Vísir - 03.02.1981, Síða 18

Vísir - 03.02.1981, Síða 18
Þriðjudagur 3. febrúar 1981 VÍSIR Fyrirsætur spóka sig um i pelsum sem Michel Bourgon sneið úr mannshári. Pelsar úr mannshári Nýlega rákumst við á meðfylgjandi mynd i er- lendu blaði og fylgdi það sögunni að pelsarnir sem fyrirsæturnar klæðast væru úr manns- hári. Hugmynd þessi er eignuð Michel nokkrum Bourgon, tiskufrömuði frá Quebec i Kanada og hugðist hann græða stórfé á hugmyndinni. Honum varð þó ekki kápan úr þvi klæðinu þvi pelsarnir eru afar dýrir i framleiðslu og auk þess var áhugi manna á að klæðast slikum flik- um ekki fyrir hendi. Rúmt ár er nú liðið siðan Marie Osmond, sem ásamt bræðrum sinum hefur hlotiö heimsfrægð með samnefndum söngflokki, sleit trúlofun sinni og ieikarans Jeff Crayton. Fram til þessa hefur Jeff veriö fremur fáorður um samband sitt og söngkon- unnar en nýverið lét hann þung orð falla i garö bræðra hennar I viðtali við bandariskt tímarit. „Þeir óttuðust að „fjölskyldu- bisnesinn” myndi biöa tjón af giftingu Marie og beittu öllum brögðum til að koma I veg fyrir fyrirhugað brúkaup okkar, — og þeim tókst að tala um fyrir henni” — segir Jeff. Jeff segir, að þeir bræður hafi logiö ýmsum sökum upp á sig og sifellt hamrað á þvi hversu vara- samt það væri að binda trúss sitt við óþekktan leikara með ótrygga framtið. — „Það sem rak þá áfram var peningagræðgin og þessi græðgi eyöilagði samband okkar, þvi Marie fór aö lokum að trúa þvi, að þeir hefðu lög að mæla”, — segir Jeff og bætir þvi viö að hún sé afar ósjálfstæð og mjög háö fjölskyldi sinni. Þau Marie og Jeff kynntust áriö 1977 en þau eru bæði mormóna- trúar. Skömmu siðar fór Jeff i tveggja ára nám á mormóna- skóla á Spáni og Marie beið hans trygg og trú, enda er skirlifi hennar viðfrægt og hefur reyndar orðið að umtalsefni i timaritum vestra. Þegar Jeff kom aftur ákváðu þau aö gifta sig og voru foreldrar hennar þvi samþykk. En þá gripu bræður hennar inn I rás atburð- anna og tókst, eins og fyrr segir, að binda endi á samband þeirra. Iiiuti þeirra tónlistarmanna, sem fram koma á tón- leikunum, á æfingu nú um helgina. (Visismynd: % Skiln- aöur lefur 1 fjóröa Doris Day, söng- og leik- jS konan, sem gerði garðinn 1 frægan hér í eina tíð, hefur 1 nú sótt um skilnað frá fjóröa eiginmanni sinum, kaupsýslu manninum Barry Comden. Astæðuna segir hún vera þá, að þau séu svo ólík sem nokkrar manneskjur geti verið og eigi i þar af leiðandi alls ekki i saman. Þau giftu sig árið M 1976... M Marie Osmond ásamt unnustanum fyrrverandi,Jeff Crayton. , ,Peningagræögi bræðranna eyðilagöi samband okkar” — segir fyrrum fylgisveinn Marie Osmond Lennontóníeik- arnir í kvöld Minningartónleikar um John Lennon veröa i Austurbæjarbiói ikvöldog hafa flestir þekktustu rokktónlistarmenn landsins verið önum kafnir við æfingar undanfarna daga. 1 þeim hópi cru Asgeir óskarsson, Hrólfur Gunnarsson, Engilbert Jensen, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Finnbogi Kjartans- son, Magnús Kjartansson, Tryggvi Hubner, Ari Jónsson, Pálmi Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannsson, Magnús Sigmunds- son, Jóhann Helgason, Björgvin Halldói-SfSon, Að auki inunu koma fram Þorgcir Astvaldsson sem verður kynnir og Sigurður Skúlasonsem mun lesa upp ljóð eftir Lennon og frumort ljóö ort i minningu Lennons. Óttar Felix Hauksson hefur annast skipulagningu fram- kvæmdaratriöa varöandi tón- leikana. Miðaverð er kr. 50 og mun allur ágóöi renna til Geö- verndarfélags íslands. Hinir frægu Osmonds-bræöur á hljómleikum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.