um hvorumegin landamæranna skuli Reagan lofar álram- haldandi stuðningi við Suður-Kðreu Ronald Reagan, Bandarikja- forseti, lýsti þvi yfir i gær, að 39 þusund manna herlið USA i Suð- ur-Kóreu muni verða þar um kyrrt. Itrekaði hann skuldbind- ingar Bandarikjanna i öryggis- málum við bandamenn sina við Kyrrahafið. - Chun Doo-hwan, forseti Suð- ur-Kóreu, er staddur i heimsókn i Washington og þáði boð i Hvita húsinu i gærkvöldi. Fullvissaði Reagan Chun um, að S-Kórea, Japan, Astralia, Nýja Sjálandi og aðrar vinaþjóðir USA i Suðaustur-Asiu mundu njóta ekki minni stuðniiigs Bandarikj- anna en bandamenn i Evrópu. teljast. Vopnahlé náðist loks um helgina. Að vopnahléseftirlitinu s'tanda Bandarikin, Chile, Argentina og Brasilia.sem skipað hafa til þess hernaðarfulltrúa, en þeir lögðu af stað áleiðis til vigstöðvanna i gær. Bardagarnir hófust, þegar Perú réðist að herstöðvum, sem sinum tima eftir landamærastrið Perústjórn sagði, að Ecuador ið 1941 hefði komið sér upp innan landa- mæra Perú. Ecuador hélt þvi fram, aðPerúhefði þar með hafið innrás á yfirráðasvæði Ecuador. Landamæri þessara rikja voru ákveðin i Rio de Janeiro-sam- komulaginu 1942, en Ecuador hefur nú hafnaö gildi þeirra samninga, sem Ecuador hafi ver- ið þvingað til að skrifa undir á Svfar taka upp vísitöiubætur á laun Atvinnurekendur og launþegar i Sviþjóð hafa undirritað tveggja ára samkomulag sem íelur i sér launahækkanir allt að 7,1%. 1 þessu samkomulagi er gert ráð fyrir visitölubótum, ef verð- bólgan fer fram úr 8,9% á þessu ári og 6,5% á næsta ári. 1 fyrra stöðvaðist nær allt at- vinnulif i Sviþjóð i tvær vikur, meðan dróst á langinn að sam- komulag næðist i mestu vinnu- deilu, sem sænsk saga greinir frá. Var þá loks samið um 6% hækkun launa.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.