Vísir - 06.03.1981, Blaðsíða 12
12
Föstudagur 6. mars, 1981
VÍSIR
Hárgreidsla vikunnar
Su hargreiðsla, sem mikið hefur borið a i samkvæmislifinu að undanförnu, er
svokölluð ,,flettugreiðsla". Þegar harið er tilhaft a svipaðan máta og sest a
myndinni, er hægt að nota alls konar skraut.
Mikið tiðkast að nota gler- eða trékulur og f jaðrir, svo eittvað se nefnt. Þa er
þessi greiðsla hentug að þvi leytinu til, að hun helst vel a.m.k. i nokkra daga.
Blaðamaður fékk að fylgjast með Erlu Sigurbjarnardóttur hargreiðslumeistara
á dögunum, þegar hun tók fléttugreiðsluna fyrir og var óhætt aö segja að verkið
væri vel unnið, þegar upp var staðið.
Þess ma svo geta til gamans. að umrædd greiðsla er upprunnin i Suður-Afriku
Hun hefur einnig verið kennd við ekki obekktari personu en Bo Derek.
Falleg greiðsla ekki satt? Enda tekur litlar tvær
klukkustundir að fullgera hana.
Konur úr Bandalagi kvenna í Reykjavík undirbúa söfnunina.
Bandalag kvenna í Reykjavík:
íeldhúsinu
Fisléitur há-
tíðarréttur
RÆKJUKOKKTEILL
FORRÉTTUR
Rækjur eru bleyttar
upp i hvítvini, settar í
kampavínsglas. Síðan
smásaxaðar maður lauk
og hrærir hann út í tómat-
sósu og bætir hvftvíni útí.
Setur yfir rækjurnar og
sítrónusneið ofaná og
salatblöð meðfram og tvo
sítrónubáta sömuleiðis.
Siðan eru herlegheitin
borin fram með ristuðu
brauði og smjöri.
STEIKTAR
LÆRISSNEIÐAR
AÐALRÉTTUR
Steiktar lærissneiðar
með hvítlaukssm jöri,
bök. kartöflum og
bernaissósu. Kjötið er
steikt á pönnu og kryddað
með grillkryddi, salti og
„Italian seasoning".
Kartöflurnar, steiktar á
pönnu og krydddaðar
með papriku, salti og
percil stráð yfir.
Bernaissósan fyrir
fjóra: 4 eggjarauður,
hræra þær upp, bræðið
400 gr. smjör, og hellið
því úti í smáskömmtum
og passiðað hafa smjörið
ekki of heitt. Bragðbætt
með kjötkrafti. Bætt er
úti bernaisessense og
percil. — Hvítlaukssmjör
þýðir smjör hrært saman
við aromat og
hvítlauksduft.
SÚKKULAÐIÍS MEÐ
JARÐARBERJUM OG
RJÓMA
— EFTIRRÉTTUR
Skyrir sig sjálft.
Gengst fyrir söf-
nun í bágu fatlaöra
í tilefni af því að
Sameinuðu þjóðirnar hafa
valið árið 1981 sem
Alþjóðlegt ár fatlaðra hef-
ur Bandalag kvenna í
Reykjavík afráðið, að
málefni fatlaðra skuli
hafa forgang á verkefna-
skrá þess í ár.
Á islandi mun 10. hver
maður búa við fötlun í ein-
hverri mynd og orsakir
fötlunar svo sem slys eða
önnur áföll gera ekki boð á
undan sér. Enginn getur
vitað hver verður næst
kallaður i hópinn. Úrbætur
og aðstoð i þessu ef ni er því
í verkahring allra lands-
manna.
Bandalag kvenna í
Reykjavík gengst nú fyrir
söfnun til kaupa á „tauga-
greini" til afhendingar á
Endurhæf ingardeild
Borgarspítalans við
Grensás í Reykjavík. Hér
er um að ræða almenna
einingu af nýjustu gerð
með viðbótarmöguleikum.
Ekkert heildartæki af
þessu tagi er til hér á landi.
Taugagreinir mælir starf-
rænar truflanir í heila,
mænu og taugakerfi —
margþætt tæki sem gefur
mikla möguleika til endur-
hæfingar og stuðlar meðal
annars að betri nýtingu
sérhæfðs starfsfólks á
sjúkrastof nunum.
Tækið hef ur verið pantað
frá fyrirtækinu Nicolet í
Wisconsin, Bandaríkjun-
un: og er kaupverð þess
miðoð við markaðsverð
þar í jan,— febr. í ár
$ 83.025.- eða rúmlega 60
milljónir gamalla króna.
Söfnunin er haf in og for-
göngumenn hennar heita á
fólk að bregðast vel við
þegar til þess verður
leitað.
Bréf hafa verið send
félagasamtökum, starfs-
fólki stórfyrirtækja sendir
söfnunarlistar og föstu-
daginn 6. mars til sunnu-
dags 8. mars verður sér-
hannað merki selt á
almannafæri og í íbúðar-
hverf um.
Kjörorð söfnunarinnar
er: EFLUM FRAMFARIR
FATLAÐRA