Vísir - 03.02.1981, Síða 9

Vísir - 03.02.1981, Síða 9
Þriðjudagur 3. febrúar 1981 vlsm Hverju var lofað fyrir kosningar? Kannast einhver við það, að stjórnmálaflokkarnir hafi fyrir siðustu kosningar lagt áherzlu á, og lofað háttvirtum kjósend- um óbreyttri verðbólgu? Minn- ist þess kannske einhver, þegar kratarnir sprengdu vinstri stjórnina i október 1979, að þá hafi stjórnmálaforingjarnir lýst þvi yfir hver um annan þveran, að helzta kappsmál flokkanna væri að halda óbreyttu verð- bólgustigi. Sé kosningabaráttan rifjuð upp, kemur allt annað i ljós. Þá koma nefnilega fram i hugann hugtök eins og „niðurtalning veðbólgunnar”, sem Fram- sóknarflokkurinn ætlaði að beita til að koma verðbólgunni niður fyrir 20% á þessu ári. Ennfremur „jafnvægisstefna” Alþýðuflokksins i efnahagsmál- um, en henni hafði verið mis- þyrmt i vinstri stjórninni. Sjálf- stæðisflokkurinn undir forystu Geirs Hallgrimssonar og Gunn- ars Thoroddsens börðust i kosningabaráttunni undir merkjum „leiftursóknar gegn verðbólgu”. Alþýðubandalagið var með heldur óskýra stefnu sem einkenndist af töfraformúl- um um afnám verðbólgunnar með meiri framleiðni og hærri sköttum á breiðu bökin. Eitt var þó sagt skýrum stöfum i kosn- ingaskrá kommanna og það var að ekki mætti skerða launin (enda höfðu þeir sjálfir haft for- göngu um kaupskerðingu haust- ið 1978). Þetta er rifjað upp til að minna á, að meginstefna allra stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar var að lækka verð- bólgustigið en ekki að viðhalda þeirri 50-60% verðbólgu sem hér hefur geisað að undanförnu. óbreytt veröbólga 1 ellefu mánuði beið fólkið i landinu eftir þvi að rikisstjórnin aðhefðist eitthvað gegn verð- bólgunni. 1 ellefu mánuði sat stjórnin aðgerðarlaus. t stjórn- arsáttmálanum, sem saminn var að vel yfirlögðu ráði, þegar allar upplýsingar um efnahags- málin lágu fyrir i febrúar á sl. MBHERRA HEFN- IR HARMA SIHHA ári, var skýrt tekið fram, að verðbólgan skyldi fara niður fyrir 20% i lok þessa árs. En að- gerðirnar létu standa á sér og vandinn óx. Rikisstjórnin gaf tóninn i kjarasamningum við opinbera starfsmenn og áfram var haldið á braut rikisút- þenslustefnunnar með sifellt hærri sköttum. Sérfræðingar rikisstjórnarinnar spáðu 70-80% verðbólgu að óbreyttri stefnu á þessu ári. Stjórnarandstaðan eggjaði stjórnina til aðgerða. Og loksins þegar þingið hafði verið sent heim, var efnt til aðgerða, — sem einungis virðast ætlaðar til að viðhalda verðbólgustigi siðustu ára. Aldrei fyrr var almenningur jafn vel undir það búinn að taka á móti raunhæfum tillögum frá rikisstjórn. Aldrei fyrr hafði tækifæri á borð við myntbreyt- ingu gefist til að veita verulegt viðnám við verðbólgunni. Aldrei fyrr hafði stjórnarandstaða lýst jafn miklum skilningi á þvi, að aðgerða væri þörf. Hógvær og málefnalegur málflutningur stjórnarandstöðunnar byggir þvi ekki á andstöðu við aðgerðir — heldur, hvernig að þeim var staðið og hve árangurinn er lit- ill. Vaxtavandamál stjórnarinnar Þessi atriði sem nú hafa verið rakin eru öllum kunn. Færri hafa hins vegar áttað sig á þeirri staðreynd, aö i raun var algjör óþarfi að setja bráða- birgðalög á gamlársdag nema um vextiná. Verðstöðvun var i lögum áður, kaupskeröingin ,,Þaö vekur kátínu og nokkra furðu þegar Þjóö- viljinn birtir viðtal viö forsætisráðherra, án þess að átta sig á þvi, að vin- sældir ráðherrans meðal almennings byggjast auðvitað á því, hvernig honum hefur tekist að troða gömlu slagorðunum um „kauprán" ofan í kokið á forystumönnum Alþýöubandalagsins", segir Friðrik Sófusson alþm. veröur ekki fyrr en 1. marz og niðurskurður opinberra út- gjalda er heimill i fjárlögum. Eins og stjórnarandstaðan hafði bent á i nóvember og desember voru það vaxtaákvæði Ólafs- laga, sem þurftu breytinga við, — ef komast átti hjá 10% vaxta- hækkun um áramót. En rikis- stjórninni hefur tekist að gera vaxtamálin að meiriháttar farsa., Hún ætlaði nefnilega að hækka og lækka vexti i senn og storka þannig almennt viður- kenndum lögmálum. Sparifjár- eigendur áttu að fá hærri vexti fyrir innlánin á sama tima og lántakendur áttu að greiða minna fyrir útlánin — án þess að nokkur borgaði muninn. Þessa dagana stendur rikis- stjórnin þess vegna frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hún ætlar að hækka vexti eða lækka. Þetta er fyrsta tilraun stjórnar- innar til að framkvæma bráða- birgðalögin. Um þetta er á- greiningur i rikisstjórninni — og enginn veit hvað verður ofan á. — En undan ákvöröun verður ekki skotizt. Forsætisáðherrann hefnir harma sinna Almenningur hefur látið i ljósi ánægju sina með það, að rikis- stjórnin skuli hafa hætt við að þenja verðbólguna upp i 70-80% á þessu ári. Og vitanlega er það þakkarvert, að stjórnin skuli hafa viðurkennt mistök sin með þessum hætti. Stjórnarflokk- arnir hafa hins vegar ekkert gert til að draga úr verðbólg- unni i sama dúr og þeir lofuðu kjósendum sinum fyrir siðustu kosningar. Enn er þó sá, sem getur vel við stööuna unað, og það er for- sætisráðherrann Gunnar Thor- oddsen. Honum hefur að visu ekki lánast að fylgja eftir leiftursókn. Hann hefur ekki heldur byrjað á niðurtalningu Framsóknar. En honum hefur tekizt að fá Alþýðubandalagið til að standa að efnahagsað- gerðum, sem nær eingöngu fela i sér kaupskerðingu án þess að hósti eða stuna komi úr þeim herbúðum. Þar með hefur for- sætisráðherrann hefnt harma sinna frá þeim tima, er hann var ráðherra i febrúar 1978 og varð að þola daglega árásir Þjóðvilj- ans, persónulegt skitkast auk verkfalls og útflutningsbanns verkalýðsforystu Alþýðubanda- lagsins. Þetta eitt út af fyrir sig er stjórnmálalegt afrek, sem er verðlauna vert. Þess vegna er eðlilegt, að fimm vegfarendur Visis skuli telja forsætisráð- herrann hæfasta stjórnmála- mann þjóðarinnar þessar vik- urnar. Þangað sækir klárinn.... Það vekur hins vegar kátinu og nokkra furðu þegar Þjóðvilj- inn birtir viðtal af þessu tilefni við forsætisráðherra an þess að átta sig á þvi, að vinsældir ráö- herrans meðal almennings byggjast auðvitað fyrst og fremst á þvi, hvernig honum tekur tekist að troða gömlu slagorðunum um „kauprán” of- an i kokið á forystumönnum Al- þýðubandalagsins. A matseðli Þjóðviljans i dag kallast slik máltið: „Slétt skipti”. Það er ugglaust kórrétt álykt- að, þegar Þjóðviljinn segir að forsætisráðherrann hafi sýnt mikla hæfni. En hvar er skoð- anakönnun Þjóðviljans um vin- sældir Alþýðubandalagsforyst- unnar meðal þeirra kjósenda, sem kusu þá til að koma i veg fyrir kaupskerðingu meö lög- um. Það þarf meiriháttar sjón- hverfingartil aðfá góða útkomu i slikri könm<n. En sjálfsagt treystu Alþýðubandalagsráð- herrarnir á blinda hollustu Guð- mundar J. og annarra forystu- manna Alþýðubandalagsins i verkalýðshreyfingunni. Eða eins og máltækið segir: Þangað sækir klárinn, sem hann er kvaldastur. Friðrik Sophusson alþm.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.