Vísir - 03.02.1981, Blaðsíða 8
vtsm
Þriöjudagur 3. febrúar 1981
VlSIR
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttástjóri
erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig-
þórsdóttir, Kristfn Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á
Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O.
Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V.
Andrésson.'útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn-
vörður: Eiríkur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúli 14, sfmi 86611, 7 línur.
Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, Slmar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 nýkrónur eintakið.
Visir er prentaður I Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Pólitísk skattastefna
Fá mál varða hag almennings
jafn mikið eins og skattastefna
stjórnvalda. í hverjum mánuði
allan ársins hring er stór hluti
almennra launa hirtur úr
launaumslaginu, og fer upphæðin
sem tekin er, eftir pólitískum
ákvörðunum ríkisstjórna.
Skattar eru óhjákvæmilegir til
að standa undir samneyslu og
nauðsynlegri opinberri þjónustu.
Hinsvegar hefur það löngum
verið þrætuepli stjórnmála-
manna hversu langt eigi að
ganga í skattheimtu. Er þá
annarsvegar deilt um það, hvert
skattþol þjóðfélagsþegnanna er
og hinsvegar af hvaða stærðar-
gráðu ríkisumsvif skulu vera.
í augum sósialista þykir það
sjálfsagt, að skattar séu tekju-
jöf nunartæki,. Því meir sem
menn af la, því meir skal af þeim
tekið með sköttum. Umsvif hins
opinbera eigi að vera sem mest,
jafnt i atvinnurekstri sem
félagslegri þjónustu.
Að mati andsósialista er aftur
á móti lögð áhersla á, að stilla
sköttum í hóf. Ekki megi refsa
duglegum einstaklingum og
framtakssömum með því að
skattpína þá. Möguleikar manna
til að efnast og njóta ávaxtanna
af hugviti, hæfileikum eða hand-
verki, komi þjóðfélaginu öllu til
góðs í meiri atvinnu og auknum
þjóðartekjum.
Lengstaf, hefur síðara sjónar-
Skattheimta á tslandi hefur aukist verulega á siöustu tveim árum. Hún stafar af
auknum rikisumsvifum og vaxandi samneyslu. Þaö er stefna sósialista.
miðið verið ríkjandi hér á landi,
og skattheimta er jafnan lægri á
lslandi,miðað við önnur Norður-
lönd, þar sem jafnaðarmenn og
sósfalistar hafa ráðið ríkjum.
Eftir að vinstri stjórn Ölafs
Jóhannessonar tók við á haust-
dögum 1978 hef ur ný skattstefna
sett mark sitt á skattheimtuna.
Það er stefna sósíalista, aukin
ríkisumsvif og vaxandi sam-
neysla, sem kallað hefur á vax-
andi útgjöld rikissjóðs. Þessi
stefna hefur ekki breyst eftir að
núverandi stjórn tók við.
Stjórnarandstaðan hefur bent
á, að á siðustu tveim árum hafi
skattar hækkað um 710 milljónir
nýkróna eða sem svarar 17 þús-
und nýkrónum á hverja fimm
manna fjölskyldu, eftir að hin
nýja skattastefna var tekin upp.
Þessar tölur hafa ekki verið
véfengdar. Hinsvegar hélt Guð-
mundur G. Þórarinsson því fram
í sjónvarpsþætti nýlega, að
skattbyrði miðað við greiðsluár
væri nokkurn veginn sú sama og
gilti á viðreisnarárunum.
Halldór Blöndal hefur sýnt
fram á það í blaðagrein, að full-
yrðing Guðmundar er röng. Guð-
mundur bar f yrir sig upplýsingar
frá Þjóðhagsstofnun, þegar hann
tíundaði samanburð sinn, en í Ijós
hef ur komið, að Þjóðhagsstof nun
hefureinmitttekiðfram að tölur
fyrir tímabilið 1964-1973 annars-
vegar 1979 hinsvegar eru ekki
sambærilegar.
Hvort sem Guðmundur G.
Þórarinsson hefur viljandi
misfarið með upplýsingar Þjóð-
hagsstofnunar eða ekki, þá er
það óneitanlega þrekleysi
framsóknarmanna í stjórnarlið-
inu að viðurkenna ekki skatta-
hækkanir síðustu tveggja ára.
Það hafa Alþýðubandalagsmenn
gert, einfaldlega vegna þess, að
það er í samræmi við þeirra
stefnu. Þeir skammast sín ekki
fyrir sannleikann eins og Fram-
sóknarmenn virðast gera.
Sú von leyndist með mönnum
að sjálfstæðismennirnir í ríkis-
stjórninni mundu standa i ístað-
inu og koma í veg f yrir sósíalíska
skattastefnu. Forsætisráðherra
lýsti því hátíðlega yfir í upphafi
ferils sins, að skattar yrðu ekki
hækkaðir, og stefnt væri að
skattalækkunum við gerð fjár-
laga fyrir árið 1981. Þetta hafa
reynst tálvonir.
Skattgreiðendur á Islandi
skyldu hafa það hugfast, að
skattar þeirra ráðast ekki af til-
viljun.
Þeir eru pólitísk stefnu-
mörkun.
Skattheimtan fer eftir styrk og
völdum stjórnmálaflokka. Það
eru þeir, sem ráða því, hve mikið
er tekið úr launaumslaginu.
verður eftirmaður
Nordlis fyrsta kon-
an i ráðherrastöii
á Norðuriðndum?
Fréttin af þvi, að Odvar
Nordli forsætisráðherra Noregs
segði af sér, kom eins og þruma
úr heiðskiru lofti.
Eins og Njáll forðum lét segja
sér stórtiðindi þrisvar, marg-
þýfguðu norskir fréttamenn á
fundi með forsætisráðherranum
Nordli um, hvort heilsufars-
ástæður væru það eina, sem
þessari ákvörðun réði.
Með tregðu sannfærðust menn
þó, þegar forsætisráðherrann
las þeim fyrirmæli lækna sinna,
sem lögðu fast að honum að
taka sér tveggja mánaða veik-
indafri — tilaðbyrja með. Geröi
Nordli fréttamönnum grein fyr-
ir þvi, aö hann teldi starf sitt
ekki þola svo langa fjarveru
sina á timum, eins og nú stæðu
yfir.
Innan Verkamannaflokks
Nordlis hafa geisað stormar að
undanförnu, og hann hefur verið
i þeirri óvenjulegu aðstööu, að
vera forsætisráöherra rikis-
stjórnar Verkamannaflokksins,
en annar maöur, Reiulf Steen,
formaöur flokksins. Þykir
mörgum trúlegt, aö innan-
flokkskritur hafi leikið heilsu
forsætisráðherrans grár en
embættisannirnar.
Nordli og Reiulf Steen kepptu
báöir að formannssæti Verka-
mannaflokksins norska fyrir
landsþingið 1975, og lauk þeim
átökum meö málamiðlun, þar
sem Steen var valinn formaöur,
en Nordli forsætisráöherraefni
flokksins. Lauk og lauk ekki, þvi
að mjög hefur þótt bresta á þaö,
aö Nordli á siöustu árum nyti
fullkominnar tryggðar flokks-
ins.
Það voru meiri vonir bundnar
við Nordli til traustari og
öruggrar pólitiskrar forystu.
Hafði hann meöbyr I upphafi, en
eftir þvi sem á leið dvinaði þaö
traust sem menn höföu á hon-
um. Gárungar voru farnir aö
lýsa eftir forystuhæfileikum
hans. Fylgi flokksins hefur á
meðan farið hraðfallandi.
En þegar menn svipast um
eftir þeim, sem taka muni sæti
Nordlis, er það ekki Reiulf
Steen, sem fest eru augu á. Um
hann hefur staðið of mikill
styrr, bæði i flokksdeild hans
heima i Osló og eins meðal
flokksbræðra viöar um land.
Nordli lét að þvi liggja á
blaðamannafundinum fyrir
helgi, að hann hefði ákveöinn
mann i huga, sem hann vildi þó
ekki nefna. Sagðist hann mundu
gera það fyrst á miðstjórnar-
fundi flokksins, sem haldinn
veröur einmitt i dag. Siðan
veröur áfram um valið fjallaö á
landsstjórnarfundi og i þing-
flokknum og óvist, hvort endan-
legt val á eftirmanni Nordlis
veröi tilkynnt fyrr en undir
vikulokin.
A allra vörum i Noregi eru tvö
nöfn, sem helst þykja koma til
greina. Þau eru Gro Harlem
Brundtland, fyrrum umhverfis-
málaráöherra, og núverandi
varaformaður verkamanna-
flokksins, og svo Rolf Hansen,
núverandi umhverfismálaráð-
herra.
Rolf Hansen var litt þekktur i
landsmálapólitikinni, þegar
hann varö varnarmálaráðherra
1976. Hann hafði þó veriö i for-
ystu verkamannaflokksins i
Osló frá 1959 til 1974 og tvö sið-
ustu árin sem formaöur. Hann
átti sæti i miðstjórninni. 1956
var hann pólitiskur einkaritari
Guðmundar Harlem, þáverandi
félagsmálaráðherra, en Harlem
sá er einmitt faöir Gro Harlem
Brundtland, sem um þær mund-
ir var á sinum siðasta vetri i
menntaskóla. Rolf Hansen þyk-
ir maður traustur og gat sér gott
orö i starfi varnarmálaráð-
herra. Það þótti hljótt um hann
fyrsta árið þar, en siðan var far-
ið að lita á hann sem „sterka
manninn” i stjórninni. Hann
vildi hverfa úr ráðherrastörf-
um, þegar Nordli lagði fast að
honum og fékk hann til að taka
ráðherrasæti eftir Gro Harlem
Brundtland, sem tók þingsæti,
kjörinn fulltrúi. 1 umhverfis-
málaráðuneytinu hefur hann
aftur haft hljótt um sig og látið
helstu ágreiningsmál,' eins og
orkuverið i Alta mæða meir á
dómsmálaráðherra og orku-
málaráðherra.
Af þeim tveim þykir Gro Har-
lem liklegri til að hljóta vel-
þóknun flokksins. Yrði hún þá
fyrsta konan á Norðurlöndum til
þess að setjast i forsætisráð-
herrastólinn. Hún hefur orð á
sér fyrir að vera „hörð i horn að
taka”, viljaföst og hvassyrt i til-
svörum, ef að henni er veitst. Af
henni er sagt, að hún sé mikill
vinnuhestur með óbugandi
bjartsýni.
Gro Harlem Brundland nýtur
mikils persónufylgis og komst
vel frá setu sinni i ráðherra-
stólnum. Á það er mönnum
starsýnt, sem hafa áhyggjur af
þverrandi fylgi flokksins. Gro
hóf snemma afskipti af stjórn-
málum (sumir segja, að hún
hafi aðeins verið sjö ára), enda
átti hún stutt að sækja pólitisk-
an áhuga. Faðir hennar varö
ráðherra og móðir hennar, Inga
Harlem, starfaði einnig i stjórn-
málum. Inga Harlem er dóttur
sinni til aðstoðar i Stórþinginu
norska i dag. Gro lagöi stund á
læknanám i Noregi og i Banda-
rikjunum og var yfirlæknir viö
heilsuráð Oslóar, þegar hún tók
sæti umhverfismálaráðherra
1974. Nokkrum mánuðum siðar
var hún orðin varaformaöur i
Verkamannaflokknum og fyrir
kosningarnar 1977 komin i
framboö fýrir flokksdeildina i
Osló.
Gro Harlem Bruntland, varaformaöur verkamannaflokksins, og
eftirmaður hennar I ráöherrastóli, Rolf Hansen, i þingsætum sinum
i stórþinginu norska.