Vísir - 06.03.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 6. mars, 1981
VÍSIR
9
UR SAMHENGI
vn samtmina
Stundum heyrast raddir, sem
eru svo gjörsamlega úr sam-
hengi við samtið sina, að það er
næstum grátbroslegt. i leiðara
Visis siðastliðinn þriðjudag er
skrifað um norræna samvinnu
og hún úthrópuð að endemum.
Auðvitað er eðlilegt, að menn
greini á um þetta efni sem
önnur. Samvinna við aðrar
þjóðir hefur löngum verið okkur
islendingum ágreiningsefni, og
harðast hafa þar gengið fram i
ádeilum islenzkir kommúnistar
og fylgifiskar þeirra, sem yfir-
leitt hafa talið sammninga og
samvinnu við aðrar þjóðir af
hinu illa, nema þvi aðeins að
slikt beindist i austurátt.
Enginn vænir ritstjóra Visis um
kommúnisma, en afturhalds-
sjónarmiðin, sem fram koma i
leiðaranum gætu allt eins verið
úr þeirri áttinni.
//Harla litið og ekki
neitt".
Ég hafði raunar hugsað mér
að stinga niður penna i tilefni
þings Norðurlandaráðs, sem nú
stendur yfir i Kaupmannahöfn,
og ræða litillega um Nordsat.
Leiðari Visis verður mér tilefni
tii að ræða málin frá öðrum
sjónarhornum, þótt Nordsat
muni hér einnig koma við sögu.
í leiðara Visis segir, að fyrir
hinn venjulega tslending sé
norræn samvinna „harla litið og
ekki neitt”. Fyrr i leiðaranum
lét ritstjóri þau orð falla að
norrænnar samvinnu yrðu
menn ekki varir i daglegu lifi,
né heldur yrðu menn varir við
sérstakt eða umtalsvert vin-
fengi norrænna frændþjóða utan
funda fárra útvaldra.
Hugum aðeins nánar að
þessu, — sérstaklega þessu með
vinfengið til að byrja með.
Þegar jarðeldur kom upp i Vest-
mannaeyjum, komu þjóðir
Norðurlanda okkur myndarlega
til hjálpar. Þvi eru sjálfsagt ein-
hverjir búnir að gleyma, — ekki
þó allir. í hörðum landhelgis-
deilum i áranna rás hafa
Norðurlöndin einnig veitt okkur
stuðning bæði i orði og á borði.
Þetta vita allir, sem með hafa
fylgst. Auðvitað átti norræn
samvinna og sá andi sem þar
býr að baki sinn mikla þátt i að
margumtöluð handritin komu
heim á sinum tima. Allt er þetta
sjálfsagt einskis virði og tekur
þvi varla að nefna það.
Sjálfsagðir hlutir
Staðreyndin er sú, að norræna
samvinnan i dag tekur til nær
allra sviða, — einnig til hins
daglega lifs, þótt svo sumir
kjósi að skoða það allt með
blinda auganu. Samvinna
Norðurlandanna á sviði
menningarmála, löggjafar,
félagsmála, svo nokkuð sé nefnt
er einstæð samvinna fullvalda
rikja i veröldinni i dag. Vera má
að ritstjóri Visis telji þetta, ef
ekki af hinu illa, þá a.m.k. vita
gagnslaust. Þar er ég honum al-
gjörlega ósammála. Hér ætti að
nægja að nefna örfá atriði til
Eiður Guðnason, al-
þingismaður, fjallar um
norræna samvinnu i til-
efni af forystugrein í Visi
á þriðjudaginn og átelur
þau „afturhaldssjónar-
mið", sem hann telur að
þar hafi komið fram.
upprifjunar, og þótt þess ætti
ekki að vera þörf, sýnir leiðari
Visis ljóslega, að þess er þörf,
þótt ekki sé til annars en að upp-
lýsa ritstjórann.
Fyrir margt löngu var af-
numin vegabréfaskylda milli
Norðurlandanna. Þetta er
kannski ekki stórt mál, en mál
engu að siður. íslendingar geta
gengið formsatriðalaust i vinnu
hvarsem er á Norðurlöndunum,
og njóta þar allra trygginga al-
mannatryggingakerfis. Þetta er
heldur ekki veigalitið atriði.
Norræni menningarsjóðurinn
er mikil stofnun og merk, sem
við höfum vissulega notið góðs
af. Til er lfka norrænn fjárfest-
ingarbanki og norrænn iðn-
þróunarsjóður, og nokkur við
skipti munum við hafa átt við
báðar þær stofnanir. Þá er
ógetið norrænnar samvinnu á
sviði rannsóknarmála, heil-
brigðismála og utanrikismála.
A þingi þjóðanna i New York
hafa Norðurlöndin meðsér nána
samvinnu um afstöðu til al-
þjóðamála. Norræna húsið i
Reykjavik er ávöxtur norr-
ænnar samvinnu. Svo er og
norrænt hús, sem er að risa i
Þórshöfn i Færeyjum. Vissu-
lega væri menningarlif höfuð-
borgarinnar snauðara ef ekki
nyti þeirrar ágætu starfsemi,
sem fram fer i Norræna húsinu.
Hér hefur aðeins verið stiklað
á þvi stærsta. Ekki trúi ég þvi að
ritstjóri Visis treysti sér til að
halda þvi fram að allt þetta sé
einskis virði. Geri hann það, á
hann áreiðanlega ekki marga
skoðanabræður.
íþróttirnar alls góðs
maklegar
Það er ekki ástæða til að for-
dæma og fyrirlita norræna sam-
vinnu a öllum sviðum, enda þótt
ekki hafi fengist það fjármagn
úr sameiginlegum sjóðum til
samskipta og ferðalaga iþrótta-
fólks milli landa, sem hugur for-
ystumanna hér stefnir til.
Ferðalög sem stofnað er til, til
að sparka bolta eða hoppa yfir
spýtu eru hvorki betri né verri
en önnur. Þau eru eðlilegur
þáttur i samskiptum okkar við
granna okkar. Vissulega væri
æskilegt að við gætum beint
auknu fjármagni til iþrótta-
hreyfingarinnar á Islandi úr
sameiginlegum sjóðum Norður-
landa til að efla samskipti æsku-
fólks. Að þvi hefur verið unnið,
þótt menn hafi þar ekki haft
árangur sem erfiði, og að þvi
verður áreiðanlega lika haldið
áfram að vinna, og vonandi
kemur aö þvi að þar náist
árangur.
Ritstjóri Visis, sem er
reyndur og þrautþjálfaður
ferðamaður getur áreiðanlega
verið sammála mér um það að
ferðalög og kynni við aðrar
þjóðir eru af hinu góða, hvort
sem um er að ræða iþrótta-
menn, stjórnmálamenn, raunar
hvern sem er.
Merkasta samvinnumálið
NORDSAT áætlunin.
Eitt er það málasvið, þar sem
Norðurlöndin hafa lengi haft
með sér nána samvinnu, en það
eru málefni útvarps og sjón-
varps. Margt öndvegisefni
hefurokkur áskotnast á skjáinn
fyrir tilstuðlan þeirrar sam-
vinnu. Sú samvinna hefur lika
orðið til þess að sjónvarpsáhorf-
endur á Norðurlöndunum hafa
séð fleiri sýnishorn islenzkrar
listsköpunar, en ella hefði orðið,
að þvi er ég ætla.
Þessi samvinna er nú á tima-
mótum. A þingi Norðurlanda-
ráðs i Kaupmannahöfn þessa
dagana bereinna hæst umræður
um Nordsat, norræna sjónvarps
og útvarpshnöttinn, sem er
fram liða stundir mun vonandi
gera Norðurlöndin að einu sjón-
varpssvæði og leysa margvis-
lega dreifingarörðugleika til af-
skekktra byggða og sjómanna á
hafi.
Til stendur að taka ákvörðun,
af eða á, fyrir lok þessa árs. Um
málið eru skiptar skoðanir svo
sem fram hefur komið. Það eru
einna helzt öfgaöflin yst til
hægri og vinstri, sem harðast
hafa barist gegn Nordsat, svo
og ýmsir fulltrúar listamanna,
nær allra sviöi, einnig til hins
Norðurlandaráös.
sem hafa misskilið málið og
imyndað sér að þeir muni missa
spón úr aski sinum með tilkomu
Nordsat. Þeir hafa hinsvegar
asklok fyrir himinn og sjá ekki
lengra en nef þeirra nær.
Nordsat skapar listamönnum
nýja möguleika, nýjan markað
fyrir listina, og er þáttur i þeirri
fjarskiptabyltingu sem við
stöndum nú andspænis.
Franskir og þýskir gerfihnettir
munu áður en langt um liður
dreifa sjónvarpsefni til hluta
Norðurlandanna. Spurningin er
, ætla menn að láta það gerast
án þess að leika mótleik og
skapa einhverskonar
menningarlegt jafnvægi á
öldum ljósvakans, þannig að
saman fari hið þjóðlega og hið
alþjóðlega, en hið alþjóðlega
ryðji ekki hinu þjóðlega burt.
Þegar þetta er ritað er engan
veginn útséð um hvort Nordsat
áætlunin verði að veruleika nú.
Mjög er jákvætt, að þrir af
fjórum islenzkum stjórnmála-
flokkum sem fulltrúa eiga á Al-
þingi skuli hafa markað
jákvæða stefnu til málsins.
Kommúnistar eru samir við
sig,— þar ráða afturhaldið og
þröngsýnin rikjum. Við tslend-
ingar höfum mikið aö vinna við
það að Nordsat áætlunin verði
að veruleika, en engu að tapa.
Nordsat er ódýr lausn, hvernig
sem á málið er litið, og kemur I
einhverri mynd fyrreöa seinna,
— vonandi fyrr.
Eiður Guðnason.
Birgir Hermannsson for-
stöðumaður Póstgfróstofunnar
gerir s.l. miðvikudag athuga-
semd i Visi við leiðaraskrif
blaðsins og neðanmálsgrein
undirritaös um orlofsfjármál
launþega. Aðeins tveimur
athugasemdum er hreyft vegna
greinar minnar. önnur varðar
ávöxtun orlofsfjár. Hin er um
kostnað við orlofskerfið. Um
leið og ég fagna öllum opinber-
um umræöum um málið, skal ég
fús gera efnislega grein fyrir
minum sjónarmiðum og árétta
viðhorf min til þessara tveggja
atriða, sem athugasemdirnar
snúast um.
Ávöxtum orlofsfjár
1 grein minni segir: „Það
liggur á borðinu, aö meðal-
bankavextir voru 2-3% hærri en
vaxtakjör orlofsfjár fyrir tlma-
bilið 1. mai 1979 til 1. mai 1980”.
Þetta staðfestir Birgir i sinni
greinog segir, að munurinn hafi
verið 2,75%. Hann gerir hins
vegar athugasemd við eftirfar-
andi ummæli min: „Ætla má,
að vaxtamunurinn sé allt að
10% i raun, þvi að haégt væri að
ná betri ávöxtunarkjörum en
meðalbankavöxtum, ef fjár-
magnið er bundið til t.d. 1. mai
ár hvert.”
1 þessari áætlun gaf ég mér
það, að vaxtahlutfallið yrði það
sama á yfirstandandi orlofsári
og það var I fyrra, en það gæti
auðvitað breyst enn eins og
Birgir gefur réttilega i skyn. Ég
álit að vextirnir geti orðið 7,25%
hærri en meðalbankavextir, af
þvi að fjármagnið er bundið i
ákveðinn tima. Benda má á, að
sex mánaða verðtryggðu reikn-
ingarnir nýju gefa vexti um-
fram verðgólgustigið, en það er
áætlað 50% á þessu ári að
óbreyttri stjórnarstefnu. Sam-
kvæmt lögum verða stofnaðir
þriggja mánaða verðtryggðir
reikningar með sömu kjörum
um næstu áramót. Vaxtamun-
urinn á þessum innlánsreikn-
ingum og meðalbankavöxtum
’79 og ’80 er þvi yfir 20%. Vona
ég að þetta skýri nægjanlega
forsendur áætlunar minnar.ssm
«• áréttuð hér með.
Kostnaður við orlofs-
kerfið.
Eftirfarandi málsgrein var i
áðurnefndri grein mikil: „Með
þvi að leggja niður núverandi
skipan orlofsmála, losum við
okkur við milljónakostnað við
að halda uppi kerfi sem banka-
kerfið getur tekið að sér auð-
veldlega. Þessi kostnaður gæti
verið u.þ.b. 600 milljónir g.kr. á
þessu ári.” Birgir bendir á i
sinni athugasemd, að kostnaður
hins opinbera sé enginn, vegna
þess að þessi kostnaður sé
greiddur af vöxtunum frá Seðla-
bankanum sem varðveitir or-
lofsféð. Þetta er rétt hjá Birgi
"'svó langt sem það nær. Kostn-
aðurinn við kerfið er i raun
greiddur af eigendum fjár-
magnsins. og þeirfá þess vegna
ekki alla vextina til sin. Póst-
giróstofan hirðir sinn hluta á
leiðinni fjirir kostnaöinum við
að standa undir rekstri sinum
vegna orlofsins. Ekki er deilt
um það, að þessi kostnaöur
veröur liklega 600 milljónir
g.kr. á yfirstandandi ári, — hver
sem borgar brúsann.
Friðrik Sophusson,
alþíngismaður, svarar
hér grein Birgis Her-
mannssonar, en hún birt-
ist í Vísi á miðvikudag-
inn.
Með þvi að leggja niður or-
lofskerfið i núverandi mynd
sparast þessi kostnaöur. Það
verðurekki hrakið. Taki banka-
kerfið við orlofsfénu — annað
hvort með sérstökum samningi
— eöa eins og öðrum útborguð-
um launum, myndast enginn
annar kostnaður en sá, sem
þegar er innifalinn i vaxtamuni
inn- og útlána bankakerfisins.
Umræður eru nauðsyn-
legar.
Ég vonast til þess að með
þessum áréttingum og útskýr-
ingum hafi mér tekist að gera
grein fyrir þeim tveimur atrið-
um I athugasemdum Birgis,
sem snertu grein mina. Þá er
einnig ástæöa til að þakka Birgi
fyrir þær viðbótarupplýsingar,
sem koma fram i grein hans.
Margir hafa sýnt þessum mál-
um áhuga og lýst sig ánægða
meö sjónarmið þau, sem koma
fram i grein minni. Ég vil nota
tækifæriðog hvetja þá til að láta
I sér heyra. Aðeins þannig er
hægtaðbúastvið breytingum til
bóta.